Morgunblaðið - 01.03.2008, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BJÖRN Bjarna-
son dóms-
málaráðherra
hitti Franco
Frattini, varafor-
seta fram-
kvæmdastjórnar
Evrópusam-
bandsins, sem fer
með dóms- og
innanríkismál, á
fundi í Brussel á fimmtudag.
Á fundinum voru rædd sam-
eiginleg verkefni, sem leiða af
Schengen-aðild Íslands og snerta
samstarf á sviði öryggis- og lög-
reglumála.
Dómsmálaráðherra gerði Fratt-
ini grein fyrir því að ríkisstjórnin
hefði samþykkt að hann ræddi um
þátttöku í lögreglusamstarfi ESB-
ríkjanna, sem byggist á svonefndu
Prüm-samkomulagi. Munu embætt-
ismenn Íslands og ESB vinna að úr-
lausn málsins með það fyrir augum
að tengslin verði samningsbundin.
Þá var rætt um skráningu og
miðlun persónuupplýsinga flug-
farþega bæði innan Schengen-
svæðisins og einnig gagnvart
Bandaríkjunum. Var niðurstaða
fundarins sú að sem mest samstarf
og samhæfing yrði milli Íslands og
Evrópusambandsins á þessu sviði.
Björn ræddi við
Franco Frattini
Björn Bjarnason
OPINN fundur íbúasamtaka Bú-
staðahverfis telur að samhliða um-
deildri lokun beygju af Bústaðavegi
til norðurs inn á Reykjanesbraut,
verði að leggja í verulegar mótvæg-
isaðgerðir við Réttarholtsveg.
„Ljóst er að með slíkum lokunum
eykst umferð um Réttarholtsveg
um a.m.k. 10%. Erfitt er að sjá að
vegurinn þoli aukið álag bíla-
umferðar eins og staðan er í dag.
Á svæðinu við Réttarholtsveg eru
leikskólar, tveir grunnskólar og fé-
lagsstarf eldri borgara. Skilyrði
fyrir lokun beygju af Bústaðavegi,
er að áður verði lokið við mótvæg-
isaðgerðir við Réttarholtsveg,“ seg-
ir í frétt frá íbúasamtökunum.
Vilja mót-
vægisaðgerðir
ÚRSLIT munu ráðast á Íslandsmóti
skákfélaga í dag þegar síðari hluti
keppninnar fer fram í Rimaskóla.
Taflfélag Reykjavíkur hefur for-
ystu í fyrstu deild og er með 3,5
vinninga forskot á Taflfélagið Helli
og Skákdeild Hauka. Fjölnismenn
eru þar skammt undan og hafa
þessi lið enn möguleika á sigri.
Í 2. deild eru Bolvíkingar efstir, í
3. deild eru KR-ingar efstir og í 4.
deild er b-sveit Bolvíkinga efst.
Fimmta umferð fór fram á föstu-
dagskvöld og sjötta og sjöunda um-
ferð fara fram í dag, laugardag, og
hefjast þær kl. 11 og 17. | 37
Úrslit ráðast í dag
VIÐ athöfn sem
fram fór í danska
sendiráðinu í
gær var Auður
Hauksdóttir, for-
stöðumaður og
dósent í dönsku
við Háskóla Ís-
lands, sæmd
Dannebrogsorð-
unni fyrir mik-
ilvægt framlag í þágu dönsku-
kennslu og rannsókna á danskri
tungu og menningu. Sendiherra
Dana á Íslandi, Lesse Reimann, af-
henti viðurkenninguna fyrir hönd
hennar hátignar Margrétar Þór-
hildar Danadrottningar. Með störf-
um sínum hefur Auður stuðlað að
auknum skilningi og jákvæðum
tengslum milli Íslands og Danmerk-
ur, segir í tilkynningu.
Veitt Danne-
brogsorðan
Auður Hauksdóttir
STUTT
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
ÁRÍÐANDI er að taka ákvarðanir um framhald
margra verkefna sem Reykjavík Energy Invest
(REI) hefur verið skoða víðs vegar um heiminn, að
sögn Kjartans Magnússonar, stjórnarformanns
Orkuveitu Reykjavíkur og
REI. Í sumum tilvikum hefði
þurft að vera búið að taka þess-
ar ákvarðanir.
Kjartan var kosinn stjórnar-
formaður Orkuveitunnar þegar
Sjálfstæðisflokkur komst aftur
í meirihluta borgarstjórnar í
janúar sl. eftir þriggja mánaða
útlegð. Hann var kosinn stjórn-
arformaður REI á fimmtudag.
„Ég þarf tíma til að setja mig
inn í málin og taka afstöðu til
einstakra verkefna REI. Á hinn bóginn er ljóst að
menn hafa ekki langan tíma til að taka ákvarðanir
í mörgum málum. Sumar ákvarðanir þarf að taka
á næstu dögum og hefði raunar þurft að vera búið
að því. Mál fyrirtækisins hafa verið í frekar mikilli
óvissu frá því í haust. Þegar nýr meirihluti tók við
völdum í lok janúar voru málefni REI sett í for-
gang og ákveðið að höggva sem fyrst á þann hnút
sem varð til í haust. Ég tel að það sé að takast,“
sagði hann.
Kjartan vildi ekki tilgreina sérstaklega hvaða
verkefni um er að ræða eða hvort REI hefði misst
góð tækifæri úr höndunum vegna seinagangs.
Fyrirtækið hefði skoðað þátttöku í verkefnum
víða um heim og nokkurra mánaða óvissuástand,
þar sem ekki væri hægt að svara hvernig fyrir-
tækið ætlaði að standa að málum, væri óheppilegt,
það segði sig sjálft.
Fyrirspurnum rignir ekki lengur inn
Rétt áður en fyrsti meirihluti kjörtímabilsins
féll í fyrrahaust, meirihluti Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks, vildu sjálfstæðismenn selja
REI. Nú eru engin slík áform uppi. „Það hefur
ýmislegt breyst síðan, til dæmis að nú er ekki góð-
ur tími til að selja fyrirtæki yfirhöfuð. Þá lagði
stýrihópurinn mikið á sig til að ná þverpólitískri
samstöðu og eitt af því sem var ákveðið var að
REI yrði áfram í 100% eigu borgarinnar,“ sagði
Kjartan. Ekkert hefði verið rætt um sölu.
Þegar REI-málið sprengdi fyrsta meirihlutann
var REI af sumum metið á 65 milljarða króna og
að sögn Björns Inga Hrafnssonar, þáverandi
borgarfulltrúa, hafði fyrirspurnum rignt inn frá
áhugasömum fjárfestum, innan lands og utan. „Ég
get alveg sagt að það rignir engum fyrirspurnum
yfir mig,“ sagði Kjartan þegar hann var spurður
hvort stytt hefði upp.
Ekki víst að Gagnaveitan verði seld
Sjálfstæðismenn hafa haft það á stefnuskrá
sinni að selja Gagnaveituna, arftaka Línu.nets.
Tjarnarkvartettinn, meirihluti nr. 2, ákvað hins
vegar að fyrirtækið yrði áfram í eigu Orkuveit-
unnar. Kjartan og Júlíus Vífill Ingvarsson mót-
mæltu þeirri ákvörðun og sögðu skynsamlegt að
losa hana úr opinberri eigu enda væri hún í óeðli-
legri samkeppni við önnur fjarskiptafyrirtæki.
Kjartan taldi á þeim tíma að rétt hefði verið að
leita áfram eftir tilboðum í fyrirtækið því það væri
besta leiðin til að meta verðmæti þess. Kjartan
sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um hvort
eða með hvaða hætti málið yrði tekið upp að nýju.
Í vikunni voru fluttar fréttir af því að í for-
úrskurði Samkeppniseftirlitsins væri lagst gegn
kaupum OR á hlut Hafnarfjarðarbæjar í Hitaveitu
Suðurnesja. Kjartan sagðist ekki geta tjáð sig um
forúrskurðinn enda væri hann trúnaðargagn. „En
ef niðurstaðan yrði í samræmi við það sem fram
hefur komið í fréttum þá hlýtur Orkuveitan að
taka mið af henni,“ sagði hann.
Brýnt að skapa frið um fyrirtækin
Aðspurður hvaða breytingum hann myndi beita
sér fyrir á stefnu OR og REI sagði Kjartan að best
væri að láta verkin tala. Viðamikil stefnumótunar-
vinna væri framundan og mikilvægt að margir að-
ilar kæmu að henni. Þá væri mikilvægt að tryggja
að sem mestur friður ríkti um starfsemi OR og
REI. „Því er ekki að neita að það hefur staðið
styrr um þau síðustu mánuði. Það er mjög óheppi-
legt fyrir hvaða fyrirtæki sem er, sérstaklega fyrir
fyrirtæki sem sinnir svona ríku þjónustuhlutverki
við almenning,“ sagði hann.
Brýnt að taka ákvarðanir
um mörg verkefni REI
Sumar ákvarðanir þarf að taka á næstu dögum Margra mánaða óvissuástand
Ýmislegt hefur breyst frá því að sjálfstæðismenn lögðu til að REI yrði selt
Í HNOTSKURN
»Kjartan Magnússon var kosinn stjórn-arformaður Orkuveitunnar þegar nýr
meirihluti tók við völdum og var á fimmtudag-
inn kosinn formaður REI.
»Fyrirspurnum áhugasamra fjárfesta umkaup á REI rignir ekki lengur inn.
» Ekkert hefur verið ákveðið um söluGagnaveitunnar og Kjartan dregur í efa
að nú sé rétti tíminn til að selja fyrirtækið.
Morgunblaðið/RAX
Áríðandi „Menn hafa ekki langan tíma til að taka ákvarðanir í mörgum málum,“ segir Kjartan Magn-
ússon, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavik Energy Invest.
Kjartan
Magnússon
20% afsláttur af
AEG eldhústækjum
þegar keyptar
eru HTH innréttingar
Allt að