Morgunblaðið - 21.02.2008, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FRÉTTASKÝRING
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
FARI svo að umhverfisráðuneytið
fallist á kæru Landverndar um
heildarmat á umhverfisáhrifum
vegna álvers í Helguvík gæti það
sett strik í reikninginn hjá þeim
sem vinna að undirbúningi álvers.
Skipulagsstofnun tók þá ákvörðun
að ekki þyrfti að meta umhverfis-
áhrif af framkvæmdinni í einu lagi
og nýlega tók stofnunin samskonar
ákvörðun varðandi fyrirhugaðar ál-
versframkvæmdir á Bakka við
Húsavík.
Þegar lögum um umhverfismat
var breytt árið 2005 var bætt við
lögin ákvæði sem heimilar Skipu-
lagsstofnun að meta umhverfisáhrif
af framkvæmd sameiginlega þegar
framkvæmdir eru háðar hver ann-
arri. Þetta getur m.a. þýtt að í stað
þess að láta meta umhverfisáhrif af
álveri í einni skýrslu, áhrif af virkj-
un í annarri, raflínum í þeirri þriðju
og höfn í þeirri fjórðu sé unnin ein
skýrsla um heildaráhrif fram-
kvæmdarinnar á umhverfið.
Landvernd kærir til ráðherra
Búið er að vinna mat á umhverfis-
áhrifum álvers sem Norðurál
áformar að reisa í Helguvík og 4.
október sl. birti Skipulagsstofnun
álit þar sem fallist er á framkvæmd-
ina. Í kjölfarið sendi Landvernd er-
indi til umhverfisráðuneytisins þar
sem kærð er sú ákvörðun Skipu-
lagsstofnunar að láta ekki fara
heildarmat á framkvæmdinni allri,
þ.e. álveri, háspennulínum og fyr-
irhuguðum virkjunum. Deilt var um
hvort Skipulagsstofnun hefði tekið
formlega ákvörðun um að láta ekki
fara fram slíkt heildarmat og þá
hvort málið væri yfirleitt kæran-
legt. Umhverfisráðuneytið hefur nú
úrskurðað að um þetta hafi verið
tekin ákvörðun og því verður á
næstu vikum kveðinn upp efnisleg-
ur úrskurður um kæruna.
Ágúst Hafberg, framkvæmda-
stjóri viðskiptaþróunar og sam-
skipta hjá Norðuráli, segir það mat
stjórnenda Norðuráls að kæra
Landverndar sem fjallar um verk-
lag Skipulagsstofnunar hafi ekki
áhrif á verkefnið. Álit Skipulags-
stofnunar á mati á umhverfisáhrif-
um sé ekki kæranlegt til umhverf-
isráðherra. „Að frumkvæði Skipu-
lagsstofnunar var vandlega farið
yfir umrætt verklag við gerð mats-
áætlunar. Það er alveg ljóst í okkar
huga að allt ferli mats á umhverfis-
áhrifum var réttmætt og eðlilegt og
undir það hefur Skipulagsstofnun
margoft tekið.“
Lögfræðileg óvissa?
Skipulagsstofnun fjallaði einnig
nýlega um hvort fram ætti að fara
heildarmat á umhverfisáhrifum ál-
vers á Bakka, stækkun Kröfluvirkj-
unar, virkjunar á Þeistareykjum og
lagningu háspennulína frá Kröflu
og Þeistareykjum. Niðurstaða
Skipulagsstofnunar var að ekki
væri þörf á að meta umhverfisáhrif
framkvæmdanna sameiginlega.
Skipulagsstofnun bendir á að
unnið hafi verið svæðisskipulag fyr-
ir háhitasvæði í Þingeyjarsýslu og í
því sé gert ráð fyrir virkjunum á
Þeistareykjum og í Gjástykki ásamt
frekari virkjunum í Kröflu og
Bjarnarflagi. Þar hafi heildaráhrifin
verið kynnt og almenningur hafi
haft tækifæri til að tjá sig um málið.
Bent er á að tímaferlar við mat á
umhverfisáhrifum framkvæmda og
framkvæmdirnar sjálfar falla mis-
jafnlega vel saman. Ekki sé víst að
mat á umhverfisáhrifum fram-
kvæmdarinnar í heild sé besta leið-
in til að hagsmunaaðilar og aðrir
þeir sem málið varðar geti sett sig
inn í það. Þá liggi fyrir að stefnt sé
að því að virkja á Þeistareykjum og
Kröflu óháð því hvort álver rísi við
Húsavík. Skipulagsstofnun leggur
hins vegar áherslu á að frummats-
skýrslur um virkjanir og línulagnir
á svæðinu verði kynntar sameigin-
lega og að skýrslur um höfn og ál-
ver við Húsavík verði sömuleiðis
kynntar sameiginlega.
Ljóst er að ef umhverfisráðu-
neytið kemst að annarri niðurstöðu
varðandi umhverfismat álvers í
Helguvík en Skipulagsstofnun
skapast nokkur óvissa um næstu
skref í málinu. Er umhverfismat ál-
versins sem Skipulagsstofnun er
búin að samþykkja þar með ógilt og
þarf að vinna það upp á nýtt? Norð-
urál telur það ekki ganga upp. Búið
sé að samþykkja umhverfismatið á
löglegan hátt og ekki sé hægt að
kæra það til ráðherra. Þarna kann
því að skapast lögfræðileg ósvissa.
Það er hins vegar engin óvissa um
að ekki er hægt að hefja fram-
kvæmdir við álver nema að fyrir
liggi gilt umhverfismat. Það má
einnig gera ráð fyrir að ákvörðun
umhverfisráðuneytisins myndi
skapa fordæmi varðandi undirbún-
ing annarra álversframkvæmda
m.a. við Húsavík. Hjá Skipulags-
stofnun liggja fyrir drög að mats-
áætlun fyrir virkjun á Þeista-
reykjum og matsáætlun fyrir
háspennulínu frá Þeistareykjum til
Húsavíkur. Alcoa hefur hins vegar
ekki skilað matsáætlun varðandi ál-
ver á Bakka við Húsavík. Fram-
kvæmdir við Þeistareykjavirkjun
geta því tafist ef ekki er hægt að
hefja þær fyrr en búið er að ljúka
umhverfismati fyrir sjálft álverið.
Lengri tíma tekur að byggja virkj-
un en álver þannig að ef gera ætti
heildarmat á áhrifum allra fram-
kvæmdanna á umhverfi myndu
framkvæmdir tefjast talsvert.
Ákvörðunar um álver á
Bakka að vænta í sumar
Formleg ákvörðun um að fara út í
byggingu álvers í Helguvík og á
Getur umhverfisráðherra
Árvakur/Ómar
Ál Norðurál og Alcoa vinna af kappi að því að undirbúa byggingu nýrra álvera í Helguvík og á Bakka við Húsavík.
Þeir sem unnið hafa að undirbúningi
álvers í Helguvík vilja helst hefja
framkvæmdir í næsta mánuði. Búið er
að kæra umhverfismat álvers til um-
hverfisráðherra sem kveður upp úr-
skurð á næstu vikum.
SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR og Samfylking
kynntu talsvert ólíkar áherslur í stóriðju-
málum fyrir síðustu kosningar. Áhersla Sam-
fylkingarinnar um stóriðjustopp náði ekki inn í
stefnuyfirlýsingu stjórnarflokkanna, en innan
flokksins eru hins vegar öfl sem leggja mikla
áherslu á að tefja eða stöðva áform um ný ál-
ver.
Í kosningabaráttunni lagði Samfylkingin
áherslu á að stjórnvöld settu fram ramma-
áætlun um náttúruvernd sem næði til landsins
alls. Á meðan gerð hennar stæði yfir vildi
Samfylkingin að öllum rannsóknum og áætl-
unum varðandi stóriðju hér á landi yrði frest-
að. Sjálfstæðisflokkurinn lagði hins vegar
áherslu á að ekki yrði lagður steinn í götu
þeirra fyrirtækja sem undirbúið hafa álver
eða virkjanir. Fyrirtækin yrðu að uppfylla
ákvæði laga og reglna um umhverfismat.
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna
er ekki að finna neitt ákvæði um stóriðjustopp
líkt og Samfylkingin hafði lagt áherslu á fyrir
kosningar. Einungis er talað um að unnið
skuli að rammaáætlun um náttúruvernd og
Átök innan stjórnarflokkanna um
Stjórnarflokkarnir hafa
mismunandi áherslur í
stóriðjumálum
Árvakur/Ómar
Stjórn Krafa Samfylkingarinnar um stóriðjustopp náði ekki inn í stjórnarsáttmálann sem Geir
H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kynntu þegar stjórnin var mynduð á Þingvöllum.
Í HNOTSKURN
»Í stefnuyfirlýsingu stjórnarflokkannasegir: „Til að skapa sátt um vernd og
nýtingu náttúrusvæða er mikilvægt að
ljúka rannsóknum á verndargildi þeirra og
gildi annarrar nýtingar. Sérstök áhersla
verði lögð á að meta verndargildi há-
hitasvæða landsins og flokka þau með til-
liti til verndar og orkunýtingar. Stefnt
verður að því að ljúka vinnu við ramma-
áætlun fyrir lok árs 2009 og leggja nið-
urstöðuna fyrir Alþingi til formlegrar af-
greiðslu. Þar til sú niðurstaða er fengin
verði ekki farið inn á óröskuð svæði án
samþykkis Alþingis, nema rannsóknar- eða
nýtingarleyfi liggi fyrir.“