Morgunblaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 40
… og gæludýr karlsins er fullvaxinn sebra- hestur sem hann hýsir í svefnherberginu … 47 » reykjavíkreykjavík TÓNLEIKAR sem Bubbi Morthens stóð fyrir í Aust- urbæ í gærkvöldi undir yf- irskriftinni Bræður & systur þóttu heppnast afar vel, en tilgangur þeirra var að vekja athygli á kynþátta- fordómum í samfélaginu. Fullt var út úr dyrum á tón- leikunum, enda aðgangur ókeypis, og gripu sumir til þess ráðs að sitja á göng- unum. Á meðal þeirra sem komu fram á tónleikunum auk Bubba voru KK, Nýdönsk, Mínus, Lay Low, Ragnheið- ur Gröndal, Hjálmar, Ragn- ar Bjarnason og Sprengju- höllin. Hvað mesta athygli vakti þó þegar Geir H. Haarde forsætisráðherra tók tvö lög, fyrst með South River Band en svo með Bubba sjálfum. Bræður & systur í Austurbæ Árvakur/Frikki Skipuleggjandinn Bubbi söng sjálfur eitt lag á tónleikunum.  Á meðan söng- leikurinn Jesus Christ Superstar gengur fyrir nán- ast fullu húsi hvert einasta kvöld er Björn Hlynur Haraldsson leikstjóri sýn- ingarinnar byrjaður að huga að næsta verki. Það mun vera leikritið Dubbeldusch sem Björn Hlynur skrifar sjálfur en verkið ku fjalla um einkason sem setur fjölskyldu- lífið á annan endann þegar hann mætir með nýja kærustu upp á arminn. Verkið verður sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar en er unnið í samvinnu við Vesturport sem nú frumsýnir Kommúnuna í Borg- arleikhúsinu en áætlað er að frum- sýna Dubbeldusch um miðjan mars. Aðalleikarar eru Ólafur Darri Ólafsson, Víkingur Kristjánsson, Harpa Arnardóttir og Elma Lísa Gunnarsdóttir. Börkur Jónsson hannar leikmynd en Frank Hall, gítarleikari Ske, semur tónlistina fyrir verkið og smíðar hljóðmynd- ina. Úr söngleik í fjölskyldusápu  Eins og sést og heyrist er keppn- in á milli Mercedes Club og Euro- bandsins að ná hámarki í Laug- ardagslögunum. Ásakanir og ákúrur fljúga á milli keppenda og hvor sakar hinn um óheilindi og svindl og svo gæti farið að uppúr syði næsta Laugardagskvöld þegar stálin stinn mætast í orðsins fyllstu merkingu. Þó má ekki gleyma, né vanmeta, lagi Hafdísar Huldar „Nú veit ég“ en lagið verður flutt af tveimur stærstu söngstjörnum landsins, þeim Magna og Birgittu. Þriðji kosturinn? Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is ANOREXÍA og ellimerki, húðflúr og óvelkominn hárvöxtur er meðal þess sem leikhúsfólk fram- tíðarinnar ætlar að fjalla um í Borgarleikhúsinu í kvöld á sýningunni Líkaminn. Þungamiðjan í dagskránni eru tvö verk sem þóttu standa uppúr í hugmyndasamkeppni Borg- arleikhússins meðal nema í grunn- og fram- haldsskólum. „Við auglýstun eftir hugmyndum að verkum og völdum tvær, aðra frá Austurbæj- arskóla og hina frá FB,“ segir Steinunn Knúts- dóttir listrænn ráðunautur í Borgarleikhúsinu sem skipulagði dagskrána. Þar verður að auki boðið upp á dansleikhús frá leiklistarnemum við Listaháskólann, leikatriði um ellina frá Götu- leikhúsi Hins Hússins og nemendur Hlíðaskóla flytja siguratriðið af Skrekk frá því í vetur. „Borgarleikhúsið er þarna að vekja áhuga ungs fólks á leikhúsinu, ekki bara sem áhorfenda, heldur til að þau sjái þetta sem miðil til þess að tjá sig og viðra sínar skoðanir,“ segir Steinunn. „Ekki nóg eins og við erum“ Nemendur úr leiklistardeild Listaháskólans voru fengnir til þess að vinna með verðlaunahöf- undunum við að gera hugmyndirnar að veru- leika. Vilborg Ólafsdóttir leikstýrir hópi sex stelpna úr tíunda bekk í Austurbæjarskóla. „Við ákváðum að taka þetta út frá okkur, ungum kon- um almennt. Hvað er verið að segja okkur í fjöl- miðlum og auglýsingum?“ spyr Vilborg. „ Það er þessi áhersla á að við séum ekki nóg eins og við erum, að breytinga sé þörf. Við spyrjum líka hvað veldur því að við látum undan og látum breyta okkur. Afhverju förum við í sársauka- fullar vaxmeðferðir og hver segir að maður þurfi að gera það?“ Vilborg sér mikið efni í stelpuhópnum sem hún vann með og segist viss um að þær eigi eftir að láta til sín taka á leiksviði í framtíðinni. „Þær eru allar mjög frambærilegar. Við unnum þetta mjög mikið saman og þetta eru mjög framtaks- samar stelpur, þær fá einhverja hugmynd og fara með hana upp á svið til að prófa.“ Sýningin hefst klukkan 20 og aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Húðflúr og hárvöxtur Hugmyndir ungs fólks um líkamann kannaðar í Borgarleikhúsinu Árvakur/Valdís Thor Úr verki Austurbæjarskóla „Við ákváðum að taka þetta út frá okkur, ungum konum almennt. Hvað er verið að segja okkur í fjölmiðlum og auglýsingum?“ ■ Í kvöld kl. 19.30 – Örfá sæti laus Sellósnillingur í toppformi Daniel Müller-Schott, ein skærasta stjarna sellóheimsins í dag, leikur einleik í byltingarkenndum konsert Haydns. Einnig eru á dagskrá forleikur Töfraflautunnar eftir Mozart og Sveitasinfónía Beethovens. Stjórnandi: Eyvind Aadland Einleikari: Daniel Müller-Schott Missið ekki af tónleikakynningu Vinafélags SÍ. Súpa og fyrirlestur á Hótel sögu kl. 18. fyrir tónleikana. Aðeins 1.200 kr. Allir velkomnir. ■ Fim. 28. febrúar kl. 19.30 Liszt og Bruckner Tveir stórmeistarar hvor á sínu sviði. Flutt verða píanókonsert eftir Liszt og sinfónía eftir Bruckner. ■ Fim. 6. mars kl. 19.30 Gamalt og nýtt Enginn vill missa af Sigrúnu Eðvaldsdóttur leika hinn magnaða fiðlukonsert Albans Berg. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.