Morgunblaðið - 21.02.2008, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 21.02.2008, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 11 ALÞINGI FRÉTTIR NÝ norræn matargerðarlist verður í hávegum höfð í Norræna húsinu fram á sunnudag í tengslum við Food & Fun-hátíðina sem opnuð var í gær. Hátíðin í ár er sú stærsta frá upp- hafi. Norrænir matargerðarmeistarar, sendi- herrar norrænnar matargerðarlistar, verða með fyrirlestra um mat og drykk ásamt því að bjóða upp á smökkun hinna ólíkustu rétta. Dagskráin stendur daglega frá klukkan 13 og stendur fram til 18 í dag, fimmtudag, 17:30 á morgun föstudag, 17 á laugardag og 16 á sunnudag. Kynntir voru norrænir réttir í Norræna húsinu í gær og gaf þar að líta og smakka laxa- lummur, saltfiskbúðing, eftirrétti og margt fleira, hvað öðru gómsætara að mati við- staddra. Og matarveislan heldur áfram til sunnudags. Meðal atriða er verkefnið Beint frá býli kl. 13:30 á föstudag, en verkefnið hefur það mark- mið að stuðla að framleiðslu matvæla á sveita- býlum og milliliðalausri sölu þeirra til neyt- enda. Þá má nefna dagskrárliðinn Fáðu þér bita úr matarkistu Skagafjarðar sem er dag- lega til sunnudags. Þá verður kynntur nor- rænn bjór og sagt frá matartengslaneti í S-Skandinavíu á föstudag kl. 16. Einar K. Guðfinnsson landbúnaðar- og sjáv- arútvegsráðherra sagðist afar þakklátur fyrir það starf sem unnið hefur verið í tengslum við matarhátíðina. Sagði hann orðspor hennar hafa borist um víða veröld og vakið athygli fjöldans. Bestu matreiðslumenn beggja vegna Atlantshafsins hefðu sóst eftir að mæta á há- tíðina á liðnum árum. Fyrir Íslendinga væri hátíðin annarsvegar fólgin í þeirri nautn að mega njóta matreiðslu bestu matreiðslumeist- ara í heimi og hins vegar að kynna þeim ís- lenskt hráefni. Sagði hann íslenska hráefnið hafa hlotið viðurkenningu víða erlendis fyrir hreinleika og gæði. Væri viðeigandi að nota það í matreiðslu á heimsmælikvarða. Ráðherranefnd Norðurlandaráðs hefur skipað sendiherra fyrir nýja norræna mat- argerðarlist frá hverju Norðurlandanna og munu þeir ásamt Geir H. Haarde forsætisráð- herra kynna hinn nýja norræna mat fyrir al- þjóðlegum fjölmiðlum í Bláa lóninu á morgun, föstudag. Nýr norrænn matur í fyrsta sinn á Food & Fun-hátíðinni í Norræna húsinu fram á sunnudag Boðið upp á hágæða- mat norðurslóðanna ÁÆTLAÐ er að 25 þúsund manns taki þátt í Food & Fun-hátíðinni að þessu sinni. Hátíðin fer fram á 15 veitingastöðum í Reykjavík og er hápunkturinn alþjóðleg kokkakeppni í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu laugardaginn 23. febrúar. Keppnin er opin almenningi. Þá verð- ur kynning í Norræna húsinu á mat og hönnun auk þess sem fjórir norrænir meistarakokkar matreiða norrænan mat á Veitingahúsinu Vox á meðan hátíðin stendur yfir. Árvakur/Ómar 25 þúsund á Food & Fun í ár Á SÍÐASTA skólaári nutu 394 nemendur sérúrræða hjá Háskóla Íslands við nám og/eða próftöku og af þeim voru 70% stúlkur. Þetta kom fram í svari Þor- gerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra við fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingmanns VG, um öryrkja í háskólanámi á Alþingi í gær. Þorgerður sagði nemendur sem eru með 75% ör- orku eða meiri greiða lægra skrásetningargjald við háskólann en vegna persónuverndarsjónarmiða liggja upplýsingar um fjölda þeirra ekki fyrir. Steinunn vakti athygli á því að menntunarstig ör- yrkja væri lægra en annarra hópa, sem þó að hluta til mætti skýra með skertri námsgetu í einhverjum tilvikum. „Hér er um mikilsvert hagsmunamál fyrir öryrkja að ræða,“ sagði Steinunn og bætti við að með meiri menntun ykjust möguleikar þeirra til að leita sér vinnu á nýjum vettvangi. Þorgerður sagði öryrkjum í háskólanámi hafa fjölgað mjög á síðustu árum í takt við almenna fjölg- un nemenda á háskólastigi. Flestir háskólar hér á landi hefðu sértæk úrræði fyrir fatlaða nemendur og öryrkja. „Í þessu sambandi hafa háskólarnir brugð- ist við og markað sér stefnu,“ áréttaði Þorgerður. Mikilsvert hagsmunamál öryrkja Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is LÍFFÆRAGJAFAKORT sýna einungis almennan vilja þess sem gengur með slíkt kort en hefur ekki lagalegt gildi. Ákvörðun um líffæragjöf dáins einstaklings er því í höndum ættingja hvort sem viðkomandi er með líffæragjafa- kort eða ekki. Þetta kom fram í svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur, þingmanns Siv sagði ljóst að þessi mál væru í ólestri hér á landi og velti því upp hvort gera ætti kortin lagalega bindandi, t.d. með því að binda þau við ökuskírteini, eða jafnvel fara þá leið að ganga út frá svokölluðu ætluðu samþykki, fremur en ætlaðri neitun, þ.e. að fólk vildi gefa líffæri nema annað kæmi fram. Guðlaugur taldi það hins vegar ekki koma til greina og vísaði til ráðlegginga frá Spánverjum sem hefðu farið þá leið. Framsóknarflokksins, á Alþingi í gær. Guðlaugur sagði fjölda útgefinna líffæragjafakorta ekki vera þekkt- an hér á landi en með þeim getur fólk sagt til um hvort það vilji gefa líffæri eða ekki, og þá jafnvel hvaða líffæri. „Miðað við þau lönd sem við berum okkur saman við stöndum við okkur nokkuð vel,“ sagði Guðlaugur varðandi tíðni líf- færagjafa hér á landi og benti á að Ísland væri í næsthæsta flokki Evrópuþjóða hvað það varðaði. Möguleg líffæragjöf í höndum ættingja Þorskur ræddur Mótvægisaðgerðir vegna þorsk- niðurskurðar voru ræddar að nýju á Alþingi í gær en Huld Aðalbjarn- ardóttir, Fram- sókn, sagði beðið með óþreyju eftir upplýsingum um frekari aðgerðir. Arnbjörg Sveins- dóttir, Sjálfstæð- isflokki, áréttaði að ekkert kæmi í staðinn fyrir 60 þúsund tonn af þorski en að jafnframt væri verið að reyna að þróa tæki til þess að endurskapa atvinnulífið á landsbyggðinni. Þreyttir á samgönguleysi Samgöngur til Vestmannaeyja voru einnig ræddar á þingi í gær og m.a. vildi Hanna Birna Jóhannsdóttir, Frjálslyndum, vita hvernig ætti að bæta samgöngur á sjó þar til Bakkafjöruhöfn yrði tilbúin. Sagði hún Vest- mannaeyinga vera langþreytta á því að komast ekki til og frá sinni heimabyggð. Krist- ján L. Möller samgönguráðherra sagði að næturferðum Herjólfs yrði fjölgað um tuttugu í tengslum við stór- viðburði í Eyjum, s.s. þjóðhátíð. Það væri talið nægilegt þar sem áætl- unarferðir væru almennt ekki full- nýttar nema í kringum slíka viðburði. Hvað var með Baldur? Kristinn H. Gunnarsson, Frjáls- lyndum, hefur lagt fram fyrirspurn til samgönguráðherra um sölu á Breiða- fjarðarferjunni Baldri. Sæferðir ehf. keyptu ferjuna af ríkinu en seldu hana síðan úr landi. Kristinn spyr m.a. um andvirði ferjunnar og greiðsluskil- mála. „Hvers vegna tók það Sæferðir ehf. 15 mánuði að greiða ríkissjóði sinn hluta af söluverði skipsins og hvernig var sú greiðsla innt af hendi?“ spyr hann jafnframt og vill vita hvort ríkið hafi komið að kaupum Sæferða á annarri ferju í stað Baldurs. Dagskrá þingsins Þingfundur hefst kl. 10.30 í dag og m.a. mun félagsmálaráðherra mæla fyrir frumvarpi um fæðingarorlof. ÞETTA HELST Arnbjörg Sveinsdóttir Hanna Birna Jóhannsdóttir VALGERÐUR Sverrisdóttir, þing- maður Framsóknarflokksins, þarf ekki að hafa áhyggjur af því að varaþingmenn sem taka hennar sæti þegar hún bregður sér af bæ sitji auðum höndum. Sigfús Karls- son kom upp í ræðustól Alþingis tæpum 13 mínútum eftir að hann sór drengskapareið í gær og sló þriggja mánaða gamalt met flokks- bróður síns úr sama kjördæmi, Jóns Björns Hákonarsonar, en í hans til- viki liðu tæpar 17 mínútur. Jón Björn er fyrsti varamaður Framsóknarflokksins í Norðaust- urkjördæmi og þar sem hann boð- aði forföll var Sigfús kallaður inn. Það má því með sanni segja að þeir félagar njóti hverrar mínútu á þingi og hiki ekki við að upplýsa þing og þjóð um skoðanir sínar. Sló met flokksbróður úr Framsókn VERÐHÆKKUN á áburði er afar alvarlegt mál en gæti jafnframt ýtt undir þróun í lífrænni ræktun hér á landi. Þetta kom fram í svari Einars K. Guðfinnssonar, landbúnaðar- ráðherra, við fyrirspurn Jóns Bjarnasonar, þingmanns VG, á Al- þingi í gær en Jón vildi m.a. vita hvernig ráðherra hygðist bregðast við þessum hækkunum. Einar sagði áætlað að verð á áburði hækkaði um 70% milli ára og að það mundi t.a.m. hafa áhrif á verð á mjólk og lambakjöti. Verð- lagning á áburði væri þó frjáls hér á landi og ráðherra ekki að hlutast til um hana. „Hins vegar er ástæða til að hafa miklar áhyggjur af hækkun áburðarverðs því að hún kemur illa við bæði bændur og neytendur,“ sagði Einar og benti jafnframt á að um hækkun á heims- markaði væri að ræða. „Það er al- veg ljóst mál að þetta verður ekki einkamál bænda eða framleiðenda. Þetta er mál sem varðar okkur öll,“ sagði Einar. Gæti ýtt undir lífræna ræktun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.