Morgunblaðið - 21.02.2008, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
„ÞETTA er bara skipbrot fyrir fyr-
irtæki eins og okkur. Síldar-
vinnslan hefur verið með um 30% af
loðnunni. Það eru á milli tveir og
þrír milljarðar sem tapast í tekjum
vegna þessa. Það vegur mjög þungt
í afkomu fyrirtækisins, um þriðj-
ung eða meira og í tekjuöflun
starfsfólks okkar, sjómanna og
fiskverkafólks. Loðnuvertíðin er
tími uppgripa hjá þessu fólki og
vegur mjög þungt í heildar-
tekjuöflun þess,“ segir Gunnþór
Ingvason, framkvæmdastjóri Síld-
arvinnslunnar. Ekkert fyrirtæki
ásamt tengdum aðilum á eins mikið
undir loðnunni.
„Loðnan er vertíðarbundinn fisk-
ur og ætla má að þetta snerti beint
afkomu 400 manna á Austurlandi.
Við erum búnir að taka á móti á
vertíðinni um 12.000 til 13.000
tonnum. Á vertíðinni í fyrra, sem
var lítil, vorum við með um 100.000
tonn. Þetta hefur legið beint niður
á við síðustu árin. Við vorum með
lítið í höndunum í fyrra, en vorum
að spila þokkalega úr því, hvað
verðmæti varðar í greininni í heild.
Við erum að sjá á eftir gríðarlega
stórum hluta af afkomu fyrirtæk-
isins og getum ekki gripið til ann-
arra aðgerða en fara í innri endur-
skoðun og endurskipulagningu
með niðurskurð á kostnaði í huga.
Við getum ekki mætt þessu öðru-
vísi. Við getum auðvitað snúið okk-
ur að kolmunna, en hann kemur
ekkert í stað loðnunnar. Afkoma af
kolmunnaveiðum er slök vegna
þess að olíuverð er í sögulegum
hæðum, auk þess var kvótinn
minnkaður. Þetta áfall kemur í
kjölfarið á niðurskurði þorskkvót-
ans, í kjölfarið á því að markaðir
fyrir fiskimjöl hafa verið að gefa
eftir. Hið eina jákvæða er geng-
islækkun krónunnar og sterkir síld-
arstofnar. Það er bara verkið fram-
undan að vinna sig út úr þessu,“
segir Gunnþór Ingvason.
Tveggja milljarða tekjutap
„Þó veiðarnar verði stöðvaðar nú
er mikilvægt að menn haldi áfram
að leita. Gefi ekki upp vonina um að
hún skili sér,“ segir Eggert B. Guð-
mundsson, forstjóri HB Granda.
Á síðustu vertíð veiddu skip HB
Granda 56.000 tonn, sem skiluðu
2,4 milljarða úitflutningstekjum.
Nú er aflinn um 6.500 tonn. „Það er
ljóst að tekjuskerðingin er alla
vega um tveir milljarðar króna.
Þessi vertíð er bara sýnishorn
núna. Það eru ekki margir kostir
aðrir en að horfa til næstu vertíðar
og annarra fisktegunda og reyna
að bíta á jaxlinn.
Það þarf væntanlega að skera
niður einhvern kostnað á móti
þessu, en menn horfa lengra fram á
við en til einnar vertíðar. Menn eru
vanir sveiflum í sjávarútvegi. Við
erum heldur ekki búnir að gefa
vertíðina upp á bátinn. Menn hanga
alltaf á einhverjum stráum og nú
sjáum við að hrognafylling er mjög
lág, í kringum 10 til 11%, sem bend-
ir til þess að loðnan sé seinna á
ferðinni en undanfarin ár. Það gæti
því ennþá komið meira af henni.
Það er líka mikill ís fyrir vestan svo
menn hafa ekki komizt þar að til að
leita. Því er ennþá von þar líka.
Við erum því ekki farnir að
skipuleggja miklar aðgerðir út af
þessu. Við ætlum að fá meiri loðnu.
Aðalmálið er að menn haldi áfram
að leita og svo sjáum við til hvernig
við bregðumst við.
Mikil áhrif á mannlífið
„Stöðvun loðnuveiða þýðir veru-
legt tekjutap fyrir Ísfélagið. Miðað
við árið 2007 var loðnan að gefa
okkur um ríflega 30% af brúttó árs-
tekjum félagsins. Loðnan skilaði
okkur um það 40% af framlegð fé-
lagsins á árinu 2007,“ segir Ægir
Páll Friðbertsson, framkvæmda-
stjóri Ísfélags Vestmannaeyja.
„Þetta er því verulegt tekjutap
fyrir okkur, tap upp á um það bil
tvo milljarða króna. Fyrir fyr-
irtækin þrjú í Vestmannaeyjum,
sem eru í loðnunni, þýðir þetta
samtals um þrjá til þrjá og hálfan
milljarð í tekjutap. Þetta hefur því
veruleg áhrif á mannlífið hérna og
allt okkar starfsfólk, bæði sjómenn
og starfsfólk í landi, bæði í Eyjum
og á Þórshöfn. Þarna erum við að
miða við lélega vertíð í magni í
fyrra. Við tókum á móti um það bil
65.000 tonnum í fyrra, en núna er-
um við búnir að veiða um 9.000
tonn.
Það þarf að bregðast við þessu
og það þurfum við að gera fljót-
lega. Við þurfum að fara yfir stöð-
una og það verður ekki komizt hjá
því að skera niður kostnað. Það
hlýtur hver maður að sjá það,“ seg-
ir Ægir Páll.
Skipbrot fyrir okkur
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
MARGRA milljarða króna tekjutap
blasir við þeim fyrirtækjum sem
reiða sig á loðnuveiðar og -vinnslu
eftir að sjávarútvegsráðherra tók þá
ákvörðun að stöðva loðnuveiðar á há-
degi í dag. Ákvörðunin var tekin að
fenginni tillögu frá Hafrannsókna-
stofnuninni þar sem enn hefur ekki
tekizt að mæla nema 200.000 til
270.000 tonn af loðnu í mælingum
sem hafa staðið yfir frá því snemma í
janúar.
Samkvæmt reikningsaðferðum
stofnunarinnar þarf að minnsta kosti
400.000 tonna göngu til að tryggja
nægilega hrygningu áður en veiðar
eru leyfðar. Þessar mælingar eru
langt frá þeim væntingum sem gerð-
ar voru eftir mælingar á ungloðnu í
hittiðfyrra. Þær gáfu til kynna að um
700.000 tonn af loðnu myndu ganga
upp að landinu á vertíðinni nú.
„Þetta er gífurlegt áfall fyrir þjóð-
félagið í heild, fyrirtækin, sjómenn,
fiskverkafólk og byggðarlögin, sem
mest eru háð loðnunni. Það var hins
vegar ekki hjá því komizt að stöðva
veiðarnar vegna þess hve lítið hefur
mælzt af loðnunni,“ segir Einar K.
Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra.
Hann segir að áherzla verði lögð á
það að fylgjast með gangi mála á mið-
unum „svo ekkert fari framhjá okkur.
Loðnan er dyntótt og það kann að
vera að hún skili sér í meiri mæli
þrátt fyrir allt,“ segir ráðherrann.
Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri
uppsjávarfisks hjá Hafrannsókna-
stofnuninni, segir að þrátt fyrir víð-
tæka leit frá því snemma í janúar hafi
ekki fundizt nóg af loðnu til að standa
undir hrygningu hvað þá veiðum sem
nokkru nemi. Því hafi ekki verið um
annað að ræða en að leggja til stöðv-
un veiðanna.
„Við höfum ekki skýringu á því
hvers vegna loðnan skilar sér ekki
núna. Mæling á ungloðnu í hittiðfyrra
gaf til kynna að mun meira yrði á
ferðinni. Í ljósi óvissunnar verðum
við að láta loðnuna njóta vafans,“ seg-
ir Þorsteinn. Áfram verður fylgzt
með loðnunni og það er mat flestra að
hún sé nú seinna á ferðinni en venju-
lega. Það byggist á mun minni
hrognafyllingu en á sama tíma í
fyrra. Því binda menn vonir við að
loðnan eigi eftir að skila sér.
Verði ekki leyft að veiða meira af
loðnu verður þetta rýrasta loðnuver-
tíð frá því á árunum 1982 og 1983,
þegar nánast engin loðna veiddist.
Nú stefnir í það að útflutningsverð-
mæti loðnuafurða verða vart meira
en einn milljarður króna. Það er einn
tuttugasti af því sem mest var árið
2002 þegar verðmætið var ríflega 20
milljarðar króna.
Þetta er gífurlegt áfall
Stöðvun veiða á loðnu þýðir allt að 7 milljarða tekjutap fyrir þrjú stærstu loðnufyrirtækin Í ljósi
óvissunnar verðum við að láta loðnuna njóta vafans Veiðistöðvunin hefur mikil áhrif á mikinn fjölda fólks
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Loðna Börkur NK kom til heimahafnar í Neskaupstað í gær með 1100-1200 tonn af loðnu sem veiddust fyrir sunn-
an land. Hrognafylling loðnunnar í farmi Barkar er um 13,5% en á sama tíma í fyrra var hrognafyllingin um 23%.
Í HNOTSKURN
»Enn hefur ekki tekizt aðmæla nema 200.000 til
270.000 tonn af loðnu í mæl-
ingum sem hafa staðið yfir frá
því snemma í janúar.
»Verði ekki leyft að veiðameira af loðnu verður þetta
rýrasta loðnuvertíð frá því á ár-
unum 1982 og 1983 þegar nánast
engin loðna veiddist.
»Nú stefnir í að útflutnings-verðmæti loðnuafurða verði
vart meira en einn milljarður
króna. Það er einn tuttugasti af
því sem mest var árið 2002 þegar
verðmætið var ríflega 20 millj-
arðar króna.
$
#
#
%
&
''' $ # (
VERÐI loðnuveiði ekki meiri á þess-
ari vertíð hefur það mjög slæm
áhrif á atvinnuástand í Vest-
mannaeyjum, að sögn Elliða Vign-
issonar bæjarstjóra. „Þetta kostar
bæjarfélagið líklega um þrjá millj-
arða króna í beinum tekjum og þá
er eftir að reikna afleiddan tekju-
missi,“ segir hann, en Ísfélag Vest-
mannaeyja hefur um 20% loðnu-
kvótans. „Þetta bætist ofan á þá 3,6
milljarða sem hrundu út úr hag-
kerfinu hér eftir niðurskurð þorsk-
kvótans.“
Hann kveður Eyjamenn enn ala
með sér þá trú að loðnan gefi sig á
endanum. Hún sé duttlungafullur
fiskur og mynstrið sem verið hafi á
veiðunum núna sé ekki óþekkt, þó
hún sé óneitanlega í seinna fallinu.
Elliði segir ljóst að áfram þurfi að
fylgjast með loðnunni og leita henn-
ar, en ef hún skili sér ekki gæti bær-
inn þurft að létta undir með at-
vinnulífinu. „Við erum einn stærsti
atvinnurekandinn hér, við þurfum
að bregðast við ef loðnan skilar sér
ekki, til dæmis með því að flýta
framkvæmdum.“ Það sé þó seinni
tíma mál, sem engar ákvarðanir
hafi verið teknar um.
Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri í
Fjarðabyggð, segir ákvörðun sjáv-
arútvegsráðherra mjög erfiða fyrir
byggðarlagið. Tekjumissir þess hafi
ekki verið tekinn saman, en loðna er
mikill hluti í sjávarafla þar. Afleidd-
ur tekjumissir verði töluverður.
„Ég hef heyrt hljóðið í forsvars-
mönnum fyrirtækja á þessu sviði,“
segir Helga. „Þeir voru auðvitað
farnir að óttast eitthvað þessu líkt,
en treysta því að áfram verði haldið
að leita að loðnunni. Það hefur sýnt
sig að hún er ólíkindatól og kemur
stundum fram þó seint sé. Menn eru
ekki búnir að gefa vonina upp á bát-
inn.“
Hún segir yfirvöld í sveitarfé-
laginu munu fara yfir stöðuna og
meta hvernig spilast úr henni.
„Þetta minnir enn og aftur á hversu
óskaplega mikilvægt er fyrir sjáv-
arbyggðirnar á fjörðunum að hing-
að sé komið öflugt atvinnufyrirtæki
sem ekki er jafnháð sveiflum í nátt-
úrunni,“ segir hún og vísar til ál-
versins.
Áhrifin mjög mikil
„ÞETTA er alveg háalvarlegt mál.
Þetta kemur mjög illa við sjómenn,
því í mörgum tilfellum skilar loðnu-
vertíðin uppistöðunni í árstekjum
þeirra. Það sér hver maður að þetta
er mikið áfall fyrir þann hóp, þó
ekki sé meira sagt, og útgerð-
arfélögin, sem þeir starfa hjá. Sum
þeirra eru meira og minna sérhæfð
í uppsjávarfiskinum. Veiðistöðv-
unin hlýtur að koma við kaunin á
þeim,“ segir Árni Bjarnason, for-
seti FFSÍ.
„Það er ekki um annað að ræða
en að stöðva veiðarnar, þegar ekki
mælist nóg til hrygningar, miðað
við þær aðferðir sem nú er beitt.
Þetta er svakalegt áfall, ekki bara
fyrir þá sem reiða sig á loðnuveiðar
og -vinnslu, heldur einnig fyrir þá
sem reiða sig á aðra nytjastofna við
landið. Skili loðnan sér ekki fá
þessir fiskistofnar ekki nægilegt að
éta. Þetta eru bara svona keðju-
verkandi neikvæð áhrif af loðnu-
leysinu. Vonandi er þetta þó þannig
að það sé einhver sú staða uppi að
ekki náist að mæla loðnuna þó hún
sé til,“ segir Árni Bjarnason.
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, segir að gert sé
ráð fyrir því að halda áfram að leita
að loðnu og fylgjast með henni þó
veiðar hafi verið stöðvaðar. „En
auðvitað lítur þetta illa út. Við
styðjum þessa ákvörðun, eins og er
höfum við ekki á öðru að byggja.
Verði ekki meiri veiði er það stór-
kostlegt áfall fyrir alla sem byggja
afkomu sína á loðnunni, Ég er ekki
bjartsýnn en vonandi rætist úr
þessu.
„Loðnuveiðar hafa verið lifibrauð
fjölda sjómanna. Þetta eru bara al-
veg skelfileg tíðindi og hreint reið-
arslag fyrir sjómannastéttina,“
segir Sævar Gunnarsson, formaður
Sjómannasambands Íslands. „Ég
sé samt ekki að það sé margt annað
í stöðunni. Við getum ekki án loðn-
unnar verið og ef rétt er að ekki sé
meira af henni heldur en það sem
mælingar gefa til kynna, þá er ekki
um margt annað að velja en að
hætta veiðum,“ segir hann.
Sævar segir ákvörðun sjávar-
útvegsráðherra í gær hafa legið í
loftinu um nokkurt skeið, en fáir
treysti sér til að leggja eitthvað
annað til.
„Annað kemur ekki til greina en
að leita loðnunnar áfram og mæla
hana ef eitthvað finnst. Ég óttast
mjög að það sé eitthvað mikið að
stofninum, en vona að ég hafi rangt
fyrir mér um það.“
Lítur illa út