Morgunblaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 13
Bakka hefur ekki verið tekin, en
ekkert er talið vanta upp á áhuga
álfyrirtækjanna á verkefnunum. Al-
coa, stjórnvöld og Norðurþing skrif-
uðu undir viljayfirlýsingu um bygg-
ingu álvers á Bakka á miðju ári
2006. Samkvæmt yfirlýsingunni átti
að vinna að undirbúningi í þremur
áföngum. Erna Indriðadóttir, fram-
kvæmdastjóri samfélags- og upp-
lýsingamála hjá Alcoa Fjarðaáli,
segir að eftir sé að ljúka þriðja
áfanganum, en í honum er m.a. lagt
mat á fjárhagslega hagkvæmni
verkefnisins. Hún segir að þessari
vinnu eigi að ljúka í sumar og þá
taki Alcoa ákvörðun um næstu
skref í samráði við stjórnvöld og
sveitarfélagið.
Samkvæmt viljayfirlýsingunni er
miðað við að byggja 250 þúsund
tonna álver á Bakka. Bernt Reitan,
aðstoðarforstjóri Alcoa, sagði hins
vegar þegar staðsetning álvers var
kynnt í mars 2006 að orkuöflun á
svæðinu réði mestu um hversu stórt
álverið yrði, en Alcoa hefði mestan
huga á að það yrði álíka stórt og ál-
ver Alcoa-Fjarðaáls á Reyðarfirði,
en framleiðslugeta þess verður 346
þúsund tonn.
Meiri óvissa við virkjun
jarðvarma en vatnsafls
Stærsti óvissuþátturinn varðandi
byggingu álvers í Helguvík og
Bakka er orkuöflunin. Bæði álverin
ætla sér að nota orku sem fengin er
með jarðvarma. Miklu meiri óvissa
er um virkjun jarðvarma en virkjun
vatnsafls, en tiltölulega einfalt er að
reikna út hversu mikil orka fæst út
úr því að virkja eina á miðað við til-
teknar forsendur. Það er hins vegar
erfiðara að áætla hversu mikil orka
fæst úr borholu sem eftir er að
bora.
Álveri Alcoa á Bakka við Húsavík
er ætlað að fá orku frá stækkaðri
Kröfluvirkjun, borholum í Bjarnar-
flagi og nýrri virkjun á Þeistareykj-
um. Erna segir ekki ljóst hversu
mikla orku Þeistareykjasvæðið gef-
ur. Rannsóknir standi yfir á svæð-
inu. Þá sé Alcoa þátttakandi í djúp-
borunarverkefni og niðurstaða þess
geti hugsanlega haft áhrif á upp-
byggingu fyrirtækisins við Húsavík.
Búið að semja um orku til
1. áfanga álvers í Helguvík
Það ríkir einnig nokkur óvissa um
orkuöflun til álvers í Helguvík. Ekki
hefur verið gengið frá samningum
um orku í 2. áfanga álversins.
Landsvirkjun hefur lýst því yfir að
fyrirtækið muni ekki selja orku til
nýrra álvera á Suðvesturlandi.
Orkuveita Reykjavíkur og Hita-
veita Suðurnesja hafa hins vegar
skuldbundið sig til að útvega orku
til álvers í Helguvík. OR ætlar að
útvega 100 MW í fyrsta áfanga og
HS 100-150 MW. Samningurinn
gerir ráð fyrir að byrjað verði að af-
henda orkuna í lok árs 2010.
Orkuveita Reykjavíkur hefur
einnig gefið vilyrði um að útvega 75
MW í annan áfanga álvers í Helgu-
vík. Hjörleifur Kvaran, forstjóri
OR, segir að orkuöflun fyrirtækis-
ins hafi byggst á þremur þáttum. Í
undirbúningi sé að stækka Hellis-
heiðarvirkjun um 90 MW, Hvera-
hlíðarvirkjun ætti að gefa 90 MW
og Bitruvirkjun 135 MW. Bæði
Hverahlíðar- og Bitruvirkjun eru í
umhverfismati. Allmargar athuga-
semdir hafa borist vegna Bitru-
virkjunar. Hjörleifur segist ekki sjá
fram að OR verði í vandræðum með
að standa við fyrirheit um orkusölu
til álvers í Helguvík, jafnvel þó að
ekkert verði úr Bitruvirkjun. Hann
bendir á að OR sé að skoða fleiri
virkjunarkosti. Í sumar verði boruð
rannsóknarhola við Gráhnjúka, en
það sé vænlegt svæði. Einnig hafi
komið til tals að stækka Nesjavalla-
virkjun.
OR gerði samning um sölu á 200
MW til stækkunar álvers Alcan í
Straumsvík. Nú er ljóst að ekkert
verður af þeim áformum og Hjör-
leifur segir að það rýmki svigrúm
OR til að selja orku til Helguvíkur.
Júlíus Jónsson, forstjóri Hita-
veitu Suðunesja, segir að fyrirhug-
að sé að bæta við einni vél við
Reykjanesvirkjun og gera breyting-
ar sem auki orkunýtingu. Einnig
séu gamlir orkusamningar að renna
út sem gefi HS möguleika á að selja
orkuna til Helguvíkur. Út úr þessu
eigi að koma a.m.k. 100 MW.
Júlíus segir stefnt að því að HS
útvegi 100 MW í annan áfanga ál-
vers í Helguvík. Unnið sé að und-
irbúningi orkuöflunar í samráði við
skipulagsyfirvöld.
Ágúst Hafberg segir að Norðurál
hafi undirritað orkusamninga við
HS og OR á fyrri hluta árs 2007 og
fyrirtækin séu bæði að vinna að
undirbúningi framkvæmda. Bæði sé
um að ræða stækkanir á núverandi
virkjunum og nýjar virkjanir. Norð-
urál hafi langa og góða reynslu af
því að vinna með báðum þessum
orkufyrirtækjum.
Skipulagsvinna vegna línu-
lagna tekur allt þetta ár
Eitt af því sem veldur óvissu
varðandi orkuöflun til álvers í
Helguvík er að ekki hefur náðst full
samstaða um lagningu háspennu-
lína á Reykjanesskaga. Landsnet
hefur unnið að málinu og lagði upp-
haflega fram þrjá valkosti. Guð-
mundur Ingi Ásmundsson, aðstoð-
arframkvæmdastjóri Landsnets,
sagði að eftir viðræður við sveit-
arfélög, umhverfissamtök, landeig-
endur og fleiri hefði Landsnet
fækkað kostunum og lagt til eina
leið sem talið væri líklegast að mest
sátt tækist um. Núna væri verið að
vinna að því að fá sveitarfélögin til
að taka málið til skipulagslegrar
meðferðar, en fyrsta skref í því væri
að koma línunum inn á aðalskipu-
lag. Sveitarfélögin væru að fara yfir
málin þessa dagana og koma með
athugasemdir.
Guðmundur sagði að þessi vinna
væri talsvert flókin og tímafrek.
Línurnar kæmu til með að liggja
um níu sveitarfélög. Öll sveitar-
félögin þyrftu að breyta aðalskipu-
lagi og vinna deiliskipulag fyrir
svæðið sem línurnar liggja um.
Ennfremur þyrftu háspennulínurn-
ar að fara í umhverfismat. Frum-
matsskýrsla verður hins vegar ekki
lögð fram fyrr en sveitarfélögin
hafa samþykkt að taka þetta til
skipulagslegrar meðferðar. Guð-
mundur sagði að Landsnet hefði
ekki viljað leggja fram frummats-
skýrslu í andstöðu við sveitarfélög-
in.
„Við reiknum með að undirbún-
ingsferillinn taki allt þetta ár áður
en við fáum framkvæmdaleyfi. Við
höfum lagt áherslu á að hafa víð-
tækt samráð við sveitarfélögin og
hagsmunaaðila eins snemma í ferl-
inum og hægt er. Það ætti að leiða
til minni deilna um verkefnið á síð-
ari stigum,“ sagði Guðmundur.
Guðmundur sagði að inn í um-
ræðu um línulögnina hefði blandast
umræða um jarðstrengi. Sveitar-
félögin vildu eðlilega gjarnan vera
laus við loftlínurnar. Guðmundur
sagði hins vegar þá lausn að setja
línurnar í jörðu algjörlega vonlausa.
„Ef við erum að tala um meginflutn-
ingsleiðirnar er kostnaðaraukinn
við að setja þessar línur í jörð svo
mikill að það mun væntanlega koll-
varpa verkefnunum.“
Guðmundur sagði að ef það sköp-
uðust miklar deilur um línurnar
gæti vinna við skipulag og umhverf-
ismat dregist fram á árið 2009.
Samningur Landsnets við Norðurál
miðaðist við að framkvæmdum við
línurnar lyki um svipað leyti og
byggingu álversins væri að ljúka.
Guðmundur sagði að í samningnum
væru fyrirvarar þar sem fram-
kvæmdin þyrfti að fara gegnum op-
inberan leyfisferil.
Guðmundur sagði að hugmyndir
um að láta fara fram heildarmat á
öllum framkvæmdum sem tengjast
álveri í Helguvík algerlega óraun-
hæfar. Landsnet væri að byggja lín-
ur fyrir marga aðila, netþjónabú og
almenning, auk Norðuráls. Auk
þess þyrfti að tvöfalda sambandið
út á Reykjanes algjörlega óháð því
hvort álver yrði byggt í Helguvík.
Íbúar og fyrirtæki á svæðinu
byggju við óviðunandi rekstrarör-
yggi í dag. Þetta væri sérstaklega
mikilvægt fyrir ný fyrirtæki sem
hyggjast setja upp starfsemi á Suð-
urnesjum, eins og t.d. netþjónabú.
Skipulagsvinna vegna raflína sem
tengist hugsanlegu álveri á Húsavík
er lengra komin en á Suðurnesjum.
Búið er að vinna drög að matsáætl-
un og frestur til að skila athuga-
semdum vegna umhverfismats á há-
spennulínum að Bakka rann út 8.
janúar sl. Mun minni ágreiningur
viðist vera um línulagnir við Húsa-
vík en línulagnir á Reykjanessaga.
Hefjast framkvæmdir
í mars?
Skipulagsvinnan og útgáfa á
framkvæmdaleyfis vegna álvers er
á verksviði sveitarfélaganna. Að
sögn Oddnýjar Guðbjargar Harðar-
dóttur, bæjarstjóra í Garði, er vinnu
við deiliskipulag á álverslóðinni lok-
ið. Búið er að kynna tillöguna og
kalla eftir athugasemdum. Skipu-
lagsstofnun hefur mælst til þess að
beðið verði með gildistöku deili-
skipulags þar til áhættumat á olíu-
tönkum og olíuleiðslum liggur fyrir.
Oddný sagði að Skipulagsstofnun
gerði ekki athugasemd við birtingu
auglýsingar á deiliskipulaginu.
Sveitarfélagið hefði hins vegar
ákveðið að birta ekki auglýsinguna
fyrr en þessi drög að áhættumati
lægju fyrir. Von væri á þeim í þess-
ari viku. Þegar búið er að birta aug-
lýsinguna með formlegum hætti
getur sveitarfélagið gefið út fram-
kvæmdaleyfi.
Þeir sem unnið hafa að undirbún-
ingi álvers í Helguvík vilja hefja
framkvæmdir sem fyrst. Árni Sig-
fússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ,
sagði í samtali við Morgunblaðið sl.
mánudag að það ætti að vera hægt
að taka fyrstu skóflustunguna í lok
mars. Búið er að bjóða út fram-
kvæmdir við fyrstu byggingar, jarð-
vegsframkvæmdir og helsta tækja-
búnað. Norðurál hefur áætlað að
fjárfestingar vegna Helguvíkur
verði um 15 milljarðar á þessu ári.
Inni í þeirri tölu eru kaup á dýrum
tækjabúnaði erlendis frá, en af-
greiðslufrestur á þeim er langur.
Samkvæmt áætlunum fyrirtækisins
verður meginþunginn í fram-
kvæmdum á árunum 2009 og 2010.
Álverið þarf starfsleyfi sem Um-
hverfisstofnun gefur út. Norðurál
skilaði inn drögum að starfsleyfi í
tengslum við mat á umhverfisáhrif-
um. Umsögn um fullgilt leyfi var
lögð inn til Umhverfisstofnunar í
nóvember sl. og bíða Norðuráls-
menn eftir svari.
stoppað Helguvíkurálver?
)*+ ,--.
% *%/
,%.*+ %
*+ 0
1
2 11
3+ -1
)
+
4+ *&
#"
+
&
+//
* 1. *+
5
1%
* 16
%
1%""
+
#"
&&
7
1/
%
1%.*".1%.
* 1
&1
&1
+
hún lögð fram 2009. Geir H. Haarde forsætis-
ráðherra var sérstaklega spurður út í þessi
mál þegar stefnuyfirlýsingin var kynnt og
sagði hann að ríkisstjórnin áformaði ekkert
stóriðjustopp og stjórnvöld myndu ekki beita
sér fyrir aðgerðum til að stöðva orkufyr-
irtækin í þeim verkefnum sem þau væru að
vinna að. Geir hefur ítrekað þessi sjónarmið
síðan, síðast í viðtali við Egil Helgason á RÚV.
Kæra og leyfisveitingar
á borði umhverfisráðherra
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanrík-
isráðherra hefur raunar tjáð sig með svip-
uðum hætti. Hún sagði t.d. í viðtali á Stöð 2
fyrir stuttu að það væri ekki á valdi rík-
isstjórnarinnar að hindra álver í Helguvík.
Fara yrði að þeim leikreglum sem gilda og
tryggja jafnræði. Ekki yrði gengið á svig við
gildandi lög. Hins vegar sagðist hún eiga eftir
að sjá hvort Norðuráli tækist að tryggja sér
næga orku fyrir 250 þúsund tonna álver. Í við-
tali við RÚV í vikunni ítrekaði hún að óvissa
ríkti um orkuöflun til álvers í Helguvík og
sagðist ekki sjá fram á að framkvæmdir
myndu hefjast á þessu ári.
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverf-
isráðherra hefur alla tíð haft miklar efasemdir
um að Íslendingar eigi að fjárfesta svona mik-
ið í áliðnaði og hún hefur verið í hópi þeirra
sem hafa viljað ganga lengra í því að tak-
marka orkuvinnslu á nýjum svæðum.
Sú rammaáætlun um náttúruvernd sem
unnið er að undir forystu Þórunnar mun ráða
úrslitum um hvaða svæði verða tekin undir
orkuvinnslu í framtíðinni. Stóra spurningin er
hins vegar hvað verður um áform um bygg-
ingu nýrra álvera í Helguvík og á Bakka og
hvort umhverfisráðherra getur lagt stein í
götu þeirra.
Þórunn þarf á næstu vikum að taka afstöðu
til kæru Landverndar um umhverfisáhrif
vegna álvers í Helguvík og niðurstaða þess
máls mun væntanlega einnig hafa áhrif á
Bakka.
Umhverfisráðuneytið þarf einnig að taka af-
stöðu til umsókna um losunarkvóta, en sam-
kvæmt lögum þurfa öll fyrirtæki sem losa
meira en 30 þúsund tonn af gróðurhúsa-
lofttegundum að sækja um losunarkvóta.
Ráðuneytið úthlutaði kvótanum til starfandi
fyrirtækja á síðasta ári en hafnaði umsóknum
frá fyrirtækjum sem ekki eru farin af stað
með framkvæmdir. Nýtt álver getur ekki haf-
ið starfsemi nema hafa fengið losunarkvóta.
Í þessu samhengi er rétt að benda á að
Skipulagsstofnun setti fram tilmæli í tveimur
liðum þegar stofnunin lauk umfjöllun sinni um
umhverfismat vegna álvers í Helguvík. Stofn-
unin mæltist til þess að ekki yrði gefið út
framkvæmdarleyfi fyrir álverið fyrr en end-
anleg niðurstaða væri komin varðandi orkuöfl-
un til álversins. Einnig mæltist Skipulags-
stofnun til þess að leyfið yrði ekki gefið út fyrr
en fyrirtækið væri komið með heimild fyrir
losunarkvóta.
Ágúst Hafberg hjá Norðuráli segir að
Norðurál muni sækja um losunarkvóta á
næstu vikum. Norðurál hafi sótt um losunar-
kvóta í fyrra, en þá hafi fyrirtækið fengið þau
svör að sækja um að nýju þegar verkefnið
væri lengra komið.
Fyrir síðustu kosningar var talsvert rætt
um að stjórnvöld þyrftu af efnahagslegum
ástæðum að geta haft stjórn á því hvað farið
væri út í miklar fjárfestingar í stóriðju. Mikil
þensla er búin að vera í efnahagslífinu, verð-
bólga of mikil og vextir háir. Bæði stjórn-
málamenn og hagfræðingar hafa sagt að við
þær aðstæður sé óskynsamlegt að auka á
þenslu með meiri fjárfestingum í stóriðju. Það
er hins vegar þannig að stjórnvöld hafa ekkert
vald á þeim ákvörðunum sem álfyrirtækin
taka um fjárfestingar, ekki frekar en á fjár-
festingum banka eða verslunarfyrirtækja.
Það er enn mikil þensla í landinu og hvorki
verðbólga né vextir hafa lækkað. Flestir eru
hins vegar sammála um að það sé að draga úr
þenslu og verulega sé að draga úr fjárfest-
ingum einstaklinga og fyrirtækja í húsnæði.
Árni Mathiesen fjármálaráðherra lét svo um-
mælt í samtali við RÚV fyrir skömmu að við
þessar aðstæður væri skynsamlegt að fara út í
fjárfestingar í áliðnaði. Ný erlend fjárfesting á
Íslandi sendi skilaboð um að hagkerfið á Ís-
landi sé í góðri stöðu.
stefnuna í stóriðjumálum
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 13
NORÐURÁL og Alcoa-Fjarðaál hafa unnið að undirbúningi álvera í Helgu-
vík og við Húsavík í 3-4 ár. Búið er að verja hundruðum milljóna í þessi
verkefni. Stjórnendur Norðuráls telja sig það langt komna í undirbúningi
að tímabært sé að hefja framkvæmdir á þessu ári. Umhverfismat vegna ál-
versins liggur fyrir og skipulagsvinnu á álverslóðinni er að ljúka. Mikil
vinna er hins vegar eftir áður en hægt er að hefja framkvæmdir við lagn-
ingu háspennulína. Vinna Alcoa við umhverfismat vegna álvers er hins
vegar komin skemmra á veg. Búið er að setja álverslóðina inn á aðal-
skipulagi og vinna við deiluskipulag er að hefjast. Skipulagsvinna vegna
raflína er komin lengra á Norðurlandi en á Reykjanesi, en hvorugt álfyr-
irtækið hefur klárað alla orkusamninga. Fyrirtækin sóttu um losunarkvóta
á síðasta ári, en fengu höfnun. Þeim var bent á að sækja um aftur síðar.
Undirbúningur langt kominn