Morgunblaðið - 16.02.2008, Side 27

Morgunblaðið - 16.02.2008, Side 27
MIRALE Síðumúla 33 108 Reykjavík sími: 517 1020 Opið mán.–föstud. 11–18 laugardag 11–16 sunnudag 13–16 www.mirale.is 20% afsláttur af öllum Kartell vörum dagar Reuters Framandleg Öryggisnælur eru í lykil- hlutverki í þessari flík Gareth Pughs. Pífur og kögur Söngkonan Skin á sýningarpalli Fashion East. Mótmælaandi Vivienne Westwood tvinnaði pólitík saman við tísku. heilsa MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 27 Franskir vísindamenn hafa uppgötvað að hættan á alvarlegu fæðingarþunglyndi getur verið meiri ef konan fæðir dreng. Vefsíða Berlingske tidende greinir frá þessu. Vísindamennirnir rannsökuðu 181 nýbakaða móður og komust að því að um níu prósent fengu alvarlegt fæðingarþunglyndi. Þrjár af hverjum fjórum þeirra höfðu fætt drengi. Áður hafði rannsókn, sem birtist í The Jo- urnal of Clinical Nursing, gefið til kynna að neikvæð afstaða til karlmanna gæti ýtt undir fæðingarþunglyndi. Breskur sérfræðingur varar þó við því að fólk taki niðurstöður frönsku rannsóknarinnar of bókstaflega. Hún byggist á takmörkuðum fjölda kvenna og því gæti fylgt tölfræðileg ónákvæmni. „Það sem kemur mest á óvart í þessari rannsókn er að kyn barnsins geti skipt máli varðandi þróun fæðingarþunglyndis,“ segir prófessor Claude de Tychey, sem leiddi rann- sóknina. Meðal annars leiddi hún í ljós að sjö af hverjum tíu konum sem fæddu dreng töldu lífsgæði sín lakari en konur sem fæddu stúlk- ur gerðu að meðaltali. Þetta var alveg óháð því hvort konurnar höfðu fengið fæðing- arþunglyndi. Hins vegar sýndi rannsóknin að hættan á að fá vægt fæðingarþunglyndi er mest meðal kvenna sem eignast stúlkur. Vísindamennirnir hyggjast gera ítarlegri rannsóknir á fæðingarþunglyndi í tengslum við niðurstöður sínar. Drengir auka hættu á fæðingarþunglyndi Reuters Lítill drengur Alveg slakur, óháð líðan mömmu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.