Morgunblaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
!!"
!"#!$%&
""'(!#!$%&
)* %&
+#!$%&
#,* *!- "*%&
.&* "*$&/,01 ,
23 , *!#!$%&
4$5* 0
"%&
+ - "*1 , %&
! ,%&
67 !!8
!9!: ;:!&-%&
<*%&
= !%&
>?%&
,& 3%&
, *3*!<
, *36 !, 6@
*"
"*
,0#!$%&
A!<
"
23 , *3#!$%&
B% !;*%&
!<00* 0*9 (9* %&
C* , (9* %&
!
D !<,* D
.
#! *%&
.$*9; %&
" # $ %
&
!
"!
!
"
"
"
C*9 "*$ *
0 *
*,-9E,"0 F
4$,
GG?>
H>?HH?
>?I
GHI
>>?
>I? H>?GGH?
IIIGGGHH
>III>>
HG
?H?H
8
>G ? GH H
??G>
G?
>>H>
8
8
8
8
II>
8
8
HJ J>
GJ
?JG
GJ?
J IGJ ?JI
GJ?
J>H
JI
J GJI
J>
?J?
?J IJ >HJ >J 8
8
8
? 8
8
HJ J?
GJ>
IJ > J I> ?JH
GJ>
J
JII
J G>J J
?J??
HJ
H >HJ >J J
8
HJ
GJH
?J ;(,*
'*9 "*$
I
??
I
>
?I
I
>
8
>
G
I
H
8
8
8
8
?
8
8
0 * 0
'*9 "' !9
G G G G G G G G G G G G G H G G G G G G G G H ? H G FRÉTTASKÝRING
Eftir Guðmund Sverri Þór
sverrirth@mbl.is
MOODY’S lækkaði lánshæfisein-
kunnir bankanna. Við því hafði verið
búist enda var fyrirtækið með ein-
kunnirnar til endurskoðunar. Miðað
við þau kjör sem boðin eru á skulda-
tryggingum á bréf bankanna á eft-
irmarkaði kemur hins vegar á óvart
að Kaupþing skuli hafa bestu ein-
kunnina. Tryggingaálag bankans
hefur allt frá því í sumar sem leið
verið mun hærra en hjá hinum
bönkunum og þar sem lánshæfisein-
kunnir og tryggingaálag eiga að
endurspegla nokkurn veginn sama
hlut, þ.e. áhættu á vanskilum, mætti
ætla að einkunn bankans yrði sú
versta. En svo er ekki og því vakna
óneitanlega spurningar um hvort
annaðhvort Moody’s eða markaður-
inn meti stöðuna rangt.
Spyrja má hvort þessi niðurstaða
Moody’s sýni ekki greinilega að
markaðurinn með skuldatryggingar
er langt frá því að vera fullkominn
mælikvarði á vanskilaáhættu, a.m.k.
hvað íslensku bankana varðar.
Markaðurinn er grunnur, þ.e. ekki
eru margir aðilar sem eiga viðskipti
með skuldabréf íslensku bankanna,
og það er spurning hvort upplýs-
ingaflæðinu sé ábótavant.
Sagt er að greiningarfyrirtæki
hafi aldrei unnið jafnnákvæma
greiningu á íslensku bönkunum og
Moody’s gerði að þessu sinni. „Þeir
litu undir hvern einasta stól,“ sagði
einn viðmælandi blaðamanns nýlega
og því mætti ætla að einkunnin end-
urspegli stöðu bankanna nokkuð ná-
kvæmlega. Ennfremur má ljóst vera
að Moody’s hefur getað nálgast upp-
lýsingar sem markaðurinn hefur
ekki aðgang að og því ætti greining-
arfyrirtækið að hafa öllu betri mynd
af stöðu bankanna en markaðsað-
ilar.
Á móti kemur að ekki allir bera
jafnmikið traust til Moody’s og fyrir
nokkrum misserum.
Val Koronzay, sérfræðingur
OECD, sem kynnti skýrslu stofn-
unarinnar um efnahagsstöðu á Ís-
landi í fyrradag impraði einmitt á
því hvers vegna kjör bankanna á
markaði væru jafnbág og raun ber
vitni þrátt fyrir að staða þeirra virt-
ist styrk. Hann velti því fyrir sér
hvort um upplýsingavandamál væri
að ræða. Þetta er eitthvað sem
bankarnir þurfa að skoða. Vissulega
tóku þeir sér tak fyrir tveimur árum
en mætti ekki gera enn betur?
Moody’s og markað-
urinn slá ekki í takt
Í HNOTSKURN
» Tryggingaálag á skuldabréfíslensku bankanna hækkaði
við opnun markaða í gær og mun
helsta ástæðan vera sú að fjár-
festar voru að loka skortstöðum í
kjölfar skýrslna Moody’s.
» Meðal banka með ein-kunnina A1 má nefna
Lehman Brothers og Merrill
Lynch. Álagið á þá banka er 201
og 208 punktar.
● HAGNAÐUR
Telekom Slove-
nije á árinu 2007
var 87,8 milljónir evra, eða 8,7 millj-
arðar króna, en var 103,4 milljónir
evra árið áður. Hagnaður dróst því
saman um 15%, en tekjur jukust þó
um 5% og voru 780,1 milljónir evra.
„Samdráttur í fastalínuvið-
skiptum, hærri lánaafborganir og
óhagstætt skattkerfi, sem styður
ekki við fjárfestingar, höfðu neikvæð
áhrif á hagnaðinn,“ sagði talskona
fyrirtækisins í samtali við fréttaveit-
una Bloomberg.
Á mánudaginn verður tilkynnt
hvort Skipti, móðurfélag Símans,
muni hreppa 49,13% hlut af hinu
ríkisrekna Telekom Slovenije eða
hvort hætt verður við söluna. Fram
kom í slóvenskum fjölmiðlum í vik-
unni að keppinautar Skipta, sam-
steypa félaganna Bain Capital, Axos
og BT, hefðu dregið sig út úr uppboð-
inu.
Hagnaður slóvenska
símans niður um 15%
● VÖRUSKIPTI við útlönd voru í janúar
óhagstæð um 9,5 milljarða króna.
Innflutningur nam 33,7 milljörðum og
útflutningur 24,2 milljörðum. Til sam-
anburðar voru vöruskiptin í janúar í
fyrra óhagstæð um 2,9 milljarða.
Verðmæti vöruútflutnings minnkaði
um 7,5% milli ára og verðmæti inn-
flutnings jókst um 16,1%.
Vöruskiptin
óhagstæðari
● LÝÐUR Guð-
mundsson er
áfram stjórn-
arformaður Ex-
ista og Ágúst
Guðmundsson
varaformaður.
Missagt var í
blaðinu í gær að
stjórnin væri
óbreytt en fjölg-
að var í henni um
einn, úr sex í sjö, og ný var kjörin
Hildur Árnadóttir, fjármálastjóri
Bakkavarar.
Að loknum aðalfundi SPRON á
miðvikudag skipti ný stjórn með sér
verkum og var Erlendur Hjaltason
kjörinn formaður í stað Hildar Pet-
ersen. Varaformaður er Ásgeir Bald-
urs.
Lýður áfram stjórnar-
formaður Exista
Lýður
Guðmundsson
GILDI – lífeyrissjóður og Sameinaði
lífeyrissjóðurinn hafa tilkynnt um af-
komu síðasta árs. Þar kemur m.a.
fram að eignir sjóðanna jukust um í
kringum 10% á síðasta ári en ávöxt-
un þeirra var mismikil. Nafnávöxtun
Gildis var 8,4% á síðasta ári en 5,9%
hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum (SL).
Raunávöxtun Gildis síðustu fimm ár-
in hefur að meðaltali verið 11,6% en
7,5% hjá SL, að því er fram kemur í
fréttatilkynningum sjóðanna.
Báðir bera sjóðirnir sig vel þrátt
fyrir óhagstæða þróun á hlutabréfa-
markaðnum á seinni hluta ársins
2007 en hjá báðum voru réttindi
sjóðsfélaga aukin um 10%. Eignir
Gildis námu 19 milljörðum króna í
árslok, sem er 5% meira en heild-
arskuldbindingar sjóðsins. Fjárfest-
ingatekjur námu 18,4 milljörðum og
hrein eign til greiðslu lífeyris nam
232 milljörðum í árslok. Eignir skipt-
ust með þeim hætti að 51% var í inn-
lendum skuldabréfum, 21% í inn-
lendum hlutabréfum og 28% í
erlendum verðbréfum.
Eignir SL um áramót námu 97
milljörðum króna og jukust um 9,3%
milli ára. Eignir umfram áfallnar
skuldbindingar voru 7,1 milljarður,
eða 8%. Inneignir í séreignasparnaði
námu 3,8 milljörðum en þar af voru
um 80% í innlendum skuldabréfum.
Mismikil ávöxtun
hjá Gildi og SL
JÓN Ólafsson, stjórnarformaður
Icelandic Glacial, var heiðursgestur
á Íslenska markaðsdeginum sem
ÍMARK, félag íslensks markaðs-
fólks, stóð fyrir í gær.
Yfirskrift ráðstefnunnar var 360°
í sjö erindum. Var þar fjallað um
nýjungar í markaðsmálum og aug-
lýsinga- og markaðsfólki bent á
tækifæri sem geta nýst því í dag-
legu starfi.
Glitnir markaðsfyrirtæki 2007
Í lok ráðstefnu var tilkynnt að
Glitnir væri markaðsfyrirtæki árs-
ins 2007, samkvæmt könnun Capa-
cent meðal markaðsstjóra íslenskra
fyrirtækja. Þetta er annað árið í
röð sem Glitnir er valinn markaðs-
fyrirtæki ársins.
Jón heiðursgestur markaðsfólks
Morgunblaðið/Golli
ÞETTA HELST ...
● ÚRVALSVÍSITALA kauphallarinnar
lækkaði enn á ný í gær, um 0,21% og
stóð við lok dags í 4.887 stigum.
Lækkunin frá áramótum nemur nú
tæpum 23%.
Af félögum skráðum í kauphöllina
hækkaði verð Föroya banka mest,
um 2,9%. Þá hækkaði verð Eim-
skipafélagsins um 2,2% og Atlantic
Petroleum um 0,8%.
Mest lækkun var á verði Bakkavar-
ar, um 2,5%, Century Aluminium um
1,4% og FL Group um 1,2%.
Viðskipti í kauphöllinni námu alls
29,1 milljarði, þar af var 21,8 millj-
arða velta með skuldabréf.
Lækkunin í ár 23%
BRÝNT er að eyða sem fyrst óvissu um það hvernig fara
skuli með uppgjör verðbréfa sem skráð eru hjá íslenskri
verðbréfamiðstöð í erlendri mynt, segir í áliti nefndar
sem viðskiptaráðherra skipaði til að skoða lagaákvæði
sem varða uppgjör viðskipta með íslensk verðbréf sem
skráð eru í erlendri mynt.
Leggur nefndin til að Verðbréfaskráningu Íslands, eða
sambærilegum aðilum, verði heimilað að annast uppgjör í
erlendri mynt í samstarfi við endanlegan bakhjarl sem
hafi öruggan aðgang að fjármunum í gjaldmiðlinum.
Nefndin telur nauðsynlegt að setja nú þegar sérstök
lagaákvæði um greiðsluuppgjör slíkra viðskipta, til þess
að opna örugga leið fyrir þau. Eindregið er mælt með því
að viðskiptaráðherra efni til endurskoðunar á öllum ís-
lenskum laga- og reglugerðarákvæðum sem snerta upp-
gjör verðbréfaviðskipta, hver sem viðskiptamyntin er,
með það fyrir augum að samræma og einfalda slík
ákvæði með tilliti til nýrra aðstæðna í viðskiptalífinu,
vegna tæknibreytinga og alþjóðavæðingar viðskipta á
þessu sviði.
Evruskráningin verði leyfð
ERLENDAR greiningardeildir og
bankar hafa sumar hverjar gagn-
rýnt lánshæfismat Moody’s á ís-
lensku bönkun-
um.
Greiningarfyr-
irtækið Credit
Sights segist ekki
með nokkru móti
getað skilið hvers
vegna gert er upp
á milli bankanna þriggja, að Kaup-
þing sé lækkað um einn flokk en
Glitnir og Landsbanki um tvo. Sér í
lagi vegna þess að fyrirtækið telur
Kaupþing áhættusamastan bank-
anna þriggja. En mat Moody’s á ís-
lensku bönkunum hafi gjarnan verið
frekar furðulegt. Þeir telja lækk-
unina nú koma til með að hafa lítil
áhrif.
Deutsche Bank tekur í sama
streng hvað varðar að gert sé upp á
milli bankanna. Það sé óskiljanlegt.
Þá segir Royal Bank of Scotland
skiljanlegt að Moody’s færi einkunn-
ir bankanna niður um einn flokk en
furðar sig á að Glitnir og Lands-
bankinn hafi verið færðir niður um
tvo flokka. Að mati Daiwa Securites
má reikna með því að skuldatrygg-
ingarálag íslensku bankanna hækki
lítillega eftir lækkunina frá Moody’s.
Ekki sé þó að vænta mikilla áhrifa
enda hafi orðspor Moody’s beðið
hnekki í þessum bransa að undan-
förnu.
Skuldatryggingarálag bankanna
hækkaði talsvert í gær, líkt og ann-
arra banka í heiminum. Álag Kaup-
þings fór í 720 punkta, samkvæmt
Bloomberg, álag Glitnis í 669 punkta
og Landsbankans í 471 punkt.
Furða sig
á mati
Moody’s
ACTAVIS hefur hefur fengið sam-
þykki bandarísku Matvæla- og
lyfjastofnunarinnar (FDA) fyrir
markaðssetningu krabbameinslyfs-
ins Irinotecan Hydrochloride á
Bandaríkjamarkaði. Hefst dreifing
þess nú þegar en það er notað við
meðferð krabbameins í ristli og
endaþarmi. Árleg sala lyfsins í
Bandaríkjunum nam 556 milljónum
dollara á síðasta ári, jafnvirði um
37 milljarða króna. Að sögn Sig-
urðar Óla Ólafssonar, aðstoðarfor-
stjóra Actavis, markar markaðs-
setning á lyfinu nýtt upphaf hjá
fyrirtækinu í Bandaríkjunum, þar
sem þetta er fyrsta krabbameinslyf
Actavis þangað.
Fyrsta krabba-
meinslyfið vestur
♦♦♦
● HRÁOLÍUVERÐ í Bandaríkjunum
sló enn eitt metið í gær, fór í 103,05
dali á fatið. Verðið fer yfir verðbólgu-
leiðrétt 102,53 dala metið frá 1980,
og kom í kjölfar lokunar olíuleiðslu í
Ecuador og bruna í gasverksmiðju
Shell í Englandi. Ennfremur hefur
veiking Bandaríkjadals hvatt til hrá-
vörufjárfestinga. Olíuverðið lækkaði
er leið á daginn og fór undir 102 dali.
Gullverð hefur einnig verið á upp-
leið og stefnir óðfluga að þúsund
dala markinu. Gullúnsan kostaði í
gær 975,90 dali.
Olían dýrari en í
kreppunni 1980