Morgunblaðið - 21.02.2008, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Ást er að fá ríflegan heimanmund.
VEÐUR
Þorsteinn Már Baldvinsson, for-stjóri Samherja, tók við sem nýr
formaður stjórnar Glitnis í lok aðal-
fundar bankans í gær.
Það var sérstaklega ánægjulegt aðfylgjast með Þorsteini Má, sem
gerði breytingartillögu við tillögu
fráfarandi stjórnar um hver kjör
stjórnarmanna skyldu vera.
Þorsteinn Márlagði til að laun
stjórnarformanns-
ins yrðu lækkuð um
hálfa milljón króna,
yrðu 550 þúsund
krónur á mánuði en
ekki 1,05 milljónir
króna. Jafnframt
lagði hann til að laun annarra stjórn-
armanna lækkuðu umtalsvert, en þó
minna en hans eigin.
Tillagan var samþykkt samhljóðaog formaðurinn uppskar dúndr-
andi lófatak, það eina á aðalfund-
inum.
Hér talar maður sem er í fullujarðsambandi. Hann hefur djúp-
ar rætur í íslensku atvinnulífi og
sterk tengsl við atvinnulífið.
Eflaust má vænta þess að maðursem hefur formennsku sína í
bankaráði með þessum hætti eigi
eftir að láta að sér kveða með öðrum
hætti en ungu mennirnir sem gjarn-
an hafa verið nefndir „einkaþotu-
drengirnir“.
Þorri almennings er fyrir lönguorðinn þreyttur á frásögnum af
ofurlaunum, óhófi og lúxusboðs-
ferðum útvalins hóps fjármálastofn-
ana.
Þorsteinn Már gefur til kynna,með innkomu sinni í banka-
stjórn Glitnis, að hér eftir verði
breyting á. Mættum við fá meira að
heyra?
STAKSTEINAR
Þorsteinn Már
Baldvinsson
Nýr formaður Glitnis – nýr tónn
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!
"#$$ %$%
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
&''&
'
" $$&''#
&''&
"#
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
!% %
% !
% % !% !% !% % !
%
*$BC $$$
!" *!
$$B *!
( )
* $ $) $
+
<2
<! <2
<! <2
( *'& $, '#-$.&'/
C8-D
*
# !$
%& ' ( " )*
/
+ )* $
&,'
*!%$
$ <7
!$-
-
* . ' /&
"
0
01&&$$22'&$
$3
$, '#
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Sigurður Ásbjörnsson | 19. febrúar
Dúxinn í
tossabekknum
Álit mitt á Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur hefur
vaxið að undanförnu.
En ég velti því fyrir mér
hvort henni finnist út-
koman úr þessari könn-
un vera hvetjandi til að standa í valda-
baráttu. Hvað þá að þiggja það úr
hendi Vilhjálms að setjast í odd-
vitasætið. Metnaðarfull manneskja
hlýtur að vilja fá lýðræðislegra umboð
heldur en hann getur boðið upp á.
Meira: sas.blog.is
Sigurlaug Anna Jóhannsd. | 20. febrúar
Von
Bandaríkin eru for-
ysturíki í alþjóðamálum
í dag, einpóla kerfi ríkir.
Embætti forseta Banda-
ríkjanna er valdamesta
embætti heimsins. Það
skiptir gríðarlegu máli
fyrir okkur öll hver er forseti í Banda-
ríkjunum. Hingað til hafa miðaldra
hvítir karlmenn gegnt embættinu og
realisminn verið ríkjandi hug-
myndafræði í stjórnmálum BNA.
[…]Barack Obama gefur mér ástæðu
til að trúa því að verði hann kjörinn …
Meira: sigurlauganna.blog.is
Ólína Þorvarðardóttir | 19. febrúar
Á fullu tungli
Á fullu tungli er lífið löðr-
andi af magni og orku.
[…] Á fullu tungli fæð-
ast börnin flest, elsk-
endur finna lífsorku og
ástríður ólmast í brjóst-
inu. Fullt tungl er tími
fullkomnunar – samruna – fyllingar.
Samningar eru undirritaðir, áföngum
fagnað. Séu erfiðleikar í lífi fólks
munu þeir trúlega ná hámarki á fullu
tungli – sé lausn vandamáls í sjón-
máli eða undirbúningi mun hún ná
fram að ganga á fullu tungli.
Meira: olinathorv.blog.is
Einar K. Guðfinnsson | 19. febrúar
Sum orð eru of dýr til
þess að nota þau
Það væri heillaráð að
koma fyrir eintaki af
Brekkukotsannál eftir
Halldór Laxness í einka-
þotunum sem löngum
prýða Reykjavík-
urflugvöll um þessar
mundir. Þetta er sagt vegna þess að í
þeirri bókmenntaperlu getur að líta
hin fleygu orð: „Í Brekkukoti voru orð-
in of dýr til þess að nota þau – af því
þau þýddu eitthvað; okkar tal var
einsog óverðbólgnir peníngar:“
Á sama tíma og atvinnulífið siglir
krappan sjó og orð sem hrjóta af
vörum stjórnmálamanna og áhrifa-
manna í atvinnulífi eru lesin, krufin og
út af þeim lagt, er eins gott að vanda
orðfæri sitt, þegar kemur að því að
fjalla um svo vandmeðfarna hluti sem
hin djúpu tilvistarrök efnahags-
gangverksins.
Hver á fætur öðrum koma menn og
segja að ímynd landsins skipti máli
og geti hreinlega haft áhrif á við-
skiptakjör okkar. Jón Ásgeir, einn
helsti og áhrifamesti kaupsýslumaður
landsins, segir landið okkar búa við
ímyndarkreppu og væri gaman að vita
hvernig sú kreppa hafi orðið til. Líka
af því að nýleg ummæli um fjárhags-
lega stöðu bankanna voru kannski
ekki alveg beinlínis fallin til að bæta
þessa ímynd. Þau orð voru því miður
ekki byggð á misskilningi okkar sem
lásum þau og heyrðum. Misskilningur
var það sem sé ekki, en mistök svo
sannarlega og þá er bara að við-
urkenna það. Það er stórmannlegast.
Þegar gefur svona á bátinn í við-
skiptalífinu er þess vegna eins gott
að menn gangi fram af fyllsta
gagnsæi og gefi ekki færi á neinum
efasemdum um að allt sé með felldu.
Það verður að liggja algjörlega fyrir að
allir séu jafnir; stórir sem litlir hlut-
hafar. Þegar stór hluthafi kaupir hluta-
bréf með fjórðungsafslætti frá mark-
aðsverði og annar er síðan keyptur út
á yfirverði í kjölfarið vakna spurningar.
Eðlilega. [...] Þetta er nefnilega spurn-
ing um ímynd, það er mikið rétt. En
einnig um fleira. Hluthafar verða að
geta treyst upplýsingum og einnig því
að upplýsingar séu veittar. Ella skap-
ast tortryggni sem ekki má eiga sér
stað í opnum félögum, þar sem hags-
munir margra eru svo ríkir. Allra síst
núna, þegar þörf er á trausti.
Meira: ekg.blog.is
BLOG.IS
FYRIRTÆKIÐ Icepharma hefur
fært taugalækningadeild Landspít-
alans í Fossvogi að gjöf fullkomið
sjúkrarúm. Sjúkrarúmið er frá
bandaríska fyrirtækinu Hill-Rom
sem er í fremstu röð í framleiðslu á
rúmum og dýnum fyrir sjúkrahús og
hjúkrunarheimili, segir í tilkynn-
ingu. Rúmið er rafknúið og með
gálga og vökvastandi. Búnaður til
stillingar á því er fullkominn og auð-
velt fyrir sjúklinginn að stýra hon-
um með stjórnborði við hliðina á sér.
Rúmið er um leið þannig útbúið að
auðvelt er fyrir starfsfólk að annast
sjúklinga í því.
Gáfu sjúkrarúm á
taugalækningadeild
Auðveldar störfin Kristín Sigtryggsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og
Edda Blumenstein við afhendingu sjúkrarúmsins. Margrét Rögn Hafsteins-
dóttir deildarstjóri tók við því ásamt fleira starfsfólki deildarinnar.
FRÉTTIR