Morgunblaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 9 FRÉTTIR UMSÓKNARFRESTUR um emb- ætti forstöðumanns Rann- sóknamiðstöðvar Íslands rann út síðasta föstudag. Menntamálaráðu- neytinu bárust átta umsóknir um stöðuna. Umsækjendur eru Ágúst Hjörtur Ingþórsson, Eiríkur B. Baldursson, Eiríkur Smári Sigurð- arson, Hallgrímur Jónasson, Ólafur Oddgeirsson, framkvæmdastjóri, Óskar Einarsson, Torfi Jóhann- esson og Þorvarður Finnbjörnsson. Miðað er við að mennta- málaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá 1. apríl 2008. Átta sóttu um LAUNAÞRÓUN félagsmanna KÍ í framhaldsskólum hefur ekki fylgt launaþróun hefðbundinna viðmiðun- arhópa hjá ríkinu á yfirstandandi samningstímabili og hafa framhalds- skólakennarar dregist umtalsvert aftur úr þeim í grunnlaunum, segir í frétt frá samtökum þeirra. Árið 2002 voru meðaldagvinnulaun framhaldsskólakennara þau sömu og meðaldagvinnulaun félagsmanna BHM. Um mitt síðasta ár voru með- aldagvinnulaun kennara hins vegar komin 7 prósentum niður fyrir með- aldagvinnulaun félagsmanna BHM. Í krónum talið var munurinn í júlí um 20 þúsund krónur á mánuði og síðan hefur bilið haldið áfram að breikka. Þetta gerist þrátt fyrir að fram- haldsskólar séu í sama launakerfi og flest önnur stéttarfélög opinberra starfsmanna. Stíf hagræðingarkrafa er gerð til framhaldsskólanna sem bitnar beint á námi og kennslu. Sam- kvæmt tölum frá Hagstofunni hefur nemendum fjölgað hlutfallslega mun meira en kennurum og hefur það bætt rekstrarskilyrði framhaldsskól- anna. Kennarar hafa þó ekki notið þeirrar „framleiðniaukningar“ í bættum kjörum. Á þetta er bent í ályktun sem félög kennara og stjórnenda í framhalds- skólum hafa sent frá sér. Þar segir einnig að samanburður milli landa á kennaralaunum sem hlutfall af lands- framleiðslu á mann sé ekki uppörv- andi fyrir íslenska kennara. Hlut- fallsleg launastaða þeirra sé mjög slök miðað við flest önnur OECD ríki og sé kaupgeta meðalgrunnlauna framhaldsskólakennara á Íslandi hin fimmta lægsta í OECD ríkjunum. Í ályktuninni segir að óánægja framhaldsskólakennara með laun sín og starfskjör kunni að leiða til þess að þeir leiti í önnur störf þar sem boðið er upp á betri kjör. Meginvið- fangsefni í næstu kjarasamningum sé að koma í veg fyrir að svipað ástand skapist og árið 2000 þegar slök launaþróun leiddi til tveggja mánaða verkfalls. Í næstu kjara- samningum þurfi að leiðrétta laun kennara í framhaldsskólum og tryggja að kjör þeirra haldi í við laun annarra háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna. Segja framhaldsskólakenn- ara hafa dregist aftur úr KRINGLUNNI - Sími: 568 9955 OPIÐ TIL 9 Expresso-Cappicino-Cafe latte 3 stærðir - 18 munstur FIMMTUDAGS-TILBOÐ www.tk.is -20% BORGARBOLLAR & DISKAR Laugavegi 82, sími 551 4473 Glæsileg undirföt beint frá París Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Opnum í dag með fulla búð af glæsilegum vorfatnaði www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Sumarvörurnar komnar – Mussur – tunikur – bolir – buxur Str. 38-56 iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 Ný sending af buxum NordicTrack TM NAUTILUS TM Suðurlandsbraut 50 (bláu húsunum við Fákafen) www.gala.is • Sími 588 9925 Opið 11-18 • 11-16 lau. Glæsifatnaður Erum með falleg föt frá ..Gina Bacconi... ..Michaela Louisa… ..Pause Café… St:34-52

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.