Morgunblaðið - 21.02.2008, Síða 38
ÞAÐ er ekki alltaf gaman að bíða eftir strætó í rigningu og slabbi, en það
er ánægjulegt að setjast upp í vagninn þegar hann loks kemur. Á milli
áfangastaða er tækifæri til að hvíla sig og láta hugann reika.
Árvakur/Kristinn
Allir í strætó
38 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÉG VERÐ AÐ
JÁTA...
VIÐ ERUM
ALVÖRU
PIPARSVEINAR
AÐ ÞESSI ELGSHAUS
TEKUR SIG BARA VEL
ÚT INNI Á BAÐI
HANN PASSAR MJÖG VEL VIÐ
SNÁKASKINNSSTURTUHENGIÐ MITT
ÉG HATA
KETTI MEIRA
EN NOKKUÐ
ANNAÐ
ÉG ER LÍKA MJÖG
HRÆDDUR VIÐ ÞÁ
ÉG HATA KETTI, MÉR
ER ILLA VIÐ KETTI OG
ÉG ÞOLI EKKI KETTI!
SJÁÐU, PABBI!
ÞAÐ ER BÆR
FRAM UNDAN
EIGUM VIÐ EKKI BARA AÐ
KEYRA ÞANGAÐ, FINNA
OKKUR FÍNT HÓTEL OG
VERA ÞAR Í FRÍINU OKKAR?
VIÐ GÆTUM SYNT Í
SUNDLÖGINNI, VERIÐ MEÐ
LOFTKÆLINGU OG FENGIÐ
MAT UPP Á HERBERGI
ÞAÐ ÞARF ENGINN AÐ VITA AÐ
VIÐ HÖFUM EKKI FARIÐ Í
ÚTILEGU. ÉG SEGI ENGUM FRÁ
ÞVÍ! VIÐ GETUM MEIRA AÐ
SEGJA FARIÐ ÚT Í BÚÐ OG
FUNIÐ OKKUR STÓRAN FISK.
ÞÚ GETUR SAGT ÖLLUM AÐ ÞÚ
HAFIR VEITT HANN SJÁLFUR!
GERÐU ÞAÐ, PABBI...
GERUM
ÞAÐ!
EKKI ÞÚ
BYRJA LÍKA!
HVER ER LYKILLINN
AÐ ÞVÍ AÐ VERA
HAMINGJUSAMUR,
GAMLI VITRINGUR?
ÞÚ VERÐUR AÐ FÆRA
MÉR ALLT GULL OG SILFUR
SEM ÞÚ ÁTT
HVERNIG GERIR ÞAÐ MIG
HAMINGJUSAMAN?
FÓLK SEGIR AÐ
ÞAÐ SÉ SÆLLA
AÐ GEFA EN
ÞYGGJA
HUNDASÝNING ING ERTU AÐ LEITA
AÐ LYKLUNUM
ÞÍNUM, FÉLAGI?
HVAR
ÆTLI
RÚTAN SÉ?
AF HVERJU GAT
MAMMA EKKI
FARIÐ MEÐ VENJ-
ULEGRI RÚTU?
HÚN ÞOLIR
EKKI STÓR
FYRIRTÆKI
ERU TIL
EINHVER LÍTIL
RÚTUFYRIRTÆKI
SEM FERÐAST
ÞVERT YFIR
LANDIÐ
VIÐ STOPPUÐUM AÐEINS
OF OFT TIL AÐ DJAMMA
ÆTTUM VIÐ AÐ
FARA TIL NEW YORK
FYRST ÞÚ ERT Í FRÍI
Í HEILA VIKU?
ÉG GET EKKI
FARIÐ SVONA
LANGT. ÞAU
ÞURFA AÐ GETA
NÁÐ Í MIG
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM
HELGARFERÐ TIL
SAN FRANCISCO?
LÍKA
OF
LANGT
ÞÁ KEMUR BARA EITT TIL
GREINA... SKOÐUNARFERÐ
UM HOLLYWOOD
SAMÞYKKT!
dagbók|velvakandi
Strætókort tapaðist
Farþegi sem var á leið frá Hamra-
hlíðarskóla til Hafnarfjarðar tapaði
strætisvagnakorti í vagninum fyrir
um mánuði. Ef einhver hefur fund-
ið kortið er viðkomandi beðinn að
hafa samband í síma 696-4324.
Húfa í óskilum
Handprjónuð hvít húfa fannst á
gangstíg við Boðagranda seinni-
part janúar. Finnandi er vinsam-
legast beðinn að hringja í síma
696-4324.
Blöð og hefti vantar
Ég hef verið að binda inn gömul
blöð og hefti. Til að geta bundið
inn heila árganga vantar mig
ákveðin hefti til að fylla upp í. Ef
einhver á eftirfarandi hefti og get-
ur séð af þeim þætti mér gott að
viðkomandi hefði samband við mig.
Eftirfarandi hefti vantar:
Nýtt kvennablað, 1. árgangur,
3,4 og 6 blað.
Rauðskinna Jóns Thorarensen,
1. hefti.
Sannar sögur eftir Benjamín
Sigvaldason, 3. hefti.
Íslensk fyndni eftir Gunnar frá
Selalæk, 2., 3., 5., 7., 9., 10. og 20.
hefti.
Hægt er að ná í mig í síma 588-
9969.
Eggert.
Hvað með öryrkja?
Nú eftir að kjarasamningar hafa
verið gerðir hefur ekkert verið
minnst á öryrkja. Hvað með þá?
Fá þeir sömu hækkun og aðrir nú
1. mars eða fá þeir enga hækkun?
Af hverju er þetta ekki nefnt í
blöðum eða annars staðar?
Guðjón Sigurðsson.
Hvernig stendur á því?
Hvernig stendur á því að hækkanir
ná ekki til tryggingastofnana? Það
vantar útskýringar á því hvernig
tryggingamálum verður háttað
þegar annað láglaunafólk fær laun
sín hækkuð. Hvað með okkur sem
lifum á tryggingunum? Það þarf að
skoða okkar mál líka, þó ekki væri
annað en gefa útskýringu á því
hvort gera eigi eitthvað í því síðar.
Ellilífeyrisþegi.
Fermingargjöf tapaðist
Silfurarmband tapaðist í Kringl-
unni í október síðastliðnum. Arm-
bandið er um 6 cm breitt, opið í
miðjunni að innanverðu, með
sléttri áferð. Heiðarlegum finn-
anda er heitið fundarlaunum. Upp-
lýsingar í s. 864-7412.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
DOKTORSVÖRN fer fram við
læknadeild Háskóla Íslands föstu-
daginn 22. febrúar. Þá ver Jón Þór
Bergþórsson
sameindalíffræð-
ingur doktors-
ritgerð sína „Fjöl-
skyldusaga,
erfðaþættir og
litningaójafnvægi
í þróun eistna- og
blöðruhálskirt-
ilskrabbameins
hjá íslenskum
körlum“. Prófess-
or Stefán B. Sig-
urðsson, forseti læknadeildar, stjórn-
ar athöfninni sem fer fram í hátíðasal
aðalbyggingar Háskóla Íslands og
hefst kl. 13.
Andmælendur eru dr. Timothy
Bishop, prófessor í erfðafaraldsfræði
við St. Jame’s Unversity í Leeds og
dr. Magnús Karl Magnússon, læknir
og blóðmeinafræðingur við Landspít-
ala – háskólasjúkrahús.
Leiðbeinendur í verkefninu voru
dr. Laufey Þóra Ámundadóttir, sér-
fræðingur við Laboratory of Transla-
tional Genomics á Bandarísku
krabbameinsstofnuninni (NCI) og
fyrrverandi deildarstjóri Krabba-
meinsdeildar Íslenskrar erfðagrein-
ingar, og Rósa Björk Barkardóttir,
klínískur prófessor og forstöðumaður
Sameindameinafræðieiningar Rann-
sóknastofu í meinafræði, LSH. Auk
leiðbeinenda voru í doktorsnefnd
Bjarni Agnar Agnarsson, dósent, og
sérfræðingur á Rannsóknastofu í
meinafræði, Landspítala, dr. Unnur
Þorsteinsdóttir forstöðumaður erfða-
rannsóknadeildar Íslenskrar erfða-
greiningar og rannsóknardósent við
Háskóla Íslands, og dr. Óskar Þór Jó-
hannsson, klínískur dósent og sér-
fræðingur á krabbameinslækn-
ingadeild, LSH.
Doktorsvörn frá lækna-
deild Háskóla Íslands
Jón Þór
Bergþórsson
FRÉTTIR
ANITA Björk frá Arken í Svíþjóð
verður gestur í Veginum, Smiðju-
vegi 5 dagana 21. til 24. febrúar.
Anita kennir við biblíuskólann
Arken og hefur mikla reynslu af
kennslu um bæn, lækningu og sál-
gæslu. Aníta hefur áður þjónustað í
Veginum bæði á lækningadögum
og eins á námskeiðum.
Dagskráin hefst í kvöld, fimmtu-
dag, og á morgun, föstudag, kl. 20,
laugardaginn 23. febrúar kl. 10 og
sunnudag kl. 19.
Gestakennari
í Veginum
♦♦♦