Morgunblaðið - 21.02.2008, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 27
Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ voru
undirritaðir kjarasamningar til 10
mánaða til 3ja ára, allt eftir hvernig
til tekst og hag okkar vindur fram.
Margir hafa fagnað þessum samn-
ingum og sumir kallað þá tímamóta-
samninga. Aðrir hafa
farið hægar og stillt
orðum sínum í hóf .
Það vakti athygli
mína að Grétar Þor-
steinsson forseti ASÍ
tjáði sig um samn-
ingana við Morg-
unblaðið sl. mánudag
með þeim orðum að
leita þyrfti aftur um
áratugi til að finna
sambærilega samn-
inga.
Sem gömlum samn-
ingamanni á vettvangi
Vinnuveitenda-
sambands Íslands
(undanfara SA fyrir þá
sem eru búnir að
gleyma VSÍ) komu mér
ýmis ártöl í hug vegna
þessara ummæla Grét-
ars.
Í þeim efnum er af
mörgu að taka, góðu
sem slæmu. Ekki er
laust við að að mér setji
hroll við þá upprifjun í
sumum tilvikum.
Ég er sammála Grétari að leita
þurfi langt aftur til að leita samjöfn-
uðar. Staldra ég þar helst við árin
1986 til 1988.
Árin sem voru undanfari þjóð-
arsáttarsamninga og samningamenn
voru að glíma við það verkefni að
gera kjarasamninga við verðbólgu-
stig sem var um og yfir 40% á ári.
Þurfti þá á stundum að grípa til að-
ferða sem beitt var nú að semja „svo-
kallaða jöfnunarsamninga“ til að feta
grýtta götu til sátta.Árangurinn var
sjaldnast sá sem að var stefnt.
Verðbólgan á þessum árum var
okkar helsti ógnvaldur og þannig
komið að sjálfar undirstöður okkar
þjóðfélags voru að bresta. Sparifé
okkar var brunnið upp. Verðbólgan
var fjármögnuð með seðlaprentun og
erlendum lántökum Ríkissjóðs og
ríkisbankanna og verðbólgubálið
kynt.
Á þeim árum fengu íslensk fyr-
irtæki ekki lán í útlöndum án atbeina
ríkisins og voru því upp á það komin.
Þá svo sem nú skiptust á skin og
skúrir í okkar ytri kjörum. Það áraði
misjafnlega svo sem gerist. Innan-
lands áraði þó bara illa vegna þess að
við unnum ekki úr okkar verðbólgu-
vanda.
Við stunduðum sjálfsblekkingar,
ýttum vandamálunum á undan okkur
í von um betri tíð.
Þar kom að tími sjálfsblekkinga
rann sitt skeið. Þar áttu ýmsir hlut
að. Einn þó öðrum fremur, Einar
Oddur, sem seinna varð formaður
VSÍ og síðar þingmaður.
Á honum sem öðrum atvinnurek-
endum á landsbyggðinni brunnu eld-
arnir heitar en hér í þéttbýl-
inu.Verðbólgan og tilheyrandi
raungengissveiflur léku landsbyggð-
ina grátt þá sem reyndar einnig nú
þessi misserin.
Þessa sögu alla ætla ég ekki að
rifja upp heldur aðeins minna á meg-
inlærdóm okkar samningamanna
beggja vegna borðs frá þessum árum
sem var eftirfarandi:
Best var öllum að glíma við sam-
drátt og rýrnun viðskiptakjara við
stöðugleika lágrar verðbólgu en
óstöðugleika hárrar.
Gilti þar einu hvort um fólk eða
fyrirtæki var að ræða. Verðtryggðu
lánin hvíldu á öllum. Betra var fyrir
launafólk að vera án kauphækkana
og verðbólgu við slíkar aðstæður.
Stjórnendur fyr-
irtækja sáu einnig að
slíkt var betri kostur þó
það herti að fyrirtækj-
unum og neyddi þau til
aðgerða í stað þes að
snúa verðbólguhjólinu
með verðhækkunum.
Neytendur nutu síð-
an þess að samkeppn-
isþrýstingurinn var
miklu meiri við stöð-
ugleika en verðbólgu.
Um þessar mundir
eru liðin 20 ár frá því
þessar tilraunir til við-
spyrnu hófust en þeim
lauk svo sem flestir
muna með þjóðarsátt-
inni 1990.
Þeir kjarasamningar
sem undirritaðir voru
síðastliðinn sunnudag
sýnast mér vera mikið
frávik frá þessari
stefnu og ekki annað að
sjá en að samn-
ingamenn hafi ákveðið
að „leggja sig um stund
á verðbólguvaktinni“
og hleypa út væntingum um kaup-
hækkanir og kjarabætur með því að
sleppa taumhaldinu.
Þessir kjarasamningar valda
launahækkunum í upphafi í öllum
helstu framleiðslugreinum okkar á
bilinu 7–9 % og síðan áfram á næstu
tveim árum svo verulega um munar.
Þetta eru verðbólgusamningar og
munu hitta landsbyggðina verr en
höfuðborgarsvæðið.
Í dag eru engar forsendur til
launahækkana sem bæta kaupmátt.
Versnandi viðskiptakjör, stór-
hækkaðir vextir á alþjóðamörkuðum,
hátt olíuverð, almennar hækkanir
hrávöruverðs og matvæla vegna eft-
irspurnar frá þjóðum Asíu sem
sækja fram til bættra lífskjara á
kostnað okkar vesturlandabúa valda
því.
Kauphækkanir breyta engu hér.
Kjörnin batna ekki en verðbólgan
vex.
Nú er líklegt að uppsöfnuð verð-
bólga fyrstu tveggja mánaða ársins
nemi tæplega 2% . Mér þykir senni-
legt að áhrif þessara samninga auki í
og að verðbólga innan ársins 2008
komi til með að nema 7–10% . Tíminn
leiðir í ljós hvar á því bili.
Áhrifin verða skýr ef fram gengur,
enginn mun fá bættan hlut með var-
anlegri kaupmáttaraukningu.
Eitt mun þjóðin uppskera af jöfn-
uði og réttlæti í hlutfalli við skuldir
sínar. Víðtæka hækkun verð-
tryggðra lána og þyngri greiðslu-
byrði.
Þessir samningar leiða til verð-
bólgu í stað kjarabóta. Bestu örlög
þeirra væru að við höfnuðum þeim og
byrjuðum upp á nýtt.
Næstbest að láta vera að fram-
lengja þá um næstu áramót og hefja
að nýju þá vegferð sem hófst með
þjóðarsáttinni 1991 og hefur fært
okkur velsæld og velmegun.
Kjarabætur fást eingöngu við
stöðugleika . Verðbólga skerðir allra
hag. Um það vitnar reynsla okkar
ótvírætt síðustu áratugina.
Að loknum
kjarasamningum
Víglundur Þorsteinsson skrifar
um nýgerða kjarasamninga
»Þessir samn-
ingar leiða til
verðbólgu í stað
kjarabóta. Bestu
örlög þeirra
væru að við
höfnuðum þeim
og byrjuðum
upp á nýtt.
Víglundur Þorsteinsson
Höfundur er stjórnarformaður BM
Vallár ehf.
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
GÓÐIR Íslendingar! Nú hefi ég tal-
að til ykkar í yfir 850 blaðagreinum
frá árinu 1980. Greinar þessar hafa
allar fjallað um þjóðmál almennt og
sjávarútvegsmál sér í lagi. Allt sem
ég hefi rætt um hefir nú þegar
gengið eftir í réttri röð, og ætti það
að vera næg lexía fyrir landsfeður
vora. Nú hefir það m.a. fengist stað-
fest að fiskveiðikerfi það sem jafnan
er kennt við Halldór Ásgrímsson
var strax í upphafi kolólöglegt.
Því lýsir það engu öðru en vits-
munalegum vanþroska hjá ráða-
mönnum ef þeir reyna að lemja
brothættu höfði sínu við ræðustóla
erlendra lögspekinga. Kæru konur
og menn á Alþingi Íslendinga.
Hættið að eyða fé í það að býsnast
yfir og fordæma mannréttindabrot
sem allir vita að eru framin vítt og
breitt á jarðkúlu okkar sameig-
inlegri.
Munið að Ísland er líka á þessari
sameiginlegu kúlu. Notið því krafta
ykkar og vitsmuni í það að kippa
okkar brýnustu þjóðmálum í liðinn.
Hvað er nauðsynlegra en sjáv-
arútvegsmál fiskveiðiþjóðarinnar
miklu hér í Norðurhöfum? Allt ber
að sama brunni. Stjórnarskrá lýð-
veldisins Íslands hefir verið marg-
brotin á þegnum þessa lands.
Afleggið með einu pennastriki
stjórn fiskveiða dagsins í dag og
hafið í huga sem grunnflöt nýrrar
fiskveiðistefnu mínar einföldu og
þjóðhagslegu hugmyndir sem unnu
sigur á átaksfundi hjá Lands-
sambandi smábátaeigenda þann 13.
okt 1995. Lesið grein mína „Hvaða
fiskafurðir?“ í Mogganum föstudag-
inn 25. janúar á bls. 54. Þar minni
ég meðal annars á drög að þings-
ályktunartillögu sem við félagarnir,
undirritaður og Guðbjörn Jónsson
ráðgjafi, sömdum í einlægum til-
gangi til þess að láta gott af okkur
leiða fyrir þjóð vora. Ekki í einni
einustu minna 850 blaðagreina má
finna vott af eiginhagsmunabaráttu.
Þeir sem af hugsjón vinna án launa
með hag þjóðarinnar í huga eru þeir
sem takandi er mark á. Þessi þings-
ályktunartillaga liggur enn inni á
hverju einasta hólfi á Alþingi síðan í
haust, án þess að ég hafi heyrt
hennar getið í umræðunni. Það eru
beinlínis vinnusvik og tímaeyðsla í
vinnu fyrir alþjóð, sem því miður er
viðhaft of oft á löggjafarsamkund-
unni þótt margt gott gerist öðru
hvoru. Þessi tillaga gerir einfaldlega
út um það hvort Ísland á framtíð
fyrir sér sem fiskveiðiþjóð eður ei.
Og nú að upphafsspurningunni:
Hefir þjóðin efni á því að vera að-
eins hráefnisaflendur fyrir erlenda
fiskverkendur og erlenda fisk-
afurðasmásölu? Hefir þjóðin efni á
því að fórna ár eftir ár, meiri hags-
munum fyrir minni með því að taka
alltof mikið af fæðu frá heildarlífríki
hafsins og sér í lagi að svelta bolfisk
með rányrkju á uppsjávarfiski? Höf-
um við siðferðilegt leyfi til að
treysta á heilindi þeirra ein-
staklinga sem flytja út óunnið hrá-
efni í tugþúsundatonnavís? Hvaða
fisktegundir eru í þessum gámum?
Hvar er allt þetta fiskimagn vigtað?
Hefir almenningur á Íslandi rétt á
rannsókn á 25 ára misferli af völd-
um kvótakerfisins. þ.e. sölu og leigu
aflaheimilda? Svar: já.
Ríkisinnheimtumenn, hættið að
elta litla Jón. Snúið ykkur tafarlaust
að innheimtu milljarðanna sem stol-
ið hefur verið frá þjóð vorri og
liggja í erlendum bönkum víðs veg-
ar um heiminn.
GARÐAR H. BJÖRGVINSSON
bátasmiður og formaður
Framtíðar Íslands.
Hefir þjóðin
efni á þessu?
Frá Garðari H. Björgvinssyni
LENGI hefur verið rætt um að gera
Sundabraut og minnka þar með
álagið á Ártúnsbrekku, stytta leiðina
upp á Kjalarnes og þar með norður
um. Deilur hafa verið um leiðir og
eru þær misdýrar. Nú eru uppi hug-
myndir um 5 km löng undirgöng,
dýra aðgerð og fremur óskemmti-
lega aðkomu.
Hér er kynnt ódýr og framkvæm-
anleg hugmynd.
Hugmyndin er sú að Sundabraut
liggi úr Álfsnesi yfir í Geldinganes
með lágri brú með uppfyllingu
beggja vegna. Síðan komi vegur yfir
Geldinganesið og lág brú yfir Eiðs-
víkina og vegur með ströndinni út í
Gufunes. Úr Gufunesi séu göng út í
Viðey. Vegur verði með suðurströnd
Viðeyjar, að hluta til á uppfyllingu.
Það væri gert til þess að milda áhrif
vegarins á umhverfið. Lág brú lægi
yfir í Laugarnes frá Skúlahóli í Við-
ey. Sú brú yrði að hluta byggð á
skerjum sem eru í línu á leiðinni.
Dýpka þarf lítillega suðurhluta
sundsins milli Gufuness og Viðeyjar
vegna skipaumferðar um sundið inn
á Sundahöfn.
Hvað græðist á þessari leið? Jú,
byggingarland í Viðey, sem áður var
byggð, verður að veruleika, 161
hektari lands sem er sambærilegt
við Vatnsmýrina að verðmæti. Með
sölu á þessu landi undir byggingar
fæst nægt fé til að greiða fyrir
Sundabraut. Þarna er óhemjufallegt
borgarstæði og stutt að fara inn í
miðborgina.
Leiðin er mun ódýrari en aðrar
sem stungið hefur verið upp á og
leiðin upp á Kjalarnes og þar með
norður um verður greiðfærari.
Hægt væri að komast inn á Sunda-
brautina frá nokkrum stöðum á leið-
inni.
mbk
JOSEPH L. LEMACKS,
Dofraborgum 15, Reykjavík.
Sundabraut á eina krónu?
Frá Joseph L. Lemacks
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Barcelona
28. eða 31. mars
frá kr. 21.690
Allir elska vorið í Barcelona!
Heimsferðir bjóða einstök tilboð á allra síðustu sætunum til Barcelona í mars.
Í boði er frábært tilboð á þriggja nátta helgarferð 28. mars og á flugsætum 31.
mars. Barcelona er einstök perla sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við.
Borgin býður frábært mannlíf og óendanlega fjölbreytni í menningu, afþreyingu
og úrvali fjölbreyttra veitingastaða og verslana. Gríptu þetta frábæra tækifæri -
takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði!
Verð kr. 21.690
Netverð á mann, flugsæti báðar leiðir með sköttum,
31. mars-3 apríl.
Verð kr. 44.990
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Catalonia Aragon
*** í 3 nætur með morgunverði
Verð kr. 52.990
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Catalonia Plaza
**** í 3 nætur með morgunverði.
M
bl
9
73
83
4