Morgunblaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 29 ✝ Ásta Eiríks-dóttir fæddist í Bakkagerði í Borg- arfirði eystra 28. janúar 1912. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 9. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Eiríkur Sigfússon póstafgreiðslu- maður, f. 17. ágúst 1863, d. 3. sept- ember 1951 og kona hans Marin Sigurðardóttir, f. 30. júní 1870, d. 31. desember 1925. Þau bjuggu í Bakkagerði og þar fæddust öll börnin. Systkini Ástu voru: Jóhanna, f. 9. ágúst 1895, d. 8. mars 1963, Sigfríð, f. 30. júní 1897, d. 18. febrúar 1898, Þorlák- ur, f. 29. október 1898, d. 18. apríl 1993, Ásgeir f. 22.september 1900, d. 21. apríl 1931, Karl Þor- steins, f. 18. ágúst 1901, d. 21. jan- úar 1987, Sigurður, f. 9. júlí 1904, d. 25. október 1970, Sólveig, f. 3. mars 1906, d. 23. október 1998, og Kristján, f. 19. sept- ember 1909, d. 9. apríl 1928. Árið 1930 fór Ásta til Kaup- mannahafnar, var þar fyrst í skjóli elstu systur sinnar Jóhönnu, lærði þar fatasaum og vann lengi á saumastofu Magasin du Nord. Í Höfn kynntist Ásta Svavari Guðnasyni sem fór þangað til listnáms árið 1935 og gengu þau í hjónaband 4. febrúar 1939. Stríðs- árin bjuggu þau í Kaupmanna- höfn, komu heim til Íslands með málverkasýningu Svavars 1945 en fluttu svo alkomin heim 1951. Sonur Svavars er Svavar Guðni, f. 21. janúar 1934 og eru börn hans Svavar Valur, Sigríður og Ásta Kristín. Ásta vann alla tíð utan heimilis. Útför Ástu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku amma mín. Því miður voru samverustundir okkar allt of fáar þrátt fyrir þinn háa aldur. En ég á mjög margar minningar um þig og þær eru allar fallegar. Mér þótti svo vænt um að sjá hvað þú fórst vel með hlutina sem ég gaf þér sem barn, hluti sem ég hafði búið til í handa- vinnu eða smíði. Það lýsti sér til dæmis þannig að þegar ég gaf þér dúk sem ég hafði þrykkt á, þá fald- aðir þú hann, settir á hann blúndu og hengdir upp; ég gaf þér vasa sem ég hafði unnið úr keramik, hann fékk sinn sess uppi á kommóðu eða úti í glugga hjá hinum listaverkunum eft- ir alvöru-listamennina. Þetta fyllti mig stolti. Þú varst lagin í að láta manni líða þannig. Ég á nú saumavél en ég á nú erfitt með að trúa að ég nái nokkrum tök- um á henni sem komast í hálfkvisti við þín tök. Þú varst listamaður á því sviði og það í fremstu röð. Ég man eftir skírnarkjólunum sem þú saum- aðir á okkur Siggu. Við vorum öll skírð í einu systkinin þegar Svabbi ákvað að fermast, og þá vorum við Sigga eins klæddar. Mér fannst ég svo fín. En þetta var nú í eitt af fáu skiptum sem ég fékkst til að vera í kjól, því miður. Ég varð ekki einu sinni við ósk þinni um að fermast í kjól. Það gat ég því miður ekki hugs- að mér. En var með hálfgert sam- viskubit þegar ég fermdist að vera í buxum en ekki kjól. Nú horfi ég á gullkjólinn þinn sem er í skápnum mínum sem við Sigga komum til með að passa vel. Og skil ekkert í því af- hverju ég vildi aldrei klæðast kjól- um. En svona voru þínar hugmyndir, drengir áttu að vera í buxum og stúlkur í pilsum, kjólum og fínum kápum. Þú varst ekkert hrifin af að sjá stelpur í gallabuxum. Það er ekki „lekkert“. Þú hefur verið ein mín helsta fyr- irmynd í gegn um lífið, svo heilbrigð í hugsun og líferni. Ég held að það hafi verið grunnurinn að heilsu þinni og hreysti í gegn um tíðina. Hjólandi fram eftir öllum aldri og það eru nú bara 5 ár síðan ég fór með þér út í fiskbúð og þaðan labbaði ég heim en þú fórst í strætó og skelltir þér að- eins í bæinn 91 árs gömul. Ég man líka eftir því þegar þú og afi kennduð mér að leggja kapal. Þú kenndir mér allar reglurnar og svo þegar ég var í vandræðum þá kom afi og „kenndi mér að svindla“ og sagði í leiðinni „Maður á alltaf að láta hlutina ganga upp.“ Þetta hefur verið mitt leiðar- ljós í gegn um mitt líf. Þetta kenndi mér seinna að það eru alltaf ein- hverjar leiðir færar. Alltaf þegar maður kom til þín þá áttirðu alltaf einhver sætindi eða smákökur og kex í stauk í eldhúsinu og skipti þá engu hvort maður kom óvænt eða gerði boð á undan sér. Það var svo gaman að tala við þig og heyra þig segja frá og þú varst svo dugleg að spyrja. Minntir mann reglulega á að hirða tennurnar al- mennilega og spurðir út í vini mína og hvernig ég hefði það í skólanum. Elsku amma mín, takk fyrir þess- ar stundir sem við áttum saman, ég geymi þær í hjarta mínu. Þín ömmustelpa og nafna Ásta Kristín Svavarsdóttir. Það er oft verið að vitna í ein- hverja klára Frakka sem segja Cherchez la femme þegar talað er um mikilmenni af karlkyni, ekki sízt listsnillinga: já en hver er konan á bak við manninn sem gerði honum mögulegt að vera svona stór? Það var hún Ásta. Núorðið ættu allir skynbærir Ís- lendingar að gera sér grein fyrir hvern snilling við áttum í Svavari Guðnasyni. En kannski er ekki seinna vænna að átta sig á því hver þessi kona var í lífi Svavars sem við þjóðin mættum þakka fyrir þá heill sem hún færði Svavari og hvernig hún gaf honum frelsi til að skapa handa okkur öllum og varði hann fyrir ónæði nema því sem hann leit- aði uppi sjálfur. Þau kynntust þegar mest reið á og Svavar hafði brotizt í víkingu til Hafnar altekinn af sköpunarþrá, svalt jafnvel heilu hungri á þessu ókennda valdi svo gekk nær heilsu þessa rammbyggða listamanns og lá við að beykiströndin yrði honum ná- strönd. Og þegar hæst stendur í hrikalegum átökum kemur konan óskadís inn í líf hans. Ásta var fædd á Borgarfirði eystra, móðir hennar Maren var úr Mývatnssveit af hinu stórmerka Gautlandakyni en faðirinn Eiríkur fæddur á Skriðuklaustri og starfaði sem póstafgreiðslumaður á Borgar- firði. Níu voru þau systkin og kom- ust átta á legg. Tólf ára missir hún móður sína frá þessum stóra hópi. Sextán ára fer hún til Reykjavíkur og fær þar vinnu við kjólasaum með högum höndum svo athygli vakti. Átján ára er hún komin til Kaup- mannahafnar, árið 1930 í vinnu hjá Magazin du Nord sem þá var stór- veldi í eigu Dana. Þar komst hún til metorða þó hún hefði aldrei orð á því sjálf. Svavar kom svo til Danmerkur 1935 og þau munu hafa kynnst ári síðar. Í bók minni um Svavar sem kom út 1991 stendur á blaðsíðu 24: „Ekki var Svavar alveg einn á báti þegar hér er komið sögu. Árið 1939 giftist hann Ástu Eiríksdóttur frá Borgarfirði eystri og mun ekki of- sagt að þar hafi skipt sköpum fyrir þennan stríða og stórláta mann, að eignast lífsförunaut sem aldrei brást í baráttunni.“ Eftir að þau fluttu heim vann Ásta ýmis störf til framfærslu þeim, lengst hjá Sparisjóði vélstjóra þar sem hún naut virðingar og trausts og eignaðist nána vini. Svavar flutti heim sem sigurvegari, og blasti heimsfrægðin við ásamt félögum hans í COBRA-hópnum en þrá hans stóð til heimahaga. Það var mest henni að þakka að hann hafði næði til að njóta sín og brjóta af sér tómlæti og óskyggni gagnvart nýbreytni í máttartökum ekki sízt eftir að Ásta hafði komið svo fyrir að þau höfðu óvænt gnótt fjár að festa í óskaíbúð með útsýni til allra átta og vinnusal handa Svavari. Hún gat alltaf gert eitthvað úr litlu og þau voru bæði samlátir höfðingjar. Ásta var gáfuð og skemmtileg og sagði vel frá öllu nema sjálfri sér, en bezt frá Svavari. Hún var hæversk og huguð, hugulsöm, sérlega barn- góð, hög til handa og líka næm, gjöf- ul, góðfús, trygg – dul en opin: að hlusta og rækta hvaðvetna sem horfði til góðs. Tigin sál, unni Svav- ari ung, og ætíð. Thor Vilhjálmsson. Hún var kölluð Ásta frænka en hét Ásta Kristín Eiríksdóttir og ég hitti hana fyrst á fallegu heimili hennar á Háaleitisbrautinni. Ásta var afasystir Maríu konunnar minn- ar, systir Þorláks Eiríkssonar. Ásta vildi ætíð hafa allt í röð og reglu og var af guðs náð í sambandi við lífið sjálft og naut þess sem það hafði að bjóða. Ásta var eiginkona Svavars Guðnasonar listmálara sem hún unni mjög og var fráfall hans árið 1988 henni þungbært. Við María komum reglulega í heimsókn til hennar þar sem hún sagði okkur frá Parísarár- um þeirra Svavars og lífinu í Kaup- mannahöfn á stríðsárunum. Hún er umhugsunarverð staðan sem Ásta var í þegar hún kynntist Svavari og ákvað að verða kona myndlistar- manns sem skildi að listin spratt af lífinu sjálfu og á fasta innkomu var ekki hægt að stóla. Það voru margar sérstakar sögurnar sem hún sagði okkur frá fátæktarárum í París og frá stríðsárunum í Kaupmannahöfn. Stundum er málum þannig háttað að í listum eru engar málamiðlanir í boði og listamenn verða að fylgja eigin sannfæringu. Ásta stóð ætíð þétt með sínum manni og vann með- al annars sem yfir-saumakona hjá Magasin du Nord í Kaupmannahöfn. Segja má að Ásta hafi staðið í miðri hringiðu breytinga á heimslistinni sem átti sér staðar í list Svavars. Svavar tók að leysa upp liti, form og fleti á þann hátt sem erfitt er að segja að gerst hafi í listasögunni fyr- ir hans tíma. Það var ekki fyrr en nokkrum árum seinna sem málarar fóru að glíma við málverkið á svip- aðan hátt. Heimþráin greip Ástu og Svavar, þau fluttust til Íslands stuttu eftir stríð. Það voru sterk bönd sem bundu Ástu og Svavar við landið, hann frá Höfn í Hornafirði, hún frá Borgarfirði eystri. Tengda- móðir mín Móeiður Þorláksdóttir man vel þennan tíma og var tíður gestur hjá þeim á þessum árum. Eft- ir nokkur ár á Íslandi fluttist Ásta ásamt manni sínum á Háaleitis- brautina og bjó þar til æviloka. Þangað var ætíð gott að koma og var Ásta alltaf hlý og indæl. Dóttir okkar er skírð í höfuðið á Ástu og það var falleg stund að sjá Ástu frænku halda á dóttur okkar undir skírn í troðfullri Hallgrímskirkju. Fyrir nafnið erum við foreldrarnir þakk- látir og síðast en ekki síst Ásta okkar sem hefur ætíð dáðst að nafngjafa sínum og guðmóður. Árum saman hringdum við í Ástu frænku á hverju kvöldi til að spjalla við hana og at- huga hvernig henni liði. Við erum af- ar þakklát fyrir það að hafa þekkt Ástu frænku og milli okkar var djúp vinátta sem við erum þakklát fyrir að hafa notið. Hvernig hún deildi með okkur lífsreynslu sinni á töfrandi fábrotinn og einfaldan hátt var lærdómsríkt fyrir okkur. Þú varst þannig gerð, Ásta mín, að þú gerðir allt líf í kringum þig betra með skemmtilegri blöndu af frjáls- legu fasi og íhaldsemi. Nú ert þú far- in á vit nýrra ævintýra. Þín verður minnst fyrir góðar stundir sem þú áttir með okkur og skilur eftir þig dýpri skilning á lífinu og listinni í hugum okkar sem eftir sitja. Þökk- um þér fallegar stundir á lífsins braut. Hvíl í friði, elsku frænka. Pjetur Stefánsson, María Árnadóttir, Ásta Kristín Pjetursdóttir. Ásta Kristín Eiríksdóttir ✝ Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka, GUÐNÝ VALGEIRSDÓTTIR, Ofanleiti 29, Reykjavík, sem lést mánudaginn 11. febrúar á Landspítalanum við Hringbraut, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 26. febrúar kl. 15.00. Egill Valgeirsson, Þorbjörg Valgeirsdóttir, Ólafur H. Hannesson, Ásdís Egilsdóttir, Erlendur Sveinsson, Hrefna Egilsdóttir, Sigurður Pálsson Beck, Dagný Egilsdóttir, Magnús Kristinsson, Garðar Hilmarsson, Sigríður Benediktsdóttir, Ólöf Kristín Ólafsdóttir, Jón Egilsson, Ása Ólafsdóttir, Ólafur Örn Ólafsson. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ALDÍS JÓNA ÁSMUNDSDÓTTIR, Lindargötu 57, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 22. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Sigríður Jóhannesdóttir, Ásgeir Árnason, Ásmundur Jóhannesson, Margrét Guðbjartsdóttir, Auður Jóhannesdóttir, Haraldur Lárusson, Guðni Jóhannesson, Bryndís Sverrisdóttir, Arnbjörn Jóhannesson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Elskulegi maðurinn minn, pabbi okkar, tengda- pabbi, afi og langafi, BJÖRN SIGURÐSSON fv. bifreiðastjóri, Árskógum 6, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ laugardaginn 16. febrúar. Jarðsett verður í kyrrþey. Ársól Margrét Árnadóttir, Margrét Björnsdóttir, Brynjúlfur Erlingsson, Sigurður Björnsson, Ólafía Björnsdóttir, Sólveig Björnsdóttir, Ólafur Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, systir og amma okkar, ÞÓRLAUG AÐALBJÖRG JÓNSDÓTTIR frá Möðrudal, til heimilis að Laufási 12, Egilsstöðum, sem lést á sjúkrahúsi Seyðisfjarðar þann 17. febrúar verður jarðsungin laugardaginn 23. febrúar frá Egilsstaðakirkju kl 14.00. Sigbjörn Sigurðsson, Jón Hlíðdal Sigbjörnsson, Fjóla Malen Sigurðardóttir, Soffía Sigríður Sigbjörnsdóttir, Vilhjálmur Grétar Pálsson, Jóhanna Birna Sigbjörnsdóttir, Birgir Vilhjálmsson, Margrét Kristín Sigbjörnsdóttir, Guðmundur Halldórsson, Gunnar Þór Sigbjörnsson, Helga Þórarinsdóttir, Þórhalla Dröfn Sigbjörnsdóttir, Hallgrímur Már Jónasson, Sigurður Steinar Sigbjörnsson, Sunneva Flosadóttir, ömmubörn og systkini. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og frænka, SVANDÍS JÚLÍUSDÓTTIR, Skúlagötu 78, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 18. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Karl Valur Guðjónsson, Díana Björnsdóttir, Brynja Guðjónsdóttir, Sveinn Þór Hallgrímsson, Júlíus Kristinsson, Lotte Knudsen, Kristján Kristinsson, Egill Kristinsson, Hafdís Ósk Gísladóttir, barnabörn og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.