Morgunblaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þið fáið ekki minn kaðal. Þið getið reynt að tala við lögreglustjórann, hann á mjög góðan kaðal til að redda sér með. Steingrímur J. Sigfússon, formað-ur Vinstri grænna, veltir fyrir sér í grein hér í blaðinu í gær hver sé afstaða Morgunblaðsins til um- hverfismála og álvera. Saga Morg- unblaðsins er svona í þessum efn- um:     Á sjöunda ára-tug síðustu aldar barðist Morgunblaðið hart fyrir bygg- ingu álvers í Straumsvík en hafði efasemdir á áttunda áratugn- um um þá ákvörðun Al- þýðubandalags- ins (forvera Vinstri grænna) að byggja járnblendiverksmiðju á Grundartanga að verulegu leyti í ríkiseigu.     Á tíunda áratugnum studdi Morg-unblaðið byggingu álvers á Grundartanga. Á tíunda áratugnum gerði Morgunblaðið kröfu um að fyrirhuguð Fljótsdalsvirkjun færi í umhverfismat. Morgunblaðið studdi byggingu Kárahnjúkavirkj- unar og þar með álversins á Reyð- arfirði.     Þegar hér var komið sögu lýstiMorgunblaðið andstöðu við frekari virkjanir á miðhálendi Ís- lands eða virkjunarmannvirki í Þjórsárverum. Morgunblaðið lýsti andstöðu við allar frekari fram- kvæmdir á miðhálendinu, hvort sem um væri að ræða vegafram- kvæmdir (sem Steingrímur getur ekki hugsað sér að lýsa andstöðu við) eða vanhugsaðar hótelbygg- ingar.     Á síðustu misserum hefur Morg-unblaðið varpað því fram til íhugunar, hvort jarðvarmavirkjanir gætu orðið málamiðlunarleið á milli umhverfissinna og virkjanasinna. Álver við Húsavík yrði rekið með orku frá jarðvarmaveitum og í Helguvík alla vega að hluta til. STAKSTEINAR Steingrímur J. Sigfússon Morgunblaðið, umhverfið og ál VEÐUR SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                       *(!  + ,- .  & / 0    + -           ! !  "! " #       %  %   %  %! !  "! "  12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (    &  # !!% $          %         :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? "  &" '" "    &" "  " "& " " "& "& " " '"                                   *$BC !!!              ! " #  $        *! $$ B *! ( ) * !  !) !    + <2 <! <2 <! <2 (*  %!,  $ -!.% /                      6 2  %        &   '((      ( )    B    *  +      (  ,      -   *  .  $    &     (  (   "        /   #  0   (      01%% ! !22   %!  !3   !,  $ Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Gunnlaugur B Ólafsson | 28. febrúar Blóm vikunnar Lambagras Lambagras er ein út- breiddasta og algeng- asta planta landsins. Finnst einkum á mel- um, söndum og þurru graslendi. Blómin eru vanalega bleik en í sennipart júlí 2005 rakst ég á þessa tvo blóma- kolla hlið við hlið, annan bleikan en hinn hvítan. Hér virðist því vera stökk- breytt hvítt afbrigði, sem ekki fram- leiðir litarefni. Þessar plöntur voru upp á Söndum... Meira: gbo.blog.is Ómar R. Valdimarsson | 29. febrúar SMS frá Kaupþingi og félögum Í fyrradag fékk ég nýja skilmála frá Kaupþingi, vegna greiðslukorts sem ég nota. Skilmáli nr. 15 vakti sérstaka at- hygli mína, því miðað við það sem þar kemur fram ætlast Kaupþing til þess að ég sætti mig við að bankinn ónáði mig einu sinni í viku, með „tilboðum, af- slætti og sérkjörum frá samstarfsfyr- irtækjum“. ... kemur hvergi fram hvernig ég get hafnað þessu. Meira: omarr.blog.is Guðmundur Magnússon | 29. febrúar Óreiðan á skrifborðinu Einhver þekktasti sjón- varpsmaður og stjórn- málapenni í Bandaríkj- unum, íhaldsmaðurinn William F. Buckley, lést í vikunni, 82 ára gam- all. Hvað sem mönnum kann að finn- ast um skoðanir hans verður því ekki á móti mælt að hann var afreks- maður á andlega sviðinu og verk- maður mikill. Er með ólíkindum hve mikið liggur eftir hann af bókum og greinum. Hann er sagður hafa verið sístarfandi fram í andlátið og hafa látist við skrifborðið heima hjá sér, þar sem hann var að undirbúa blaða- grein. Myndin sem hér fylgir birtist í New York Times. Sýnir hún Buckley á vinnustofu sinni. Takið eftir óreiðunni á skrifborðinu og í kringum hann. Ég leyfi mér í þessu sambandi að vitna í frábæra grein, In praise of clutter, sem birtist í jólahefti The Economist fyrir fimm árum. Kjarni þeirrar greinar birtist í eftirfarandi orðum sem allir sem stunda ritstörf munu skilja: Meira: gudmundurmagnusson.blog.is Pjetur Hafstein Lárusson | 29. febrúar Steinn Steinarr XIII Föðurlandsást tekur hvergi á sig bjartari mynd en í bláma fjar- lægðarinnar. Þannig hefði ljóð Jónasar, Ég bið að heilsa, hvergi get- að verið ort nema í Kaupmannahöfn, en á tímum skálds- ins var sú borg Íslendingum útlandið sjálft. Ekkert ljóð íslenskt kemst nær því að teljast þjóðkvæði, þótt nafn skáldsins sé öllum þekkt. Líklega væri helst við hæfi að kalla það þjóðarljóð, svo djúpar eru rætur þess í hjörtum Ís- lendinga. Rúmri öld síðar rís Ísland úr hafi fyrir augum Steins Steinars, sem þá er á heimleið eftir dvöl sína á Mallorca. Það er 26. maí árið 1954. Þann dag yrkir hann ljóð sitt, Landsýn. Hér kveður heldur en ekki við annan tón en hjá Jónasi forðum. Ástar- játningin til fósturjarðarinnar og þjóð- arinnar er að sönnu einlæg hjá báðum skáldunum. En meðan ást listaskálds- ins góða er sveipuð rómantískum bláma og er eftir því skilyrðislaus, bær- ist sú tilfinning í brjósti Steins, að þrátt fyrir ástina, sem hann ber til fjallkon- unnar, hafi þau bæði sína vankanta, skáldið og hún. Þetta er ástarjátning „þrátt fyrir allt“, ef svo má að orði kom- ast. Bæði eru þessi ljóð ættjarðarljóð. En Jónas Hallgrímsson yrkir sitt ljóð í veruleika draumsins, meðan ljóð Steins Steinarrs er ort í veruleika vök- unnar. Í draumsýn Jónasar er Ísland frjáls og saklaus snót með rauðan skúf í húfu sinni og klædd peysu að hætti sveitafólks þess tíma. Í vöku Steins er landið hins vegar fullþroskuð kona þeirrar náttúru, að lítt er við hæfi að bera sögu hennar á torg. Meira: hafstein.blog.is BLOG.IS Ragnhildur Sverrisdóttir | 29. febrúar 200 molar Systur börðust eins og ljón á fótboltaæfingu í gær. Alltaf jafn gaman að fylgjast með því stuði. Við vorum búnar að ákveða að hitta mömmu þeirra niðri í Ráðhúsi eftir fótboltann. Þar sat hún kynningarfund um nýtt sjúkrahús. Systur voru að vonum afar spenntar yfir fundarefninu, hlustuðu grannt á orð háttvirts heilbrigðisráðherra og sýndu allnokkra þolinmæði með upp- lýsandi ræðu Ingu Jónu Þórðardóttur, formanns nefndar um byggingu nýs háskólasjúkrahúss, .... æ, óttalegt bull er þetta í mér, auðvitað höfðu krúttin engan áhuga á þessu þótt þær færu vel með það. ... Eftir fund storm- uðum við allar á Hornið ... Systrum finnst sérstaklega gaman að fá pizzur á veitingastöðum, þar sem þær fá eina litla á mann, en þurfa ekki að deila stærri pizzu. Margrét hafði tölu- verðar áhyggjur af því hvað hún ætti að drekka með pizzunni. Hún sagðist nefnilega vita að í risastórri (2ja lítra) flösku af kóki væru 200 sykurmolar!“ Meira: ragnhildur.blog.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.