Morgunblaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurður Ingi-mundarson, bóndi á Snart- arstöðum í Núpa- sveit, fæddist á Snartarstöðum 10. maí 1913. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga Húsavík mánudaginn 25. febrúar síðastliðinn. Foreldrar Sigurðar voru Ingimundur Sigurðsson, bóndi á Snartarstöðum, f. 26.6. 1865, d. 13.7. 1935, og Guðný Margrét Guðna- dóttir húsfreyja, f. 15.6. 1882, d. 31.8. 1944. Ingimundur var sonur Sigurðar, bónda á Snartarstöðum, Rafnssonar og Sigurlaugar Benja- mínsdóttur húsfreyju. Guðný var dóttir Guðna Kristjánssonar, bónda á Hóli á Melrakkasléttu, og Frið- nýjar Friðriksdóttur húsfreyju. Systkini Sigurðar eru: Guðni, bóndi á Hvoli, f. 3.2. 1903, d. 11.1. 1992; Friðný, f. 21.1. 1905, d. 11.5. 1919; Sigurlaug, húsmóðir í Reykjavík, f. 27.9. 1908, d. 12.4. 1991; og Frið- Reykjavík, f. 21.7. 1971, gift Sól- mundi Oddssyni kjötiðnaðarmeist- ara og eru börn þeirra Lýdía Hrönn, f. 29.4. 1998, og Katrín Huld, f. 17.2. 2000; Halldóra, sjúkraþjálfari í Hveragerði, f. 5.8. 1973, gift Einari Guðjónssyni og eru börn þeirra Natalía Rut, f. 7.2. 2001, og Camilla Rós, f. 12.7. 2004. Sigurður fæddist á Snart- arstöðum og ólst þar upp við öll al- menn sveitastörf. Hann stundaði nám við Alþýðuskólann á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu í tvo vetur og nám við bréfaskóla um skeið. Sig- urður tók við búi á Snartarstöðum og stundaði þar búskap alla sína starfsævi, auk þess sem hann var fastur starfsmaður á skrifstofu Kaupfélags Norður-Þingeyinga á Kópaskeri í fjórtán ár. Sigurður sat í hreppsnefnd Presthólahrepps í tuttugu ár og var oddviti í tólf ár. Þá starfaði hann í skattanefnd Presthólahrepps í tuttugu ár, í fast- eignamatsnefnd í nokkur ár og í ýmsum öðrum matsnefndum. Sigurður verður jarðsunginn frá Snartarstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. geir, f. 30.4. 1915, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri, búsett- ur í Reykjavík. Sigurður kvæntist 12. desember 1957 Sigríði Guðnýju Krist- jánsdóttur húsmóður, f. 12.12. 1934. Hún er dóttir Kristjáns Guð- mundssonar og Maríu Ólafar Sigfúsdóttur frá Raufarhöfn. Börn Sigurðar og Sigríðar eru: Guðný María, bóndi og húsmóðir á Ærlæk í Öxarfirði, f. 21.4. 1961, gift Jóni Halldóri Guðmundssyni bónda á Ærlæk og eru börn þeirra Sig- urður Ægir eðlisfræðingur, f. 18.9. 1984, í sambúð með Líneyju Höllu Kristinsdóttur nema í eðlisfræði, Sigríður Harpa nemi , f. 9.9. 1988, og Sylvía Dröfn, f. 4.8. 1994; Krist- jana Ólöf, löggiltur endurskoðandi í Reykjavík, f. 31.1. 1964, í sambýli með Gunnari Braga Ólasyni, doktor í efnafræði, og er dóttir þeirra Gunnhildur Diljá, f. 24.11. 2000; Inga Friðný, skrifstofumaður í Elsku pabbi, ég kveð þig með eft- irsjá, þó svo að ég hafi vitað að þessi stund myndi koma. Hafði ég reynt að undirbúa mig en samt er maður svo hissa á því að við eigum ekki eftir að sjást, allavega ekki í bráð. Þegar ég hugsa til baka varstu alltaf hinn mesti ljúflyndismaður, afskiptalítill en sýndir okkur systrum ávallt væntum- þykju. Skapgóður varstu og þegar ég var að reyna að rifja upp hvort þú hefðir oft skammað okkur systur mundi ég aðeins eftir tveimur skipt- um. Annað skiptið var þegar ég og Halldóra slógumst ansi harkalega á eldhúsgólfinu heima, þá ofbauð þér lætin og reifst í axlirnar á okkur. Hitt skiptið var þegar við stálum gamla Skodanum og rúntuðum um allt heimatúnið (eins og nágrannarnir myndu ekki taka eftir einkennilegum akstri). Við höfum líklega oft átt skilið meiri skammir frá þér en þú gast veitt okkur því þú hafðir svo hlýtt og gott hjarta. Fjárhúsin eru mér ofarlega í huga og man ég eftir góðum stundum okk- ar þar, við systur vorum ekki orðnar gamlar þegar við fórum með þér að gefa kindunum og þótti mér það oft- ast gaman. Í dag lít ég á þær stundir sem mjög dýrmætar. Þú þekktir allar kindurnar með nafni og fannst mér þú mjög hugmyndaríkur með nafna- valið, reyndir að miða við einkenni hverrar kindar. Ég þakka þér fyrir það alveg ágæta uppeldi sem þú veittir mér og okkur systrunum, ég tel að þér og mömmu hafi tekist það nokkuð vel. Stundum óska ég þess samt að hafa kynnst þér betur og verið duglegri að spjalla, kannski var ég of upptekin af sjálfri mér í stað þess að gefa þér meiri tíma og athygli. En þú varst mér alltaf og þá meina ég alltaf góður. Takk fyrir allt og allt. Guð veri með þér á nýjum stað. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín dóttir Inga Friðný. Siggi tengdapabbi var einstakur maður, við hittumst fyrst sumarið 1989. Þú komst strax vel fram við mig og ég virti þig mikils frá fyrstu kynn- um. Þú hafðir þig ekki mikið í frammi til að byrja með en við tveir áttum oft góðar stundir og samtöl. Þar varst þú að lýsa þínum yngri árum þegar þú þurftir t.d. að labba inn í Klapparós og vitja um net og aflinn var borinn heim á bakinu í poka. Síðan var sil- ungurinn notaður í beitu. Það var gaman að sjá hvað þú lifðir þið inn í þess fortíð þó langt væri síðan, enda var þetta í kringum 1930. Einnig sagðir þú mér frá því þegar þú fórst til rjúpna á hjóli út í fjöll og náðir 21 rjúpu og mig minnir að það hafi verið í síðasta skiptið sem þú fórst til rjúpna. Það var öllum ljóst að þú varst vel lesinn maður og talnaglöggur mjög. Og eins og Lýdía sagði þá varstu góð- ur spilamaður. Ég er svo feginn að hafa fengið að koma inn í þína fjölskyldu og ég tala nú ekki um það að fá að giftast Ingu Friðnýju dóttur þinni sem er yndisleg kona sem hefur fengið fallegt og gott Sigurður Ingimundarson Þegar ég lít um öxl finn ég nú fyrst fyrir því að við afi áttum allt- of fáar samverustund- ir. Það var ekki honum að kenna. En þótt stundirnar væru kannski ekki margar þá voru þær góðar og skemmtilegar. Afi var fær smiður og hafði talsverðan áhuga á að kenna mér smíði. Því miður náði nemandinn aldr- ei sömu færni og meistarinn. Það átti bara ekki fyrir nemandanum að liggja að gerast smiður. Eitt og annað lærði ég þó. Maður lætur ekki hefil frá sé standandi, hann er látinn liggja á hlið. Ég veit ekki af hverju þetta smáatriði situr svona fast í mér en ef ég sé standandi hefil, sný ég honum á hlið. „Maður verður að fara vel með verk- færin, þannig endast þau betur og það verður skemmtilegra að vinna með þau,“ sagði afi eitt sinn. En þótt nem- andinn hafi ekki sýnt framúrskarandi árangur í smíðinni þá var afi listasmið- ur. Þegar ég var tíu ára gamall gaf hann mér hnút sem hann hafði tálgað úr tré. Auk þess gaf hann mér nokkrar fígúrur sem hann hafði tálgað. Hest og Kjartan Thoroddsen Ingimundarson ✝ Kjartan Thor-oddsen Ingi- mundarson fæddist á Sunnuhvoli á Barðaströnd 25. ágúst 1923. Hann andaðist 18. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Seljakirkju í Reykja- vík 25. febrúar. knapa, hænur, kýr og ketti að prestinum ógleymdum. Tíu ára snáði hefur ekki mögu- leika á að gera sér grein fyrir að þetta eru hrein listaverk, svo vel eru þau unnin. Mér lán- aðist að halda upp á þetta og í dag eru mun- irnir stofustáss hjá mér, enda listaverk. Fyrir stuttu spurði ég afa hver væri galdurinn við að tálga svona muni. „Það er sáraein- falt, þú bara velur þér grein sem líkist því sem þú vilt búa til og snyrtir þetta aðeins. Þú ættir að prófa þetta, þú hefur hæfileikana,“ sagði afi . Þar skjátlaðist honum hrikalega og eftir að ég hafði sett vísifingur vinstri handar í bráða lífshættu ákvað ég að snúa mér að öðrum verkefnum en tálgun. Afi var þó ekki listamaður að at- vinnu þó ég hafi séð marga „lista- menn“ selja mun lakari verk en hann bjó til. Hann var fyrst og fremst sjó- maður. Það er ekki sjálfgefið að kom- ast heilu og höldnu frá slíku ævistarfi. Þar þarf að fara saman hæfileg blanda af varkárni og árvekni. Það er list. Mér finnst það líka vera list að hafa lag á að tala aðeins við mann á upp- byggilegum nótum en þannig var hann. Allt sem við barnabörnin tökum okkur fyrir hendur er vel af sér vikið og við dugnaðarforkar, það þarf fleiri svona menn í þennan heim. Fyrir lifandis mörgum árum átti faðir minn litla Mözdu-bifreið. Í bíln- um var ónýt rúðuskafa. Hún var ónýt því að gúmmíið sem notað er til að skafa rúðurnar hafði hrokkið úr slíðr- inu. Átta ára gamall hafði ég reynt að koma gúmmíinu á sinn stað en án ár- angurs. Ég hafði ekki það afl og lag sem til þurfti. Afi hins vegar kom gúmmíinu á sinn stað án fyrirhafnar. Ég hugsaði með mér að einn daginn ætlaði ég að verða eins sterkur og afi minn. Í dag á ég samskonar rúðus- köfu. Mig hefur lengi langað til að rífa gúmmíið af, bara til að sjá hvort ég kæmi því á aftur. Fyrir skömmu lét ég undan freistingunni. Ég hefði betur sleppt því. Vissulega kom ég gúmmí- inu á fyrir rest en það var bölvað puð. Þetta leit ekki út fyrir að vera svona erfitt þegar afi lagaði sköfuna okkar. Björn Róbert. Ég man eftir afa inni í eldhúsi í Flúðaselinu, með kaffibollann á borð- inu og pípuna í hendinni, að fara með ljóð. Í fyrstu var mér ekki sagt hver höfundur ljóðanna væri. „Þetta er eitt af stóru skáldunum,“ sagði hann og glotti en eftir að hann sá hrifningu mína kættist hann allur og þá var eng- in þörf á frekari útskýringum. Leið mín fór að liggja oftar og oftar í Flúða- selið og seinna Seljahlíðina, ljóðin urðu fleiri og fleiri og minningarnar með. Það sem gerði hann afa sérstak- lega skemmtilegan að tala við var áhugi hans á lífinu. Hann sagði iðu- lega: „Mér finnst þetta líf svo skemmtilegt og mér finnst svo gaman að velta lífinu fyrir mér.“ Og það voru akkúrat þessar hugsanir og vanga- veltur sem hann svo snyrtilega færði yfir í ljóðin sín eins og litlar smásögur sem hann svo gladdi mann með yfir kaffibolla seinustu árin. Þessar stund- ir eru þær sem standa upp úr er ég lít ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, POLLY SÆMUNDSDÓTTIR frá Siglufirði, lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 24. febrúar. Útför hennar fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi, fimmtudaginn 6. mars kl. 13.00. Eygló Guðjónsdóttir, Kristinn Guðjónsson, Valgarður Guðjónsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGA JENNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR, Gullsmára 11, Kópavogi, lést á Landakoti miðvikudaginn 27. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Gyða Vigfúsdóttir, Knútur Birgisson, Gréta Vigfúsdóttir, Guðmundur Birgisson, Árni Guðjón Vigfússon, Hrönn Hallgrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANNES SÓLBJARTUR SIGURBJÖRNSSON, Hringbraut 50, lést á Hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 27. febrúar. Skúli Jóhannesson, Anna Sigurðardóttir, Ágústa Jóhannesdóttir, Vilhjálmur Georgsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KOLBEINN BALDURSSON, sem lést á heimili sínu þann 24. febrúar verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þann 4. mars kl. 13.00. Gyða Kristinsdóttir, Þóra Guðbjörg Kolbeinsdóttir, Árni Gunnarsson, Baldur Kolbeinsson, Gísli Kolbeinn og Hilmar Ingi. ✝ Okkar ástkæra, ANJA JÓNSSON, Kauppakatu 8 A 11, 48100 Kotka, Finnlandi, áður til heimilis Reykjabraut 4, Þorlákshöfn, lést miðvikudaginn 27. febrúar. F. h. aðstandenda, Edda Ríkharðsdóttir. ✝ Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ALBERTS HÓLM ÞORKELSSONAR bakarameistara frá Siglufirði, Kveldúlfsgötu 22, Borgarnesi. Sigríður Guðmundsdóttir, Ágústína Albertsdóttir, Sigurður Arason, Katrín Albertsdóttir, Loftur Jóhannsson, Kristján Þorkell Albertsson, Elín Ebba Guðjónsdóttir, Annabella Albertsdóttir, Sigurgeir Óskar Erlendsson, afa- og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.