Morgunblaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 17 MENNING HIN frjálsa leikgleði sem birtist í málverkum og pappamassafígúrum Söru Vilbergsdóttur í Galleríi Fold minnir að mörgu leyti á litríka sköpunargleði barna um leið og ljóst er að þar er á ferðinni valið og stílfært myndmál. Viðfangsefnin í málverkum Söru hafa aðallega verið konur og börn og kettir í sambland við heimilisstemmur hverskonar þar sem koppar og kirnur hafa stundum leikið stórt hlutverk. Uppstillingarnar á mynd- unum eru oftast hlýjar, skondnar og skemmtilegar smásögur sem óhætt er að segja að eigi uppruna sinn í kvennaheimi. Næmi Söru á dýpt lita endurspeglast á köflum í næmi hvað varðar samskipti fígúr- anna á striganum. Fallegar myndir af þessum toga í listmunaverslunum eru eiginlega sér partur í myndlistarflórunni og ekki sjálfgefið að vel til takist. Hins vegar verður ekki hjá því horft að skiptagildi verkanna/vörunnar yf- irtaka notagildið. Þar á ég við að verslunarbragurinn og framsetn- ingin yfirgnæfir hið listræna inni- hald svo auðvelt er að ætla að hér sé á ferðinni hreinn og beinn list- varningur. Pappamassaverkin draga úr þessari tilfinningu enda efniviður- inn ekki hátíðlegur, hefðbundinn né markaðsvænn í eðli sínu. Í þessum þrívíðu málverkum nær Sara að laða fram og undirstrika sér- kennilegt tilvistarlegt ástand fígúr- anna, undarlegt og íhugult sam- band þeirra við umhverfið og hvort annað. Ljósmyndaverkin eru skemmti- leg og persónuleg skráning á raun- verulegum leik barna með list- munina eins og þeir væru eins og hvert annað dót. Þessi nálgun styrkir verkin um leið og hún gerir þau allt að því kómísk í því sam- hengi sem þau eru í galleríinu. Konur, krakkar og kettir Árvakur/Golli Smásögur „Í þessum þrívíðu málverkum nær Sara að laða fram og undir- strika sérkennilegt tilvistarlegt ástand fígúranna.“ MYNDLIST Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14 Sýningin stendur til 24. febrúar. Opið á verslunartíma Smásögur – Akrílmálverk, pappamassa- skúlptúrar, ljósmyndaverk bbbnn Þóra Þórisdóttir GALLERÍ Anima hefur ekki lagt upp laupana heldur birtist í nýrri mynd í geðþekku rými á horni Freyjugötu og Njarðargötu, sýn- ingarrýmið er ekki stórt en býr yfir ákveðnum sjarma. Þar verða sýndir ungir myndlistarmenn fram á vor og Elín Anna Þórisdóttir ríður á vaðið. Litrík augnablik hversdagsins hafa orðið mörgum myndlist- armanninum að yrkisefni í gegn- um aldirnar og ekki síst á síðast- liðnum árum. Uppstillingar gærdagsins hafa sprungið út í rýmið og í stað þess að vinna með tvívíðan myndflötinn fara málarar nú hamförum í rýminu öllu og líta á það sem sinn striga. Í hinu þrí- víða rými er unnið með form og liti og oft eru það sterkir og skær- ir litir sem ráða ferðinni, litir á fundnum hlutum og iðnaðarefnum eins og í verkum Jessicu Stockhol- der sem haft hefur mikil áhrif á unga myndlistarmenn, eða þá að málarar mála sjálfir á fundna hluti, veggi og gólf. Elín Anna notar skæra liti í inn- setningu sinni sem samanstendur af smærri og stærri verkum og skapar eina heild í galleríinu. Þess utan geta smærri verk staðið ein og sér, bæði sjónrænt og hug- myndafræðilega sem sköpun með rætur í samspili málverks og dag- legs lífs. Listakonan málar ma. á fundnar tréplötur, svampa sem eiga uppruna sinn á stólsetum, gamla brauðspaða og bretti. Þetta gæðir verk hennar vissri nostalgíu og tilfinningu fyrir hinu liðna. Slík tilfinning er líka yfir skuggamynd- um hennar ef svo má nefna þær, þar sem td. eru útlínur manns málaðar eins og eftir skugga hans, eins og minning um liðna stund. Sýningin er til vitnis um listakonu í mótun sem sækir styrk sinn í hið smáa og hversdagslega en undir niðri er ef til vill vísir að meiri og dramatískari átökum, bæði efn- islega og að inntaki. Litir daganna MYNDLIST Anima Gallerí, Freyjugötu 27 Til 23. febrúar. Opið fim.fös. og lau. frá kl. 13–17. Einhleypur grænn, Elín Anna Þórisdóttir bbnnn Litrík augnablik „Sýningin er til vitnis um listakonu í mótun sem sækir styrk sinn í hið smáa og hversdagslega …“ Ragna Sigurðardóttir Á EFRI hæð Startart listamanna- húss sýnir bandaríska listakonan Christine Gartner ljósmyndir sem hún hefur tekið í Loðmundarfirði þar sem hún hefur dvalið sumrin löng með eiginmanni sínum, Bernd Koberling. Myndir Gartner sýna mosagróður í nærmynd og ýmsa óvænta náttúrunnar gesti sem hreiðra um sig í mjúkum mosanum, s.s. sveppi, krækiber og smáblóm. Þetta eru 6 sæmilega stórar ljós- myndir sem hanga tvær og tvær saman í rýminu. Helst er það áferðin sem birtist á þessum smágerðu fyr- irmyndum sem vekur einhverjar fagurfræðilegar kenndir. Þær eru þó ekki ýkja rífandi og fyrir mitt leyti eru ljósmyndirnar einfaldlega of fáar til þess að þetta fábrotið myndefni nái að hrífa mann í einni sýningu. Áferð Ýmislegt gægist upp úr mosanum. Náttúrunnar gestir MYNDLIST Startart listamannahús Opið þriðjudaga til laugardaga frá 13 – 17. Sýningu lýkur 5. mars. Aðgangur ókeypis. Christina Gartner bbnnn Jón B. K. Ransu 5 4 3 2 SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Hljómsveitarstjóri ::: Eivind Aadland Einleikari ::: Daniel Müller-Schott Hljómsveitarstjóri ::: Arvo Volmer Einleikari ::: Ewa Kupiec Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einleikari ::: Sigrún Eðvaldsdóttir Hljómsveitarstjóri ::: Johannes Fritzsch Einsöngvarar ::: Dorothee Jansen Terje Stensvold Kór ::: Söngsveitin Fílharmónía Kórstjóri ::: Magnús Ragnarsson Wolfgang Amadeus Mozart ::: Töfraflautan, forleikur Joseph Haydn ::: Sellókonsert í D-dúr Ludwig van Beethoven ::: Sinfónía nr. 6 Franz Liszt ::: Píanókonsert nr. 2 Anton Bruckner ::: Sinfónía nr. 3 J.S. Bach ::: Ricercare úr Tónafórninni Alban Berg ::: Fiðlukonsert Brahms/Schönberg ::: Píanókvartett í g-moll Bohuslav Martinu ::: Minnisvarði um Lidice Johannes Brahms ::: Þýsk sálumessa Olivier Messiaen ::: Kvartett fyrir endalok tímans Daniel Müller-Schott er ein skærasta selló- stjarna heimsins í dag og leikur sellókonsert eftir Haydn á þessum tónleikum þar sem klassísk heiðríkja er allsráðandi. Spennandi tónleikar framundan Tveir jöfrar af ólíku tagi. Ævintýralegar flugelda- sýningar Liszts mynda kröftugt mótvægi við mikilfenglega tónlist Bruckners. Magnþrunginn fiðlu- konsert Bergs. Þýsk sálumessa Brahms er eitt mikilfenglegasta kórverk tónbókmenntanna. Olivier Messiaen samdi þennan óð til eilífðar- innar í stríðsfangabúðum nasista sem hefur síðan fest sig í sessi sem eitt ástsælasta tónverk 20. aldarinnar. rauð tónleikaröð í háskólabíói gul tónleikaröð í háskólabíói rauð tónleikaröð í háskólabíói páskatónleikar í háskólabíói kammertónleikar í þjóðmenningarhúsinu Í KVÖLD, FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 19.30 UPPSELT FIMMTUDAGINN 28. FEBRÚAR KL. 19.30 FIMMTUDAGINN 6. MARS KL. 19.30 ÖRFÁ SÆTI LAUS FIMMTUDAGINN 13. MARS KL. 19.30 LAUGARDAGINN 15. MARS KL. 17.00 fl group er aðalstyrktaraðili sinfóníuhljómsveitar íslands sellósnillingur í toppformi liszt og bruckner gamalt og nýtt páskatónleikar eilífðartónleikar stríðsfangans 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.