Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Skömmu fyrir áramót vorugögn gerð opinber semsýndu að Eimskip hugð-ust setja Samskip á hæl- ana eins og það var orðað. Hér er einkennilega komist að orði og umsjónarmaður kannast ekki við neinar hliðstæður. Merkingin virðist vera ‘leika grátt, fara illa með’ eða ‘koma á kné’. Hér er vafalaust um nýmæli að ræða sem orðið er til fyrir áhrif slang- urmálsins vera á hælunum ‘standa sig illa’ og andstæðunnar vera á tánum ‘standa sig vel’. Hvort tveggja á rætur sínar í ensku eins og vikið var að í 37. þætti, sbr. on ones’s toes og down at heel. Umsjónarmaður taldi satt best að segja að orðfæri sem þetta væri einkum notað í íþróttamáli, hér er það e.t.v. notað í ‘hita leiks- ins’. Unna sér ekki hvíldar Sögnin að unna er dálítið snúin í beygingu og notkun en oftast beygist hún svo: unna–ann–unni– unnað/unnt. Í merkingunni ‘elska’ er lýsingarháttur þátíðar oftast unnað en í merkingunni ‘leyfa sér; þola’ er hann jafnan unnt. Því segjum við að einhver geti ekki unnt öðrum einhvers og ég ann mér ekki hvíldar fyrr en. Sögnin að una–undi–unað (‘vera ánægður með e–ð; sætta sig við e–ð’) er hins vegar einföld í notkun og beygingu, t.d.: Ákærði unir (ekki) úrskurði, hann unir glaður við sitt og þær undu hag sínum vel. Ekki fer vel á því að rugla þessum tveimur sögnum saman eins og stundum er gert: Forsetinn sagði að Pakistanar myndu ekki una sér hvíldar fyrr en (27.12.07). Enn og aftur að Mér er það minnisstætt að fyrir nokkrum árum spurði ágætur nemandi mig hvort mér væri ekki ljóst að fyrir helmingi þjóðarinnar væri enginn munur á forsetning- unum að og af. Ég taldi að merk- ingar- og notkunarmunur væri mikill og augljós, aðeins í nokkr- um tilvikum gætti óvissu, t.d. gera mikið/lítið að/(af) einhverju. Því er þó ekki að neita að spurningin kom illa við mig, trúlega einmitt vegna þess að við blasir að notkun þessara forsetninga er á hröðu reiki í nútímamáli, oftast þannig að forsetningin að sækir mjög á. Dæmi af þessum toga eru t.d. eft- irfarandi (innan hornklofa er sýnd hefðbundin notkun): Hafa veg og vanda að [þ.e. af] einhverju (6.1.08); formáli að einhverju [þ.e. fyrir] og Verði frum- varpið að lögum mun forsætis- ráðherra gera tillögu að nýj- um dómara [þ.e. um nýjan dóm- ara] (1.11.07). Dæmi þar sem for- setningin af er notuð í stað að eru auðfundin: Færustu mat- reiðslumenn um allan heim velja ZWILLING hnífa — og ekki af [þ.e. að] ástæðulausu (10.12.07); Biskup Íslands segir eftirsjá af [þ.e. að] orðunum [kristilegt sið- gæði] (29.11.07); ákvað að fá sér róbót til prufu sem nú lofar góðu og lætur vel af [þ.e. að] stjórn (25.7.07); sumir þeirra geta hækk- að eða lækkað gengi krónunnar nánast af [þ.e. að] geðþótta (‘að vild’) (18.7.07) og [NN] hefur í nokkur skipti komist í kastljós fjölmiðla fyrir að beita fólk ofbeldi og ekki af [þ.e. að] tilefnislausu (5.1.08) . — Í sumum tilvikum er forsetningin að notuð þar sem vænta mætti eignarfalls, t.d.: með- al eigenda að hinu nýja félagi eru margir menn tengdir x–flokknum (27.10.07); framleiðandi að vélinni (17.7.07) og leita þarf alla leið til Ítalíu og þar aftur á áttunda ára- tuginn til að finna hliðstæðu að öðru eins ráðleysi (19.10.07). Það getur verið býsna snúið að útskýra muninn á orðasambönd- unum gaman er að einhverju og hafa gaman af einhverju, einkum fyrir þeim sem heyra lítinn fram- burðarmun og skynja engan merkingarmun. Ég held að það hljóti nú sem endranær að vera erfitt verk og vandasamt að kenna íslensku á grunnskólastigi. Í þessu sambandi er auðvitað mik- ilvægt að allt það efni sem notað er í skólum sé eins rétt og kostur er og vitaskuld á þetta einnig við um Biblíuna. Því er þó ekki að heilsa, sbr. eftirfarandi dæmi úr nýju Biblíunni: Getur þræll þinn enn fundið bragð að því sem hann etur og drekkur’ (2. Sam 19, 36). Þetta er auðvitað rétt í gömlu út- gáfunni: eða mun þjónn þinn finna bragð af því, sem eg et og drekk (1912). Úr handraðanum Í Brennu-Njáls sögu (129. k.) segir Ketill úr Mörk um brenn- una: Mikill harmur er að oss kveðinn er vér skulum svo mikla ógæfu saman eiga. Hér er fag- urlega að orði komist, reyndar svo glæsilega að orðasambandið mik- ill harmur er að einhverjum kveðinn hefur öðlast sjálfstætt líf. Nýlega féll Benazir Bhutto fyrir hendi morðingja og var hún mörg- um harmdauði. Um þetta sagði í einu dagblaðanna: Að þjóðinni steðjar mikill harmur. Benazir Bhutto hefur látið lífið fyrir til- verknað hryðjuverkamanna (3.1.08). — Hér er ekkert rangt en ólíkt betur hljóma orð Ketils úr Mörk. Ég held að það hljóti nú sem endranær að vera erfitt verk og vandasamt að kenna ís- lensku á grunn- skólastigi jonf@rhi.hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson MAGN úrgangs hefur aukist stöðugt hér á landi á und- anförnum árum eins og í flest- um öðrum löndum. Enn er stærstur hluti hans urðaður þrátt fyrir aðgerðir af hálfu stjórnvalda til að auka end- urnýtingu og endurnotkun. Engu að síður hefur hlutfall endurvinnslu aukist jafnt og þétt. Á árunum 1995 til 2004 rúmlega tvöfaldaðist hlutfall endurvinnslu og jarðgerðar og er nú um fjórðungur af úrgangi endurunninn. Á sama tíma minnkaði hlutfall þess úrgangs sem er urðaður um 8%. Upp á síðkastið hafa þjón- ustufyrirtæki boðið fyr- irtækjum, stofnunum, sveit- arfélögum og einstaklingum upp á lausnir til að losna við hvers konar úrgang. Meðal annars hefur almenningi verið boðið upp á sérstakar endur- vinnslutunnur sem sóttar eru heim að dyrum gegn vægu gjaldi. Enda er ljóst að mikil hugarfarsbreyting hefur orðið í samfélaginu hvað þessi mál varðar. Nú er fólk reiðubúið til að leggja talsvert á sig til að endurvinna, bæði að flokka rusl heima og greiða fyrirtæki fyrir að gefa ruslinu nýtt líf. Til að mynda nota um fimm þúsund heimili á höfuðborgarsvæðinu sérstakar endurvinnslutunnur. Vilji og áhugi almennings veitir stjórnvöldum og fyrirtækjum mikið og spennandi sóknarfæri á þessu sviði sem við eigum að grípa. Sveitarfélög hafa mörg hver brugðist við þessu kalli almenn- ings. Bæjaryfirvöld í Stykk- ishólmi hafa til að mynda gert samkomulag við þjónustufyr- irtæki um flokkun sorps og moltugerð úr lífrænum úrgangi fyrir öll heimili í bænum. Stykk- ishólmur er fyrsta sveitarfélagið á landinu sem býður upp á slíka þjónustu. Ráðgert er að hvert heimili hafi þrjár tunnur til ráð- stöfunar þannig að til viðbótar við hefðbundna ruslatunnu fær hvert heimili græna tunnu fyrir endurvinnanlegan úrgang og brúna tunnu undir lífrænan úr- gang. Markmið verkefnisins er að minnka umfang almenns sorps sem fer til urðunar að minnsta kosti um 60%. Með þessu móti er ein- staklingum og fjölskyldum gert auðveldara um vik að draga úr sorpi, bæta flokkun þess og auka endurnýtingu. Sveit- arstjórnin í Stykkishólmi svar- aði kalli tímans og er í far- arbroddi í þessum efnum á landsvísu. Hólmarar hugsa nefnilega áður en þeir henda. Eflaust munu önnur sveitarfélög fylgjast með árangrinum og feta sömu braut áður en langt um líður. Þórunn Sveinbjarnardóttir Hugsum áður en við hendum Höfundur er umhverfisráðherra. ATLANTSHAFSBANDA- LAGSRÍKIN tuttugu og sex standa nú frammi fyrir mestu prófraun í sögu bandalagsins: sinni fyrstu landorr- ustu. Það sem við er- um að kljást við í Afganistan er gjör- ólíkt öllu því sem Atlantshafs- bandalagið hefur tek- ist á við áður. Þessar aðgerðir okkar ríma algjörlega við meg- intilgang bandalags- ins: þ.e. að standa vörð um þá öryggis- hagsmuni og gildi sem fólk í Norður- Ameríku og Evrópu, þar með talið í Bandaríkjunum og á Íslandi, heldur í heiðri. Það er ljóst að það hefur verið dregið í efa hvort Atlantshafs- bandalagið hafi yfirleitt eitthvað að gera í Afganistan og hvernig aðgerðirnar þar snerti öryggis- hagsmuni Norður-Ameríku og Evrópu, og hvort þessar hern- aðaraðgerðir séu þess virði að hætta lífi barnanna okkar fyrir þær. Því má varpa fram spurn- ingunni hvers vegna NATO sé í Afganistan. Og af hverju hafa öll Atlantshafsbandalagsríkin tutt- ugu og sex margítrekað stuðning sinn við stríðsreksturinn þar allt frá árinu 2001? Ríki Atlantshafsbandalagsins eru í Afganistan vegna þess að öryggi og velferð þjóða Norður- Ameríku og Evrópu er undir þessu verkefni okkar í Afganistan komið. Margir skilja kannski ekki hversu bein ógnin er við okkar eigið öryggi. Hættan sem stafar af öfga-íslamisma er raunveruleg – og það hefur ekki dregið úr henni. Hryðjuverkamenn líta æ meir til Evr- ópu með skotmörk í huga. Í ljósi þess að hagkerfi okkar reiða sig á að jafnvægi ríki í alþjóðafjármálageir- anum, viðhald nú- tímasamgangna og alþjóðavæðingu, ber að hafa í huga að ógnir virða engin landamæri. Atburð- irnir hinn 11. sept- ember 2001 opnuðu augu banda- rísks almennings fyrir hættum sem spretta upp í fjarlægum löndum. Evrópubúar vita fullvel um árásirnar í Madríd og Lund- únum. En það hafa líka orðið minni árásir í Istanbúl, Amst- erdam, París og Glasgow, og margir hópar hryðjuverkamanna hafa verið upprættir og komið hefur verið í veg fyrir fyrirætl- anir þeirra á undanförnum árum. Í þessu tilliti þarf ekki að líta lengra en til Danmerkur. Við get- um ekki látið það líðast að Afgan- istan verði að nýju bækistöð fyrir hryðjuverkastarfsemi líkt og landið var undir stjórn talibana. Afganistan er nú þegar orðið að bækistöð fyrir aðra tegund ógnar. Megnið af því ópíumi og heróíni sem berst til Evrópu kemur frá landinu. Eftir því sem ópíumframleiðsla hefur aukist í Afganistan magnast áhrifin sem hún hefur á ungt fólk í Evrópu, þar sem fíkniefnaneyslan stuðlar að ávanabindingu, sjúkdómum og dauða, og mergsýgur efnahag Evrópu. Fíkniefnasmygl til Evr- ópu – þar með talið Íslands – heldur áfram að aukast. Það eru til verkefni í Afganist- an fyrir öll aðildarríki NATO. Við höfum dregið þann lærdóm að stríðsrekstur tuttugustu og fyrstu aldarinnar gerir ekki mik- inn greinarmun á borgaralegum og hernaðarlegum þáttum. Þetta er áframhaldandi vinna sem tek- ur yfir allt frá hernaðaraðgerðum til uppbyggingar efnahags, stjórnsýslu og enduruppbygg- ingar – oft á sama tíma. Í reynd hefur öryggishugtakið efnahags- legar, pólitískar og félagslegar víddir og öfugt. Ísland er her- laust land, en framlag Íslands til aðgerða Atlantshafsbandalagsins í Afganistan hefur falist í því að senda þangað flugumferðarstjóra, hreyfanlegar eftirlitssveitir, ljós- mæður og fjárhags- og þróun- araðstoð. Framlag Íslands er mikils metið. Þau störf sem hinir borgaralegu íslensku starfsmenn hafa innt af hendi við erfiðar að- stæður í Afganistan eru mik- ilvægur hluti í þágu markmiða bandalagsins í Afganistan og vel- ferðar afgönsku þjóðarinnar. Ég vona að íslenska þjóðin haldi áfram að veita ríkulega til þess- ara verkefna. Í dag má segja að sigur í kalda stríðinu hafi virst nærri fyrirfram ákveðinn. En á meðan við búum okkur undir að fagna 60 ára af- mæli Atlantshafsbandalagsins á næsta ári, verðum við að einsetja okkur að takast á við nýjar áskoranir og endurnýja skuld- bindingar okkar við þær sameig- inlegu hugsjónir sem halda okkur saman. Við stöndum nú frammi fyrir nýrri ógn við frelsi okkar og frið á sama tíma og við hjálpum fólki, sem hefur orðið illa úti í stríðshörmungum, að dafna frjálst í friðsælum og afrakst- ursmiklum samfélögum. Þetta viðfangsefni færði okkur hver nær öðrum árið 1948 og heldur okkur saman enn þann dag í dag, jafnvel í landi sem virðist svo fjarri okkar daglega amstri. Mikilvægi Afganistans fyr- ir Atlantshafsbandalagið Carol van Voorst skrifar um að- gerðir Atlantshafsbandalagsins í Afganistan »Ríki Atlantshafs- bandalagsins eru í Afganistan vegna þess að öryggi og velferð þjóða Norður-Ameríku og Evrópu er undir þessu verkefni okkar í Afganistan komið. Carol van Voorst Höfundur er sendiherra Bandaríkj- anna á Íslandi. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NÚ eru kjara- samningarnir á næstu grösum og atvinnurek- endur vilja að sjálfsögðu semja um minna en áð- ur og gera líf- eyrissjóðina minna virði. Við, launafólkið, get- um lagst gegn því með því að samþykkja ekki komandi kjarasamninga enda ekki von á miklu betri samningum. Hugmynd græðgismanna er að tengja laun við markaðinn þannig að þau hækki og lækki í samræmi við hann. Við eigum að vilja meira og að lágmarkslaun verði a.m.k. 200.000 krónur og að skattleys- ismörk hækki. Og einnig að lífeyr- issjóðir komi betur út fyrir konur. Atvinnurekendur geta vel borg- að miklu betri laun og eru sumir þeirra að borga í hæsta taxta og eru þá núverandi samningar tals- vert fyrir neðan það sem þeir geta borgað. Vinnandi fólk er lítils metið en það er jú vinnandi fólkið sem býr til verðmætin í landinu, vinnur fiskinn, kennir börnunum og borg- ar alla Range Roverana. Auð- valdsmenn geta þakkað gróða sín- um vinnandi fólki og er kominn tími til að þeir gefi eitthvað meira til baka. Við skulum krefjast bættra kjara og ekki gefast upp! Við eig- um skilið að fá hærri laun og eig- um síst skilda uppgjöf samninga- manna okkar. Látum okkur ekki standa á sama og krefjumst miklu hærri launa þótt við þurfum að spýta blóði. ÁGÚST VALVES JÓHANNESSON, matreiðslunemi. Gefumst ekki upp Frá Ágústi Valves Jóhannessyni Ágúst Valves Jóhannesson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.