Morgunblaðið - 21.02.2008, Síða 19

Morgunblaðið - 21.02.2008, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 19 SUÐURNES Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Keflavíkurflugvöllur | Samið hefur verið um að menntastofnunin Keilir taki að sér námskeiðahald sem Flugmálastjórnin á Keflavíkurflug- velli hefur annast. Þar er um að ræða fræðslu um flugvernd, örygg- isvörslu og endurmenntun. Hjálmar Árnason, forstöðumaður fagskóla Keilis, segir að með þessum sam- starfssamningi sé stigið fyrsta skrefið að uppbyggingu öryggis- klasa og flugklasa hjá Keili. Allir starfsmenn við millilanda- flugið þurfa að fá fræðslu í öryggis- málum, svokallaða flugverndarþjálf- un, samkvæmt alþjóðlegum reglum og kröfum Alþjóðaflugmálastofnun- arinnar. Þetta á við um alla starfs- menn flugfélaga og opinberra stofn- ana á flugvellinum, annarra þjón- ustufyrirtækja, verktaka og annarra sem fá aðgangsheimildir að flugvall- arsvæðunum. Á þetta við um Kefla- víkurflugvöll og aðra flugvelli lands- ins þar sem millilandaflug fer fram. Flugmálastjórnin á Keflavíkurflug- velli hefur annast þessa fræðslu undanfarin ár, einnig lengri nám- skeið fyrir þá sem vinna við örygg- isgæslu og endurmenntun. Þá eru í undirbúningi sérstök námskeið í flugvernd fyrir stjórnendur. Stofn- unin tók í notkun nýjan hermibúnað til þjálfunar við skimum á fólki sem nýtist vel að sögn Arngríms Guð- mundssonar, yfirmanns öryggis- sviðs flugvallarins. Koma upp flugklasa Samið hefur verið um að Keilir taki að sér þetta námskeiðahald frá og með 1. ágúst næstkomandi. Flug- málastjórnin mun áfram bera fag- lega ábyrgð á verkefninu. „Umfang þessarar starfsemi er orðið mikið og við teljum henni betur fyrir komið í samstarfi við Keili sem sérhæfir sig í fræðslustarfi. Við teljum að hún geti blómstrað þar með öðrum tengdum þáttum,“ sagði Stefán Thordersen flugvallarstjóri þegar gengið var frá samningum. Að sögn Hjálmars eru uppi hug- myndir að bæta þjónustuþáttum við fræðsluna, í samvinnu við fyrirtæk- in sem senda starfsfólk á námskeið- in. Keilir er að byggja upp ýmsar námsleiðir. Samningurinn um nám- skeiðahald fyrir Flugmálastjórnina á Keflavíkurflugvelli er liður í upp- byggingu tveggja þeirra, öryggis- klasa og flugklasa. Í flugakadem- íunni er ætlunin að sinna kennslu í allri flugtengdri starfsemi svo sem flugmennsku, flugþjónustu, flugum- ferðarstjórn og flugvirkjun. Áhugi er á svipaðri nálgun í öryggisklasa. Niðurstöður nefndar sem dóms- málaráðherra skipaði um athugun á sameiningu menntunar tollvarða, lögreglumanna, fangavarða og starfsmanna Landhelgisgæslunnar eru nú til athugunar í ráðuneytinu. Keilir tekur að sér flugverndarþjálfun Samstarf Ólafur Thordersen og Hjálmar Árnason takast í hendur eftir undirritun samninga. Í HNOTSKURN »Um tvö þúsund manns vinnavið millilandaflugið á Kefla- víkurflugvelli. »Enginn starfsmaður fær að-gangsheimild fyrr en hann hefur fengið flugverndarþjálfun. »Á síðasta ári voru haldin 128námskeið og þau sóttu alls 1.740 nemendur. Meginhluti þátttakendanna var í almennri flugverndarþjálfun. Einnig eru haldin námskeið í öryggisvörslu og endurmenntun sinnt. 1.740 sóttu örygg- isnámskeið á flug- vellinum í fyrra AUSTURLAND Reyðarfjörður | 160 nemendur Grunnskólans á Reyðarfirði gengu ásamt kennurum sínum í gær gegn einelti um þéttbýlið á Reyðarfirði. Mikill hugur var í krökkunum og sögðust þau vilja útrýma einelti úr skólanum sínum í eitt skipti fyrir öll. Grunnskólinn á Reyðarfirði er þátttakandi í Olweusarverkefninu gegn einelti og hafa nemendur unnið ýmis verkefni og átt sam- ræðu um einkenni eineltis og við- brögð við því. M.a. hafa þeir stað- fest með lófafari sínu á stóran hvítan dúk vilja sinn til að taka aldrei þátt í einelti. Í gær var svo efnt til vinadags í skólanum og í hádeginu þustu krakkarnir út á skólalóð með kröfuspjöld í hendi, þar sem m.a. mátti líta áletranir eins og „Ú á einelti,“ „Einelti sökkar feitt“ og „Ekkert einelti í skólanum okkar.“ „Við erum að mótmæla einelti, það er vont mál. Það er lítið um einelti í skólanum okkar en samt eitthvað eins og alls staðar annars staðar. Við látum kennarana og skólastjórann vita ef við heyrum um eitthvað. Það þarf að tala um þetta. Við þolum ekki einelti og viljum útrýma því,“ sögðu nokkrir sjöundubekkingar í göngunni í gær. Árvakur/Steinunn Ásmundsdóttir Samtaka 160 nemendur Grunnskólans Reyðarfirði ganga gegn einelti. Einelti skal ekki þrífast í okkar skóla! Neskaupstaður | Bæjarráð Fjarða- byggðar ákvað á þriðjudag að bjóða upp á fríar rútuferðir í Oddsskarð. Ekið verður alla virka daga og frá öllum þéttbýlisstöðunum í Fjarða- byggð. Miðað er við að rútur komi á skíðasvæðið um kl. 17:00 og lagt er af stað til baka kl. 20.30. Þetta er tilraunaverkefni sem standa mun til 19. mars nk. Reynslan á þessu tímabili verður svo notuð til að ákveða framhaldið til vors og verður höfð til hliðsjónar næsta vet- ur. Skíðaleiga er í Oddsskarði og á fimmtudagskvöldum er boðið upp á skíðakennslu fyrir fullorðna. Ókeypis rútuferðir í Oddsskarð Þvottavél verð frá kr.: 104.500 vi lb or ga @ ce nt ru m .is Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200 www.eirvik.is Íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar Stórt hurðarop 20 ára ending Gerð Listaverð TILBOÐ Þvottavél W1514 149.285 104.500 1400sn/mín/5 kg Þvottavél W1714 179.600 134.700 1400sn/mín/6 kg Þurrkari T7644C 142.144 99.500 rakaþéttir/6 kg Eirvík kynnir sportlínuna frá Miele Miele gæði TILBOÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.