Morgunblaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 26
Lengi hefur tíðkast, t.d. íNew York, að breyta verk-smiðju- og iðnaðarhús-næði, loftum eins og slíkt húsnæði er kallað þar á bæ, í flottar og eftirsóttar íbúðir. Minna hefur verið gert af því hér þótt það þekkist. Fram á níunda áratuginn var Sæl- gætis- og efnagerðin Freyja til húsa í tveimur stórum sambyggðum húsum við Lindargötu. Í þessum húsum eru nú fallegar íbúðir, sannkölluð loft. Töluvert hugmyndaflug þarf til að geta ímyndað sér að á „loftinu“ hjá þeim Kristjönu, sem er félagsfræð- ingur, og Agnari, sem er í auglýs- ingabransanum, hafi eitt sinn verið framleidd Freyjupáskaegg, svo ekki sé nú talað um Freyjustaurana og Freyjukaramellurnar. En sú er þó raunin. Þegar Freyja var í húsinu á Lindargötunni var ekki mikið af skil- veggjum á hæðinni, sem nú er orðin glæsileg nýtískuíbúð. Burðarveggur skipti hæðinni að hluta til eftir endi- löngu og hann er að sjálfsögðu þarna enn. Einnig má sjá upprunalegu burðarbitana í loftinu. Eftir að sæl- gætisframleiðslunni var hætt og Freyja flutti í Kópavog var hæðinni, sem er 128 fermetrar, breytt í íbúð. Að Lindargötunni sneru þá eldhúsið og herbergi, en stofurnar sneru í önd- verða átt. Sennilega hefur það m.a. verið vegna þess að þeim megin var meira um sól en hins vegar er þar Morgunblaðið/Golli Rúmgott Eldhúsveggurinn lítur út eins og hann sé hlaðinn úr rauðum múrsteini en hann klæddur sérstökum veggplötum sem tók iðnaðarmenn eina þrjá daga að púsla saman. Einhverju sinni voru húsakynnin við Lindar- götu full af karamellu, súkkulaðistaurum og páskaeggjum. Nú búa þar félagsfræðingur og aug- lýsingamaður sem Fríða Björnsdóttir heimsótti. Eitt rými Stofa og eldhús renna saman og húsgögnin í stofunni fylla hæfilega í rýmið. Baðherbergi Fjörusteinar á salerniskassa og víðar sem og óbein lýsing setja hlýlegan svip á baðherbergið Augnakonfekt í sælgætisverksmiðju Vatnsfylltur fótur Borðstofuborðið er þeirrar náttúru að vatn er sett í fótinn til þess að það sé stöðugt. Ljósgeislarnir frá ljósakrónunni leika á veggjum og lofti. lifun 26 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.