Morgunblaðið - 16.02.2008, Side 46

Morgunblaðið - 16.02.2008, Side 46
Þeir sem standa að myndinni vona að hann verði besti vondi gaur- inn í Bond hingað til … 51 » reykjavíkreykjavík  Það er gaman að sjá það áhorf sem Laugardagslögin í Sjónvarpinu fá en í seinustu viku var það sá sjón- varpsþáttur sem flestir landsmenn horfðu á samkvæmt nýjustu áhorfs- könnun Capacent. Athygli vekur samt að úrslitin, þar sem tilkynnt er hvað af þeim lögum sem kepptu í söngvakeppninni það kvöldið kom- ast áfram í úrslit, er ekki nema í átjánda sæti með 25,9% áhorf með- an aðalþátturinn er með 54,7%. Úrslitin eru samt tilkynnt aðeins kortéri eftir að aðalþættinum lýk- ur. Leiðir það líkum að því að Evró- visjónþjóðin sé ekki eins spennt fyr- ir því hver verður fulltrúi landsins í Serbíu í vor eins og ætla mætti. Kannski er það allt annað í þætt- inum en lögin sem laða að skjánum. Þjóðin ekki spennt fyrir úrslitunum  Rapparinn ICE heldur útgáfu- tónleika á Barnum í kvöld. Á bak við ICE er Soffía Jóns- dóttir, 22 ára Reykjavíkurmær sem stundar félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hún hefur verið að rappa frá 16 ára aldri. Þessa dagana er hún að gefa út frumraun sína sem ber heitið Interrail og er á fjórum tungumálum: íslensku, ensku, sænsku og frönsku. Hún er sett upp eins og um interrail-ferðalag um Evrópu sé að ræða og gestir á plöt- unni eru m.a. franska sveitina Hell Heat og söngkonurnar Sophie og Malin frá Svíþjóð. Taktasmiðir á plötunni eru Fonetik Simbol, úr hljómsveitinni Original Melody, Chippe og Earmax, en hann sér einnig um hljóðvinnslu á plötunni. Tónleikarnir á Barnum í kvöld hefjast kl. 21. Þar munu ásamt ICE koma fram Earmax, Original Mel- ody og MC Gauti. Fonetik Simbol og fleiri munu sjá um að þeyta skíf- um fram eftir nóttu. Frítt er inn. Rappar á Barnum Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA eru málverk af hinum og þessum atburðum úr Íslend- ingasögunum og þjóðsögunum, máluð í þessum gamla meist- aralega stíl,“ segir Þrándur Þór- arinsson myndlistarmaður sem opnar fremur óhefðbundna mál- verkasýningu í gömlu kaffi- brennslu Ó. Jónssonar & Kaaber við Sæbraut í dag. Á sýningunni verða til sýnis verk sem Þrándur hefur unnið á síðustu árum, en um er að ræða stór olíumálverk undir áhrifum þjóðernisróm- antíkur, barokks og end- urreisnar. „Þetta er í raun íslensk saga al- mennt, tekin héðan og þaðan. Þetta eru þessar kanónur, Njáll, Egill, Galdra-Loftur, Jón Arason og fleiri,“ segir Þrándur um myndefnið óvenjulega. „Þetta er eitthvað sem mig hefur alltaf langað til að gera, alveg frá því ég var lítill strákur að teikna. Mér fannst það liggja beint við í ljósi þess að Rembrandt og þessir gaurar voru mikið að mála upp úr fornsögum og ljóðum, mest frá Forn-Grikklandi. Í staðinn fyrir að gera það fannst mér tilvalið að mála þetta upp úr íslenskum sög- um, ljóðum og þess háttar.“ Aðspurður segir Þrándur að hann hafi lesið mikið af bæði Ís- lendingasögum og þjóðsögum. „Þetta eru svo skemmtilegar sög- ur,“ segir hann, en aðeins eitt málverk á sýningunni sýnir raun- verulegan atburð; þegar Jón Ara- son var hálshöggvinn í Skálholti. Óvenjulegt húsnæði Ekki er þó eingöngu um þjóð- leg málverk að ræða á sýning- unni, því þar má einnig sjá sjálfs- myndir listamannsins. „Maður fullnægir líka sínum egóisma,“ segir Þrándur og hlær. „En ég er að vísu með sérherbergi fyrir þær myndir.“ Ekki er nóg með að myndefnið sé óvenjulegt, heldur eru húsa- kynnin það einnig – kaffibrennsla Ó. Jónssonar & Kaaber við Sæ- braut. Að sögn Þrándar er þetta fyrsta sýningin í húsinu svo hann viti til. „Þarna var að vísu ein- hver kvikmyndahátíð fyrir svona ári,“ segir hann og bætir því við að stefnt sé að því að nota hús- næðið að hluta til sem vinnustof- ur fyrir listamenn í framtíðinni. Fjör fram á kvöld Þrándur er fæddur árið 1978 og lærði meðal annars hjá norska listmálaranum Odd Nerdrum á árunum 2003 til 2006, en hann hefur einnig stundað nám í Listaháskóla Íslands og Myndlist- arskólanum á Akureyri. Þetta er fyrsta einkasýning hans. Opnunin hefst klukkan 14 og Þrándur gerir fastlega ráð fyrir því að hún muni standa eitthvað fram eftir kvöldi. Egill, Njáll og Rembrandt Þrándur Þórarinsson opnar óvenjulega málverkasýningu á óvenjulegum stað Spegill, spegill Þrándur við eina af sjálfsmyndunum sem hann sýnir. Aftaka Svona túlkar Þrándur síð- ustu andartök Jóns Arasonar. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is BÆKUR Arnaldar Indriðasonar njóta vinsælda víða um Evrópu og þannig hafa bækur hans notið vel- gengni í Frakklandi. Á nýlegum lista yfir söluhæstu glæpasögur í Frakklandi á Arnaldur t.d. þrjár bækur af þeim tíu söluhæstu, L’Homme du lac / Kleifarvatn er í fjórða sæti, en hún er nýkomin út í Frakklandi, La voix / Röddin í því fimmta og Femme en vert / Graf- arþögn er í sjöunda sæti. Þar að auki er Cite des jarres / Mýrin í ell- efta sæti yfir söluhæstu glæpasög- ur Frakklands. Þess má geta að bækurnar þrjár í þúsaldarröð sænska rithöfundars- ins Stiegs Larssons raða sér í þrjú efstu sæti listans og norrænir rit- höfundar því allsráðandi á listan- um, eða hér um bil. Kleifarvatn fljótt vinsæl Arnaldur er líka ofarlega á sögu- lista Frnac-verslanakeðjunnar, því þar er hann í fimmta, sjöunda og tí- unda sæti; Grafarþögn í fimmta sæti, Röddin í því sjöunda og Mýrin í því tíunda. Kleifarvatn er í fimm- tánda sæti. Á nýlegum lista L’Express yfir mest seldu skáldsögur í Frakklandi á tímanum 4. til 10. febrúar sem birtur var í L’Express í vikubyrjun var Kleifarvatn í níunda sæti, en bókin hafði aðeins verið á markaði í tvo daga þegar listinn var tekinn saman. Frönsk glæpa- sagnaverðlaun Arnaldur var í Frakklandi fyrir skemmstu til að taka við frönsku glæpasagnaverðlaununum, Grand prix étranger de littérature poli- cière, en þau hlaut hann fyrir franska útgáfu Raddarinnar sem kom út þar í landi á síðasta ári, en allar franskar útgáfur bóka hans hafa fengið verðlaun þar. Morgunblaðið/Einar Falur Vinsæll Arnaldur Indriðason. Arnaldur vinsæll í Frakklandi Kleifarvatn, Röddin, Grafarþögn og Mýrin seljast eins og heitar lummur Norðurljós Kleifarvatn á frönsku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.