Morgunblaðið - 16.02.2008, Page 20

Morgunblaðið - 16.02.2008, Page 20
20 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURNES Enn er verið að ganga frá tæknilegum at- riðum í sambandi við kaupin og húseignirnar hafa því ekki verið afhentar. Um leið og það gerist verður ráðist í lagfæringar á húsinu. Bílalyfturnar, skrúfstykkin og annar búnaður bílaverkstæðisins verður fjarlægður ásamt hluta af loftræstibúnaði og í staðinn koma milliveggir, ljós og annar hefðbundinn bún- aður kvikmyndavera. Þarf að hljóðeinangra gaflana og síðan er hugmyndin að skipta salnum niður í þrjú myndver. Það stærsta verður tólf til fjórtán hundruð fermetrar og lofthæðin er þrettán metrar. Telur Hallur að þetta verði mjög góð aðstaða sem geti keppt við kvikmyndaver í Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Vallarheiði | Allt verður iðandi af lífi í gömlu flugskýli á Keflavíkurflugvelli, sem lengst af þjónaði sem bifreiðaverkstæði varnarliðsins, þegar búið verður að innrétta húsnæðið sem alþjóðlegt kvikmyndaver. Hugmyndin er að bjóða erlendum kvikmyndafyrirtækjum sem hingað koma til að taka upp efni í kvikmyndir eða auglýsingar til að vinna stærri hluta efnis- ins hér á landi. Þá skapast þarna aðstaða fyrir íslenska kvikmyndagerðarmenn. Fyrirtækið Atlantic Film Studios gerði til- boð í tólf byggingar á fyrrum varnarsvæði þegar Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar aug- lýsti þær til sölu á síðasta ári og fékk þær keyptar fyrir 575 milljónir kr. Að fyrirtækinu standa þrír kvikmyndagerðarmenn, Hallur Helgason, Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp. Stærsta eignin er flugskýli, bygging nr. 501. Þar var stærsta bifreiðaverkstæði lands- ins í tíð varnarliðsins og ýmis önnur starfsemi. Með í kaupunum fylgja nokkrar skemmur og sjö fjölbýlishús. Perlan í þessum kaupum er svo fullbúið kvikmyndahús vallarins, Andrews Theater. Húsin eru samtals tæplega 14 þús- und fermetrar að stærð og þeim fylgir stórt malbikað svæði og byggingarréttur. Sáum tækifæri „Við fengum þessa hugmynd fljótlega eftir að fréttir bárust um að herinn væri að fara. Við sáum að þarna gætu verið tækifæri,“ segir Hallur Helgason þegar hann sýnir blaða- manni aðstöðuna. „Það vantar myndver fyrir innlend og erlend kvikmyndafyrirtæki. Er- lendu kvikmyndafyrirtækin koma hingað vegna landslagsins og með því að bjóða upp á svona aðstöðu ættum við að geta náð stærri hluta kvikmyndaframleiðslunnar hingað til lands,“ segir Hallur. nágrannalöndunum. Þeir félagarnir bera sig sérstaklega saman við Prag í Tékklandi og gera sér vonir um að þannig ævintýri geti gerst á Keflavíkurflugvelli. Hallur segir að góð tenging við London, með allt að átta flug- ferðum á dag, geri það að verkum að hægt sé að nálgast sérhæfða þjónustu og tæki með stuttum fyrirvara. Tekur hann þannig til orða að þetta sé eins og að vera í einu af úthverfum London. Auk myndveranna eru tugir skrifstofu- herbergja og ýmis önnur húsakynni sem nýta má fyrir þjónustu við kvikmyndafyrirtækin. Hallur segir að allt hjálpi þetta til. Þannig gætu leikstjórarnir haft klippara með sinn búnað nálægt sér við tökurnar. Ætlunin er að hafa smíðaverkstæði í einni af skemmunum. Þá er hugmyndin að koma upp stórum vatns- tönkum til að geta boðið upp á aðstöðu fyrir neðansjávartökur. Ekki má gleyma gríð- arstóru malbikuðu plani í kringum húsið og það segir Hallur að sé hægt að nota við útitök- ur, til dæmis minni bílaatriða ef á þurfi að halda. Andrews Theater má síðan nota til að hljóðblanda kvikmyndir. Finnst gaman að koma Erlend kvikmyndafyrirtæki hafa sótt mikið hingað til lands á síðustu árum. Stórmynd- irnar hafa ekki farið fram hjá fólki en Hallur segir að auk þess sé mikið kvikmyndað fyrir minni þætti og auglýsingar. Getur sérstaklega um bílaauglýsingar í því efni. Hallur segir að það þyki skemmtilegt að koma til Íslands. Hér sé allt til alls fyrir fólkið sem vinni við þessi verkefni, góð hótel og veitingastaðir og ýmis afþreying. Skapar þetta miklar tekjur fyrir ferðaþjónustuna og önnur þjónustufyrirtæki. Eigendur hins væntanlega kvikmyndavers hugsa til þess að auka þessi viðskipti og auka möguleika fyrirtækja á að ná hingað verk- efnum með því að bjóða kvikmyndafyrirtækj- unum að vinna stærri hluta efnisins hér. Væntanleg aðstaða hefur verið kynnt og segir Hallur að undirtektir séu góðar. Bílaverkstæði verður kvikmyndaver Árvakur/Helgi Bjarnason Verkefni Mikið verk bíður Halls Helgasonar og félaga í gamla flugskýlinu. Bílalyfturnar víkja fyrir leikmyndum og kvikmyndatökubúnaði. Ætla þeir að hefja starfsemi á vormánðum. Í HNOTSKURN »Fyrirtækið Atlantic Film Studios festikaup á tólf byggingum á fyrrum varn- arliðssvæði á Keflavíkurflugvelli. »Gamalt flugskýli verður innréttað semalþjóðlegt kvikmyndaver og aðrar byggingar og stórt útisvæði munu einnig nýtast við starfsemina. Kvikmyndahúsið Andrews Theater fylgir með í kaupunum. AKUREYRI MIKIÐ var um dýrðir á árlegri söngkeppni Verkmenntaskólans á Akureyri í fyrrakvöld. Boðið var upp á 22 lög og uppselt í Gryfjuna, samkomusal skólans, þar sem mörg hundruð voru saman komin. Hér er skiptineminn Allan Haywood á sviðinu – og atriðinu varpað á skjái í salnum til þess að allir sæju vel. Sigurvegari kvöldsins var Stefán Þór Friðriksson. Sungið af hjartans lyst Árvakur/Skapti Hallgrímsson Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is „ÞAÐ er bara málning og strigi hjá mér alla daga. Þeir eru helvíti harðir við mig. Það gengur líka allt eftir sem þessir menn segja,“ segir Óli G. Jóhannsson listmálari en ekkert lát er á samstarfi hans og hins fjöl- þjóðlega gallerís Opera. Vegna stífs sýningahalds þarf Óli að senda öll þau verk sem verið hafa í sölu hjá umboðsaðila hans hér á landi, Studio Stafni, utan á næstunni. „Það verða engin verk eftir mig til sölu hér á landi að sinni.“ 17. apríl næstkomandi verður opnuð sýning á fimmtán til tuttugu málverkum eftir Óla hjá galleríinu í Singapúr en þar sýnir hann á móti öðrum listamanni. Í lok apríl mun Opera opna nýtt gallerí í Monte Carlo og mánuði síðar í Dubai og verða verk eftir Óla á opnunarsýn- ingunum á báðum stöðum. 1. maí verður síðan opnuð einkasýning á verkum Óla hjá Opera-galleríinu í New York, líkt og hann upplýsti í samtali við Morgunblaðið í desem- ber. Í tilefni af því verður gefin út bók með verkunum á sýningunni en þau verða um 25 talsins. „Það verður meira en oft áður af fígúratífum verkum í New York. Skapgerðin er þannig núna,“ segir Óli. Þá er hann nýkominn heim frá Miami en Opera-galleríið þar óskaði eftir því að taka tvö málverk eftir hann til sölu. Óli verður viðstaddur allar opn- anirnar utan þá í Singapúr en þang- að kom hann vegna sýningarhalds í fyrra. „Einhverju verð ég að sleppa ef ég á að hafa einhvern tíma til að vinna.“ Féll strax fyrir verkum Óla Jean-David Malat, galleristi hjá Opera-galleríinu í Lundúnum, kveðst í samtali við Morgunblaðið hafa fallið fyrir verkum Óla um leið og þau voru kynnt fyrir honum í upphafi síðasta árs. „Ég gerði mér ferð til Íslands til að skoða verkin á vinnustofunni hans og eftir þá heim- sókn lá fyrir að við myndum taka Óla upp á okkar arma. Góðir ab- straktmálarar eru vandfundnir í dag og Óli er algjör gersemi.“ Sem kunnugt er seldust öll verk Óla á sýningu Opera-gallerísins í Lundúnum í júní upp á opnunardag- inn og segir Malat það hafa komið sér þægilega á óvart. Og snjóboltinn rúllar. „Það er ekki að sökum að spyrja, þegar við fáum til sölu nýtt verk eftir Óla selst það um leið.“ Þar sem Óli er nýtt nafn í mál- verkaheiminum í Bretlandi segir Malat að verðið á verkum hans hafi fram að þessu verið „sanngjarnt“ en viðbúið sé að það fari ört hækkandi. „Mikilvægir listaverkasafnarar eru byrjaðir að safna verkum eftir Óla og það hefur sitt að segja varðandi verðlagninguna,“ segir Malat. Eins og fram hefur komið festi Óli kaup á gömlu kartöflugeymslunni í Listagilinu á Akureyri fyrir skemmstu og fær hann húsnæðið af- hent í lok þessa mánaðar. Vonast hann til að opna þar listhúsið Fest- arklett fljótlega í næsta mánuði. Bara málning og strigi hjá mér Árvakur/Skapti Hallgrímsson Mikið að gera „Mikilvægir listaverkasafnarar byrjaðir að safna verkum eftir Óla,“ segir Jean-David Malat, galleristi hjá Opera í Lundúnum, Opera-galleríið sýnir verk Óla G. Jóhannssonar í fjórum löndum ⓦ Upplýsingar í síma 461 6011/ 840 6011 Helgamagrastræti Oddeyrargötu Huldugil Innbæ Eyrarlandsveg Blaðburður verður að hefjast um leið og blöðin koma í bæinn. Á AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.