Morgunblaðið - 01.03.2008, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 01.03.2008, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. UPPSAGNIR Fréttir af uppsögnum hjá de-Code vekja athygli en getavarla komið á óvart. Þær eru rökrétt niðurstaða af því, sem hefur verið að gerast á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum á undanförnum mán- uðum. Fyrirtækið hefur verið fjár- magnað með ýmsum hætti og þótt hluti þess fjármagns hafi komið héð- an frá Íslandi hefur meginhluti þess komið frá hinum alþjóðlegum fjár- málamörkuðum í ýmsu formi. Að þessu leyti er deCode í sömu stöðu og bankarnir. Báðir aðilar hafa fjármagnað starfsemi sína með því að sækja fé út á hina risastóru fjármála- markaði og báðir aðilar standa frammi fyrir því að þessir markaðir hafa lokast um skeið og enginn veit hvenær þeir opnast aftur. Við þessar aðstæður er eðlilegt að Kári Stefáns- son og hans fólk geri ráðstafanir til að það fjármagn, sem fyrirtækið hef- ur nú undir höndum og er umtalsvert dugi lengur en gert hafði verið ráð fyrir. Morgunblaðið hefur skýrt frá því í fréttum blaðsins að búast megi við umtalsverðum uppsögnum í banka- kerfinu á þessu ári. Fyrstu merki þeirra uppsagna má sjá nú þegar og ljóst að bankarnir munu reyna að fækka fólki með því að ráða ekki í stað þeirra, sem hætta, sem eru eðli- leg viðbrögð af þeirra hálfu. Það ligg- ur líka fyrir, að þessar uppsagnir eða fækkun starfsfólks verða ekki bara á Íslandi heldur í starfsstöðvum bank- anna í mörgum löndum. Það má líka gera ráð fyrir, að bankarnir leggi áherzlu á að draga saman annan kostnað, starfsmenn þeirra muni ferðast á ódýrari far- gjöldum á næstu mánuðum og miss- erum o.s.frv. Þessi fyrstu einkenni um samdrátt í efnahagslífi okkar eru að byrja að sjást. Því má hins vegar ekki gleyma, að áður en veruleg hætta verður á at- vinnuleysi meðal Íslendinga og ann- arra þeirra, sem hafa hér fasta bú- setu má gera ráð fyrir að vinnandi fólki fækki einfaldlega vegna þess að þeir, sem hafa komið hingað til skemmri dvalar í vinnuleit muni flytja af landi brott á ný. Þá er einnig töluvert um fyrirtæki, sem hafa ekki getað keppt við bankana og aðra um launakjör hingað til en munu fagna því að fá hæfileikafólk til starfa. Það er því töluvert í að hætta verði á al- varlegu atvinnuleysi. Uppsagnirnar hjá deCode eru hins vegar staðfesting á því, að fjármála- kreppan úti í hinum stóra heimi er byrjuð að hafa áhrif hér eins og búast mátti við og blasað hefur við um skeið. Það er ekki svartsýni að vara við þessari hættu. Það er raunsæi. Hún hverfur ekki með því að tala ekki um hana eins og sumir virðast halda. Þvert á móti er mikilvægt að almenningur á Íslandi geri sér grein fyrir hvað er að gerast og sé undir það búinn. Við Íslendingar höfum einfaldlega engin áhrif á það, sem er að gerast. SAMRÁÐ VIÐ REYKVÍKINGA Í lýðræðissamfélagi er keppikefli aðfæra áhrif til almennings, til borg- aranna. Eftir því sem tækninni fleyg- ir fram verður það auðveldara, en þróun lýðræðisins er hins vegar hæg- ari. Lýðræðið snýst um áhrif almenn- ings, bæði í stóru og smáu. Í fyrradag kynnti Ólafur F. Magnússon borgar- stjóri nýtt samráðsverkefni, sem nefnist 1,2 og Reykjavík. Verkefnið er tvíþætt. Annars vegar mun stýri- hópur leita eftir ábendingum barna, unglinga og fullorðinna í hverfum borgarinnar um hvað megi betur fara. Hins vegar mun fólk geta lagt sitt til málanna á sérstökum ábend- ingavef. Eins og segir í kynningu munu notendur þar geta komið á framfæri eigin ábendingum með skýringum, tekið afstöðu til ábend- inga annarra og fylgst með stöðu eig- in ábendinga og annarra. Ólafur F. Magnússon rökstuddi þetta verkefni með því að segja að engir þekktu hverfi borgarinnar jafn vel og íbúarnir sjálfir og Reykjavík- urborg vildi sækja í þann sérfræðiauð til að bæta borgina: „Með samráðinu vilja borgaryfirvöld í senn styrkja tengsl borgarinnar við íbúana og helstu samstarfsaðila í hverfunum – og skapa vettvang fyrir íbúana til að styrkja tengsl sín á milli. Betri tengsl milli íbúa skila sér í aukinni sam- kennd og blómlegra borgarsam- félagi, borginni allri til heilla.“ Þetta verkefni lofar góðu, en það má ekki gleyma því að öll fyrirheit skapa væntingar. Þegar íbúarnir eru hvattir til að láta að sér kveða vilja þeir líka sjá að ábendingar þeirra komist til skila, hvort sem þær snúast um hraðahindranir, endurbætur á leikvöllum, ónýtar gangstéttir eða bilaða ljósastaura. Ef ábendingarnar hlaðast upp og ekkert gerist gætu íbúarnir orðið æði langleitir. Ýmislegt hefur verið gerst til að gefa íbúum bæjar- og sveitarfélaga kost á því að hafa áhrif á umhverfi sitt. Nú er til dæmis hvergi ráðist í stórframkvæmdir nema að undan- genginni grenndarkynningu. Hættan er hins vegar sú að slíkt ferli verði að formsatriði og kynningin eigi sér stað án þess að íbúarnir taki eftir henni eða þá að tekið er á móti ábendingum, þakkað fyrir þær og síðan haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Það er ekki lýðræði, heldur sýndar- lýðræði. Samráðsverkefnið 1, 2 og Reykja- vík er í anda beins lýðræðis. Almenn- ingi er gefinn kostur á að hafa bein áhrif á umhverfi sitt. Ráðamenn í Reykjavíkurborg hafa með þessu frumkvæði sett markið hátt og því ber að fagna. En borgin þarf líka að hafa bolmagn til að bregðast skjótt við, þannig að fólk sjái að verkefnið skili árangri. Ef það gengur upp gæti þetta verkefni haft mikil áhrif. Það mun koma í ljós á næstu vikum og mánuðum. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Hún hefur ekkert breyst!“hvíslar Ragnar Axelssonljósmyndari hissa eftir aðhafa verið kynntur fyrir konunni sem fyrir 56 árum mætti linsu ljósmyndarans Ruth Orkin á horni Piazza della Republica í Flórens. Ninalee Allen Craig, eða Jinx Allen eins og hún kallaði sig þá, gekk þar hnarreist framhjá 15 ítölskum körlum sem veittu henni óskipta athygli. Þessi ljósmynd hefur orðið efniviður kvik- mynda, málaferla, tískuþátta – þetta er ein frægasta ljósmynd 20. aldar, mynd- in á næstsöluhæsta ljósmyndavegg- spjaldi sögunnar. Ninalee Craig var þá 23 ára gömul. Hún var nýútskrifuð úr háskóla í New York og lagði ein upp í sex mánaða ferðalag um Evrópu. Í Flórens bjó 28 ára ljósmyndari á sama hóteli, ung kona að nafni Ruth Orkin. Hún var orðin peningalaus og þegar þær hittust þennan morgun í anddyrinu spurði Orkin Allen hvort hún mætti taka af henni myndir; Herald Tribune kynni að birta þær í þættinum „Óþekkt feg- urð“. Þeir greiddu fimmtán dali fyrir. Ungu konurnar gengu út í daginn og þegar þær fóru framhjá körlunum á torginu tók Orkin mynd. Henni þótti viðbrögð karlanna svo forvitnileg, að hún bað Allen að fara aftur upp á gang- stéttina og ganga á milli þeirra að nýju. Það er þessi önnur mynd filmunnar sem er sú fræga. Þegar kontakturinn af filmunni var sýndur í heild sinni á sýningu í New York fyrir nokkrum ár- um skrifaði Charles Hagen í The New York Times, að þótt það hefði nú komið í ljós að myndin væri í raun sviðsett, þá skipti það varla máli. „Tilfinningarnar sem felast í þessu augnabliki eru svo raunverulegar og upplifunin svo sönn, að ljósmyndin hefur einstakan frá- sagnarkraft, óháð því hvernig hún var tekin,“ skrifaði Hagen. Þvílíkar móttökur Jinx Allen er nú Ninalee Craig og hún dvaldist á dögunum ásamt ættingjum í notalegu gistihúsi í Grjótaþorpinu. Hún var að heimsækja frænda sinn, ljósmyndarann Brooks Walker, sem er búsettur hér á landi. Og þessi glæsi- lega áttræða kanadíska kona, sem starfaði lengi í auglýsingabransanum, er einstaklega áhugasöm um umhverfi sitt. Hún var á Íslandi í annað sinn og það átti hug hennar allan. „Við lentum á Íslandi í versta veðri sem skollið hefur á Reykjavík í nokkur ár. Þvílíkar móttökur!“ segir hún hrifin og fer að sýna Ragnari dagbók um Ís- land sem hún byrjaði að setja saman í fyrra þegar hún kom. Í bókina hefur hún límt póstkort og skrifar allrahanda athugasemdir hjá sér. „Litirnir í borginni eru makalausir. Þessi pístasíugrænu hús minna mig jafnvel á Pétursborg,“ segir hún. Og bað frænda sinn að fara ekki aftur með sig að Gullfossi og Geysi. „Ég vil frekar fara til Eggerts feldskera,“ sagði hún. Myndin var talin klámfengin Ninalee Craig er alveg til í að rifja einu sinni enn upp söguna af þessari frægu myndatöku; bakvið mynd sem hún seg- ir í raun hafa haldið uppi fimm manna fjölskyldu síðustu áratugina. Og tekur fram að hún hafi aldrei fengið krónu fyrir fyrirsætustörfin; hins vegar gaf Orkin henni fjögur árituð prent og hvert þeirra er að minnsta kosti 50.000 dollara virði. „Myndin sást varla opinberlega fyrr en á sjöunda áratugnum, hún var talin svo klámfengin,“ segir hún og bendir á manninn sem grípur með hendinni í klofið á sér um leið og hann sýnist blístra. „Lengi vel voru einhverjir karl- anna málaðir út af myndinni.“ Hún segir Orkin ekki hafa sett myndina á svið, heldur hafi hún séð fyrir sér að þarna ætti eitthvað forvitnilegt sér stað á gangstéttinni, þegar þær fóru þar um. „Hún bað mig að ganga einu sinni enn framhjá körlunum – Ruth hafði þessa „vision“,“ segir Craig. Myndin var á hinni frægu sýningu Family of Man í Museum of Modern Art, sem fór síðan um heiminn, og aft- ur í bók Time-Life-útgáfunnar um Ítalíu. „Það var í þeirri bók sem fjöl- skyldan mín á Ítalíu sá myndina fyrst, þau voru algjörlega miður sín.“ Fyrri eiginmaður Craig var ekki sáttur og reyndi að höfða mál og stöðva birtinguna – vegna þess hvað myndin þótti djörf. „Hún er það líka,“ skýtur Herbie Walker, faðir Brooks, inn í. „Hún hangir uppi á barnum mínum á Ítalíu og hún er líka í öllum bíóhúsum þar sem sýna bannaðar myndir.“ En það þýddi ekkert að reyna að stöðva ferð myndarinn enda er hún tekin á opi Og fyrirsætan segir að myndarinn hafi alla tíð sambandi, uns Orkin lé tugnum. Höfðu talið fyrirsæt „Þetta er költ-mynd,“ s „Hún hefur ólíka merk fólks. Sumar konur sem ina fyllast fyrirlitningu Þær segja: Við eigum a ganga niður götuna án áreittar – en ég skemm unglega!“ Hún skellir u um Flórens í viku og st Ninalee A. Craig er stúlkan sem ítölsku karlarnir stara Ég skemmti mé Klassík Bandarísk stúlka á Ítalíu, hin fræga mynd ljósmyndar sig Jinx, segist hafa haft gaman af athyglinni sem karlarnir ve Sprelllifandi „Flestir þessara gaura á myndinni eru öruggleg 56 árum. Margir hafa þó gefið sig fram og sagst vera á myndin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.