Morgunblaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ KRISTJÁN Möller samgöngu- ráðherra fagnar því að sú nið- urstaða Skipulagsstofnunar liggi fyrir að framkvæmdir vegna leng- ingar flugbrautarinnar á Akureyri þurfi ekki í umhverfismat. Verkið var, að sögn Kristjáns, strax á mánudaginn boðið út á Evr- ópska efnahagssvæðinu, eins og lög gera ráð fyrir, og verður vænt- anlega auglýst í íslensku dagblöð- unum um helgina. „Tilboðsfrestur er 52 dagar, talið frá þeim tíma þegar útboðið er birt á EES – það verður sem sagt talið frá síðasta mánudegi. Verktakar geta því fengið útboðsgögn í næstu viku og tilboðin verða væntanlega opnuð í apríl,“ sagði ráðherra í gær. Brautin verður lengd um 460 metra til suðurs og öryggissvæði gerð við báða enda hennar. Að framkvæmdum loknum verður flugbrautin á Akureyri 2.400 metra löng. „Það er viðamikið verk fram- undan og því þurfa fyrirtæki góðan tíma til tilboðsgerðar. En verkefnið er komið á fljúgandi ferð.“ Kristján vonar að verkinu ljúki á þessu ári. „Ég neita því hins vegar ekki að dýrmætur tími hefur tapast vegna þess hve hið lögformlega ferli tók langan tíma; að fá úr því skorið hvort umhverfismat væri nauðsyn- legt eða ekki.“ Árvakur/Skapti Hallgrímsson Verkið er komið á flug FORMAÐUR Siglingaklúbbsins Nökkva telur að ef framkvæmdum við uppbyggingu fyrir siglingamenn verði frestað geti það haft af- drifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir klúbbinn og raunar allt báta- sport á Pollinum við Akureyri. Bæj- aryfirvöld höfðu ákveðið að leggja fram 10 milljónir króna í ár og ann- að eins á næsta ári til framkvæmda en hætt hefur verið við það. Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri seg- ir hugmyndir siglingaklúbbsins mjög metnaðarfullar en óraunhæft sé að hefja framkvæmdir í sumar miðað hve mikil undirbúningsvinna sé eftir. Rúnar Þór Björnsson, formaður Nökkva, afhenti fulltrúum í bæj- arstjórn áskorun vegna þessa máls fyrir fund hennar á þriðjudaginn. „Við höfum slegist í mörg ár við það eitt að eiga fyrir málningu á bátana okkar, eiga fyrir daglegum rekstri og bara það að sjá fram á nýfram- kvæmdir gaf ástæðu til að halda áfram starfinu,“ segir m.a. í áskor- uninni. Nökkvi fékk landslagsarkitekt til þess að teikna aðstöðu fyrir klúbb- inn. Hugmyndirnar hafa verið kynntar undanfarið og segir Rúnar þær hvarvetna fá mikið lof og menn sjái fyrir sér aðstöðu sem yrði ein- stök á landinu. „Þær 10 milljónir sem ætlaðar voru í framkvæmdir í ár og 10 á næsta ári eru ekki mikill hluti þess sem verið er að framkvæma fyrir hjá Akureyrarbæ, en fyrir það er al- veg hægt að byrja og um leið og eitt- hvað er komið í gang gefur það fyr- irheit um það sem koma skal og kraftinn til að halda áfram,“ segir í áskorun Nökkva. Síðan segir: „Ef þetta fer á þann veg sem lítur út núna sér stjórn Nökkva ekkert ann- að í stöðunni en skila inn lyklunum að aðstöðunni, hætta endalausri sjálfboðavinnu fyrir annarra manna börn og horfa á margra áratuga vinnu fjölda fyrrverandi stjórn- armanna verða að engu vegna lof- orða sem virðast endalaust geta frestast.“ Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæj- arstjóri á Akureyri, segir að það séu miklar framkvæmdir sem fyrirhug- aðar eru og hugmyndir Nökkva metnaðarfullar og glæsilegar. En framkvæmdin kalli bæði á breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi svæðisins og landfyllingin sé svo mikið verk að hún þurfi jafnvel í um- hverfismat. „Það var því ljóst að mínu mati að það væri óraunhæft að setja 10 milljónir í verkefnið og ætla sér að hefja framkvæmdir núna í sumar miðað við þá miklu skipulags- vinnu sem á eftir að eiga sér stað af hálfu bæjarins, hafnaryfirvalda og siglingarklúbbsmanna. Með þessari ákvörðun er ekki ver- ið að kasta rýrð á það góða starf sem Nökkvi hefur innt af hendi og sýnt sig í frábærum árangri félagsmanna á siglingamótum undanfarið. Við vit- um að núverandi aðstaða er langt frá því að vera nægjanleg góð og þeir búa við erfið skilyrði við Drottningarbrautina og við þá miklu umferð sem þar er. En skipulag að nýrri aðstöðu fyrir þá þarf að vinna samkvæmt lögum og reglum sem okkur eru sett og það er mikilvægt að undirbúa það vel, og það er ná- kvæmlega það sem stendur til að gera,“ sagði Sigrún Björk. Segjast skila lyklum og hætta sjálfboðavinnu Pollurinn Frá Íslandsmótinu í siglingum sem fram fór á Akureyri í fyrra. Í HNOTSKURN »Nökkvamenn ætluðu að byrjaá að dæla upp efni af hafs- botni og mynda landfyllingu norður úr Leiruveginum, austan við Lindina. NOKKRIR þingmenn Norðaustur- kjördæmis vilja fela ríkisstjórninni að hefja nú þegar undirbúning þess að koma á fót á Akureyri sjávarlíf- fræðisafni og rannsóknarsetri um auðlindir og lífríki hafsins, í sam- vinnu við Háskólann á Akureyri og sveitarfélög við Eyjafjörð. Tillaga til þingsályktunar var í vikunni lögð fram af nokkrum þing- mönnum Norðausturkjördæmis; þeir eru Björn Valur Gíslason og Þuríður Backman í VG, framsókn- armennirnir Birkir J. Jónsson og Höskuldur Þórhallsson og Þorvaldur Ingvarsson, Sjálfstæðisflokki. Flutningsmenn segja að Ísland hafi lengi verið talið gullnáma jarð- fræðinema og gósenland jarðfræð- inga vegna aðstæðna hér á landi og það sama ætti að sjálfsögðu að eiga við þegar horft er til hafsins. „Safnið mundi ekki aðeins nýtast landsmönnum til almennrar fræðslu og upplifunar um hafið og lífríki þess, heldur mundi það ekki síður laða að erlenda ferðamenn og fræða þá um náttúru og lífríki Íslands. Þá er ljóst að safn og rannsókn- arsetur af þessu tagi yrði gífurleg lyftistöng fyrir aðrar atvinnugreinar nyrðra og ekki síst ferðaþjónust- una,“ segir í greinargerð með álykt- uninni. Flutningsmenn telja að fyrstu skref í átt að rannsóknarsetri og sjávarlíffræðisafni á Akureyri ættu að vera þau að setja saman hóp fræðimanna, sjómanna, sveitar- stjórnarmanna og áhugafólks sem síðan skilaði ríkisstjórninni fullbún- um tillögum og hópnum yrðu sett þröng tímamörk svo að framkvæmd- ir geti hafist hið allra fyrsta. Sjávarlíf- fræðisafn nyrðra? AKUREYRI „HVERS vegna er farið út í svona gríðarlega framkvæmd innan þessa náttúruverndarsvæðis? Ætlar Mos- fellsbær ekki að eiga neitt óspillt land eftir í framtíðinni?“ Þannig spyr Gunnlaugur B. Ólafsson, vara- formaður Varmársamtakanna, vegna lagningar göngustígs með- fram Varmá og Álafossi sem unnið er að um þessar mundir og vakið hefur hörð viðbrögð á vefsíðu Varmársamtakanna (www.varmar- samtokin.blog.is). Í samtali við Morgunblaðið bendir Gunnlaugur á að sér finnist óeðlilegt að lagður sé 3 metra breiður og 4 metra uppbyggður malbikaður göngustígur í aðeins 1-5 metra fjarlægð frá Varmá og í um 3 metra fjarlægð frá Álafossi. Bendir hann á að meðfram og upp með Varmá ríki hverfisvernd í 50 metra, en til samanburðar sé víðast hvar í Reykjavík miðað við að hverfisvernd nái allt að 100 metra frá árbökkum. Þess má geta að Varmá er á náttúruminjaskrá. Að mati Gunnlaugs hefði verið heppilegra að nota í göngustíginn annaðhvort fíngerða möl eða við- arspæni þar sem það falli betur að landslaginu án þess að vera krefj- andi á athygli. Segist hann einnig hafa áhyggjur af því að olíubland- aða mölin, sem malbikið saman- standi af, geti seytt að hluta út í Varmá með tilheyrandi neikvæðum áhrifum fyrir lífríki árinnar. Að sögn Gunnlaugs hafa forsvarsmenn Varmársamtakanna reynt að leita svara bæjaryfirvalda við því hvar og hvernig fjallað hafi verið um lagningu göngustígsins í bæjar- kerfinu. „Við höfum hins vegar ekki getað fengið nein svör og bera bæjaryfirvöld því við að ekki sé hægt að veita okkur neinar upplýs- ingar meðan kæra okkar vegna lagningar tengibrautarinnar [eða vinnuvegar sem liggur um svipaða leið og tengibraut úr Helgafells- landi í Mosfellsbæ] sé til meðferðar hjá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála,“ segir Gunnlaugur í samtali við Morgunblaðið. „Þessi umræddi göngustígur er hluti af auglýstu deiliskipulagi Helgafellshverfis,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfells- bæjar, og bendir á að deiliskipulag- ið hafi verið auglýst undir lok árs 2006. „Almennt er það þannig að göngustígar meðfram Varmá eru útivistarstígar og því ekki malbik- aðir heldur gerðir úr náttúrulegri efnum. Þessi göngustígur er hins vegar hluti af göngustígakerfi hverfisins og hefur alltaf verið kynntur sem slíkur,“ segir Har- aldur og tekur fram að slíkir stígar séu ávallt malbikaðir til þess að hægt sé að fara um þá t.d. á hjóli eða með barnakerrur. Umhverfisstofnun gerði ekki athugasemd við göngustíginn Hjá Finni Birgissyni, skipulags- fulltrúa Mosfellsbæjar, fengust þær upplýsingar að deiliskipulag fyrir Helgafellshverfi hefði verið sent Umhverfisstofnun til umsagnar 15. maí 2007 og hún skilað umsögn 8. júní sama ár. „Umhverfisstofnun á að passa upp á hluti á náttúru- minjaskrá og hún fékk í þessu til- viki tækifæri til að gera athuga- semd við tillöguna. Umhverf- isstofnun gerði engar athuga- semdir við þennan stíg eins og hann var sýndur og var hann þó sýndur á deiliskipulaginu nær ánni heldur en við erum nú að útfæra hann.“ Aðspurður segir Finnur göngu- stíginn liggja næst Varmá í um 16 metra nálægð en fjærst ánni í rúm- lega 30 metra fjarlægð. „Göngu- stígurinn er næst ánni syðst þar sem hann tengist göngustíg sem fyrir hendi er,“ segir Finnur og tekur fram að viðkvæmasta stað- setningin sé í kringum Álafossinn. Þess má geta að göngustígurinn liggur samkvæmt upplýsingum frá bæjarstjóra Mosfellsbæjar að mikl- um hluta til ofan á fráveitulögninni sem lögð var sl. sumar til þess að minnka raskið sem annars hlytist af lagningu göngustígs. Í greinargerð með deiliskipulag- inu fyrir Helgafellshverfi kemur fram að göngustígur verði með- fram Varmá og að hann sé með tengingum á nokkrum stöðum upp í byggðina. Einnig er tekið fram að aðalstígar séu 3 metra breiðir og henti einnig sem hjólreiðastígar. Ekki er í greinargerðinni tekið fram að um sé að ræða malbikaðan stíg. „Menn hafa alltaf séð þennan stíg fyrir sér sem hluta af meg- instígakerfi Mosfellsbæjar og í að- alskipulagi kemur fram að slíkir stígar séu 3-3,5 metrar á breidd, malbikaðir og greiðfærir fyrir alla, hvort heldur er gangandi, hjólandi eða í hjólastólum.“ Árvakur/RAX Umdeilt Áætlun um lagningu göngustígs meðfram Varmá hefur vakið hörð viðbrögð Varmársamtakanna. Deilt um lagn- ingu göngu- stígs við Varmá Varmársamtökin óttast um lífríki árinn- ar vegna lagningar malbikaðs stígs Í HNOTSKURN »Tillaga að deiliskipulagi fyrir3. áfanga Helgafellshverfis ásamt greinargerð og skipulags- skilmálum var auglýst um ára- mótin 2006-2007. »Deiliskipulagstillagan fór tilumsagnar hjá Umhverf- isstofnun (UST) 15. maí 2007 og skilaði stofnunin umsögn 8. júní. »UST gerði ekki athugasemdvið lagningu 3 metra breiðs göngu- og hjólastíg meðfram Varmá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.