Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR hefð fyrir í skólanum. Hann var nú ekki vinsæll hjá öllum, en hún, ásamt Möggu frænku sinni, hélt uppi merkjum okkar. Það var ásamt svo mörgu öðru ekkert mál fyrir þessa rösku stúlku. Gígja var uppalin í sveit og allt sem viðkom sveitinni hennar var henni kært. Hún hafði dálæti á hest- um og naut þess að vera innan um þá. Þegar vetri okkar lauk á Laugar- vatni lá leið hennar í Húsmæðra- kennaraskólann. Það kom okkur ekki alveg á óvart að hún aflaði sér réttinda til að kenna þessi fræði. Þegar við í dag kveðjum Gígju hinstu kveðju kemur upp söknuður eftir góðum vini, sem lagði til vináttu sína, glaðværð og hjálpsemi til að við ættum þarna góða samveru. Á þessu höfum við skólasystur byggt kær- leika okkar og væntumþykju hverr- ar til annarrar. Við höfum frá því skólanum lauk hist á fimm ára fresti og alltaf er jafn skemmtilegt hjá okkur. Núna á seinni árum höfum við hist á hverju ári, núna síðast í októ- ber á sl. ári. Þar var Gígja með okkur og nutum við þess að hafa hana, hressa og glaða. Hún hafði í nokkur ár glímt við veikindi, sem við von- uðum að hún hefði sigur á. En hún stóð á meðan stætt var, það er henn- ar sigur. Við skólasystur hennar vottum Magnúsi manninum hennar, börnum þeirra, litlu nöfnunni og Fríðu móður hennar okkar dýpstu samúð og sökn- um vinar í stað. Hennar verður sárt saknað úr hópnum þegar við nú í vor höldum upp á 40 ára afmæli okkar. Guð leiði þig um sína sali kæra vin- kona. Fyrir hönd skólasystra þinna vet- urinn 1967-1968, Guðný Gunnars. Ungr var ek forðum, fór ek einn saman: þá varð ek villr vega; auðigr þóttumk, er ek annan fann; Maðr er manns gaman. (Úr Hávamálum.) Í dag kveðjum við kæra fé- lagssystur, Guðrúnu Ingvarsdóttur eða Gígju eins og hún var jafnan kölluð. Gígja var einn af stofnfélögum Epsilon, sem er Suðurlandsdeild Delta-Kappa-Gamma á Íslandi, en það er alþjóðlegur félagsskapur kvenna í fræðslustörfum. Þó við vissum að Gígja hefði barist við illvígan sjúkdóm í nokkur ár, þá kemur dauðinn alltaf jafn flatt upp á mann. Enda var það ekki hennar háttur að vera að væla yfir hlutunum og gerði hún frekar lítið úr veikindum sínum en hitt. Hún var drífandi og dugleg, glað- vær og hafði ríka kímnigáfu. Maður gat verið viss um ef maður hitti Gígju að það fylgdi að minnsta kosti eitt gott hláturskast. En eigi má sköpum renna. Það eina sem við vitum fyrir víst er að við yfirgefum þetta líf og það skiptir máli hvernig við höfum lifað því. Gígja lifði sínu lífi vel og skilur eft- ir sig ógrynni góðra og skemmti- legra minninga og lifir þannig áfram í hugum og hjörtum fjölskyldu sinn- ar og annarra samferðamanna. Elsku Magnús, Ingvar, Ragnheiður, Hjalti og öll fjölskylda Gígju. Við vottum okkar dýpstu samúð. Epsilon-deild Delta-Kappa-Gamma. Við Gígja rifjuðum oft upp bílferð- ina með foreldrum hennar, þeim Ingvari og Fríðu, frá Laugarvatni en þar vorum við saman á húsmæðra- skóla 17 og 18 ára gamlar. Gígja ætlaði heim með foreldrum sínum og mér var boðið með. Það var mikið skrafað á leiðinni eða eins og hægt var því ekki voru malarvegirnir beysnir og má segja að Landroverinn hafi hoppað og skoppað hressilega á köflum það má líkja samræðunum við skeytasend- ingu, orð – langt bil – orð. Þegar heim að Reykjahlíð var komið, var mér gestinum sýnt hvað sveitin hafði upp á að bjóða. Mér var boðið á hestbak í fyrsta sinn á æv- inni. Farið var yfir helstu undirtöðu- atriði reiðmennsku en hesta- mennska var Gígju í blóð borin. Aldrei hefur bilið á milli okkar verið jafn mikið og einmitt þá. Hún sveif yfir landið á fáknum en ég var í mestu vandræðum með að halda mér á baki þegar hesturinn sem ég var á þurfti að fá sér að drekka úr lækjar- sprænu. Hún var komin að vörmu spori til mín sagði nokkur orð við hestinn og hann af stað á eftir henni. Við gátum hlegið mikið að þessu síðar meir. Hjá foreldrum Gígju fann ég væntumþykjuna og umhyggjuna sem hún var alin upp við og sem hún átti svo ríkulega sjálf. Hún lagði rækt við fjölskyldu sína. Að heim- sækja systkinin þar sem þau bjuggu saman í Reykjavík á námsárunum var að koma á heimili þar sem hún sá um að ekkert vantaði og ekkert rusl- fæði var á borðum, enda var hún listakokkur. Það var alltaf gott að syngja með Gígju því hún hafði svo fallega rödd og leiddi sönginn þannig að okkur hinum fannst við syngja mjög vel. Hún Gígja var stefnuföst og vissi vel hvað hún vildi, hún forðaðist alla vitleysu og vildi gera allt rétt. Þannig var það líka þegar hún hitti hann Magnús sinn, þá var það hann sem hún vildi, það var enginn vafi. Þegar börnin komu svo eitt af öðru þá var hamingjan fullkomin. Eitt barnabarn er komið í heiminn, hún Guðrún Anna, sem var auga- steinn ömmu sinnar. En það var með hana Gígju að hún átti líka öll systk- inabörnin sín en þannig er þessi fjöl- skylda. Þau eiga hvert annað. Það kom vel í ljós í veikindum Gígju hve sterkur rann að henni stendur, sem lýsti sér vel í þeirri um- hyggju og ástúð sem fjölskyldan sýndi henni. Ég á yndislegar minningar um Gígju sem munu ylja mér um hjarta- ræturnar það sem eftir er. Dýpstu samúðarkveðjur sendum við Dóri fjölskyldu Gígju. Hafðu þökk fyrir allt. Anna S. Óskarsdóttir. Ekki man ég hvernig það gerðist að við Gígja urðum vinkonur og sálu- félagar. Ég veit bara að hún kom inn í líf mitt eins og hvítur stormsveipur, plantaði sér þar niður og sem betur fer fór hún ekki þaðan aftur. Við Gígja áttum strax afskaplega vel skap saman, höfðum sama gálga- húmorinn sem við beittum fyrir okk- ur við öll möguleg sem ómöguleg tækifæri. Fólk hreinlega svitnaði við það eitt að heyra í okkur blaðrið á stundum. Það þótti okkur skemmti- legt og við vorum sérstaklega ánægðar með okkur þegar okkur tókst vel upp. Kynni okkar Gígju þróuðust í djúpa vináttu og áttum við margar ómetanlegar stundir saman, hvort heldur var í skólanum eða utan hans. Auk þess að starfa sameiginlega að ýmsum málum innan Fjölbrauta- skóla Suðurlands, þá brölluðum við ýmislegt þess utan. Gígja stjórnaði því t.d. að við tókum að okkur að gera kransakökur fyrir vini og vandamenn, nokkuð sem mér hefði aldrei nokkurn tímann dottið í hug að snerta á. Gígja var bara þannig. Ekkert var henni ómögulegt. Henni tókst líka að gera mig að fjósakonu á æskuheimili sínu á Skeiðum ásamt því að drösla mér þar á hestbak. Samverustundir okkar einkenndust alltaf af glaðværð og gagnkvæmri væntumþykju. Við gátum setið og blaðrað tímunum saman um allt milli himins og jarðar og það leið varla sá dagur að við heyrðum ekki hvor í annarri. Gígja var mjög sterkur per- sónuleiki sem allir löðuðust að. Hún var skemmtileg, fyndin, fróð og ein- staklega minnug. Hún sagðist sjálf vita og muna svona mikið vegna þess hversu forvitin hún væri, enda gætti hún þess á kennarastofunni að snúa ekki baki í dyrnar því þá gæti hún misst af einhverju mikilvægu! Gígja var sannur vinur vina sinna. Hún átti auðvelt með öll mannleg samskipti, hvort heldur var við sam- starfsfólk sitt, nemendur, vini eða fjölskyldu sína, en hana mat Gígja meir en nokkuð annað. Við ræddum ósjaldan um börnin okkar og þá kom best í ljós hvílík súperkona var þarna à ferð. Fjölskyldan var ætíð í öndvegi og hjá Gígju áttu börnin hennar alltaf öruggt skjól. Gígja greindist með krabbamein fyrir u.þ.b. níu árum og þurfti að kljást við það alla tíð síðan. Það aftr- aði henni þó ekki í að halda sínu striki, bæði í starfi og tómstundum. Hún starfaði við kennslu allt til síð- asta dags og það er ekki langt síðan hún gaf hestamennskuna upp á bát- inn. Gígja var með eindæmum þrjósk kona en það ásamt óbilandi jákvæði og glaðværð fleytti henni áfram. Þeg- ar þrjóskusvipurinn kom á frúna var betra að vera ekki með neitt múður. Mottóið var: ,,Ég get það sem ég vil!“ Þegar ég lít til baka er þakklæti mér efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa fengið að vera samferða þessari stórkostlegu konu. Ég mun ævinlega sakna hennar sárt en fyrst og fremst mun ég ylja mér við góðar minningar um frábæra vinkonu. Fjölskyldunni allri votta ég mína dýpstu samúð. Hennar er missirinn mestur. Vera. Hún Gígja var skólasystir okkar úr Kvennó – og hreinræktaður Z-bekk- ingur. Hún var bráðskemmtileg kona, traust, eldklár og fékk okkur til að hlæja. Hún talaði kjarngóða ís- lensku og var stolt af uppruna sínum. Gígja var líka sjálfstæð og svo kjark- mikil að hún lét ekki válynd veður hindra sig í að ferðast yfir Hellisheið- ina fyrr en í janúar síðastliðnum. Strax í Kvennó leyndi það sér ekki að Gígja var dugnaðarforkur. Hún var lífsgleðin uppmáluð, kunni fleiri söngtexta en flestar okkar, kunni að spila vist, hún sikk-sakkaði hverja flíkina á fætur annarri í höndunum, heklaði dúk úr ,,sést-varla-garni“ með bros á vör og – hlakkaði alltaf til að fara heim. Gígja hafði góða nærveru og lék á als oddi í góðra vina hópi. Hún hafði ríka kímnigáfu, sagði skemmtilega frá atburðum líðandi stundar sem og mönnum og málefnum fyrri tíma. Persónur úr lífi hennar stóðu okkur ljóslifandi fyrir hugskotssjónum þótt við hefðum hvorki heyrt þær né séð, okkur er minnisstæð frásögnin af því þegar mamma hennar meiddist í hús- mæðraskólanum, þegar húsmæðra- kennaraneminn ákvað einn daginn að elda ekki hafragraut handa systkin- um sínum í Reykjavík, þegar smá- barnamamman varð leið á fjarbúð- inni og sótti um vinnu í landi fyrir Magnús sinn og svo ótal, ótal margt fleira. Hún sagði okkur stolt frá börn- unum sínum og litlu nöfnunum og rifjaði á skemmtilegan hátt upp ógleymanlega atburði frá Kvenna- skólaárunum. Þegar við stöllurnar heimsóttum Gígju í haust tók hún vel á móti okkur eins og hennar var von og vísa. Hún dúkaði að sjálfsögðu borð með Kvennaskóladúknum og það varð óvænt til þess að við fórum að hittast reglulega. Að leiðarlokum erum við sérstaklega þakklátar fyrir sam- veruna undanfarna mánuði svo og all- ar þær góðu stundir sem við höfum átt með Gígju í tæp fjörutíu og fimm ár. Hennar verður sárt saknað. Við sendum Magnúsi og fjölskyldu, móður Gígju, systkinum og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Brynja, Ólöf, Sigríður P. (Sirrý) og Sigríður E. (Sigga Einars). Hún Guðrún okkar Ingvarsdóttir er fallin í valinn. Þessi mikla valkyrja varð loks að lúta í lægra haldi fyrir vágestinum, lengur varð ekki barist. Eftir sitjum við hin og söknum henn- ar Gígju okkar. Við megum þó ekki láta hugfallast því það var ekki í hennar anda að kveinka sér. Ég kynntist Guðrúnu þegar við kenndum saman í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Hún var glaðvær kona og skemmtileg og því auðvelt að lað- ast að henni. Hún hafði gaman af að segja sögur og frásagnarmáti henn- ar var einstakur. Þegar hún fann að hún hafði athygli viðstaddra, jókst henni ásmegin og geislaði af frásagn- argleði. Það var svo endurnærandi fyrir líf og sál að sitja og hlusta á sögurnar hennar og hlæja dátt. Guðrún var hússtjórnarkennari og kenndi meðal annars næringarfræði og matreiðslu. Hún naut sín vel í kennslu og hafði unun af samvistum við nemendur sína. Kennslugreinar okkar áttu snertifleti og oft og tíðum kenndum við sömu nemendum. Stundum komu sameiginlegir nem- endur okkar í lífefnafræðitíma til mín með upplýsingar úr næringar- fræðitímum hjá Guðrúnu og báru undir mig og fóru svo í tíma til henn- ar með upplýsingar frá mér og báru undir hana. Þetta þótti okkur Guð- rúnu gaman og ræddum við oft um það hversu gefandi það væri að kenna nemendum sem reyndu að tengja fræðin saman og velta vöng- unum yfir margslungnum viðfangs- efnum. Guðrún tók ævinlega jákvætt í alla nýbreytni. Til dæmis þegar við vor- um beðnar um að fjarkenna fyrir Framhaldsskólann í Austur-Skafta- fellssýslu og nota til þess netið sem við vissum varla þá hvað var. Það stóð ekki á minni konu og saman stukkum við út í ævintýrið, fengum okkur netföng hjá Ísmennt og lærð- um á Kermit sem þá var notaður til tölvupóstssamskipta. Guðrún var í hópi okkar fimm sem settu á laggirnar áfangann NÁT106, þar sem við stokkuðum saman NÁT113 og NÁT123 í einn fjölmenn- an áfanga. Þar lögðum við áherslu á það hvernig nemendur læra, ekki síður en hvað þeir læra. Guðrún lagði sína þekkingu og reynslu í púkkið og tók alltaf jákvætt í allar hugmyndir sem komu upp í hópnum. Hún var bæði hugmyndarík og hvetjandi. Þetta var mikil vinna, en samstarfið var svo gefandi að það launaði okkur öllum erfiðið. Við reyndum að skipta með okkur verkum og þegar þurfti að aga nemendur okkar féll það erf- iða verkefni gjarnan í hennar hlut. Ég man vel eftir atviki þar sem okk- ur fannst nauðsynlegt að veita nem- endum okkar tiltal, okkur þótti þeir vera farnir að slá slöku við og axla illa ábyrgðina á eigin námi. Guðrún tók sér þá stöðu fyrir framan þennan stóra hóp nemenda og talaði til þeirra lágri röddu, hægt og yfirveg- að og höfðaði til ábyrgðarkenndar þeirra. Þau hlustuðu öll af andakt á orð hennar og boðskapurinn náði vel til þeirra. Hún þurfti ekki að brýna Ég hitti Guðrúnu Ingvarsdóttur fyrst á Laugarvatni veturinn 1975-6. Þá var hún kennari í „Húsó“. Tvær bekkjarsystur mínar í landsprófi voru af Skeiðunum, Áslaug Birna frá Skeiðháholti og Erna frá Reykjum. Þetta voru kátar og skemmtilegar stelpur og bjuggu hjá Guðrúnu, eldri systur Ernu, í Lindinni. Þegar mér var boðið þangað í heimsókn hitti ég Guðrúnu. Ekki var í kot vísað og stutt í hlátur og gamansemi. Um tuttugu árum seinna kynntist ég Guðrúnu. Þá hafði ég ráðið mig sem körfuboltaþjálfara og til kennslu við Fjölbrautaskólann á Sel- fossi. Guðrún var samstarfsmaður minn á báðum stöðum. Krakkarnir þeirra Magnúsar æfðu allir hjá mér og foreldrarnir tóku fullan þátt, reyndar í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Guðrún gekk í hvert verk sem vinna þurfti til að halda starf- seminni gangandi, hvort sem var kökubasar, að safna auglýsingum, bera út bæklinga eða aka liðum þvert og langs um landið. Þegar flótti brast í stjórnarliðið og kreppa blasti við körfuboltadeildinni tóku tvær mæður iðkenda deildina upp á arma sína. Guðrún var önnur þeirra. Svo ráku þær deildina sjálfar um skeið. Engar kveifar þar á ferð. Fljótlega eftir að leiðir okkar lágu saman spurði ég Guðrúnu: „Hvort viltu heldur að þú sért kölluð Guðrún eða Gígja?“ „Vinir mínir kalla mig Gígju,“ svaraði hún að bragði og síð- an var það ekki rætt frekar. Vinátta og traust skapaðist milli fjölskyldna okkar Gígju í gegnum starfið í körfuboltadeildinni þó að við værum ekki inni á gafli hvort hjá öðru. Börnin eru góðir vinir og hjá þeim höfum við hjónin skynjað ein- læga virðingu fyrir Gígju sem var vakin og sofin að hjálpa og leið- beina. Hún fylgdist alltaf náið með okkar krökkum og bar hag þeirra fyrir brjósti. Gígja var kennari af guðs náð. Á kennarastofunni var hún hrókur alls fagnaðar og sögumaður góður. Það virtist sama hvað var til um- ræðu, hún kunni sögu, eða hafði frá einhverju að segja sem tengdist umræðuefninu. Sögur hennar voru jafnan gamansögur og hún hafði einstakan hæfileika til að sjá hinar skoplegu hliðar tilverunnar. Og hló mikið. En þetta voru engir „dæg- urbrandarar“. Í fyrsta lagi tengdi hún jafnan frásagnirnar sjálfri sér eða „gamalli frænku sinni“. Það var ekki hennar stíll að gera grín á kostnað annarra. Í öðru lagi voru þetta oft hreinar dæmisögur, sem höfðu innri sannleika. Þeir sem set- ið höfðu og hlustað gengu léttari í lund frá borði og auk þess sat eftir næring fyrir hugann að melta við tækifæri. Fyrir nokkrum árum tók Gígja hesta á hús hér á Selfossi og reið út með vinkonum sínum. Þá mætti ég þeim stundum og greinilegt var að þeim leiddist ekki. Gígja var sveita- stelpa og hætti ekki útreiðunum eft- ir að hún veiktist og missti máttinn í öðrum handleggnum. Hún útbjó bara tauminn þannig að hægara væri að stjórna hestinum með ann- arri hendi. Hún var sannkallaður skörungur og drengur góður. Nú er Gígju sárt saknað. Við fjöl- skyldan söknum vinar í stað og sendum Magnúsi, Ingvari, Ragn- heiði og Hjalta, og öðrum ættingj- um, innilegar samúðarkveðjur. Gylfi Þorkelsson. Elsku Gígja – fáein kveðjuorð. Í gullkornum dagsins, fleyg orð og erindi – stendur skrifað við 6. febrúar dánardag þinn – úr Háva- málum Glaður og reifur – skyli gumna hverr – uns sinn bíður bana. Þessi fleygu orð lýsa því vel hvernig þú kaust að lifa lífinu og kenndir mörgum að njóta líðandi stundar. Man þig fyrst á unglingsárum hressa og káta – hvers manns hug- ljúfi æ síðan. Minnist þín sem valkyrju sem alls staðar lét gott af sér leiða. Óspör á bros – fyndin – gott að vera í návist – gaman að tala og gantast við. Man þig tveggja barna móður með Ingvar og Ragnheiði, ófríska að Hjalta þar sem þú sast hjá mér í leikskólanum Glaðheimum á Sel- fossi, Ingvar að hefja sína leikskóla- göngu og þú talaðir um hvernig þér fyndist eitt hólfið af öðru opnast í hjartanu af væntumþykju fyrir þeim – og hana hafa þau fengið ómælda. Ég hafði ekki eignast börn á þessum tíma og þekkti ekki þessar tilfinningar en var svo heppin nokkru síðar að fá að upplifa hvað þú varst nákvæmlega að tala um. Minnist þín sem kennara barnanna minna – en þú sýndir námi þeirra mikinn skilning og áhuga – þau þakka góð kynni og notalegheit. Minnist þín sem mikillar hetju í veikindum þínum – hversu oft þú gafst læknavísindunum langt nef og gast haldið keik áfram. Man þig á hestbaki – þar leið þér vel – því miður varð minna úr okkar samleið í hestamennsku en til stóð – það gerðu veikindi þín. Síðustu nóttina sem þú lifðir dreymdi mig þig stöðugt – hefði vilj- að kveðja þig betur – en fékk svo staðfestingu á því um hádegið að þú hefðir kvatt þessa jarðvist um morguninn. En þegar við hittumst á ný leggjum við á gæðinga og ríðum hægt tölt en það sagðir þú mér að væri eftirlætis gangtegundin þín. Hlakka til. Ingibjörg Stefánsdóttir. Guðrún Ingvarsdóttir  Fleiri minningargreinar um Guð- rúnu Ingvarsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.