Morgunblaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 21
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 21 Bæjarsjónvarpið á Akureyri, N4, verður bráðlega sjáanlegt á Digital Ísland, dreifikerfi Vodafone. Þar með geta langflestir landsmenn séð útsendingar N4. Forráðamenn stöðvarinnar stefna að því að fara af stað með daglegan fréttaþátt á ný.    Ekki verður hafist handa við að grafa Vaðlaheiðargöng til þess að ná í efni fyrir uppfyllingu vegna leng- ingar flugbrautarinnar. Kjartan Lárusson, framkvæmdastjóri Mark- aðsskrifstofu ferðamála á Norður- landi, nefndi þetta í blaðinu í gær en samgönguráðherra segir það ekki mögulegt. „Það þyrfti að grafa upp undir þrjá kílómetra til að fá það efni sem þarf vegna lengingar flugbraut- arinnar og það tekur of langan tíma,“ sagði Kristján í samtali í gær. Ef þessi háttur yrði hafður á myndu framkvæmdir við flugvöllinn taka of langan tíma, segir hann.    Nýr formaður var kjörinn í stjórn knattspyrnudeildar KA í vikunni. Það er Gunnar „Gassi“ Gunnarsson, sem síðustu ár hefur verið fram- kvæmdastjóri deildarinnar. Aðal- fundur knattspyrnudeildar Þórs var líka haldinn í vikunni. Unnsteinn Jónsson verður áfram formaður þar á bæ.    Breytingar hafa verið ákveðnar í möguleikamiðstöðinni Rósenborg og eru starfsmenn ósáttir, að sögn svæðisútvarps Norðurlands. Tveir hafa þegar ákveðið að starfa ekki þar áfram, forstöðumaður Punktsins (sem er handverks- og tómstunda- miðstöð) og forvarnarfulltrúi bæj- arins. RÚVAK segir að for- stöðumaður Punktsins hafi starfað þar í 14 ár, eða frá upphafi. „For- varnarfulltrúi bæjarins, segist ætla að leita réttar síns í málinu. Al- þjóðastofa mun að öllum líkindum heyra undir Alþjóðahúsið í Reykja- vík,“ segir RÚVAK.    Gaman er að lesa greinargerð með tillögu til þingsályktunar um sjáv- arlíffræðisafn og rannsóknarsetur á Akureyri, en hún var lögð fram á Al- þingi í vikunni. Þar segir meðal ann- ars: „Fjölmörg sjávarlífssöfn má finna á Norðurlöndum en ekkert þeirra tengist rannsóknum með þeim hætti sem hér er sett fram. Svo vitað sé er ekkert slíkt safn til ann- ars staðar þannig að hér er um ein- stakt tækifæri að ræða til að taka forustu á heimsvísu á þessu sviði. Aðstæður til að setja slíkt safn á fót við Pollinn á Akureyri eru einstakar. Þar má auðveldlega sjá fyrir sér að safn um sjávarlíffræði verði að hluta til neðansjávar, þar mætti sýna fiska í náttúrlegu umhverfi, kræklinga- eldi, fiskeldi, hafsbotninn, botn- gróður og manngerðar eftirlíkingar af ýmsum náttúruundrum hafsins.“    Ungur maður var í gær, í Héraðs- dómi Norðurlands eystra, dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi, fyr- ir „brot gegn valdstjórninni“ eins og það er orðað. Hann var ölvaður í miðbæ Akureyrar, hótaði tveimur lögreglumönnum ítrekað lífláti og að vinna þeim og fjölskyldum þeirra mein. Þá hrækti hann framan í ann- an lögreglumanninn. Ákærði, sem aldrei hefur áður komist í kast við lögin, viðurkenndi skargiftir fyrir dómi og lýsti yfir iðran. Árvakur/Skapti Hallgrímsson Valgarður Baldvinsson og Haraldur Sigurðsson eru heiðursfélagar LA. Þeir skemmtu sér konunglega á frumsýningu farsans Fló á skinni nýverið. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Gaman í leikhúsinu Stefán Friðbjarnarson skrifarVísnahorninu: „Pétur Gunnarsson var gestur Leshóps eldri borgara í Gullsmára í janúar sl. Bók hans ÞÞ í fátæktarlandi lýsir sultarlífi Þórbergs á kreppuárum og nákvæmni hans í dagbókarskrifum, þar sem hann tíundar m.a. hvenær hann „lá konur“. Þórbergur var Þórðarsonur og þung á hvörmum sultartárin, en ljóðagerð og „legnar konur“ léttu honum kreppuárin. Vigdís Grímsdóttir var gestur leshópsins í febrúar. Kynntar voru bækurnar, Bíbí, Ég heiti Ísbjörg..., Kaldaljós, Grandavegur 7 o.fl. Bókarheitin runnu saman í stöku: Bíbí flestra hlýtur hrós, en henni fylgir tregi. Kveikir Ísbjörg Kaldaljós keik á Grandavegi. Og svo er það Hillarý-Óbama- kapphlaupið í henni Ameríku. Hillarý – henn’er ei sama ef hamingjan breytist í drama. Henni til angurs og ama er eldhuginn Barack-Ó-bama.“ Rúnar Kristjánsson segir vísu sína í Vísnahorninu í gær alls ekkert um Dag, ekki heldur nótt, heldur Björn Inga Hrafnsson. „Svo átti þetta nú að vera háð.“ Hann sig lausan feginn fékk, fágaður og skafinn. Líkt og engill út svo gekk, allra hrósi vafinn. VÍSNAHORNIÐ Af pólitík og rithöfundum pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.