Morgunblaðið - 08.03.2008, Page 23

Morgunblaðið - 08.03.2008, Page 23
úr sveitinni MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 23 Hiklaust má fullyrða að aðal-umræðuefni fólks hér í uppsveitum Árnessýslu sé veðráttan sem jafnan áður. Eins og öllum er kunnugt hefur verið óvenju illviðrasamt tíðarfar allt frá ágúst- lokum í fyrra. Á nokkurra vikna tímabili í jan- úar og febrúar var meiri snjór hér en hefur verið frá árinu 1995. Frosthörkur voru aldrei miklar en komst þó nótt eina niður í 20 gráður. Nú fer að styttast í vorið en margir eiga mikið undir sól og regni, ekki hvað síst bændurnir.    Ferðafólki fjölgar í uppsveitum. Að sögn Ásborgar Arnþórsdóttur, ferðamálafulltrúa uppsveitanna, hefur, þrátt fyrir rysjótta veðr- áttu, sótt okkur heim fleiri ferðamenn en endranær og eru horfur góðar í þeim efnum á sumri komanda. Meðal margra árvissra við- burða ætla íbúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps að efna til landnámsdags 31. maí. Á þeim degi verður ýmislegt gert til skemmtunar og upp- lýsinga bæði hvað varðar söguna og kynningu á sveitarfélaginu. Slíkur dagur var haldinn fyrir fjórum árum og þótti takast vel. Meðal annars á að kanna hvort einhverjir vilji ganga í vík- ingabúningum þennan dag. Ja, því ekki það?    Allir tala mikið um vaxandi verðbólgu og þær miklu hækkanir sem orðið hafa á aðföngum og fjármagnskostnaði til búrekstrar á undan- förnum mánuðum, ekki hvað síst á tilbúnum áburði. Meginhluti gróðurhúsaræktunar lands- ins er hér á þessu svæði sem kunnugt er. Inni- ræktaðar plöntur taka sína næringu í fljótandi formi úr áburði sem leysist upp í vatni en hann er enn dýrari en venjulegur áburður. Er þá nokkuð annað hægt að gera en að hækka verð á afurðunum?    Jarðhitinn er eins og allir vita ómetanleg auð- lind og er ein helsta undirstaða þess að svo blómlegt mannlíf hefur þróast hér í okkar frjó- sama byggðarlagi í uppsveitum Árnessýslu. Ís- lenskar orkurannsóknir (Isor) hafa unnið að gerð auðlindakorts fyrir Hrunamannahrepp og Hitaveitu Flúða. Uppi eru hugmyndir um að bora eftir heitu vatni á bænum Kópsvatni skammt frá Flúðum. Verið er að bora eftir heitu vatni þessar vikurnar á bænum Gýgj- arhóli II, á svæði við Tungufljót, ekki fjarri Geysi í Biskupstungum. Oftast hafa boranir gengið vel og skilað árangri hér um slóðir.    Félagslíf er að vanda blómlegt. Karlakór Hreppamanna heldur sameiginlega tónleika með Karlakór Rangæinga n.k. þriðjudags- kvöld. Eldri borgarar hittast með reglulegu millibili og er félagsstarf þeirra með ágætum. Um 30 bridsfélagar hittast einu sinni í viku og heyja skemmtilega keppni sín í millum. Þá er vert að minna á að um þessar mundir er leik- deild Umf. Biskupstungna að sýna þann bráð- skemmtilega farsa Leynimel 13 og víst er að það kitlar hláturtaugarnar rækilega að sjá og heyra leikendurna fara á kostum í sýningunni. Í kvöld verður svonefnt hjónaball haldið í Hrunamannahreppnum í sextugasta og fimmta sinn á Flúðum. Samkomunni svipar til þorra- blótanna nema hvað þar er snæddur þrírétt- aður matur. Sextán manna skemmtinefnd sér um heimatilbúin skemmtiatriði og gert er góð- látlegt grín að mönnum og málefnum er tengj- ast íbúum sveitarinnar. Á fjórða hundrað manns sækir samkomuna að þessu sinni.    Mikil umræða fer fram í Hrunamanna- hreppnum og reyndar víða um land um hugs- anlegan fund heilags kaleiks á Kili og eru margar skemmtilegar kenningar uppi og bíð- um við spennt eftir að vísindamenn komi með jarðsjá í sumar til að kanna hvort hvelfing sem rætt hefur verið um sé á Skipholtskróki, ekki fjarri Kerlingafjöllunum.    Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur ákveðið að umbuna starfsfólki sveitarfé- lagsins vegna mikils álags sem orsakast af breytingum hjá stofnunum sveitarfélagsins. Þeir starfsmenn sem eru í fullu starfi fá greidd- ar 75 þúsund krónur þann 1. apríl næstkom- andi og aðrir starfsmenn í samræmi við starfs- hlutfall. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Mjaltir Bændur hafa áhyggjur af mjög svo auknum kostnaði við búrekstur. Hér eru þau Þórunn Andrésdóttir og Samúel Eyjólfsson í Bryðjuholti við mjaltir. HRUNAMANNAHREPPUR Sigurður Sigmundsson ERTU AÐ VINNA? Einn af hverjum níu Íslendingum svaraði játandi og fékk vinning í Happdrætti Háskólans á síðasta ári. Við stefnum að því að enn fleiri jánki á þessu ári. – Vertu með og fáðu þér miða á hhi.is eða hjá umboðsmanni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.