Morgunblaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 9 FRÉTTIR Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is INNAN nokkurra vikna, jafnvel hálfs mánaðar, mun starfshópur á vegum fjármálaráðuneytisins skila af sér skýrslu þar sem lagðar verða fram tillögur um samræmda skatt- lagningu ökutækja og eldsneytis. Tillögurnar verða síðan teknar til athugunar af ráðuneytum fjármála, umhverfis og samgöngumála og í kjölfarið kunna að vera lögð fram frumvörp til breytinga á þeim lögum sem gilda í dag um skattlagningu ökutækja og eldsneytis. Lögfræðingarnir Ingvi Már Páls- son og Þórður Reynisson hjá fjár- málaráðuneytinu eiga sæti í starfs- hópnum, en alls hafa nefndarmenn rætt við tæplega þrjátíu hagsmuna- aðila við mótun tillögugerðarinnar frá því skýrslugerðin hófst síðasta sumar. Ekki liggur fyrir hvort tillög- urnar verða í þá veru að beinar tekjur ríkisins af bifreiðum lækki, en hér er um að ræða vöru- og skrán- ingargjöld og bensín- og olíuskatta. Þeir segja jafnframt starfshópinn hafa horft til Evrópu og Norður- landanna við tillögugerðina, en þar hafi gjaldtakan færst í þá átt að þeir sem aki bifreiðum sem losi mest magn koldíoxíðs á hvern ekinn kíló- metra greiði mest, og öfugt. Viðbúið sé að olíuverð haldist hátt og áherslan sé í þá veru að draga úr notkuninni. Evrópusambandið hafi sett sér markmið um að meðallosun koldíoxíðs frá nýskráðum bifreiðum innan sambandsins verði árið 2012 komin niður í 120 grömm/CO2 á km, en til samanburðar var losunin á Ís- landi 194 grömm 2007 og 214 g 2002. Ríkið innheimtir sem fyrr segir vörugjöld af bifreiðum og hafa heyrst raddir um að miða ætti gjöld- in við hversu mikið ökutæki mengi, hugmyndir sem Vettvangur um vist- vænt eldsneyti hefur haft til hlið- sjónar og þegar er farið að fram- kvæma í þeim ríkjum sem starfshópurinn hefur verið að skoða. Sem dæmi um slíka stefnumótun nefna Ingvi Már og Þórður Frakk- land, þar sem þegar séu greiddar um þúsund evrur, hátt í hundrað þúsund krónur, með hverri bifreið sem losi minna en 100 grömm af CO2 á km. Nefndin átti upphaflega að skila tillögum þann 1. febrúar sl. og er sem fyrr segir ráðgert að tillögur hennar muni eiga þátt í nýrri löggjöf um samræmda skattlagningu öku- tækja og eldsneytis. Í hvaða farveg tillögugerðin fari telja þeir félagarnir ótímabært að ræða á þessu stigi, hlutverk þeirra sé ekki að setja lög, auk þess sem skýrslugerðinni sé ólokið. Breytt gjaldtaka ríkisins af bílum í farvatninu Morgunblaðið/Árni Sæberg Hluti neyslunnar Nýjar bifreiðar bíða fyrstu eigenda sinna í Reykjavík. ORKUVEITA Reykja- víkur hefur látið bora lengstu holu landsins. Hún er 3.111 metrar að lengd og var stefnuboruð af norð- urhluta Skarðsmýr- arfjalls, undir útivist- arsvæðið í Innstadal og er botn borhol- unnar undir suð- urhlíðum Hengilsins. Holan var boruð til að afla gufu fyrir Hellisheiðarvirkjun og lofar hún góðu, segir í frétt frá OR. Jarðboranir sáu um verkið og var borinn Týr notaður við verk- ið. Á Hengilssvæðinu eru vinsæl og fögur útivistarsvæði og ákvað Orkuveitan við upphaf framkvæmda að leitast við að draga sem mest úr raski á þeim svæðum. Því var ákveðið að stefnubora lang- flestar holur og er botn sumra allt að 1,5 kílómetra út frá lóðlínu niður undan holutoppnum. Dýpsta holan á gamla Framvellinum Á loftmyndinni er nýja borhol- an merkt HE-37 og sýnir óbrotna línan mælda legu og brotalínan áætlaða legu hennar undir yfir- borðinu. Mælingum á nákvæmri legu er ekki lokið. Borholan leysir af hólmi nokk- urra áratuga gamla borholu sem lengsta borholan á Íslandi. Sú er á Laugarnessvæðinu í Reykjavík og var boruð á gamla Framvell- Lengsta borhol- an stefnuboruð á Hengilssvæðinu                             inum, norðan og neðan við Stýri- mannaskólann, þar sem nú er ris- in íbúðabyggð. Hún var boruð árið 1979, lóðrétt niður á 3.085 metra dýpi og því enn sú hola sem nær dýpst niður í jarðskorpuna hér á landi. Vegna sveigjunnar á holunni á Skarðsmýrarfjalli nær hún ekki niður á það dýpi þó að hún sé lengri. Holan við Skipholtið kann end- anlega að missa titilinn síðar á árinu þegar lóðréttar holur verða boraðar á Hengilssvæðinu og víð- ar, enda hefur bortækninni fleygt fram. ÍSLENSK NýOrka, Orkusetrið og Orkustofnun hafa dreift bæklingi til um 70% af fyrirtækjum landsins, þar sem m.a. er lagt til að ökutæki aðila sem tileinka sér visthæfa öku- tækjastefnu eyði ekki meiru en 5 lítrum af bensíni eða dísilolíu á hverja ekna 100 km. Losun koldíox- íðs verði að hámarki 120 g á km. Þar segir að fyrirtæki skuli leggja áherslu á sparakstur, stefna að tilteknu hlutfalli visthæfra öku- tækja og meta hversu mikil elds- neytisnotkun sé viðunandi fyrir mismunandi stærðir ökutækja. Eins og komið hefur fram í Morg- unblaðinu hefur Orkusetur mótað visthæfa samgöngustefnu sem ætl- að er að verða fyrirmynd fyrir einkaaðila og hið opinbera. Sigurður Ingi Friðleifsson, fram- kvæmdastjóri Orkuseturs, telur að- spurður mikilvægt að ríkisstofn- anir taki upp slíka stefnu og bendir á að með því að kaupa þjónustu af fyrirtækjum á borð við Leigubíla- stöðina 5678910, sem bjóði þegar upp á visthæfar bifreiðar, geti op- inberir aðilar lagt sitt af mörkum sem og einkaaðilar. Leggja til að eyðslan fari ekki yfir fimm lítrana Fréttir í tölvupósti Kynningarfundur á ferðum sumarsins verður haldinn í Víkingasal Hótels Loftleiða mánudaginn 3. mars nk. kl. 20:00 Orlofsferðir sumarið 2008: Hólar í Hjaltadal 16. - 20. júní Austurland 18. - 21. júní Vesturland 23.- 27. júní Danmörk 6. - 12. júní Alparnir 15. - 22. júní Skotland 26. júní - 1. júlí Í lögum um orlof húsmæðra segir svo: „Sérhver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf, á rétt á að sækja um orlof.“ Stjórnin Frá Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Glæsilegur sparifatnaður fyrir mömmur og ömmur fermingarbarna Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið virka daga 10.00-18.00 Laugard. Bæjarlind 10.00-16.00 og Eddufell 10.00-14.00 Kvartbuxur Str. 36 - 56 hvítar - svartar - galla iðunn tískuverslun Laugavegi 51, s. 561 1680 Útsölulok Bolir kr. 1000 Peysur kr. 2500 Blússur kr. 2500 Buxur kr. 4950 Pils kr. 4950 Úlpur kr. 10000 Kápur kr. 10000 Gallabuxur kr. 4400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.