Morgunblaðið - 21.02.2008, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ívar Jörgenssonfæddist á Ís-
landi 25. júlí 1989.
Hann lést í Dan-
mörku 4. febrúar
síðastliðinn.
Foreldrar hans
eru Hallfríður Arn-
arsdóttir, f. 7.12.
1960 og Jörgen
Erlingsson, f. 3.2.
1960. Bróðir Ívars
er Arnar Jörg-
ensson, f. 8.6. 1982,
sambýliskona Arn-
ars er Sidse Vedel,
f. 25.6. 1984 og eiga þau saman
soninn Oscar Arn-
arsson, f. 22.2.
2007. Ívar flutti til
Danmörku árið
1996 með fjöl-
skyldu sinni og hef-
ur búið þar síðan.
Hann lauk grunn-
skóla frá heimabæ
sínum Havndal og
hefur unnið við
smíðar síðan.
Ívar verður jarð-
sunginn frá Ud-
byneder-kirkju í
Danmörku í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Farðu í friði vinur minn kær,
faðirinn mun þig geyma,
um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni,
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Hvíldu í friði, elsku Ívar okkar,
takk fyrir allt.
Amma og afi Skipasundi.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
Við elskum þig,
Amma og afi, Lækjasmára.
Elsku hjartans frændi minn. Ó,
þvílík sorg er lögð á okkur, fjöl-
skyldu þína og vini, að vera búin að
missa þig frá okkur aðeins 18 ára.
Glaðværan fallegan og duglegan
dreng sem átti allt lífið framundan,
en svo breytist allt í einu tilveran.
Símhringing og „Göggu“ eins og þú
kallaðir mig alltaf frá því að þú varst
lítill drengur, elsku Ívar, tilkynnt að
þú værir dáinn. Nei, þetta gat ekki
hafa gerst, ekki Ívar okkar. Það
voru erfið spor að stíga upp í flugvél
til Danmerkur og horfast í augu við
þá staðreynd að þetta væri satt. En
að koma og vera með fjölskyldunni,
öllum vinum þínum og sitja í fallega
herberginu þínu og rifja upp allar
yndislegar stundir með þér í gegn-
um þau 18 ár sem þú varst með okk-
ur í þessari tilvist, kveikja á kertum
og finna fyrir nærveru þinni í húsinu
ykkar í Havndal hefur veitt mér
styrk. Mörg tár hafa dropið en ég
veit að Guð og englarnir eru búnir
að taka á móti þér í himnaríki. Mun
alltaf minnast þín sem lífsglaðs,
brosandi og góðs frænda. Elsku
systir mín, Jörgen, Arnar, Sidse og
Oscar litli, megi Guð gefa okkur
styrk í þessari miklu sorg. Minnig
Ívars lifir áfram í hjörtum okkar.
Elska þig og sakna þín.
Kristín frænka (Gagga).
Elsku litli frændi minn, ég trúi
því ekki enn að þú sért farinn frá
okkur svona ungur og í blóma lífs-
ins. Þú varst alltaf svo glaður og
skemmtilegur strákur sem áttir allt
lífið framundan. Það hafa mörg tár
fallið síðustu daga og erfitt er að
sætta sig við að þú sért búinn að
kveðja þennan heim. Það hefur
veitt mér huggun að vera hjá
mömmu þinni, pabba þínum og
Arnari bróður á þessum erfiða
tíma. Það hefur alltaf verið svo
gaman að koma til Danmerkur og
heimsækja ykkur öll, þessa litlu
fjölskyldu og það verður skrítið að
þú skulir ekki taka á móti mér næst
þegar ég kem að heimsækja ykkur.
Það var svo gaman að hafa þig
svona oft hjá okkur fyrir rúmi ári
síðan þegar þú, pabbi þinn og Arn-
ar voruð að vinna á Íslandi, þá hitt-
umst við oft og áttum góðar stundir
saman.
Megi englar Guðs ávallt vernda
þig elsku frændi og mun minning
þín ávallt lifa í hjarta mér.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði –
líf mannlegt endar skjótt.
(Hallgrímur Pétursson.)
Við sjáumst síðar.
Guðný Ósk frænka.
Ívar Jörgensson
Elsku Ívar frændi, leitt að
þurfa að kveðja þig svona
ungan. Var svo gaman að
spjalla við þig alltaf á netinu.
Við hlökkuðum svo til að hitt-
ast næsta sumar og fara að
keyra á nýja bílnum þínum.
Ég mun alltaf sakna þín og
elska þig endalaust og guð
geymi þig.
Þinn besti frændi,
Sigmundur.
HINSTA KVEÐJA
Icelandair er fyrirtæki í forystu á alþjóðamarkaði í ferðaþjónustu.
Við erum í öflugri sókn og sækjumst eftir einstaklingum til að taka
þátt í uppbyggingu okkar á komandi árum.
Icelandair er kraftmikið ferðaþjónustu-
fyrirtæki sem tekur þátt í harðri samkeppni
á alþjóðamarkaði.
Icelandair er framsækið fyrirtæki,
leiðandi í ferðaþjónustu á Íslandi, leiðandi
í markaðssetningu á Internetinu og í
fremstu röð í þróun upplýsingatækni.
Starfsmenn Icelandair eru lykillinn að
velgengni félagsins. Hjá Icelandair starfa
um 1400 manns af mörgum þjóðernum
í tíu löndum.
Icelandair leggur áherslu á að starfsmenn
félagsins séu þjónustusinnaðir og tilbúnir
að takast á við krefjandi og spennandi
verkefni í alþjóðlegu starfsumhverfi.
Icelandair leggur áherslu á þjálfun
starfsmanna og símenntun, hvetur
starfsmenn til heilsuræktar og styður
við félagsstarf starfsmanna.
Icelandair hlaut Starfsmennta-
verðlaunin 2007.
Icelandair er reyklaust fyrirtæki.
Við erum ein áhöfn með sameiginlegt,
skýrt markmið, berum virðingu fyrir
viðskiptavinum og samstarfsmönnum
og höfum gaman af því sem við gerum.
Umsóknir óskast fylltar út á heimasíðu
Icelandair: www.icelandair.is/umsokn
eigi síðar en 27. febrúar.
VILT ÞÚ MÓTA FRAMTÍÐINA MEÐ OKKUR?
ICELANDAIR leitar að öflugum liðsmönnum sem hafa
áhuga á skemmtilegum og spennandi störfum í áhafnadeild.
Um er að ræða framtíðar- og sumarafleysingastörf.
STARFSSVIÐ
• Tengiliður milli áhafna og flugdeildar
• Fylgjast með og uppfæra vinnuskrá áhafna
• Samskipti við áhafnahótel
• Halda utan um áætlunar- og leiguflugsskrá áhafna
og áhafnir á erlendri grundu
• Samskipti við viðskiptavini flugdeildar
HÆFNISKRÖFUR
Við leitum að kraftmiklum og áhugasömum einstaklingum með a.m.k.
stúdentspróf. Áhugi á flugi eða flugrekstri er æskilegur. Viðkomandi
þarf að hafa frumkvæði og mjög góða samskiptahæfileika, geta
starfað sjálfstætt og sem hluti af liðsheild. Góð tölvuþekking og mjög
góð enskukunnátta eru skilyrði en stór hluti af starfinu fer fram
á ensku.
Um er að ræða vaktavinnu þar sem unnið er á 12 tíma vöktum.
Ein af hverjum þremur vaktasyrpum er næturvakt.
Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli.
ÁHAFNADEILD
Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI
Raðauglýsingar 569 1100
Tilkynningar
FRÉTTIR
HAMAR er sam-
einað félag Dal-
búa og Vogabúa
sem stofnað var
í Grafarvogi
þann 22. febrúar
1988.
Í tilefni af 20
ára afmæli fé-
lagsins er skát-
um og velunn-
urum félagsins boðið til
afmælisveislu föstudaginn 22. febr-
úar í skátaheimili félagsins, Loga-
fold 106, kl. 18.30–20. Léttar veit-
ingar verða í boði.
Afmæli
skátafélagsins
Hamars
Í TILEFNI þess að í ár eiga kenn-
aramenntun á Íslandi og Kenn-
araskólinn (nú KHÍ) 100 ára af-
mæli stendur Félag um
menntarannsóknir (FUM) fyrir
ráðstefnu hinn 23. febrúar í Kenn-
araháskóla Íslands í Stakkahlíð.
Þetta er þriðja ráðstefna félagsins
og er hún mikilvægur vettvangur
fyrir faglega umræðu um rann-
sóknir á sviði uppeldis- og
menntamála.
Yfirskrift ráðstefnunnar er Nám
og lýðræði á 21. öldinni. Aðalfyr-
irlesari dr. Penelope L. Lisi, við
Central Connecticut State Uni-
versity, Department of Education-
al Leadership. Dr. Lisi hefur verið
Fullbright-skiptikennari við Há-
skóla Íslands, hún hefur unnið að
samstarfsverkum með dr. Sig-
urlínu Davíðsdóttur um sjálfsmat í
íslenskum skólum. Í erindi sínu
veltir hún upp hvort lýðræðisleg
vinnubrögð séu líkleg til að skila
árangri ef tilgangur skóla er nám.
Á ráðstefnunni flytja um 30 fyr-
irlesarar erindi. Frekari upplýs-
inga er hægt að afla á heimasíðu
FUM www.fum.is/Radstefna08/
ráðstefna_2008.htm, þar má einnig
skrá sig en ráðstefnan er öllum
opin.
Ráðstefna
á 100 ára
afmæli kenn-
aramenntunar
Fagnar
lækkun á
fyrirtækja-
skatti
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi frá Heimdalli:
„Þetta heillaspor undirstrikar
eitt af grundvallargildum Sjálf-
stæðisflokksins, að fjármunum sé
best borgið í höndum þeirra sem
afla þeirra, en ekki í hirslum hins
opinbera. Ákvörðunin gerir Ís-
land enn samkeppnishæfara á al-
þjóðavísu og álitlegan kost fyrir
erlend fyrirtæki. Félagið telur
einnig að til lengri tíma muni
skattalækkunin geta af sér tekju-
aukningu fyrir ríkissjóð og þjóð-
ina alla. Útlit er fyrir að tíma-
setning skattalækkananna sé
mjög góð, þegar litið er til efna-
hagsástands innanlands og á al-
þjóðavísu í náinni framtíð.
Einnig vill Heimdallur fagna
því að stimpilgjald verði afnumið
hjá þeim sem eru að kaupa sína
fyrstu fasteign. Félagið vill samt
sem áður hvetja til þess að gjald-
ið verði afnumið að fullu við
fyrsta tækifæri. Stimpilgjald er
ósanngjarn skattur sem leggst á
lántakendur og getur oft numið
háum fjárhæðum hjá fasteigna-
kaupendum. Þessi niðurfelling er
skref í rétta átt og mun vafalaust
koma almenningi í landinu til
góða.“