Morgunblaðið - 21.02.2008, Síða 14

Morgunblaðið - 21.02.2008, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is BARACK Obama sigraði Hillary Clinton með miklum mun í Wiscons- in og Hawaii í fyrradag og hefur nú sigrað hana tíu sinnum í röð í for- kosningum demókrata. Obama fékk 58% atkvæðanna og Clinton 41% í Wisconsin. Á Hawaii, þar sem Obama fæddist fyrir 46 ár- um, fékk hann 76% atkvæðanna en Clinton 24%. Obama hefur þar með fengið alls 1.319 kjörmenn og Clinton 1.245, að meðtöldum svonefndum ofur- kjörmönnum sem fá sjálfkrafa at- kvæðisrétt á flokksþingi demókrata í ágúst, samkvæmt talningu frétta- stofunnar AP. Ljóst er því að Clinton verður að sigra Obama í forkosningum í Ohio og Texas þriðjudaginn 4. mars þegar barist verður um alls 389 kjörmenn. Clinton vonast einnig eftir sigri í Pennsylvaníu 22. apríl þegar 188 kjörmenn verða í boði. Kannanir fyrir utan kjörstaði benda til þess að Obama haldi áfram að auka fylgi sitt í kjósendahópum sem hneigðust til að styðja Clinton í upphafi kosningabaráttunnar. Obama fékk t.a.m. nær jafnmikið fylgi og Clinton meðal hvítra kvenna í Wisconsin. Hann fékk einnig mikið fylgi meðal verkafólks og það bendir til þess að honum vegni vel í Ohio og Pennsylvaníu þar sem þessi kjós- endahópur er stór. John McCain sigraði Mike Hucka- bee í forkosningum repúblikana og er nú kominn með 942 kjörmenn, samkvæmt talningu AP. Hann þarf að fá alls 1.191 kjörmann til að verða forsetaefni repúblikana. Skoðanakannanir benda til þess að McCain hafi unnið marga íhalds- sama repúblikana á sitt band. Hann beinir nú einkum spjótum sínum að frambjóðendum demókrata, að- allega Obama. „Ég ætla að berjast hverja stund hvern einasta dag í kosningabaráttunni til að tryggja að Bandaríkjamenn láti ekki blekkjast af málskrúðugu en innantómu ákalli um breytingu,“ sagði McCain. Tíundi sigur Obama í röð Fékk svipað fylgi og Clinton meðal hvítra kvenna Reuters Herinn heim Barack Obama flytur ræðu í Houston. Hann hét því að kalla bandaríska herliðið í Írak heim á næsta ári verði hann kjörinn forseti. HÁTÍÐ luktanna var haldin í Kína og víðar í Austur- Asíu í gær. Hún fer fram á 15. degi fyrsta mánaðar í kínverska tunglárinu. Er hátíðin stundum kölluð „litla nýárið“ vegna þess, að með henni lýkur hátíðahöldum vegna hins eiginlega nýárs að kínverskum sið. Hér má sjá „sendiherra himnaguðsins“ í skrúðgöngu í Taípei á Taívan en í henni tók líka þátt mikill fjöldi barna með litskrúðugar luktir. AP Hátíð luktanna í Austur-Asíu Íslamabad. AFP. | Pervez Musharr- af, forseti Pakistans, kvaðst í gær ekki ætla að verða við kröfu stjórnarandstöðunnar um að hann segði af sér eftir mikinn ósigur bandamanna hans í þingkosningum á mánudag. Musharraf sagði að úrslit kosn- inganna efldu „hófsömu öflin í landinu“ og lagði áherslu á „þörf- ina á samstilltri samsteypustjórn í þágu friðsamlegrar stjórnsýslu, uppbyggingar og framfara“. Nawaz Sharif, sem Musharraf steypti af stóli forsætisráðherra í valdaráni 1999, og Asif Ali Zardari, ekkill Benazir Bhutto, sögðust báðir vilja vinna með stjórnarand- stöðunni eftir kosningarnar. Sharif hvatti Musharraf til að segja af sér og flokkur Bhuttos tók undir þá kröfu. Zardari kvaðst ekki vilja samstarf við bandamenn forsetans. Musharraf neitar að segja af sér Flokkar Sharifs og Bhuttos lofa samstarfi SERGE Sark- isian, forsætis- ráðherra Arm- eníu, sigraði með yfirburðum í forsetakosn- ingum í landinu samkvæmt kjör- tölum sem birt- ar voru í gær þegar talningu var lokið. Keppinautur hans, Ter-Petrosian, fyrsti forseti landsins eftir fall Sovétríkjanna, hefur sakað stjórnvöld um kosningasvik og um 15.000 manns mótmæltu í miðborg Jerevan. Kosningaeft- irlitsmenn ÖSE lýstu því yfir að kosningarnar hefðu „í meg- inatriðum“ samræmst alþjóð- legum reglum. Ýmislegt mætti þó bæta. Forseti kjör- inn í Armeníu Serge Sarkisian KÍNVERSK stjórnvöld hafa bannað sýningar á erlendum teiknimynd- um í sjónvarpi. Ástæðan er að hluta efnahagslegs eðlis því mikil upp- sveifla er í kínverska teiknimynda- iðnaðinum. Á síðasta ári voru fram- leiddar um 102.000 mínútur af teiknimyndum í Kína, sem var 23% aukning frá árinu áður. Bannið tekur gildi 1. maí og verður þá bannað að senda út er- lendar teiknimyndir fram til klukk- an níu á kvöldin, en þá ættu flest kínversk börn að vera farin í hátt- inn. Mikki mús ekki leyfður ÞAÐ er ekki tekið út með sitjandi sældinni að vera reykingamann- eskja eins og kona nokkur í bænum Bielefeld hefur fengið að reyna. Konunni varð það á að kveikja sér í sígarettu í sinni eigin íbúð en kærastinn hennar, mikill reykinga- andstæðingur, brást þá reiður við og skipaði henni að slökkva í á stundinni. Þegar hún gerði það ekki, greip hann slökkvitæki og tæmdi það á sígarettuna, kær- ustuna og alla íbúðina. Sagt er, að engu líkara hafi verið en sprengja hefði sprungið í íbúðinni sem var full af froðu. Manninum tókst sem sagt að slökkva í sígarettunni og ekki þarf að spyrja hvað varð um ástareldinn á milli skötuhjúanna. Fyrr má rota en dauðrota ÞRJÚ Afríkulönd – Rúanda, Kongó og Úganda – hafa tekið höndum saman í fyrsta skipti til að reyna að bjarga fjallagórillum sem eru í út- rýmingarhættu. Aðeins eru um 700 fjallagórillur eftir í heiminum og þær lifa á svæði þar sem löndin þrjú mætast. Górillunum hefur fækkað mjög á síðustu árum vegna ólög- legra veiða, ebóla-veirunnar og skógareyðingar. Vilja bjarga fjallagórillum VEÐURFRÆÐINGAR í Svíþjóð vita ekki hvaða árstíð er í sunn- anverðu landinu vegna óvenju milds veðurs. Samkvæmt skil- greiningum veðurstofunnar geng- ur veturinn í garð þegar frost hef- ur mælst í fimm daga í röð, en það hefur ekki gerst enn á svæð- inu. Vorið er ekki heldur komið vegna þess að það hefst þegar hit- inn hefur verið yfir frostmarki í sjö daga í röð og það hefur ekki gerst enn. Telst hvorki vetur né vor ALLMIKIL umræða á sér stað um þessar mundir á Norðurlöndum um málefni lögreglunnar, um skipulag lögregluumdæma, aðbúnað og fjölda lögreglumanna miðað við íbúatölu. Hvað það síðastnefnda varðar er staðan best í Svíþjóð og þar stendur til að gera enn betur. Í Svíþjóð eru nú starfandi 17.866 lögreglumenn og miðað við íbúatöl- una, sem er 9,1 milljón, eru það 509 íbúar á hvern lögreglumann. Sam- þykkti sænska þingið nýlega að fjölga í lögregluliðinu upp í 20.000 manns og verða þá 460 íbúar á hvern lögreglu- mann. Í Danmörku eru 516 íbúar á hvern lögreglumann en í Noregi þar sem lögregluliðið er skipað 8.185 lögreglu- mönnum eru 562 íbúar á lögreglu- mann. Þar hefur lögregluumdæmum verið fækkað og verið að ræða hver fjöldi lögreglumanna skuli vera á næstu árum. Á það að liggja fyrir í júní. Í Finnlandi eru lögreglumenn 7.600 eða 694 íbúar á hvern og einn. Þar er hins vegar verið að fækka í lög- regluliðinu um 460 manns vegna sparnaðaraðgerða hins opinbera. Það stefnir því í, að í Finnlandi verði 739 íbúar á lögreglumann. Á næsta ári er síðan fyrirhugað að fækka finnsku lögregluumdæmunum úr 90 í 24. Til samanburðar má nefna, að lög- reglumenn á Íslandi eru nú 707 og miðað við íbúatölu um síðustu áramót, 313.376, eru 443 íbúar á hvern lög- reglumann eða allnokkru færri en á öðrum Norðurlöndum. Við setningu Lögreglan stendur heiðursvörð við setningu Alþingis. Málefni lögreglu í sviðsljósinu ÁSAKANIR vegna skattsvika sem eru talin nema um 400 milljörðum ís- lenskra króna, hafa skyggt á sam- band Þýskalands og Liechtenstein undanfarna daga. Yfirvöld í Liechtenstein hafa sak- að þýsk stjórnvöld um að hafa á ólög- legan hátt komist yfir ítarleg gögn, þar sem nöfn og samskipti rúmlega 700 Þjóðverja við LGT-bankann í Liechtenstein er að finna. Það að veita viðskiptaupplýsingar sem slík- ar sé lögbrot í Liechtenstein og furstadæmið muni ekki sætta sig við aðferðirnar. Talsmaður LGT-bank- ans segir að gögnunum sem þýska leyniþjónustan (BND) keypti fyrir um 400 milljónir íslenskra króna hafi líklega verið stolið frá bankanum af fyrrverandi starfsmanni hans. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, átti fund með Otmar Hasler forsætisráðherra Liechtenstein í gær, þar sem málið var til umræðu. Á vef Der Spiegel segir að Merkel hafi þrýst á Hasler að herða tökin, ýmislegt í starfi bankanna ýtti bein- línis undir slík svik. Hasler hefur þegar gert kunnugt að til standi að breyta þeirri skattalöggjöf sem varð til þess að umrædd svik voru mögu- leg, það hafi þó verið ákveðið án til- lits til svika Þjóðverjanna. Þýska fjármálaráðuneytið hafnar ásökunum yfirvalda í Liechtenstein og segir rangt að ráðist hafi verið gegn furstadæminu. Málið snúi að þýskum glæpamönnum, en skatt- svikararnir eru flestir þýskt há- tekjufólk. Þjóðverjar sviku milljarða undan skatti Liechtenstein verst ásökunum Í HNOTSKURN »Forsætisráðherra Liechten-stein segir bankana ganga út frá því að viðskiptavinir virði skattareglur heimalanda sinna. »Kanslari Þýskalands hefurþrýst á að Liechtenstein end- urskoði reglur banka sinna, margt í þeim ýti undir skattsvik.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.