Morgunblaðið - 08.03.2008, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 08.03.2008, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 25 Lofar góðu Málverk eftir Sigurdísi Hörpu Arnarsdóttur sem Úlfar tel- ur upprennandi listakonu. Gluggaskraut Uppstoppaður anda- steggur og krummi, sem kallar til sín lifandi krumma á svalahandriðið. Plokkfiskur að hætti Úlfars (aðalréttur fyrir fjóra) 600 g þorskflök, soðin og bein- hreinsuð. Nota má líka ýsu eða lúðu 1 lítri mjólk 1 meðalstór laukur, saxaður salt og pipar karrí smjörbolla eða sósuþykkni í pakka kartöflur, soðnar og skornar í bita 2 msk. kalt smjör Þorskurinn er soðinn og lyft upp úr soðinu. Mjólkin er hituð að suðu ásamt lauknum og kryddinu. Smjör- bollu eða sósuþykkni bætt út í. Hluti af sósunni tekinn frá. Fiskinum er bætt út í sósuna ásamt kartöflum og hrært varlega saman við. Ef plokk- fiskurinn er of þurr má nota afgang- inn af sósunni. Kryddi er bætt út í eftir smekk. Sumir vilja mikinn pipar en aðrir minna. Í lokin er svo sett kalt smjör út í til að fá mýkri áferð á rétt- inn. Plokkfiskurinn er svo gratíner- aður rétt áður en hann er borinn fram með því að setja hann í eldfast mót, hella eggjasósu yfir og strá yfir hann rifnum osti. Eggjasósa 5 eggjarauður 500 g smjör 2 msk. lageredik kjötkraftur Smjörið er brætt í potti. Eggja- rauðurnar pískaðar saman yfir vatns- baði ásamt lageredikinu þar til komin er kremkennd áferð. Þá er bræddu smjörinu, sem á að vera við líkams- hita, hellt varlega út í eggjahræruna og sósan síðan bragðbætt með smá- vegis af kjötkrafti. Sósunni hellt yfir plokkfiskinn. Osti stráð yfir og grat- ínerað í ofni í örfáar mínútur eða þar til rétturinn er orðinn gullinbrúnn. Borið fram með seyddu rúgbrauði. PR ET TY U G LY FU R N IT U R E. C O M BURT MEÐ Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • Sími 577 1170 www.boconcept.is LÍFIÐ ER OF STUTT FYRIR LJÓT HÚSGÖGNXEINN B O 0 8 03 0 01 SKRÚFUDAGUR Komdu og taktu þátt í skemmtilegri dagskrá í Fjöltækniskóla Íslands og Flugskóla Íslands við Háteigsveg í dag kl. 13:00 - 16:30. NÁMSKYNNING Stúdentspróf Einka- og atvinnuflugmannspróf Vélstjórnar- skipstjórnarpróf Alþjóðleg réttindi Nám í Iðnskólanum í Reykjavík DAGSKRÁ Véla-, siglinga- og flughermar Nemendur og kennarar að störfum við vélar og tæki Þyrla Landhelgisgæslunnar sýnir björgun kl. 14:00 Turninn verður opinn gestum Ókeypis ferðir á milli Fjöltækniskólans og Flugskólans á Reykjavíkurflugvelli Ferðaklúbburinn 4x4 verður með jeppasýningu á staðnum Dregið úr lukkupotti kl. 16:00. Tímar í flughermi og útsýnisflug yfir Reykjavík í verðlaun. Útsýnisflugið er strax að útdrætti loknum Kvenfélögin Hrönn og Keðjan selja kaffiveitingar gegn vægu gjaldi Allir velkomnir Vinnið útsýnisflug yfir Reykjavík og tíma í flughermi. Þyrla Landhelgisgæslunnar sýnir björgun kl. 14:00. HÁTEIGSVEGI 105 REYKJAVÍK SÍMI 522 3300 WWW.FTI.IS Nám í Fjöltækniskóla Íslands og Flugskóla Íslands hentar m.a. þeim sem vilja ljúka stúdentsprófi af náttúrufræðibraut með véltækni,- raftækni,- skipstækni- eða einkaflugmannsprófi. Náimið hentar líka þeim sem vilja verða skipstjórar, flugmenn, vélstjórar, vélfræðingar hjá orkufyrirtækjum eða vilja undirbúa sig fyrir háskólanám á tæknisviði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.