Morgunblaðið - 12.02.2008, Síða 15

Morgunblaðið - 12.02.2008, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008 15 MENNING BÆKUR á vegum útgáfurisans Harper-Collins verða héðan í frá aðgengilegar á netinu án endur- gjalds í gegnum vefsíðu fyrirtæk- isins. Hægt verður að fletta í gegnum sumar bækur og jafnvel lesa þær í heild sinni. Þetta er gert til þess að auka bóksölu og gefa viðskiptavinum sem versla á netinu sömu tækifæri og þeim sem kaupa bækur í hefðbundnum bóka- búðum til þess að fletta bókum og kynna sér innihald þeirra áður en kaupin ganga í gegn. Meðal fyrstu verkanna sem hægt verður að skoða hjá Harper- Collins eru nýjasta skáldsaga Paulo Coelho, The witch of Porto- bello og matreiðslubók eftir sjón- varpskokkinn Robert Irvine. „Þetta er eins og að taka plastið utan af bókinni,“ sagði Jane Fried- man forstjóri útgáfunnar. „Besta leiðin til þess að selja bækur er að leyfa kúnnanum að lesa innihald- ið.“ Næsta árið verða valdir titlar settir á vefsíðuna og í hverjum mánuði verður boðið upp á bók eftir Paulo Coelho. Ókeypis aðgangur Metsölubók Nornin frá Portobello er aðgengileg á netinu. LEIKRITINU Óþelló, Desdemóna og Jagó sem frumsýnt var 30. janúar á litla sviði Borgarleikhússins hefur verið boðin þátttaka á Lókal, al- þjóðlegu leiklistarhátíðinni sem fer fram í Reykjavík í byrjun mars. Sýn- ingin er samvinnuverkefni Drauma- smiðjunnar, Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins. Óvenjuleg leikgerð Gunnars I. Gunnsteinssonar sem byggist á leik- ritinu Óþelló eftir Shakespeare hef- ur vakið athygli en uppfærslan er at- hyglisverð tilraun í íslensku sviðslistaumhverfi. Í sýningunni eru aðeins þrjú hlut- verk. Óþelló dansar Brad Sykes. Desdemónu leikur heyrnarlausa leikkonan Elsu G. Björnsdóttur og Jagó leikur Hilmir Snær Guðnason. Aðrir aðstandendur sýningarinnar eru Ástrós Gunnarsdóttir danshöf- undur, Vignir Jóhannsson myndlist- armaður gerir leikmyndina og María Ólafsdóttir hannar bún- ingana. Lýsingu annast Magnús Arnar Sigurðsson og tónlistina sem- ur Rúnars Þórissonar gítarleikari. Leikstjóri er Gunnar I. Gunn- steinsson. Uppsetningin hlaut styrkt frá leiklistarráði. Óþelló á Lókal Óþelló Elsa og Hilmir Snær. SAGNFRÆÐINGA- FÉLAGIÐ verður með hádeg- isfyrirlestur í dag kl. 12.05 í Þjóðminjasafninu. Unnur María Bergsveinsdóttir spyr þeirra spuringa sem varðveisla munnlegra heimilda vekur auk þess sem skyggnst verður í geymslur íslenskra safna. Munnleg saga hefur í seinni tíð hlotið fulla viðurkenningu sem sagnfræðileg aðferð og nýtur sívaxandi vinsælda meðal þeirra sem fást við samtímasögu. Enn sem komið er er bein íhlut- un fræðimannsins í tilurð þeirra heimilda sem hann fæst við þó sterkt einkenni aðferðarinnar, sér í lagi hér á Íslandi. Aðgangur ókeypis. Fræði Hvað er að heyra af munnlegri geymd? Unnur María Bergsveinsdóttir Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM á morgun kl. 12.30 í Norræna húsinu leikur Símon H. Ív- arsson gítarverk eftir Gunnar Reyni Sveinsson og Manuel de Falla. Í frétt um tónleikana skrifar Símon: „Í músíkölskum heimi Gunnars Reynis Sveins- sonar rann sígaunablóð í þeim skilningi hversu víða um heim hann fór og hve víða hann staldraði við. Sem barn vakti hann athygli sem dansari og steppari í danssýn- ingarflokki Rigmor Hansen í Reykjavík og vann sér inn vasapeninga með því að leika á munn- hörpu, blístra og jóðla fyrir fólk.“ Gunnar Reynir lést í lok janúar og er jarðsunginn í dag. Tónlist Símon minnist Gunnars Reynis Símon H. Ívarsson UM helgina var opnuð sýning á málverkum Helgu Magn- úsdóttur í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5. Helga stundaði nám í Myndlistaskóla Reykjavíkur árin 1984-85 og Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1985-89. Hún brautskráðist úr mál- aradeild. Helga hefur haldið margar einkasýningar og tek- ið þátt í samsýningum bæði hér á landi og í Grikklandi, en þar hefur hún dval- ið nokkra mánuði í senn síðustu 13 ár. Verk Helgu bera merki uppruna hennar og langvista í Eyjahafi. Sýningin verður opin á almennum verslunartíma og lýkur 5. mars. Myndlist Helga Magnús- dóttir hjá Ófeigi Helga Magnúsdóttir Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is LISTAHÁTÍÐ í Reykjavik 2008 verður haldin dagana 15. maí til 5. júní. Myndlist verður í aðalhlutverki á þessari hátíð, svipað og var árið 2005, en með nokkuð öðrum hætti þó, að sögn Þórunnar Sigurð- ardóttur, listræns stjórnanda hátíð- arinnar. Þetta þýðir ekki að aðrar listgreinar fái ekki sitt svigrúm. Meðal stórviðburða á Listahátíð í ár verða tónleikar Waynes Shorters og kvartetts hans. Fréttir af myndlist- arþætti hátíðarinnar hafa spurst er- lendis, og segir Þórunn að það muni allt fyllast af erlendu myndlistarfólki í Reykjavík í vor. „Viðbrögðin við myndlistarþættinum eru ótrúleg. Það sem vekur mest viðbrögð er stóra sýningin í Hafnarhúsinu sem við vinnum í samvinnu við Serpent- ine í London, en það eru Ólafur Elí- asson og Hans Ulrich Obrist sem eru höfundar verkefnisins. Það teng- ist mjög vísindum, með þátttöku bæði listamanna og vísindamanna.“ Þórunn segir að myndlistin sé um- fangsmeiri en árið 2005. Nú eru sýn- ingarstjórarnir margir, en var að- eins einn þá. Margir vilja koma og sjá Þórunn segir að vegna þess hve vel gekk 2005, og vegna þess hve umfjöllun um myndlistina þá rataði í fína miðla erlendis þá, séu margir sem vilji koma aftur, og fleiri sem hafi frétt af hátíðinni og vilji koma nú að upplifa stemninguna. „Það verður fullskipað,“ segir Þórunn en sýningarhald spannar landið allt, frá austasta austri til vestasta vesturs. Meðal annarra sýninga má nefna íslenska samtímasýningu á Kjar- valsstöðum, en þar verða verk lands- lagsarkitektsins Mörthu Schwarz einnig sýnd. List andspænis arki- tektúr er yfirskrift sýningar sem verður í Listasafni Íslands en þar koma við sögu Steina Vasulka, Finn- bogi Pétursson, Elín Hansdóttir, Monica Bonvicini og Franz West. Start Art verður með stóra sýningu á verkum Rúríar, króatísk sam- tímalist verður í Galleríi 100°. Paul Armand Gette og Halldór Ásgeirs- son sýna í Listasafni ASÍ, Ný- listasafnið sýnir verk Karls Holmq- vists, kínversk samtímalist verður í Listasafninu á Akureyri, Björn Roth stýrir sýningum á Austurlandi og lengi mætti áfram telja. „Við erum að undirbúa blaða- mannafundi í New York og í Serp- entine-galleríinu í London til að kynna þessa dagskrá enn frekar. Við viljum koma íslenskri myndlist al- mennilega á kortið og það er átak, en möguleikarnir eru miklir, því fólki finnst þetta spennandi.“ Myndlistin verður í öndvegi á Listahátíð og fjöldi gesta kemur að utan til að skoða Djassfólk fær Wayne Shorter „ÞEIR eru alveg svakalega skemmtilegir,“ segir Þórunn Sig- urðardóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar, um Wayne Shorter og kvartett hans, sem hún sá og heyrði í Liverpool fyrir skemmstu. Með hon- um í kvartettinum eru píanóleik- arinn Danilo Perez, bassaleikarinn John Patitucci og trommuleikarinn Brian Blade. „Djassgagnrýnendur kusu þessa grúppu í fyrra djass- grúppu ársins 2006.“ Með Art Blakey og Miles Davis Wayne Shorter saxófónleikari á að baki langan og farsælan feril í djassinum. Hann er 75 ára en hóf feril sinn á árunum eftir stríð og spilaði um tíma bæði með Horace Silver og með Djasssendiboðum Arts Blakeys. Það var ekki af neinni neyð sem hann hætti með Blakey, það var vegna þess að sjálfur Miles Davis suðaði og nauðaði í honum að koma í kvintettinn til sín, sem arftaki Johns Coltraines. Wayne Shorter spilaði svo með Miles Davis-kvintettinum í sex ár, eða þar til hann stofnaði sína eigin sögufrægu sveit, Weather Re- port, með félaga sínum úr Miles Davis-kvintettinum, Joe Zawinul. Með Weather Report urðu þeir frumherjar í djassbræðingi og höfðu gríðarleg áhrif á fjölda tónlistar- manna, eins og fusionrokksveitina Steeley Dan, Joni Mitchell, Stevie Wonder og fleiri. Wayne Shorter hefur hreppt níu Grammy-verðlaun um dagana fyrir eigin tónsmíðar og hljóðfæraleik, meðal annars með Herbie Hancock fyrir lag þeirra um Aung Sun Suu Kyi á plötunni 1+1. Veðurfrétta- maðurinn Listahátíð í Reykjavík var fyrst haldin árið 1970. Síðustu árin hefur verið efnt til fjölmargra samstarfsverkefna við listamenn, listastofnanir erlend- is, og áhersla lögð á að samstarfið opni einnig íslenskri list leið til útlanda. Listahátíð sækir og sendir Wayne Shorter Á langan feril að baki; er enn að sópa að sér verðlaunum. KOMA rússneska fiðluleikarans Shlomo Mintz til Íslands og tón- leikar hans í Grafarvogskirkju á sunnudag voru viðburður. Æðru- leysi hans, alþýðlegt viðmót og látleysi vöktu eftirtekt. Vísuorð Einars Ben: „Láttu smátt, en hyggðu hátt,“ áttu svo sannarlega við, því í þessum yfirlætislausa manni bjó andi risans. Flest látum við okkur nægja að lifa lífinu á sem þægilegastan máta; við ögr- um sjálfum okkur kannski stöku sinnum, en ekki meir en við þolum með góðu móti og ekki meir en nauðsynlegasta fyrirhöfn krefur. Að kanna mörk þess mögulega í mannlegri tilvist er fyrir aðra. Þá tala ég ekki bara um erfiðleika, íþrótt eða líkamlega færni, heldur líka mörk þess sem andinn getur. Shlomo Mintz lék hér 24 Kaprísur eftir Nicolo Paganini, verk sem er svo flókið og erfitt, að aðeins örfá- ir fiðluleikarar ráða við að leika það allt. Hann gerði meira en að spila. Hann fyllti þetta fingrarím unaðslegri músík. Það var gríð- arlegt afrek og stórkostleg reynsla að fylgjast með ferðalagi hans á mörkum þess mögulega. Tónleikar Shlomo Mintz voru sýnikennsla í því að mörk einbeit- ingar og ögunar mannsandans liggja óravíddum ofar en þá sem þar voru hefur sennilega nokkru sinni grunað. Hvernig er þetta hægt? Jú, Shlomo Mintz gerði það. Hann stóð þarna og gerði þetta. Hvað getur maður sagt? Svona nokkuð upplifir maður kannski einu sinni á lífsleiðinni ef maður er heppinn. Maður lýtur í duftið og þakkar í djúpri lotningu. Á mörkum þess mannlega TÓNLIST Grafarvogskirkja Shlomo Mintz lék 24 Kaprísur op. 1 eftir Nicolo Paganini. Laugardag kl. 17. Einleikstónleikarbbbbb Bergþóra Jónsdóttir Morgunblaðið/Jón Svavarsson Þrekvirki Eftir tónleikana spjallaði Shlomo Mintz við þá tónleikagesti sem höfðu áhuga á að hitta hann og gaf aðdáendum eiginhandaráritun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.