Morgunblaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 29 Samfélag þjóðanna er sérnú mun meðvitaðra enáður um að vel flest íhegðun mannanna hef- ur áhrif á umhverfið og þar með lífsskilyrði og afkomumöguleika komandi kynslóða. Það er af þeim ástæðum að umhverfis- málin í víðum skilningi skipa æ veigameiri sess í þjóðfélags- umræðu vítt og breitt um heim- inn. Samgöngur hafa mikil áhrif á umhverfið, bæði jákvæð og neikvæð. Í þéttbýli eru það ein- mitt samgöngurnar sem oftar en ekki eru helsta umhverfis- ógnin. Hér á höfuðborgarsvæð- inu er svo komið að neikvæð áhrif bílaumferðar eru helstu umhverfisvandamál sveitarfé- laganna og æ oftar mælist mengun í Reykjavík ofar hættu- mörkum. Útblástur koltvíoxíðs frá bílaumferð og svifryk, sem m.a. stafar af notkun nagla- dekkja, eru helstu orsakirnar. Það er því mikilvægt að horfa á markmið og leiðir í samgöngu- málum með gleraugum um- hverfismálanna. Þetta er ástæða þess að ég hef ásamt ellefu öðrum þing- mönnum úr öllum þingflokkum lagt fram á Alþingi tillögu um að fela samgönguráðherra að kanna hagkvæmni lestar- samgangna milli Keflavíkur- flugvallar og Reykjavíkur ann- ars vegar og léttlestakerfis innan höfuðborgarsvæðisins hins vegar. Við leggjum til að kannaðir verði kostir þessa samgöngumáta og gallar, sem og hugsanlegar leiðir. Í því efni er brýnt að horfa á kostnað og ávinning samfélagsins og efna- hagsleg, umhverfisleg og skipu- lagsleg áhrif. Markmið stjórnvalda Margvísleg rök mæla með því að nú verði ráðist í raunverulega og heildstæða athugun á þess- um kostum í samgöngumálum okkar hér á suðvesturhorninu. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér það markmið að umhverfisáhrif- um samgangna verði haldið inn- an ásættanlegra marka. Þannig er miðað við að losun koltvíoxíðs frá samgöngum árið 2010 verði ekki meiri en árið 1990. Til þess að þessum árangri verði náð þurfa stjórnvöld að vera reiðubúin að leita nýrra leiða í samgöngumálum. Greiðar, góð- ar og öruggar samgöngur eru að sjálfsögðu metnaður hvers samfélags. Um leið þarf að tryggja að samgöngurnar hafi sem minnst neikvæð umhverfis- áhrif. Alþjóðasamfélagið hefur einsett sér að takast á við þau með stefnumörkun um sjálf- bæra þróun. Sjálfbærar sam- göngur fela í sér að samræma umhverfisleg, efnahagsleg og samfélagsleg markmið innan samgöngugeirans. Umhverfis- leg markmið eru m.a. að tak- marka notkun jarðefnaelds- neytis, þ.e. bensíns og olíu, að samgöngur ógni ekki vistkerf- um og að mótvægisaðgerðum sé beitt til að sporna við neikvæð- um umhverfisáhrifum. Um- hverfisáhrif samgangna eru margs konar og má nefna loft- mengun, gróðurhúsaáhrif, áhrif á heilsu, hávaða, sjónræn áhrif o.s.frv. Efnahagsleg markmið taka m.a. á kostnaði og sam- félagslegri arðsemi eða hag- kvæmni í samgöngum en um þá nálgun hefur lítið verið fjallað hér á landi þó að hún sé í vax- andi mæli viðfangsefni stjórn- valda í löndunum í kringum okkur og sé óaðskiljanlegur hluti stefnumótunar um sjálf- bærar samgöngur. Samfélags- legu markmiðin lúta m.a. að þáttum er varða lýðheilsu, að samgöngur skaði sem minnst heilsu fólks, skipulagslegum at- riðum, umferðaröryggismálum og umferðarmenningu o.fl. Samgöngur gegna lykilhlutverki Óþarft er að rekja mikilvægi almenningssamgangna og næg- ir að nefna nokkur veigamikil rök, s.s. að: - mengun á hvern farþega í almenn- ingsvagni er minni að meðaltali en á farþega í einkabíl, - kostnaður vegna umferðarmann- virkja er minni á hvern farþega í al- menningsvagni en í einkabíl, - almennings- samgöngur krefj- ast minna land- rýmis undir umferðarmann- virki en einkabíl- ar, - umferðartafir eru ólíklegri í borgar- umhverfi sem býður upp á al- mennings- samgöngur sem raunhæfan ferða- máta, - hærra hlutfall far- þega í almenn- ingsvögnum dreg- ur úr tíðni umferðarslysa, - aukin notkun al- menningsvagna og bætt þjónusta opnar ný sóknar- færi við skipu- lagningu byggðar, hagkvæmari nýt- ingu lands og veitukerfa, þétt- ari og skjólbetri byggð og skapar grundvöll að fjölbreytt- ara mannlífi, Miklir möguleikar eru á að auka hlut annarra orkugjafa en jarðefnaeldsneytis í sam- göngum. Hér á landi liggja miklir möguleikar í þessum efnum og er nauðsynlegt að stjórnvöld hugi sérstaklega að því hvernig auka megi hlutdeild visthæfra orkugjafa í samgöngum, ekki bara í almenningssamgöngum heldur einnig í hinum almenna bílaflota landsmanna, að ekki sé talað um skipaflotann. Það vek- ur athygli að raforka hefur lítið sem ekkert verið notuð til að knýja samgöngutæki hér enda þótt hún sé ódýr í framleiðslu og að mestu endurnýjanleg auð- lind. Óþarft er að rekja hve mik- ilvægar samgöngur eru í nú- tímaþjóðfélagi. Hreyfanleikinn er jafnvel talinn vera mæli- kvarði á samkeppnishæfni ein- stakra samfélaga, borga eða héraða. Og þar vill enginn verða undir. Með vaxandi fólksfjölda og aukinni ferðaþörf, samhliða kröfum um meiri þægindi, minni mengun og alþjóðlegum skuldbindingum í umhverfis- og loftslagsmálum er brýnt að leita nýrra leiða í samgöngum á höf- uðborgarsvæðinu. Um 60% landsmanna búa og starfa í sveitarfélögunum sjö á höfuð- borgarsvæðinu en sé hringurinn dreginn utar og látinn ná austur í Árborg, vestur í Borgarnes og suður í Reykjanesbæ (45–60 mín. akstursfjarlægð frá höf- uðborgarsvæðinu) lætur nærri að um 3/4 hlutar landsmanna búi á því svæði. Það eru því ríkir samfélagslegir hagsmunir að samgöngumálum þessa svæðis sé sinnt með heildarhagsmuni og langtímasýn að leiðarljósi, bæði í efnahagslegu, samfélags- legu og umhverfislegu tilliti. Aukin umsvif á Suðurnesjum Um 75% þjóðarinnar búa í um klukkustundar akstursfjarlægð frá höfuðborginni. Sveitar- félögin í nágrenni höfuðborgarsvæð- isins njóta að sjálf- sögðu þessa nábýlis og sá ávinningur er gagnkvæmur. Sér- staða Suðurnesja er að sjálfsögðu sú að þar er alþjóðlegur millilandaflugvöllur með vaxandi umsvif. Bæði er að erlend- um ferðamönnum sem hingað koma hefur fjölgað geysi- lega á undanförnum áratug og Íslend- ingar sjálfir ferðast mun meira nú en áð- ur var. Lætur nærri að fjöldi erlendra ferðamanna sem fer um Leifsstöð hafi tvöfaldast sl. 10 ár og gæti enn tvöfald- ast á næstu 6–8 ár- um. Glöggur vitn- isburður um þessa þróun er að sjálf- sögðu mikil stækk- un Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Þá hefur brottför hersins á Mið- nesheiði leitt til þró- unar sem fáir sáu fyrir og líkur á að íbúafjöldinn þar muni vaxa hraðar en nokkurn óraði fyrir. Uppbygging há- skólasamfélags á gamla varnarsvæðinu og öll sú þjónusta sem þau breyttu not hafa í för með sér mun leiða til mjög svo aukinna umsvifa og krafna. Allt kallar þetta því á góðar, öruggar og visthæfar sam- göngur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Horfum til framtíðar Fyrir nokkrum árum voru unnar skýrslur um hagkvæmni járnbrautar milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar og í kjölfarið einnig skýrsla um létt- lestakerfi á höfuðborgarsvæð- inu. Þær athuganir beindust fyrst og fremst að kostnaði í þröngum skilningi og mátu ekki þjóðhagsleg áhrif lestakerfis, svo sem vegna umhverfismála, nýtingar innlendrar orku, bættrar lýðheilsu o.þ.h. Einnig koma í þessu efni til breytt viðhorf til umhverfis- mála, ekki síst þættir eins og loftmengun sem er vaxandi vandamál á höfuðborgarsvæð- inu, nýjar og breyttar áherslur í skipulagsmálum o.s.frv. Það því full ástæða til að kanna til hlítar kosti þess og galla að koma á lestarsamgöngum milli Reykja- víkur og Keflavíkurflugvallar annars vegar og léttlestakerfi innan höfuðborgarsvæðisins hins vegar. Slík athugun þarf að taka heildstætt á þjóðhags- legum ávinningi, hvort sem litið er á hann í efnahagslegu, skipu- lagslegu eða umhverfislegu til- liti. Tillaga okkar tólfmenninga er lögð fram í því augnamiði að koma skriði á umræðu um þessi brýnu framtíðarmál. Vonandi fær hún góðar viðtökur. Samgöngur til framtíðar Eftir Árna Þór Sigurðsson Árni Þór Sigurðsson » Það því full ástæða til að kanna til hlítar kosti þess og galla að koma á lestarsam- göngum milli Reykjavíkur og Keflavík- urflugvallar annars vegar og léttlesta- kerfi innan höfuðborg- arsvæðisins hins vegar. Höfundur er alþingismaður Vinstri grænna. nar um heiminn, inberum stað. ð hún og ljós- ð verið í góðu ést á níunda ára- tuna dauða segir Craig. kingu í huga m horfa á mynd- u á körlunum. að hafa frelsi til þess að vera mti mér þó kon- uppúr. „Ég gekk tundum elti lítill stubbur á skellinöðru mig og stundi. Það var bara skemmtilegt, og mér var aldrei ógnað. En myndin hefur verið sett á bókarkápu sem sýnishorn um hvernig konur geta verið áreittar. Svo finnst körlum sem horfa á myndina að konur þurfi að vernda. Ég hef oft feng- ið að heyra það. Svo fóru frumprent af myndinni að seljast fyrir háar upphæðir, auk vegg- spjaldanna, og einu sinni hringdi Ruth og sagði: Veistu hver keypti þig? Dust- in Hoffman! Þá hafði hann keypt ein- tak af myndinni og mér fannst það nú ekkert sérstaklega merkilegt; þessi tittur nær mér varla í nafla!“ segir hún og hlær. „Stundum bregður fólki að heyra að ég sé konan á myndinni, og missir út úr sér að það hafi talið fyrirsætuna löngu dauða! En ég er sprelllifandi og hef það alveg frábært. Þetta ævintýri með myndina hefur verið stór- skemmtilegt. En það er svo merkilegt að flestir þessara gaura á myndinni eru örugglega löngu dauðir – þó ekki greifinn á vespunni, hann er vinur minn – en engu að síður eru ennþá að koma fram kallar sem segjast vera þarna og heimta peninga. Ég held þessir 15 séu orðnir um 450 talsins nú – svo margir vilja eiga hlut í þessu æv- intýri,“ segir ævintýrastúlkan átt- ræða. á í klassískri ljósmynd Ruth Orkin frá árinu 1951 ér konunglega Copyright 1952, 1980 Ruth Orkin rans Ruth Orkin sem var tekin í Flórens 22. ágúst sumarið 1951. Ninalee Craig, sem þá kallaði eittu henni, þótt myndin hafi iðulega verið notuð til að sýna kynferðislega áreitni í verki. Morgunblaðið/RAX ga löngu dauðir,“ segir Ninalee A. Craig og bendir á karlana sem dáðust að henni í Flórens fyrir nni, í von um greiðslu. „Ég held að þessir 15 séu orðnir um 450 talsins,“ segir Craig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.