Morgunblaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 47
Drauma eldhu´s
...á drauma verði
Innrettingar
Dalvegi 10-14 • 200 Kópavogur
Sími 577 1170 • Fax 533 1127 • www.innx.is
376.138,-
m/vsk.
Innifalið: Höldur, álsökklar, hillusam-
stæða 90 x 217cm, hillur og plata undir efri
skápum, hnífaparabakki, mjúklokun á
skúffum og skápum.
Ekki innifalið: Borðplötur, uppsetning,
blöndunartæki, vaskur, eldhúsborð,
rafmagnstæki, ljós og stólar.
Mia innrétting
I´talskt gaeðaeldhu´s
XEINN IX 08 01 007
Allar innréttingar hjá Inn X eru smíðaðar úr fyrsta flokks hráefni.
Lamir eru með mjúklokun í öllum uppsettum skápum
og skúffur og skúffuskápar með fullum útdrætti og mjúklokun.
Hafðu samband og fáðu okkur í heimsókn til þín gegn vægu gjaldi
og við hönnum með þér draumaeldhúsið þitt, eða komdu í heimsókn
í sýningarsal okkar að Dalvegi 10-14 og skoðaðu úrvalið.
Við tökum vel á móti þér – barnahornið er á sínum stað.
Opnunartími er 9-18 virka daga og 11-16 laugardaga.
HOFFMAN lék rösklega 100 ára
gamlan mann í Little Big Man
(’70), en þykir greinilega ekki nóg
gert, því titilpersónan í furðuverk-
inu Mr. Magorim’s Wonder Em-
porium, er 240 ára. Magorium rek-
ur Töfraland, harla óvenjulega
dótabúð því þar er á boðstólum
nánast allt sem barnshugurinn
girnist og gott betur.
Verslunin er í senn fjölleikahús
og markaðstorg leikfanga á mörk-
um draums og veruleika, dýrabúð
með bleikum fílum og drómedör-
um og gæludýr karlsins er fullvax-
inn sebrahestur sem hann hýsir í
svefnherberginu.
Verslunarstjórinn Molly (Port-
man), er feimin og inn í sér, falleg
stúlka með lágt sjálfsmat. Hr.
Magorium arfleiðir hana að sjopp-
unni þegar hann ákveður tímabært
að deyja (man einhver indjána-
höfðingjann í fyrrnefndri?).
Allar persónurnar og efniviður-
inn er með ólíkindum fáránleg en
ekkert ýkja forvitnileg né fyndin
utan örfáar brellur og Eric litli,
með hattasafnið sitt er notalega
jarðbundinn í endaleysunni. Port-
man er búin að vera efnileg frá því
hún var barnastjarna í Léon (‘94),
en oftast á skjön við normið. Hún
er góð leikkona með skrítinn hlut-
verkasmekk.
Hoffman er heillum horfinn,
smámæltur og kolgeggjaður án
þess að snerta hláturtaugar, full-
orðinna, a.m.k. Bateman (Juno), er
enn eitt, gallaða tannhjólið í þessu
ankannalega spilverki sem er
meira í ætt við tremma en töfra.
Fjölskyldumyndir þar sem börn
detta inn í töfraheima hafa tröll-
riðið bíóunum undanfarin ár og
eru teknar að þreytast, en það er
ekkert lát á framboðinu, a.m.k.
tvenn slík verk voru kynnt fyrir
sýningu.
Heillum horfinn „Allar persónurnar og efniviðurinn er með ólíkindum fá-
ránlegur en ekkert ýkja forvitnilegur né fyndinn utan örfáar brellur.“
Meira í ætt við tremma en töfra
KVIKMYND
Sambíóin
Leikstjóri: Zach Helm. Aðalleikarar:
Natalie Portman, Dustin Hoffman, Jason
Bateman, Zach Mills. 90 mín. Bandarík-
in 2007.
Töfrabúðin – Mr. Magorium’s Wonder
Emporium
bbnnn
Sæbjörn Valdimarsson
ÓSTAÐFESTAR heimildir eru fyr-
ir því að Jennifer Lopez hafi skráð
sig inn á fæðingardeild Long Is-
land’s North Shore-háskólasjúkra-
hússins í gær, en söng- og leik-
konan á von á tvíburum með manni
sínum Marc Anthony. Meðan stjarn-
an dvelur á sjúkrahúsinu verður
hún í einkasvítu sem starfsfólk spít-
alans hefur ekki mátt koma inn í
undanfarnar tvær vikur. Í svítunni
er að finna viðarparket, leðursófa
og tvo risavaxna plasmasjónvarps-
skjái. J-Lo þarf víst ekki að sætta
sig við hina venjulegu sjúkrahúss-
loppa heldur verður hún í sérhönn-
uðum kremuðum kjól og slopp í stíl.
Prímadonna Jennifer Lopez.
Lúxus á
sjúkrahúsi
FREGNIR herma að Jessica Simp-
son og Tony Romo, stjarna úr am-
eríska fótboltanum, muni ganga í
það heilaga bráðlega. Parið hefur
verið saman frá því að faðir söng-
konunnar kynnti þau í nóvember.
Kunningi Jessicu segir að hann hafi
aldrei séð hana hamingjusamari og
að hún sé áköf í að staðfesta ást
sína. Annar vinur hélt því fram að
hjónabandið væri markaðsbrella í
því skyni að kynna væntanlega
kántríplötu söngkonunnar. Hún
hefði ætíð lekið upplýsingum um
ástarlíf sitt þegar hana væri farið
að lengja eftir því að sjá andlitið á
sér prýða forsíður tímarita. Óstað-
festar heimildir eru fyrir því að
Jessica muni birtast í nýjum raun-
veruleikaþáttum bráðlega í því
skyni að kynna fyrrnefnda plötu.
Brella? Jessica Simpson.
Brúðkaup í
vændum?