Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 43 Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 12. mars kl. 20.00 í sal FÍ Mörkinni 6. Hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórnin. AÐALFUNDUR FÍ ENN ein teiknimyndasagan hefur verið kvikmynduð, nú er röðin kom- in að ferfætlingnum Underdog, sem er frekar lítt kunnur hérlendis. Myndin er leikin en persónur úr dýraríkinu unnar með tölvutækni. Líkt og kollegar hans tvífættir hefur Underdog orðið fyrir stökk- breytingu vegna mistaka á tilrauna- stofu og hefur afl á við milljón manns, getur talað, flogið og sprett úr spori eins og byssukúla og er þá fátt eitt talið. Nýtir hann krafta sína óspart á glæpahyskinu í borginni. Brjálaður vísindamaður, dvergurinn Barsinister, á sök á því hvernig er komið fyrir rakkanum og hyggst nýta hæfileika hans til að fram- kvæma sín fólskuplön. Það hefur ekki verið mulið undir hundinn, brellurnar eru grófgerðar, leikararnir með Belushi í far- arbroddi og flestir í hans styrk- leikaflokki. Upp úr stendur hinn smávaxni Dinklage sem illmennið Barsinister og Patrick Warbutton, sem leikur aðstoðarmann hans, langar greinilega til að verða næsti Leslie Nielsen hvíta tjaldsins. Í ofurhundsmyndina blandast fjöl- skylduvandi þeirra Belushi-feðga, sem er heldur óspennandi líkt og flest það sem snertir tvífættar sögu- persónur. Undrahundurinn er með íslenskum texta og hittir í mark hjá óvitum og litlum börnum sem skemmtu sér hið besta. Tilraunir til að hafa ofan af fyrir fullorðnum með spotti að teiknimyndasöguhetjum fara að mestu leyti fyrir ofan garð og neðan. Ofurmennið í hundsham KVIKMYND Sambíóin Með íslensku tali. Leikstjóri: Frederik Du Chau. Aðalleikarar: Jason Lee, James Belushi, Peter Dinklage, Alex Neuberger. 84 mín. Bandaríkin 2007. Undrahundurinn – Underdog bbnnn Undrahundur „Það hefur ekki verið mulið undir hundinn.“ Sæbjörn Valdimarsson BRESKA SÖNGKONAN Lily Allen hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Hún missti fóstur í jan- úar og hætti strax í kjölfarið með kærastanum, Ed Simmons úr hljómsveitinni Chemical Brothers. Áður fór það orð af henni að hún færi mikið út á lífið og sleppti þá al- veg fram af sér beislinu. Hún greindi til dæmis frá því í viðtali að hún hefði aðeins verið fjórtán ára gömul þegar hún prófaði e-töflu í fyrsta sinn. Nú segist hún hins veg- ar hafa snúið við blaðinu. „Ég hætti að drekka þegar ég varð ólétt og svo byrjaði ég ekkert aftur. Eftir að barnið var farið hugsaði ég með mér að ég vildi ekki lenda í sama farinu aftur,“ sagði hún í viðtali við breska tímaritið Glamour. Nú eyðir hún flestum kvöldum ein heima og segir að það geti tekið á. „Það er ekki margt um að vera fyrir ungt fólk í skemmt- anabransanum í London ef það er allsgáð. Ég er oftast bara heima að horfa á sjónvarpið því það er ekk- ert gaman að fara út að djamma þegar allir aðrir eru á kókaíni að æpa á mann.“ Reuters Róleg Lily Allen er heimakær. Hætt að djamma Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.