Morgunblaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ SteingrímurHelgason fædd- ist í Unaðsdal á Snæfjallaströnd 12. nóvember 1922. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Eir að morgni 17. febr- úar síðastliðins. Foreldrar hans voru Helgi Guð- mundsson bóndi, f. 1891, d. 1945 og Guðrún Ólafsdóttir húsfreyja, f. 1897, d. 1987. Stein- grímur átti fimmtán systkini, Guðmund, f. 1920, d. 1997, Guð- björn Ársæl Söebeck, f. 1921, d. 1986, Ólaf, f. 1921, d. 2005, Guð- ríði, f. 1923, Kjartan, f. 1925, d. f. 1986 og Bjarki Hafþórsson, f. 1990. 2) Helga Guðrún, f. 1960, gift Eiríki Haukssyni. Dætur þeirra eru Hildur, f. 1980 og Ey- rún Helga, f. 1987. 3) Jón Hólm- geir, f. 1963, kvæntur Soffíu Hilmarsdóttur. Börn þeirra eru Hilmar, f. 1987, Ólafur Helgi, f. 1992 og Eyvör Halla, f. 1999. 4) Ingunn, f. 1966, fyrrverandi maki hennar er Sveinbjörn R. Auðunsson. Börn þeirra eru Dagný, f. 1993, Einar, f. 1996 og Auðun, f. 2001. Steingrímur stundaði nám við Samvinnuskólann í Reykjavík. Lengst af rak hann heildsöluna G. Einarsson & co. ásamt Ey- vöru eiginkonu sinni. Síðustu ár starfsferilsins starfaði hann í Búnaðarbanka Íslands. Steingrímur verður jarðsung- inn frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 1999, Guðbjörgu, f. 1926, Jón, f. 1927, Sigurborgu Sigríði, f. 1928, Hannibal, f. 1930, Matthías, f. 1931, Sigurlínu, f. 1932, Hauk, f. 1934, d. 2001, Lilju, f. 1935, Auðunn, f. 1936 og Láru, f. 1938. Steingrímur kvæntist 8. nóv- ember árið 1958 Ey- vöru Margréti Hólmgeirsdóttur, f. 21.6. 1936, d. 21.11. 2000. Börn þeirra eru: 1) Unnur Heba, f. 1959, sambýlismaður Nikulás Róbertsson. Synir Unnar eru Steingrímur Arnar Stefánsson, Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Kæri pabbi. Nú er stríðinu loks lokið eftir ára- langa baráttu við Alzheimers-sjúk- dóminn. Það var þér sárt að sjá á bak mömmu fyrir sjö árum síðan og erfitt að bera þann kross sem þessi sjúk- dómur er. Um leið og við söknum þín sárt gleðjumst við með þér nú þegar þú hefur hlotið lausn undan þessu oki. Minningarnar frá okkar barnæsku og ungdómsárum leita nú til okkar þegar þið mamma leidduð okkur um vegu lífsins og bjugguð okkur undir það að standa á eigin fótum. Það gerðir þú með þinni ábyrgðartilfinn- ingu, ákveðni og skapfestu. Með vinnusemi og ráðvendni í fjármálum. Með dagfarsprýði í samskiptum við annað fólk og með gestrisni. Með ræktarsemi við vini og ættingja og með því að rækta líkama og hug. Þér var líka annt um útlitið, alltaf snyrti- legur, vel til fara og glæsilegur fyrir mann að sjá. Hvað ungur nemur gamall temur sagði einhver einhvern tíma og standa þau orð fyllilega fyrir sínu. Við munum það þegar þú tókst okkur með í sund um helgar. Þegar farið var í sunnudagsheimsóknir til afa og ömmu. Þegar farið var í sum- arbústað í margar vikur á hverju ein- asta sumri þangað til gelgjan tók völdin. Við munum hvað var gott að koma í Hlunnavog til ykkar mömmu þegar við vorum öll farin að búa og komin með maka og börn. Þá var öruggt mál að allt var gert til að láta okkur öllum líða vel, dýrindis máltíðir á borðum, barnabörnunum spillt og spjallað um heima og geima. Þið mamma voruð alltaf samrýnd og bættuð hvort annað upp. Kannski var það þess vegna sem fólk var alltaf í heimsókn og Hlunnavogur 15 var oft á tíðum eins og vinsæl kaffistofa. Við munum það að þú hugsaðir allt- af hlýtt til mömmu. Kannski hvessti stundum á milli ykkar eins og gerir í öllum samböndum en væntumþykja og hlýja ykkar á milli er það sem upp úr stendur í okkar minningu. Þið gerðuð líka svo margt saman. Þegar mamma kom því við fór hún að vinna með þér í fyrirtækinu. Þið fóruð sam- an í sumarbústaðinn, þið ferðuðust mikið saman til útlanda og höfðuð gaman af samveru í góðra vina hópi. Þó þú værir vinnusamur mjög hugsaðir þú ávallt um að næra and- ann og eiga frístundir með fjölskyldu og vinum. Þú tókst þátt í starfi Odd- fellow-reglunnar og áttir þar góða vini. Þú stundaðir lengi vel laxveiði á sumrum. Þú hafðir líka yndi af bók- lestri og sankaðir að þér bókum, jafnt skáldverkum sem ljóðabókum og fræðibókum. Þú ræktaðir þinn frændgarð vel og varst í góðu sam- bandi við systkin þín, þó samskipti væru eðli máls samkvæmt mismikil í þeim stóra hópi. Elsku pabbi, við geymum með okk- ur allar þessar góðu minningar og auðvitað margar fleiri. Við eigum eft- ir að sakna þín mikið þegar við kveðj- um þig nú úr þessum heimi en við vit- um að það verður tekið vel á móti þér á nýjum slóðum. Takk fyrir allt og allt. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Unnur Heba, Helga Guðrún, Jón Hólmgeir og Ingunn. Mér er ljúft að minnast Steingríms Helgasonar, míns góða mágs og vinar í áratugi. Margar góðar stundir átti ég og fjölskylda mín með honum og Eyju systur (sem andaðist 2l. nóv. 2000) og fjölskyldu þeirra sem aldrei gleymast og of langt yrði upp að telja. Síðustu árin hafa verið honum erfið vegna Alzheimers-sjúkdóms, sem því miður virðist engin lækning við, a.m.k. ekki ennþá. Aðdáunarvert hefur verið að fylgj- ast með, hve börnin hans og þeirra makar hafa reynst honum vel í veik- indum hans sl. 7 ár, eftir að hann fluttist á hjúkrunarheimilið Eir. Margar stundir höfum við átt sam- an í „Steinakaffi“ eins og þau nefndu það, þegar hann var sóttur og fjöl- skyldan kom saman á heimilum barnanna til skiptis og þá ekki síst hjá Ingunni eða Jóni Hólmgeiri, þar sem auðveldara var að koma hjólastólnum inn. Óneitanlega gladdi það mig er ég heimsótti hann á Eir að sjá bros og smá glimt í augum, sem sýndi að hann mundi hver ég var alveg fram í byrjun þessa árs, þó ekki væri nema smástund. Nú hefur hann kvatt þessa jarðvist minn kæri mágur og vinur og hvíldin án efa kærkomin. Ég og fjölskylda mín þökkum langa og trausta vináttu og erum þess fullviss að ástvinir hafa fagnað hon- um í nýjum eilífum heimkynnum. Hvíldu í friði, friður Guðs þig blessi og hafðu þökk fyrir allt og allt. Sendum fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Aðalbjörg (Alla) Hólmgeirs- dóttir og fjölskylda. Elsku afi. Lokaorð. Ekki lokahugsun. Því þó að þú hafir ekki getað tjáð þig lengi og við höfum ekki átt samtöl í langan tíma, höfum við hugsað mikið til þín. Og við munum eftir afa. Afi var myndarlegur maður. Sterkur og traustur, fyrirmynd og fjölskyldumaður. Afi hugsaði vel um heilsuna. Hann tók lýsi eins og það væri gott og borðaði mikinn fisk. Eitt af því sem við munum best er að afi fór í sund, – oft. Og við fengum að fara með. Svo fengum við Svala á eftir. Við keyrðum þangað í Saab- inum og það var góð afalykt í bílnum (það er örugglega nafn á þessu ilm- vatni, en við munum það bara sem afalykt). Á morgnana dáðumst við oft að rakstursferlinu hans. Gamli mátinn, raksápa og bursti og miklar geiflur til þess að ná fullkomnum ár- angri. Það var æðislegt þegar þið amma byggðuð nýjan bústað í Þrastar- skógi. Við elskum þennan bústað og vorum þar oft þegar við vorum litlar. Við lékum okkur við álfasteininn, sóttum vatn í lindina og lékum okkur með dúkkulísur. Afi sá um grillmat- inn. Grillsvuntan og gleraugun á sín- um stað. Fyrir stuttu fórum við með mömmu og pabba í bústaðinn. Þá var nokkur tími liðinn frá því við vorum þar síðast, en það fyrsta sem við tók- um eftir var ömmu- og afalykt. Það endurvakti margar góðar minning- ar. Það var óréttlátt þegar þú veiktist, afi! Þú áttir betra skilið og okkur leið illa þegar við sáum þig hverfa inn í veikindin. Þess vegna finnum við huggun núna í því að þú færð að sleppa frá sjúkdómnum og þú færð að hitta ömmu aftur. Við viljum þakka þér fyrir allt sem þú varst okkur. Barnabörnin í Noregi, Hildur og Eyrún. Elsku besti afi. Það var frábært að eiga ykkur ömmu að. Það var gaman að koma til ykkar, sérstaklega þegar við fengum að gista. Þú vildir allt fyrir okkur gera. Þú fórst með okkur út að ganga, kannski í „afasjoppu“ að kaupa bland í poka og svo út á róló. Stundum feng- um við að raka okkur með þér. Þá bárum við á okkur raksápu með rak- burstanum, fengum blaðlausa sköfu til raka okkur og gerðum alveg eins og afi. Þegar við flettum myndaal- búmum ertu alltaf með okkur í fang- inu, alltaf með barn á handlegg og skælbrosandi. Síðustu árin þekktum við þig ekki eins vel en alltaf brostir þú til okkar þegar þú komst heim eða við í heimsókn til þín. Núna ertu kom- inn á betri stað, kominn til ömmu. Þú varst frábær afi. Við eigum góðar minningar og munum aldrei gleyma þér. Þín Dagný, Einar og Auðun. Steingrímur Helgason ✝ Ólafur Þor-geirsson fæddist á Ísafirði 6. febrúar 1932. Hann lést af völdum hjartaáfalls 9. febrúar síðastlið- inn. Hann var sonur hjónanna Jónu Jóns- dóttur húsfreyju, f. í Arnardal í Skut- ulsfirði 5. nóvember 1897, og uppalin þar, d. 4. desember 1991 og Þorgeirs Ólafssonar sjó- manns, f. á Berja- dalsá á Snæfjallaströnd við Ísa- fjarðardjúp 12. febrúar 1898, d. 30 desember 1967. Þau bjuggu og störfuðu alla tíð á Ísafirði á meðan þau höfðu starfsgetu og krafta til. Jóna flutti til Reykjavíkur nokkr- um árum eftir að hún missti mann an félagsins. Hann vann við versl- unar- og bankastörf á Ísafirði þar til hann flutti til Reykjavíkur árið 1957 og bjó þar alla tíð síðan. Eftir komuna til Reykjavíkur starfaði hann í Landsbanka Íslands en síð- an við almenn verslunar- og skrif- stofustörf. Ólafur var við nám í Þýskalandi og Englandi árin 1962 og 1963. Ólafur stundaði nám í öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og fór síðan í Fisk- vinnsluskólann og lauk þaðan prófi sem fisktæknir árið 1981, en áður hafði hann aflað sér þekk- ingar á sviði gæðaeftirlits og mats á sjávarafla og fiskafurðum. Eftir það vann hann hjá Granda og síð- ustu árin fyrir starfslok vann hann hjá Umbúðamiðstöðinni. Lengst af bjó Ólafur í Álftamýri 36, en fyrir einu ári flutti hann í leiguíbúð hjá Hrafnistu í Reykjavík. Ólafur verður jarðsunginn frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. sinn og bjó þá í skjóli barna sinna þar til yf- ir lauk. Ólafur var því af vestfirskum ættum við Ísafjarð- ardjúp í marga ætt- liði. Ólafur var annað barn þeirra hjóna, eldri er Ása Fanney, f. 16. september 1930, maður hennar Páll Lúðvíksson, f. 11. mars 1926, d. 31. desember 2004 og yngri er Jóhann, f. 31. ágúst 1936. Ólafur ólst upp á Ísafirði, var í sveit á sumrin á Bæj- um á Snæfjallastönd og lauk lands- prófi frá Gagnfræðaskólanum á Ísafirði 1949. Ólafur æfði skíða- göngu með Íþróttafélaginu Herði á Ísafirði og starfaði ötullega inn- Óli bróðir minn hefur kvatt þetta líf allt of snöggt, en hann varð bráð- kvaddur 9. febrúar og fylgir því mikill söknuður. Við systkinin fæddumst á Ísafirði og ólumst þar upp. Allt frá barnæsku hefur samband okkar verið mjög kært og oft og tíðum höfum við haft símasamband á hverjum degi, bara svona til að heyra hvort í öðru. Mér fannst ég hálfpartinn bera ábyrgð á honum en hann var rúmu ári yngri en ég. Það var bjart yfir Ólafi, hann var einlægur og gat verið viðkvæmur en alltaf stutt í brosið. Hann var manna kátastur í glöðum hópi og kímnigáfan á fullu og var þá hreinlega hægt að veltast um af hlátri, hann var sann- kallaður brandarakall. Hann hafði gaman af því að syngja og hafði bjarta söngrödd og var mjög tónviss. Hann spilaði á harmonikku og söng hástöfum með, enda var hann þá í essinu sínu. Hann sótti mörg harm- onikkumót sem haldin voru víðs veg- ar um landið og einnig erlendis og hafði mikla ánægju af. Hann ferðað- ist töluvert um landið og kynnti sér vel þá staði sem hann heimsótti en hann hafði góða frásagnargáfu og það var fróðlegt og skemmtilegt að heyra hann segja frá upplifunum sín- um. Óli var ákaflega trygglyndur, ekki síst við þá sem hann kynntist snemma á lífsleiðinni. Þegar Óli var 8 ára fór hann í sveit til frændfólks okkar, Halldórs og Þorbjargar í Bæj- um á Snæfjallaströnd, og var hann hjá þeim í 4 sumur eða þar til hann var 12 ára gamall. Hann hafði alla tíð gott samband við fjölskylduna og var ávallt boðinn til þeirra við sérstök tækifæri. Óli var ákaflega barngóður og hafði gaman af börnum og nutu mín börn þess vel og barnabörn. Oft hafði hann samband við þau og bauð þeim í bíó eða fór með þau í ökuferð þegar við foreldrarnir vorum á ferða- lögum erlendis. Það var honum mik- ils virði að vera boðinn til fjölskyldna barna minna á stórhátíðum og naut hann þess að vera samvistum við þau og var það gagnkvæmt. Óli átti því láni að fagna að halda góðri heilsu mestan hluta ævinnar enda stundaði hann alla tíð líkams- rækt, fimleika, skíðaferðir, sund og fjallgöngur. Á Ísafirði fékk hann skíðabakteríuna og gekk mikið á skíðum og fór oft vestur til að fara á skíði eftir að hann fluttist suður. Hann fór mikið í gönguferðir og var þá gengið af kappi. Hann stundaði reglulega Sundlaugarnar í Laugar- dal og eignaðist þar góða félaga. Heimili Óla var ávallt hreinlegt og bar alla tíð vott um reglusemi og snyrtimennsku. Fyrir um það bil ári fluttist hann í leiguíbúð á vegum Hrafnistu í Reykjavík og hafði að- gang að þjónustu og fæði, hann var svo glaður og ánægður yfir þessu láni. Hann hugðist eiga ánægjulegt ævikvöld. Þarna leið honum vel og gerði ráð fyrir lengri búsetu en raun varð á. Hann var í gönguferð í sól- skininu umræddan laugardag stutt frá heimili sínu þegar hann skyndi- lega hné niður og sýnir þetta okkur hvað bilið milli lífs og dauða er örlítið. Elsku Óli, ég þakka fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og ég bið Guð að varðveita þig. Minningin um góðan dreng mun lifa. Guð geymi þig. Ása systir. Óli frændi er dáinn. Hann hefur lagt upp í sína síðustu ferð. Hér áður tengdust þær útiveru og íþróttum: skíðagöngur, fjallgöngur, gönguferð- ir, hvers konar hreyfing úti í nátt- úrunni, sama hvaða tími ársins var. „Finniði’ ekki hvað loftið er heil- næmt“ sagði hann gjarnan þegar við vorum á skíðum fyrir vestan eða á göngu að sumri til. „Heilbrigð sál í hraustum líkama“ átti svo sannar- lega við Óla. En það var ekki aðeins innanlands sem Óli fór í ferðir. Hann heimsótti fjarlæg lönd og spurði einatt þegar einhver kom fá útlöndum, „Hvað er markvert að sjá þar?“ Óli valdi allar ferðir af kostgæfni og skipulagði vel. Heimssýningin í Þýskalandi árið 2000 var svo sannarlega markverður atburður og hann lét ekki þar við sitja heldur hélt áfram til Ítalíu í sannkallaða pílagrímsför. Ferðin hafði verið lengi í undirbúningi, að komast á alþjóðlegu harmonikku- keppnina í Castelfidardo við Adría- hafsströnd Ítalíu. Hann skipulagði allt sjálfur með góðra hjálp og á sjö- tugsaldri var það enginn hindrun að fara einn þessa ferð. Á þessa staði og atburði vildi hann komast, það var ekki nauðsynlegt að hafa ferðafélaga til þess. Hvað var betra en harmo- nikkutónlist leikin af hverjum snill- ingnum á fætur öðrum í hartnær heila viku. Hún var römm tónlistar- taugin í Óla og að sjálfsögðu kom hann heim með þessa skínandi perlu- slegnu ítölsku harmonikku. Í fjöl- skylduveislum hér áður sagði Óli oft við okkur systkinin og frændfólk „Eigum við að taka lagið?“ og okkur tónlistargutlurunum þótti fengur í að hafa einn reyndan og virðulegan með í slíku djammi. Við systkinin kveðjum Óla frænda með virðingu og þökk. Þorgeir, Hildur og Reynir. Ólafur Þorgeirsson Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.