Morgunblaðið - 08.03.2008, Side 8
8 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HANNES Hlífar Stefánsson vann
portúgalska stórmeistarann Luis
Galego í fimmtu umferð Reykjavík-
urskákmótsins sem tefld var í gær.
Hannes er því í 1.-2. sæti ásamt
ítalska stórmeistaranum Fabiano
Caruana með 4½ vinning. Þeir
munu etja kappi við taflborðið í 6.
umferð mótsins sem tefld verður í
dag í Skákhöllinni í Faxafeni.
Atli Freyr Kristjánsson, sem er
aðeins 18 ára, vann skák sína við
úkraínsku skákkonuna og al-
þjóðlega meistarann Tatjönu Va-
silevich í gær. Atli Freyr er því
kominn með þrjá vinninga eftir að
hafa teflt við mun stigahærri skák-
menn en hann er sjálfur í öllum um-
ferðum skákmótsins.
Hannes í
1.-2. sæti
Atli Freyr Kristjánsson, 18 ára, er
kominn með þrjá vinninga.
UM 80 þúsund félagsmenn í ASÍ
eiga rétt á að greiða atkvæði um
kjarasamninga, en atkvæða-
greiðslu er að ljúka. Niðurstaða
verður birt í flestum félögum á
mánudag.
Flest stéttarfélögin viðhafa póst-
atkvæðagreiðslu, en hún þýðir að
engin lágmarkskrafa er um þátt-
töku í atkvæðagreiðslunni. Nokkur
félög eru með kjörfund, en það þýð-
ir að 20% félagsmanna að lágmarki
verða að taka þátt. Ef færri taka
þátt í slíkri atkvæðagreiðslu skoð-
ast samningur samþykktur jafnvel
þó meirihlutinn hafi verið á móti
samningnum.
Þó landssamböndin hafi haft
samflot um gerð samninganna
greiða félögin almennt atkvæði
hvert í sínu lagi. Stærstu félögin á
höfuðborgarsvæðinu, svokallað
Flóabandag, og Boðinn í Þorláks-
höfn greiða atkvæði saman. Rafiðn-
aðarmenn greiða einnig atkvæði í
einu lagi.
Félögin í Starfsgreinasamband-
inu telja atkvæði á mánudag og
sama á við um Samiðn. Talningu
hjá VR lýkur á þriðjudag og Rafiðn-
aðarsambandið hefur ákveðið að
framlengja kjörfund fram á mið-
vikudag.
Atkvæða-
greiðslu innan
ASÍ að ljúka
FJÖLTÆKNISKÓLI Íslands heldur
hinn árlega skrúfudag í dag, laug-
ardaginn 8. mars n.k. klukkan 13–
16:30.
Skrúfudagurinn er opinn dagur í
skólanum þar sem almenningi gefst
kostur á að kynna sér nám og starf-
semi skólans og skoða húsa- og
tækjakostinn. Einnig er dagurinn
vettvangur fyrir fyrrverandi nem-
endur skólans, Vélskóla Íslands og
Stýrimannaskólans í Reykjavík að
koma saman, skoða nýjungar og
hitta samherja frá námsárunum.
Fjölbreytt dagskrá stendur gest-
um til boða. Það setur meðal annars
mark sitt á skólann að hann tók við
rekstri Flugskóla Íslands og sú
starfsemi er mun umfangsmeiri en
flestir halda, segir í tilkynningu.
Flugskólinn býður upp á flugnám
til einka- og atvinnuflugréttinda.
Árlegur
skrúfudagur
STUTT
Stýrihópur
talaði ekki
við Hauk
Leósson
HAUKUR Leós-
son segir að stýri-
hópur um málefni
Orkuveitu
Reykjavíkur og
Reykjavík
Energy Invest
hafi aldrei leitað
eftir því að hann
kæmi á fund hóps-
ins, en hann var
stjórnarformaður
OR þegar samruni REI og GGE var
samþykktur á stjórnar- og eigenda-
fundi OR.
Þegar Svandís Svavarsdóttir var
spurð í umræðu um skýrslu stýri-
hópsins á borgarstjórnarfundi, hvort
leitað hefði verið til hans, sagði hún
meðal annars: „Það voru sérstakar
persónulegar ástæður fyrir því að
Haukur Leósson var ekki kallaður
fyrir nefndina sem ég óska eftir að
þurfa ekki að gera grein fyrir hér á
þessum fundi en það voru gildar
ástæður.“
„Ég veit ekki við hvað hún á, mín
ágæta vinkona,“ segir Haukur um
þetta orðalag Svandísar. „Ég veit
ekkert um þetta og ætla ekkert að tjá
mig. Ég er búinn að fá leiða á þessu
pólitíska karpi.“
– Var ekkert samband haft við þig?
„Nei, nei, ekkert samband. Þau
hafa símann minn. En ég var ekki
kallaður inn í stýrihópinn. Hanna
Birna Kristjánsdóttir og Gísli Mar-
teinn Baldursson höfðu heldur ekki
samband, en þau voru líka í stýri-
hópnum.“
Haukur
Leósson
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
VERIÐ er að undirbúa tillögur um
niðurskurð kostnaðar hjá tollgæsl-
unni og lögreglunni á Suðurnesjum.
Miðað við þá fjármuni sem vantar
upp á að endar nái saman má búast
við að fækka verði starfsfólki í toll-
gæslu og lögreglu um tugi frá því
sem verið hefur.
Hjá embætti lögreglustjórans og
tollstjórans á Suðurnesjum starfa
um 240 manns og að auki hafa verið
ráðnir um 100 starfsmenn í afleys-
ingar á sumrin. Embættið fær sér-
tekjur vegna starfa við flugvöllinn
auk framlaga á fjárlögum, samtals
tæplega 1.800 milljónir á þessu ári.
Miðað við óbreytta starfsemi er
reiknað með að kostnaður fari hátt í
300 milljónir kr. yfir fjárheimildir.
„Embættinu ber að halda sig inn-
an ramma fjárlaga,“ segir Ellisif
Tinna Víðisdóttir aðstoðarlögreglu-
stjóri spurð um stöðu mála. Hún
segir að verið sé að vinna að til-
lögum um það hvernig það verði
gert og verði þeim skilað til dóms-
málaráðuneytisins á mánudag. Þá
segir hún að yfirmenn embættisins
geti ekki tjáð sig um innihald vænt-
anlegra tillagna á þessu stigi máls-
ins.
Tollvörðum sagt upp
Sagt var frá því í Morgunblaðinu
fyrr í vetur að útlit væri fyrir að
fimmtán menn vantaði í lögreglulið-
ið fram á vor, meðal annars vegna
lögreglunema sem fóru til náms í
Lögregluskólanum um áramót. Nú
er búist við því að verulega dragi úr
ráðningum afleysingamanna í vor
vegna fjárskorts. Þá hefur Morg-
unblaðið heimildir fyrir því að rætt
sé um að segja upp 15 tollvörðum af
sömu ástæðum.
Fækkun hjá lögreglu-
og tollstjóranum
SEM kunnugt er fékk Sólveig Arnarsdóttir leikkona
ljósará í bakið á æfingu í Þjóðleikhúsinu í fyrradag.
Vika er í frumsýningu verksins Engisprettur sem Sól-
veig var að æfa, enda var hún mætt aftur á æfingu í
gær þegar tal náðist af henni. „Það er ekki um neitt
annað að ræða viku fyrir frumsýningu en að mæta,“
sagði Sólveig, sem virtist eldhress. „Þetta var dálítið
sjokk og ég meiddi mig, en þetta fór mun betur en á
horfðist,“ segir Sólveig sem tognaði á hálsi og marðist,
án þess þó, sem betur fer, að meiðast alvarlega.
Ekkert frí fyrir slasaða leikara
Morgunblaðið/Árni Sæberg