Morgunblaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Peshawar. AFP. | Að minnsta kosti 35 létust og 62 særðust er sprengja sprakk við jarðarför í bænum Mingora í Swat-dalnum í norðvesturhluta Pakistans í gær. Sjálfsmorðsárásarmanni hafði tekist að læða sér í hóp gesta við jarðarförina og sprengdi sig þar í loft upp. Verið var að jarða lögreglu- mann er hafði látist í sprengingu fyrr um daginn, 16 ára sonur hans var meðal þeirra er létust í sjálfsmorðssprengingunni. Jarð- arförin var fjölmenn, en talið er að allt að 1.000 manns hafi verið viðstaddir. Þrír lögreglumenn voru meðal hinna látnu. Í gærkvöldi hafði enginn lýst yfir ábyrgð á sprengingunni. Tal- ið er að herskáir múslimar hafi verið að verki en öryggisdeildir hafa barist við talíbana á þessu svæði, sem liggur við landamæri Afganistans. Hundruð manna hafa látist í átökunum á síðustu mánuðum. Sjálfsmorðssprengja fellir tugi manna við jarðarför í Pakistan AP Fórnarlamb hlýtur aðhlynningu. BRESKI herinn ákvað í gær að kalla Harry prins um- svifalaust heim frá Afganistan. Fjölmiðlar í Bretlandi, þ.á m. breska ríkisútvarpið, BBC, ákváðu á sínum tíma að verða við tilmælum stjórnvalda um að skýra ekki frá veru Harry í Afganistan en fréttinni var að lokum lekið í bandarísku vefsíðuna Drudge Report sem birti hana. Óttast var að talíbanar myndu leggja sig fram um að annaðhvort ræna Harry eða koma honum fyrir katt- arnef, jafnramt myndi vitneskjan um dvalarstað hans ógna öryggi herflokks hans. Prinsinn er þriðji í röð arf- taka bresku krúnunnar á eftir föður sínum, Karli rík- isarfa og Vilhjálmi prinsi. Harry, sem er 23 ára, hefur undanfarnar tíu vik- ur verið í Afganistan og barist þar við uppreisnarmenn í fremstu víglínu í sunnanverðu landinu þar sem átökin hafa verið hörðust undanfarna mán- uði. Þar hafa flestir hinna 7.700 hermanna Breta í Afganistan bækistöðvar sínar. Talið er að talíbanar ráði nú yfir um 10% landsins en stjórnin í Kabúl um 30%, afgangurinn sé á valdi ýmissa stríðsherra. Kalla Harry prins heim frá vígstöðvunum í Afganistan Harry prins. MEIRA en 1% fullorðinna einstak- linga í Bandaríkjunum er nú lokað inni í fangelsi, að því er segir í nýrri skýrslu, og hefur hlutfallið aldrei verið jafnhátt. Í skýrslunni segir að meira en 2,3 milljónir manna séu í fangelsi í Bandaríkjunum, sem sé mun hærra hlutfall en í löndum eins og t.d. Kína, Rússlandi og Íran. Þá kemur fram að hækkandi hlutfall fanga stafi ekki af fjölgun afbrota heldur strangari dómum. Susan Urahn, yfirmaður Pew- miðstöðvarinnar, sem annaðist skýrslugerðina, segir mörg sam- bandsríki nú íhuga ódýrari aðferð- ir. „Æ fleiri ríki reyna að beita ný- stárlegum aðferðum vegna takmarkana fjárlaga. Þau vilja taka hart á glæpum … en vilja líka spara peninga.“ Fram kemur í skýrslunni að í Kansas og Texas sé nú gert meira en áður af því að hafa eftirlit með hættulitlum af- brotamönnum fremur en að fang- elsa þá og sektum sé beitt fremur en fangelsun þegar um tæknileg brot á reglum um náðun er að ræða. Föngunum fjölgar Tíðni fangelsana í Bandaríkjunum er hærri en í öðrum ríkjum Skudai í Malasíu. AP. | Efnafræðiprófessor í Malasíu, Halimaton Hamdan, segist hafa fundið upp afar ódýra aðferð til að vinna geysilega létt, sterkt og áhrifaríkt einangrunarefni, aerogel, úr hýði af maís sem annars er hent. Hún segir að aðferðin geri kleift að framleiða 100 grömm af efninu fyrir 60 dollara, um 3.500 krónur en áður hefur grammið kostað um 300 dollara í framleiðslu. Aerogel er 99% loft og er léttasta fasta efnið sem þekkt er, oft kallað „frosinn reykur“. Það var fundið upp í Bandaríkjunum 1931 en hef- ur þótt of dýrt til að veruleg not væru fyrir það. Hamdan segir að mikilvægustu notin fyrir aerogel verði við að einangra hús en nokkur ár muni líða áður en hægt verði að selja efnið á markaði. Þekja megi veggi með efninu og þannig draga geysilega úr kostnaði við hvort sem er upphitun eða kælingu. Heimildarmenn segja að efnið veiti 37 sinnum meiri einangrun en trefjagler og sé níðsterkt. Byltingarkennd einangrun UTANRÍKISRÁÐHERRA Kúbu undirritaði í gær tvo bindandi sátt- mála á sviði mannréttinda í að- alstöðvum SÞ í New York, aðeins tveimur dögum eftir valdatöku nýs forseta landsins, Rauls Castros. Réttindi aukin LÍFVERÐIR embættis Rússlands- forseta segjast á vefsíðu vilja kaupa 3.200 hvítar mýs á allt að 21.000 dollara, um 1.350 þúsund kr. Ekki er upplýst hver tilgangurinn sé. 3.200 hvítar mýs STJÓRN Íraks ákvað í gær að líf- láta ætti innan mánaðar einn af al- ræmdustu blóðhundum Saddams Husseins, Efnavopna-Ali, sem fund- inn var sekur um ábyrgð á morðum þúsunda óbreyttra borgara. Samþykkja aftöku VIÐRAÐAR hafa verið efasemdir í Bandaríkjunum um að John McCain geti orðið forseti. Hann fæddist í bandarískri herstöð í Panama en samkvæmt stjórnarskrá skal forset- inn vera fæddur í Bandaríkjunum. Ólöglegur? STUTT Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is TYRKIR drógu í gær innrásarher sinn á brott frá Kúrdahéruðnum í Norður-Írak og sögðu ástæðuna þá að búið væri að ná markmiðinu en skæruliðar tyrkneskrar Kúrda- hreyfingar, PKK, hafa bækistöðvar á svæðinu. Tóku fulltrúar tyrkneska hersins fram að ekki hefði verið um viðbrögð við þrýstingi erlendra ríkja að ræða en George W. Bandaríkja- forseti hafði lagt hart að þeim að binda enda á hernaðinn af ótta við að átökin gætu breiðst út. Innrásin hófst fyrir viku. Ráða- menn í Ankara sögðu að ráðist hefði verið á hernaðarbækistöðvar sem PKK-menn hafa notað í árásum sín- um yfir landamærin inn í Tyrkland. Markmiðið hefði náðst, PKK gæti ekki lengur litið á afdrepið handan landamæranna sem öruggt svæði á valdi samtakanna og minnst 240 liðs- menn þeirra hefðu verið felldir. Tyrkir hafa lengi gagnrýnt Íraks- stjórn harðlega fyrir að taka ekki í taumana og uppræta PKK-sveitirn- ar í landamærahéruðunum. Þeir segjast ekki hafa átt annan kost en að gera innrás en tugir tyrkneskra hermanna hafa fallið árásum PKK síðustu mánuði. PKK eru marxistasamtök sem áratugum saman hafa barist fyrir aukinni sjálfstjórn kúrdíska minni- hlutans í Tyrklandi, um fimmtungs þjóðarinnar en brotið hefur verið illa á réttindum þjóðarbrotsins og er svo enn. Kúrdarnir hafa t.d. til skamms tíma ekki mátt nota eigin tungu op- inberlega. Um 30.000 manns hafa fallið í átökum PKK og stjórnarhers Tyrklands síðan 1984. Ótti við áhrif aðgerðanna á ástandið í Írak Bandaríkjamenn og Tyrkir líta svo á að PKK séu samtök hryðju- verkamanna en þau hafa staðið fyrir mörgum sprengjutilræðum í Tyrk- landi síðustu áratugina. „Eitt er eftir sem áður ljóst og það er að Banda- ríkin, Tyrkland og Írak munu sem fyrr líta á PKK sem hryðjuverka- samtök sem menn verða að takast á við,“ sagði talsmaður Bush Banda- ríkjaforseta, Gordon Johndroe, í gær. Tók hann fram að um „mark- vissar og hnitmiðaðar“ aðgerðir hefði verið að ræða hjá Tyrkjum. Bandaríkjastjórn er vafalaust létt enda hefur innrásin valdið vanda í Írak þar sem ástandið má varla við því að versna. Þar er við völd sam- steypustjórn helstu fylkinga í land- inu, þ.á m. Kúrda. Stjórnvöld í Bagdad andmæltu innrásinni kröftuglega en ekki er víst að mikil alvara hafi verið að baki mótmælunum. Og sumir íraskir Kúrdar hafa gagnrýnt þjóðbræður sína í PKK fyrir að stefna í voða þeim árangri sem íraskir Kúrdar hafa náð en þeir hafa nú nær algera sjálfstjórn í eigin héruðum og forseti Íraks er Kúrdi. Innrás tyrkneska hersins í N-Írak lokið Bandaríkjamenn sáttir og segja aðgerðirnar gegn PKK- samtökunum hafa verið „markvissar og hnitmiðaðar“ Mombasa. AP. | Alvarlegur misskiln- ingur leiðir oft til þess að afrískir foreldrar gefa börn sín til ættleið- ingar án þess að skilja til hlítar hvað felist í hugtakinu ættleiðing. „Það er ekki til orð á swahili yfir ættleiðingu. Það er algengt í Afríku að senda fátæk börn til ríkari ætt- ingja, en ólíkt því sem venjan er með ættleiðingar halda börnin góðu sambandi við foreldra sína,“ segir Margie de Monchy, starfsmaður UNICEF í Nairobi, en hún hefur lengi unnið að barnaverndarmálum í Afríku. De Monchy segir glæpamenn nýta sér muninn sem felist í afrískum hefðum og vestrænum skilningi á ættleiðingum til þess að versla með börn. Þeir geti nýtt sér skilnings- leysið sem ríki á milli efnaðs fólks á vesturlöndum annars vegar og afr- ísku foreldranna hins vegar, sem vilji reyna að bæta stöðu barna sinna. Það að afrískir foreldrar skrifi undir ættleiðingarpappíra án þess að skilja hvað ættleiðing gangi út á sé of algengt. Braskið sé skipulagt og ýmislegt bendi til þess að það færist mjög í vöxt. De Monchy segir að ættleiðingar þekktra vestrænna einstaklinga eins og söngkonunnar Madonnu geti haft neikvæð áhrif, þar sem hún auki áhuga á ættleiðingum frá Afríku. Madonna vinnur nú að því að ætt- leiða dreng frá Malaví, móðir hans er látin en faðirinn á lífi. „Hvers vegna þurfti Madonna að velja sér barn sem á föður? Því styrkti hún ekki föðurinn svo hann gæti hugsað um barnið sitt á viðeigandi hátt?“ spyr de Monchy og segir þetta sýna skilningsskort og virðingarleysi við foreldra í öðrum heimshlutum. Það getur verið erfitt fyrir yf- irvöld fátækra Afríkuríkja að fylgj- ast með ættleiðingarmálum. Í Kenýa tóku gildi nýjar ættleiðingarreglur árið 2005, þar sem skylt er að upp- lýsa foreldra um hvað felist í ættleið- ingum. Vandamálið sé þó enn til staðar og upp komi nokkur slík til- felli ár hvert. Örlagaríkur misskilningur Afrísk börn eru oft gefin til ættleiðingar án vitundar foreldranna um að þeir séu að afsala sér börnum sínum Í HNOTSKURN »Foreldrar skilja oft ekki ætt-leiðingarpappírana sem þeir skrifa undir. »Fátækt hamlar eftirliti meðættleiðingum, oft eru hvorki til laun fyrir hæft starfsfólk né bensín til að ferðast á milli staða. MÚSLÍMAR eru afar ósáttir við að dönsk blöð skuli hafa birt umdeilda Múhameðsmynd teiknarans Kurts Westergaards af spámanninum með sprengju í túrb- aninum. Blöðin mótmæltu með þessu morðhótunum í garð Westergaards. Hér halda múslímar í Súdan á mynd af manni sem líkist að vísu mjög Westergaard í útliti en umræddur maður er Per Edgar Kokkevold, framkvæmdastjóri norska blaðamannasambandsins. Reuters Bakari hengdur fyrir smið?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.