Morgunblaðið - 16.02.2008, Síða 6

Morgunblaðið - 16.02.2008, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR É g þreytist seint á að vitna í orð Jóhönnu Jóhanns- dóttur frá Hamarsheiði í Gnúpverjahreppi, en Jó- hanna hefur lifað nær heila öld með Þjórsá: „Fegurðin var algjör. Mér varð hugs- að til Landsvirkjunar sem ef til vill sekk- ur svo túnum í Haga, á þessari fallegu landnámsjörð, að ekki verður búandi hér lengur - og engin situr við glugga og dá- ist að fegurðinni, eða nýtur góðs af gæð- um jarðarinnar. Það er mikið vald sem fáeinir gróðahyggjumenn taka sér.“ Það er oft reynt að gera lítið úr barátt- unni fyrir náttúruvernd með því að stimpla hana sem öfgar eða óraunsæi. Jóhanna Jóhannsdóttir fyrrum bóndi á tíræðisaldri er engin öfgamanneskja. Aðrir sveitungar hennar sem halda uppi hetjulegri baráttu til varnar Þjórsá eru heldur ekki öfgafólk. Þau eru venjulegir Íslendingar með ólík áhugamál, ólík flokksskírteini og ólíka lífssýn. Þau sam- einast hins vegar í því að vilja vernda landið sitt - landið okkar allra. Heimafólk við Þjórsá hefur í meira en fjörtíu ár staðið vaktina til varnar Þjórs- árverum. Þar hefur fólk fórnað dýr- mætum tíma, orku og jafnvel heilsu í þágu baráttunnar, enda munu kynslóðir framtíðarinnar verða þeim ævinlega þakklátar. Ýmsir sigrar hafa unnist fyrir tilstilli kraftmikils fólks, en mýmörg dýrmæt svæði og náttúrugersemar liggja enn undir fallöxinni á teikniborðum skamm- tímagróðans. Þar á meðal er neðri hluti lengsta stórfljóts landsins, Þjórsár. Með virkjunum í neðri hluta Þjórsár á að fórna anddyri Þjórsárdals, dyrum okkar að hálendi Íslands þar sem tindar Heklu gnæfa yfir. Margrómuð nátt- úrufegurð við gátt hálendisins, flúðir, sker og eyjar og bakkar Þjórsár eiga að sökkva. Nákvæmlega hver ætlar að banka upp á hjá Jóhönnu í Haga og segjast bera ábyrgð á eyðileggingunni? Umhverf- isráðherra eða iðnaðarráðherra? Fjár- málaráðherra eða forsætisráðherra? Sjálfstæðisflokkur eða Samfylking? Þjóðin öll? Eða er þetta bara sama tób- akið eins og vanalega: Er þetta allt bara á ábyrgð einhverra annarra en okkar sjálfra? Hver ætlar að bera ábyrgð á því að Búðarfoss og Urriðafoss hverfi; Hagaey og hólmar og flúðir Þjórsár hverfi og ár- farvegur skerðist; jörðum meðfram Þjórsá og bújörðum bænda sé sökkt; fuglalíf í Þjórsá og gengd laxa upp ána skerðist; hrygningarstöðvar þorsks und- an ósum Þjórsár verði í hættu? Hver ætlar að bera ábyrgð á því þegar upp verður staðið að stórskaða lífríki Þjórsár og gróður, útsýni, landslag, fegurð og fornminjar frá landnámi? Þótt sumir séu snillingar í að axla ekki ábyrgð þá verður reikningurinn á end- anum sendur þangað sem honum ber. Nýrri ríkisstjórn er nú í lófa lagið að sýna skörungsskap í þessum efnum. Við erum svo heppin að hafa flokk við völd sem lofaði því ítrekað fyrir kosningar að vernda náttúruna og taka umhverfismál alvarlega - og viti menn, verja Þjórsá. Við eigum ráðherra innan ríkisstjórnar sem hafa lýst því opinberlega yfir að þeir leggist gegn virkjunum í neðri hluta Þjórsár. Hvað er það þá sem tefur? Ef Samfylkingunni er alvara þá neitar hún að láta Sjálfstæðisflokkinn valta yfir sig í þessum efnum, harðneitar, ef það er þá þar sem hnífurinn stendur fastur í kúnni. Fólk við Þjórsá og aðrir Íslend- ingar eiga ekki að þurfa að berjast í 40 ár til viðbótar við svikin loforð, ekki í 40 mánuði, vikur eða daga. Baráttan á að hafa skilað árangri nú þegar. Saga náttúruverndar á Íslandi er öðru fremur lituð traustum þræði blekkinga og svikinna loforða. Í þeim efnum er ekkert nýtt, en nú er gullið tækifæri til að breyta af leið. Ég hvet alla sem vett- lingi geta valdið til að fjölmenna á þver- pólitískan og óháðan baráttufund til varnar Þjórsá á morgun sunnudag kl. 16 í Fríkirkjunni. Fundurinn er haldinn PISTILL » Með virkjunum í neðri hluta Þjórsár á að fórna anddyri Þjórs- árdals, dyrum okkar að hálendi Íslands þar sem tindar Heklu gnæfa yfir. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Þjóð með Þjórsá undir yfirskriftinni „Þjóðin stendur með Þjórsá“. Þar koma saman heimamenn, listamenn og fræðimenn til að leggja baráttunni fyrir vernd Þjórsár lið. Hvar í flokki sem við stöndum, eða stöndum ekki, þá skulum við fjölmenna í Fríkirkjuna á morgun. Heimamenn eiga skilið að finna fyrir stuðningi okkar allra - og þau þurfa á slíkum stuðningi að halda. Þjórsá á skilið þjóð sem kanna að meta eigin dýrgripi og stendur um þá vörð. Íslensk náttúra og lífríki á sömu- leiðis skilið þjóð sem krefst lýðræð- islegra vinnubragða og sættir sig ekki við svik og blekkingar. Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir les pistilinn HLJÓÐVARP mbl.is Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is HJÓNIN Þórunn E. Sigursteins- dóttir og Þór Þorvaldsson á Ak- ureyri urðu fyrir óskemmtilegri lífsreynslu á Holtavörðuheiði um síðustu helgi. Þá var ekið á bíl þeirra í þrígang með skömmu millibili í miklu hríðarkófi og óhætt að fullyrða að þau voru heppin að slasast ekki að ráði. Þetta var upphaf ferðar til Eng- lands, en hún varð endaslepp. Þau ætluðu utan á mánudaginn en fóru hvergi; sneru heim til Akureyrar strax daginn sem árekstrarnir urðu. Það var um tvöleytið á laug- ardaginn sem Þór ók upp Holta- vörðuheiðina norðan frá á jepp- lingi þeirra hjóna. „Það gerði skyndilega mikinn skafrenning, ég lúsaðist á 20-30 kílómetra hraða en þá birtist allt í einu jeppi út úr kóf- inu og rakst á vinstra framhorn bílsins,“ sagði Þór við Morg- unblaðið í gær. „Jeppinn stoppaði 30-40 metrum norðan við okkur og þegar ég ætlaði að bakka í áttina til hans kom annar sunnan að og klessti beint fram á bílinn okkar. Það var eins gott að ég fór ekki út til þess að kanna skemmdirnar á bílnum eftir fyrsta áreksturinn; hefði ég gert það, eins og menn hljóta oftast að gera við svona að- stæður, hefði ekki þurft að sökum að spyrja,“ sagði Þór. Örfáum mínútum síðar kom svo sá þriðji og lenti líka á bílnum. Þór segir flesta sem leið áttu um hafa stoppað og spurt hvort orðið hefði slys og boðið fram aðstoð sína, en einhverjir hefðu reyndar brunað áfram á þess að kanna að- stæður. En þeir sem stoppað hefðu, sem og lögreglan, hefðu verið afar elskulegir og hjálplegir. Einn sem kom sunnan að, á jeppa, ók spölkorn til baka og varaði þá bílstjóra við, sem þaðan komu, með því að setja háu ljósin á og blikka þeim. „Kona sem ég hitti í Stað- arskála sagði að það hefði skipt sköpum. Hún hefði áreiðanlega ekki hægt ferðina, nema fyrir þessa viðvörun, og hefði þá kannski lent á bílnum okkar líka,“ sagði Þórunn. Hún er með brákað bringubein og Þór hefur verið til skoðunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri í vikunni. „Mikil mildi að ekki fór verr“ Þrisvar ekið á bíl- inn í hríðarkófi á Holtavörðuheiði Árvakur/Skapti Hallgrímsson Heppin Þórunn E. Sigursteinsdóttir og Þór Þorvaldsson á Akureyri. BÆJARRÁÐ Kópavogs sam- þykkti í fyrradag tillögu dóm- nefndar um að ganga til samn- inga við Eykt ehf., sem var með hagstæðasta tilboðið í fram- kvæmdir við íþróttamannvirki í Fagralundi í Fossvogsdal. Þar verður reist nýtt íþróttahús og fé- lagsaðstaða HK stækkuð veru- lega en kostnaður nemur rúmum 488 milljónum króna. Íþróttahúsið nýtist handknatt- leiks- og blakfólki HK en það verður með löglegum hand- boltavelli. Það er þó ekki hugsað sem keppnishús, nema fyrir yngri flokka. Nýja húsið nýtist Snæ- landsskóla fyrir íþróttakennslu og kemur í stað lítils íþróttasalar sem er sambyggður skólanum. Félagsaðstaða HK stækkar verulega en byggt verður við hús sem tekið var í notkun í Fagra- lundi fyrir þremur árum. Þar verður m.a. rúmlega 250 fer- metra veitingasalur á efri hæð og þaðan verður hægt að fylgjast með æfingum og keppni í íþrótta- húsinu. Á þeirri neðri verða m.a. þrír búningsklefar, sem bætast við þá sex sem þegar eru fyrir á jarðhæð hússins. Þá verður að- koma bætt verulega, með stóru torgi og fjölgun bílastæða. Á svæðinu eru fyrir grasvellir og gervigrasvöllur. Hálfur milljarður í Fagralund Nýtt íþróttahús og stórbætt félagsaðstaða fyrir HK í Fossvogsdal                                                        NORÐMENNIRNIR Rune Hauge og Tor Helness sigruðu í lið- lega 130 para tvímenn- ingi sem lauk á Hótel Loftleiðum á áttunda tímanum í gærkvöldi. Þeir tóku forystuna síðla í mótinu og héldu henni til loka. Guðmundur Hermannsson og Björn Ey- steinsson urðu í öðru sæti en þeir settust í það sæti um miðbik móts og voru vel að því komnir. Arno Lindermann og Tino Terraneo urðu þriðju og Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson fjórðu. Í dag hefst sveitakeppnin og eru á sjö- unda tug sveita skráðar til keppni. Norðmenn unnu tvímenninginn LANDSPÍTALINN hefur gengið til samn- inga við Conscriptor ehf. um ritun sjúkra- skráa fyrir Slysa- og bráðasvið. Fyrirtækið átti hagstæðasta tilboðið, sem var um 60% af áætlunarverði spítalans og býr þar að auki yfir reynslu af ritun sjúkraskráa í Sví- þjóð. Að sögn Gunnars Kr. Guðmunds- sonar, læknis og ábyrgðarmanns fyrir til- boðinu, mun sú reynsla nýtast enda hafi fyrirtækið þegar búið sér til kerfi fyrir slíka vinnslu. Hluti eigenda Conscriptors á Íslandi er sænskur, en starfsstöðvar þess verða í Reykjavík. Allt löggiltir læknaritarar Í tilkynningu frá Gunnari segir að öllum störfum sem fyrirtækið komið til með að inna af hendi verði sinnt af löggiltum læknariturum, þar sem þeim muni bjóðast traust vinnuumhverfi og laun sem tíðkist fyrir sambærileg störf annars staðar. Þá segir í tilkynningunni að félagið leggi ríka áherslu á að öll starfsemi falli að sjón- armiðum persónuverndar ásamt lögum og reglugerðum um heilbrigðisþjónustu. Í samtali við Morgunblaðið sagði Gunnar lík- legt að á bilinu sex til níu læknaritarar myndu sinna störfum fyrirtækisins sam- kvæmt útboðssamningnum til að byrja með. Árangur verkefnisins verður metinn að liðnum sex mánuðum. Conscriptor ritar sjúkraskrárnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.