Morgunblaðið - 21.02.2008, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.02.2008, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Á DEGI menntunar í ferðaþjón- ustu sem haldinn var á Grand hóteli á þriðjudag var starfs- menntaviðurkenning Samtaka ferðaþjónustunnar afhent í fyrsta sinn. Hópbílar sem hlutu verð- launin hafa með skýrri sýn lagt áherslu á mikilvægi starfsmennt- unar í allri starfsemi sinni í því markmiði að auka ánægju starfs- manna og síðast en ekki síst náð samkeppnisforskoti og arðsemi í rekstri fyrirtækisins á eft- irbreytniverðan hátt, segir í til- kynningu. Í rökstuðningi dómnefndar seg- ir að fyrirtækið sinni af kost- gæfni þjálfunarþörfum, mark- vissri nýliðafræðslu og símenntunarstefnu, standi vel að menntun og aðlögun erlendra starfsmanna og hafi umhverfis- og gæðamál að leiðarljósi. Viðurkenning Össur Skarphéð- insson iðnaðarráðherra og Pálmar Sigurðsson, Hópbílum. Viðurkenning til Hópbíla ÞAÐ er kannski táknrænt að ætl- unin sé að loka starfsemi Bergiðj- unnar 1. maí, á hátíðisdegi verka- manna. Lokun starfseminnar er liður í sparnaðaraðgerðum á geð- sviði Landspítalans. Í Bergiðjunni starfa núna um átta stoltir verka- menn, en þeir voru þegar umsvifin voru mest um 30 talsins. Í Bergiðj- unni eru framleiddar gæðavörur, garðhúsgögn úr timbri, og þar er einnig rafmagnsverkstæði sem Ein- ar vinnur einmitt á. Húsgögnin eru seld á staðnum og rafmagnsvör- urnar eru unnar fyrir Húsasmiðj- una, S. Guðjónsson og fleiri. Meðal þess sem er framleitt á smíðaverk- stæðinu eru garðhúsgögn, sem þola íslenska veðráttu, og alltaf er eft- irspurn fyrir hendi. Í Bergiðjunni var til skamms tíma saumastofa, þar var m.a. saumað fyrir spítalana, sessur í garðstóla, auk þess sem framleitt var fyrir ýmsa leikskóla. Á saumastofunni unnu einu sinni 3–4 konur og verkefnin voru alltaf næg. Núna hefur henni verið lokað. Fimm manns vinna á rafmagns- verkstæðinu og á trésmíðaverkstæð- inu eru þrír menn eftir. Þegar best lét unnu þar um tuttugu manns. Smám saman að deyja út Gunnar Breiðfjörð, forstöðumað- ur Bergiðjunnar, er ekki viss um hvað framtíðin ber í skauti fyrir sig. Hann segir sína framtíð þó skipta litlu máli miðað við framtíð þeirra sjúklinga sem vinna í Bergiðjunni og lýsir þungum áhyggjum af þeim. Í Bergiðjunni hafa geðfatlaðir ein- staklingar átt vísan vinnustað í 35 ár, en stöðugt hefur dregið úr starf- seminni. „Þetta er bara smám sam- an að deyja út,“ segir Gunnar. Hjá mörgum þeirra sem hafa unn- ið í Bergiðjunni hefur hann orðið var við gífurlegar framfarir. „Þetta er bara þeirra punktur, að vakna og mæta hérna,“ segir Gunnar og legg- ur krepptan hnefann með hægð á borðið til áherslu máli sínu. „Þeir eru að vinna, skapa eitthvað, þeir skila einhverju af sér og fá laun fyrir vinnuna.“ Yfirvofandi lokun veldur rótleysi hjá fólkinu, því að svo mik- ilvægt er að hafa þennan fasta punkt sem starfið í Bergiðjunni er. Gunnar lýsir því að allir starfs- mennirnir séu ákaflega stoltir af vinnu sinni og margir fylgist spennt- ir með því þegar það sem þeir hafa búið til er selt út úr versluninni. „Já, allir sjúklingarnir eru stoltir, þeir eru að búa hlutina til í höndunum, skrúfa, smíða, pússa og fara með þetta upp á lager og svo fylgjast þeir með þegar þetta er selt. Já, þeir eru stoltir,“ segir Gunnar og bendir á að þeir sem einu sinni kaupa þessa vöru kaupi hana aftur af því að gæðin eru svo mikil. „Hér er verið að vinna með hug og hönd. Það er það sem skerpir fólkið svo mikið hérna.“ Ekki mikil glóra í þessu Einar Heiðar Birgisson var, áður en hann veiktist, verkstjóri í frysti- húsi austur á landi. Honum finnst „ekki mikil glóra í þessu“, eins og hann orðar það. Sjálfur hefur hann unnið í Bergiðjunni í tvö ár og segir að starfið hafi breytt öllu fyrir sig. „Ég lenti í þessum veikindum í kringum ’99-2000,“ lýsir hann, „og var þá náttúrlega í fullri vinnu. Þeg- ar ég veiktist hrökklaðist ég í bæinn, það var 2001, og var bara að leita mér hjálpar og svona, ástandið var algjörlega ömurlegt, engin úrræði eða neitt.“ Loks rættist úr og til að byrja með var hann í iðjuþjálfun í nokkra mánuði. „Svo fékk ég pláss hér og það gjörbreytti hlutunum, að hafa svona smáöryggi, svolítinn til- gang. Það er auðvitað númer eitt. Þetta er vinna og manni finnst mað- ur vera að leggja svolítið fram. Þetta er öðruvísi en að vera í iðjuþjálf- uninni, það er meira föndur.“ Einar sér niðurskurð í heilbrigð- iskerfinu á nokkuð annan hátt en kannski flestir og líkir honum við kvótakerfið. „Ég var náttúrlega að vinna í fiski og hef í gegnum tíðina upplifað margt í gegnum kvótakerf- ið. Þar hafa verið lokanir vegna sam- dráttar og niðurskurðar. Síðan kem- ur maður í þetta verndaða umhverfi og það er bara nákvæmlega eins þar,“ segir hann og gætir undrunar í röddinni. „Mér finnst ég missa svo- lítið trúna á þetta allt saman. Ég hélt ég væri öruggur hérna,“ segir Einar og tekur fram að hann sé þarna samkvæmt læknisráði. „Mér var uppálagt það að hugsa ekki um neitt annað en mæta hér og vera í þessa fjóra tíma.“ Hann veit ekki hvað tekur við eftir að Bergiðjunni verður lokað. „Það er verið að bjóða upp á einhver nám- skeið,“ segir hann, „en ekki neitt sem kemur í staðinn fyrir þetta hér. Eða mér finnst það ekki, þó að það sé talað og talað um hitt og þetta. Ég hef það á tilfinningunni að það sé eitthvað bara út í loftið. Í það minnsta er ekki mikið öryggi í því.“ Einar er ánægður með starfið sitt og viðurkennir dræmt að nokkra handlagni þurfi til að geta sinnt því. Hann segir að þó að þeir séu ekki margir sem starfa núna í Bergiðj- unni efist hann ekki um að þarna hafi hundruð manna átt skjól í gegn- um tíðina. „Núna þegar þessi lokun er að bresta á hef ég verið að reyna að ná sambandi við þingmenn, en það er bara einn sem hefur sýnt áhuga og komið hingað,“ segir Ein- ar, sem náði eyrum Þuríðar Back- man, þingmanns vinstri grænna. „En aðrir virðast ekki hafa tíma til að spekúlera í þessu. Tilfinningin er dálítið þannig að það sé hreinlega verið að slá mann af.“ „Ég hélt ég væri öruggur hérna“ Árvakur/Golli Á verkstæðinu Einar Heiðar Birgisson segir að það hafi gjörbreytt öllu fyrir sig að starfa í Bergiðjunni. Forstöðumaðurinn Gunnar Breið- fjörð í verslun Bergiðjunnar. Ef áætlanir ganga eftir verður Bergiðjunni við Kleppsspítala lokað fyrsta maí. Sigrún Ásmundsdóttir heilsaði upp á Einar Heiðar Birgisson, starfsmann á rafmagnsverkstæði, og Gunnar Breiðfjörð forstöðumann og spurði þá hvernig þeim litist á framtíðina. » „… það gjörbreytti hlutunum, að hafa svona smáöryggi, svolít- inn tilgang. Það er auð- vitað númer eitt. Þetta er vinna og manni finnst maður vera að leggja svolítið fram.“ sia@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.