Morgunblaðið - 16.02.2008, Page 26

Morgunblaðið - 16.02.2008, Page 26
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Eftir New York-tískuvikuna, þar sem notagild-ið er yfirleitt haft í hávegum, er röðin kominað London-tískuvikunni – sem segja má að séalgjör andstæða hinnar fyrrnefndu. Föt fyrir skrifstofuna? Kjóll fyrir stefnumótið? Svo hversdagslegar hugleiðingar eru yfirleitt víðsfjarri þegar hönnuðirnir sem hér sýna leggja línurnar fyrir komandi ár. Og það er einmitt þetta sem gerir tískuvik- una í London svo heillandi. Hér er það nefnilega víða hugarflugið, en ekki grár og kaldur hversdagsleikinn, sem fær að ráða ferðinni. Vissulega laumast raunveru- leikinn gjarnan inn hjá þeim hönnuðum sem eldri og reyndari eru. Nichole Fahri yrði t.d. seint sökuð um að hafa ekki báða fætur á jörðinni og klæðileikinn er óneit- anlega einnig ofarlega á blaði hjá Betty Jacskon. Jafn- vel ævintýraleg hönnun sjálfrar Vivienne Westwood verður um margt fínlegri með árunum. Frumleikinn er engu að síður víðast hvar það sem máli skiptir. Þannig var hönnun Markus Lupfer fyrir Armand Basi í líflegum litum og yfirstærðum, í klæðum Basso and Broke var forminu skipað í hásæti og lína Fashion East telst væntanlega allt annað en hefðbundin. Frumleikin var þó líklega hvergi meira ráðandi en á sýningu Gareth Pugs sem er lýsa má sem „stjörnustríðs- legri“. Skúlptúrleg klæði úr rennilásum og öryggis- nælum, hrosshári, geitaskinni og pvc-plastefnum koma væntanlega ekki til með að sjást á gólfum kauphall- arinnar, í næsta bakaríi eða verslunarmiðstöð, en óneit- anlega myndi það nú gera hversdagsleikann skemmti- legri … Stjörnustríðsandinn Löguleg flík úr rennilásum frá Gareth Pugh. Klassík Fortíðarandi með fram- tíðarblæ frá Richard Nicoll. Umfangsmikil Skúlptúrlínur voru ríkjandi hjá Basso and Brooke. Ascot í sumar? Skemmtilegur hattur úr línu Basso and Brooke. Eins og sólin Líflegur kjóll og skemmti- legar sokkabuxur frá Betty Jackson. Litrík Sterkir litir voru áberandi í hönnuninni frá Ossie Clarke. Þar sem hugar- fluginu eru enginn tak- mörk sett Tíglar Munstrin voru litrík hjá Eley Kishimoto. tíska 26 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Árni Helgason í Stykkishólmisendir Vísnahorninu nokkrar stökur um áfengið, „sem þeir hafa kveðið sem brennt sig hafa á áhrifum þess. En hvenær læra menn að varast?“ Fyrst er vísa eftir Bólu-Hjálmar: Ölið veikir minni og mál mannvit sleikir burt úr sál limina heykir lostatál og loksins kveikir eilíft bál. Þá Ólína Jónasdóttir: Vínið hrindir frá þér frið fremd í skyndi dvínar, samt er yndi að sitja við sálarlindir þínar. Ásgeir Jónsson: Víns er þorstinn voða sterkur verður hann mér brátt um megn. Allar heimsins eyðimerkur aldrei þráðu meira regn. Valdemar S. Long: Vínið eyðir ást og tryggð orku deyðir viti og dyggð, af sér leiðir hel og hryggð, háska, neyð um sæ og byggð. Þorbergur Þorsteinsson Gilhaga: Flaskan villu veilum fró velsæld spillir manna unnið hylli hefir þó höfuðsnillinganna. Séra Einar Friðgeirsson: Ef að þorstinn drepur dáð og drafar í skrældum munni, þá er sannreynt þrautaráð að þamba úr Gvendarbrunni. Theodóra Thoroddsen: Augun gerast vot og veik vitinu sumir farga; svona eftir sælan leik svíkur Bakkus marga. Loks Rósberg G. Snædal: Sá er gín við fölskum feng frelsi sínu tapar. Bölvað svín úr besta dreng brennivínið skapar. Árni klykkir út með: „Og svo vilja menn bæta við og koma áfenginu nær unglingunum. Venja þá strax við eitrið. Hvílík vitleysa.“ pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Heimsins eyðimerkur Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is frá kr. 19.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Heimsferðir bjóða frábær tilboð á síðustu sætunum á skíði í Austurríki í febrúar og mars. Bjóðum vikuferðir 23. febrúar og 1. mars; frábær sértilboð á flugsætum og frábær tilboð á flugi og gistingu. Tryggðu þér skíðafrí á besta verðinu og bókaðu strax. Mjög takmarkað framboð flugsæta. 23. febrúar og 1. mars Verð kr. 54.990 Flug og gisting í viku Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á gististað ”án nafns” í Zell am See / Schuttdorf / Lungau) með morgunverði í 7 nætur (sjá skilmála ”stökktu tilboðs”). Sértilboð 23. febrúar og 1. mars. Verð kr. 19.990 Flugsæti með sköttum. 23. febrúar. 1. mars kr. 25.890. Netverð á mann. Verð kr. 89.990 Frábært **** hótel með hálfu fæði Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Unterberghof í Flachau með hálfu fæði í viku. Sértilboð 23. febrúar og 1. mars. Verð kr. 64.990 Vikuferð með hálfu fæði Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Speiereck *** í Lungau með hálfu fæði í 7 nætur. Sértilboð 1. mars. Síðustu sætin Skíðaveisla í Austurríki Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.