Morgunblaðið - 16.02.2008, Side 17

Morgunblaðið - 16.02.2008, Side 17
BRESK samkeppnisyf- irvöld vilja sérstakan um- boðsmann stórmarkaða sem hafi völd og svigrúm til að vernda bændur og birgja gegn misnotkun markaðsráðandi stór- markaðakeðja. Breska dagblaðið The Guardian gerði þetta að umtalsefni í gær, en þar kom fram að eftir tveggja ára rannsókn á breska matvörkumarkaðnum, sem veltir árlega um 123 milljörðum punda, um 16.100 milljörðum króna, sé talin þörf á slíkum umboðsmanni. Þá kunni stórmarkaðir að verða skyldaðir til að ráða sérstaka eft- irlitsaðila, sem fylgist með því að lögum sé framfylgt. Alls bentu sam- keppnisyfirvöld á um 200 staði þar sem skortur var talinn á samkeppni og er ætlunin að auðvelda nýjum að- AP ilum að koma inn á slíka markaði. Í dagblaðinu The Daily Telegraph segir að gagnrýnendur keðjanna sem drottni á markaðnum séu ósátt- ir, þær þurfi ekki að loka einni ein- ustu verslun þrátt fyrir kvartanir. Þá sé ekki bætt úr stöðu birgja. Þús- undir smærri verslana hafa lagt upp laupana í Bretlandi síðustu ár, þ.m.t. yfir 3.000 fisksalar og slátrarar. Vilja auka eftirlit með breskum stórmörkuðum MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 17 ERLENT TIL óeirða kom enn í Kaupmannahöfn í fyrrinótt er múslímsk ungmenni gengu þar berserksgang vegna endurbirtingar á einni af Múhameðsmyndunum umdeildu. Grýttu þau verslanir og kveiktu í bílum og einum skóla. Voru nokkur handtekin. Nokkur mótmæli voru í gær pakistönskum borgum þar sem brenndar voru brúður í líki Anders Fogh Rasmussens, forsætisráðherra Dana, og var þess krafist, að höfundur teikn- ingarinnar yrði drepinn. Mótmæli voru einn- ig á Gaza þar sem þess var krafist, að danska stjórnin bæði múslíma afsökunar og þeir, sem bæru ábyrgð á birtingu myndanna, yrðu leiddir fyrir rétt. Ein helstu samtök múslíma, OIC, sem hafa aðsetur í Jeddah í Sádi-Arabíu, fordæmdu í gær endurbirtingu teikning- arinnar og sögðu, að hún gæti leitt til aukinnar andúðar og átaka milli kristinna manna og múslíma. Það væri að misnota tjáningarfrelsið að óvirða það, sem öðrum væri heilagt. „Þeir, sem það gera, eru komnir í slagtog með öfgamönnum, sem nota trúna til að réttlæta morð og hryðjuverk. Þetta er ekki rétta leiðin til að bæta samskiptin milli kristinna manna og múslíma,“ sagði í yfirlýsingu frá samtökunum Danski fáninn brenndur í mót- mælum í Karachi í Pakistan. Óeirðir í Kaupmanna- höfn eftir myndbirtingu Á FUNDI um við- skiptamál, sem Henry Kissinger, utanríkisráð- herra Bandaríkj- anna, átti með Maó, leiðtoga kínverskra kommúnista, í Peking 1973, bauðst Maó til að láta Bandaríkin fá 10 milljón konur. Kemur þetta fram í skjölum, sem nú eru ekki lengur leynileg. „Kína er fátækt land og við höf- um ekki upp á margt að bjóða. Við eigum þó nóg af konum, raunar alltof mikið. Þær eiga börn og það er alltof mikið af börnum í þessu landi. Við eigum svo mikið af kon- um, að það kemur niður á bardaga- getunni. Þið getið fengið nokkrar þúsundir, nei tugþúsundir,“ sagði Maó en Kissinger var víst heldur seinn til svars. Þá sagði Maó: „Viltu fá kínversku konurnar okkar? Við getum sent til ykkar 10 milljónir.“ Fram kemur, að Kissinger hafi látið einhver orð um það falla, að Bandaríkin hefðu enga kvenna- kvóta eða reglur um gjöld af þeim. Maó bauð Kissinger 10 millj- ónir kínverskra kvenna Maó formaður, leiðtogi Kína. skv. fréttavef BBC, að lítil von sé um lausn sem felist í bólusetningum. Hann segir eyðniveiruna hafa fundið leið til að blekkja varnarkerfi mannslíkamans. Næsta skref vís- indamanna sé því að finna mótleik við því bragði náttúrunnar. Allar bóluefnisrannsóknir hingað til séu því ómerkar og leita verði annars konar leiða til að vinna á veirunni. Vísindamenn binda helst vonir við að rannsóknir á sviði gena og stofn- frumna geti falið í sér lausnina. ÓSENNILEGT þykir að hægt verði að bólusetja fólk við eyðni. Það er meðal þess sem kom fram á al- þjóðlegri ráðstefnu fremstu vísinda- manna á sviði eyðnirannsókna sem haldin var í Boston fyrir skömmu. Á ráðstefnunni kom fram að eyðnirannsóknir eru ekki komnar lengra en fyrir 25 árum og eru vís- indamenn svartsýnir á að lausn muni finnast á vandanum í náinni framtíð. 33,2 milljónir manna hafa greinst með eyðni í heiminum og er aukn- ingin 1,5% frá árinu 2006. Veiran var greind fyrst árið 1983. Ekki er til lækning við sjúkdómnum en með lyfjum er hægt er að hefta að ein- hverju leyti þróun veirunnar yfir í eyðni, sem er lokastig sjúkdómsins, auk þess að halda einkennum hans niðri. David Baltimore, einn fremsti vís- indamaðurinn á þessu sviði, segir Lítil von um bóluefni Eyðni Indversk eyðnismituð börn. STUTT Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is FASTLEGA er gert ráð fyrir að for- sætisráðherra Kosovohéraðs lýsi yf- ir sjálfstæði frá Serbíu á morgun. Forsætisráðherra Kosovo, Hashim Thaci, hefur neitað að staðfesta hve- nær yfirlýsingin verður gefin en serbnesk yfirvöld og alþjóðasam- félagið búa sig undir að það verði gert á morgun. Nýendurkjörinn forseti Serbíu, Boris Tadic, sem sór embættiseið í gær, hefur heitið því að gera allt sem í hans valdi stendur til að halda Kos- ovohéraði innan serbnesku landa- mæranna. Hann segir sjálfstæðisyf- irlýsinguna ólöglega. Gert er ráð fyrir að Bretland, Frakkland, Þýskaland og Ítalía við- urkenni sjálfstæði Kosovo um leið og yfirlýsingin berst og Bandaríkin fylgi í kjölfarið. Yfirvöld í Serbíu og Rússlandi eru harðlega andsnúin sjálfstæðisyfirlýsingunni og ekki er gert ráð fyrir að japönsk stjórnvöld viðurkenni sjálfstæði héraðsins þar sem þau vilja halda góðum tengslum við Rússa og varast að styggja þá. Á fjölmennum blaðamannafundi í Pristina, höfuðborg Kosovo, hét Thaci því að mannréttindi allra íbúa héraðsins, þ.m.t. serbneska minni- hlutans, yrðu tryggð. Allir íbúar skyldu finna til öryggis og stjórnvöld væru staðráðin í að nú skyldi horft til framtíðar, erfið fortíð væri að baki. Sameinuðu þjóðirnar hafa farið með stjórn í Kosovohéraði allt frá því að NATO hrakti hersveitir Slobod- ans Milosevic þaðan árið 1999 eftir miklar ofsóknir á hendur albanska meirihlutanum. Um 220.000 Serbar hafa flúið Kosovohérað frá árinu 1999. Mikið er um að vera í Pristina, tonn af flugeldum hafa verið flutt til landsins og er borgin skreytt fánum og veggmyndum. Stjórnvöld hafa hvatt til friðsamlegra fagnaðarláta, nýtt upphaf skuli fara fram með sæmd. AP Fagnað Ungmenni í Pristina fagna veifandi albanska fánanum. Sjálfstæði Kosovo- héraðs í undirbúningi  Búist er við að leiðandi Evrópuríki veiti viðurkenningu sína  Rússland og Serbía eru andsnúin sjálfstæðisyfirlýsingunni Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is NÁI demókratar að koma frambjóð- anda sínum í Hvíta húsið yrði for- setafrúin í fyrsta sinn annaðhvort karl eða þá blökkukona af verka- mannastétt. Hlutverki forsetafrúa fylgir engin starfslýsing. Forsetafrúrnar Elean- or Roosevelt og Hillary Clinton sættu báðar gagnrýni fyrir að hafa „gert of mikið“. Bush-konur hafa farið íhaldssama leið og hefur Laura Bush jafnvel verið kölluð fyrsta póst-femíníska forsetafrúin. Áður fyrr stóðu forsetafrúrnar við hlið eiginmanna sinna og sinntu gestgjafahlutverkinu vel. Nú leyfist þeim að þróa eigin ímynd svo lengi sem hún brýtur ekki í bága við stefnu og ímynd forsetans. Hvaða hlutverk Bill Clinton mun taka að sér í Hvíta húsinu er enn á huldu en ólíklegt þykir að hann gangi inn í hefðbundið hlutverk for- setafrúarinnar. Bill hefur svarað því til að hann muni styðja konu sína og etv. sinna sendifulltrúaverkefnum auk þeirra verkefna sem hann hefur sinnt hingað til, en ekki skipta sér af pólitískum ákvarðanatökum hennar. Bill hefur staðið þétt við bak konu sinni í baráttunni en einnig mætt gagnrýni fyrir að varpa skugga á hana. Þykir mörgum persónuleiki hans of mikill til að hæfa stuðnings- hlutverki makans. Michelle Obama hefur tekið virk- an þátt í kosningabaráttu eigin- manns síns og er almennt talin hafa haft jákvæð áhrif á gengi hans. Haft hefur verið eftir sagnfræð- ingi sérhæfðum í bandarískum for- setamálum, að Michelle yrði að láta sér lynda hefðbundið hlutverk fyrst um sinn. Forsetafrúin verði að þókn- ast almenningi og allt eins víst að forsetafrú dökk á hörund, sem í of- análag væri starfandi lögfræðingur, yrði þjóðinni of stór biti. Það er óvíst hvernig Michelle myndi láta sér slíkt lynda, en hún er hámenntuð kona sem hefur sinnt frama sínum. Bill og Michelle myndu bæði hafa sín áhrif á hlutverk forsetamaka og jafnvel beina því inn á nýjar brautir. Ekki er sjálfsagt að aðlögunin yrði auðveldari fyrir Bill. Kannski ein- mitt vegna þess að hann er öllum hnútum kunnugur í Hvíta húsinu. Breytt staða frúarinnar?  Sigur demókrata hefði í för með sér ýmsar breytingar  Forsetafrúin yrði í fyrsta sinn karl, eða blökkukona Reuters Bill Of mikill persónuleiki? ÍBÚAR Sjanghæ í Kína dáðust að ljóskerum sem hengd höfðu verið upp í Yuyuan-garði í vikunni, en garðurinn telst einn fjögurra fegurstu garða Kína. Kínverjar fagna nýju ári um þessar mundir og er ár- ið í ár tileinkað rottunni eins og sjá má af risavöxnu ljóskerinu. Hátíð ljóskeranna, sem lauk í gær, er hluti hátíðarhaldanna en þá eru hefðbundin ljósker hengd upp og stendur hátíðin fimmtán fyrstu daga nýs árs. AP Kínverjar fagna ári rottunnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.