Morgunblaðið - 08.03.2008, Side 26

Morgunblaðið - 08.03.2008, Side 26
Sagan og uppskriftirnar Sögu Rosette Faust Hal- pern með gömlum mynd- um af henni og manni hennar er að finna í bók- inni. Á hægri síðunni eru tvær uppskriftir frá Rosette; kálböggl- ar og kálfakjöt fyllt með kjúklingalifur, hrísgrjónum og mörðum kartöflum. Eftir Fríðu Björnsdóttur fridabjornsdottir@gmail.com Matreiðslubækur erumargvíslegar en eigaþað flestar sameigin-legt að snúast um ákveðið þema, t.d. kjöt, fisk, eftir- rétti og kökur. Holocaust Survivor Cookbook er ólík öllum matreiðslu- bókum sem ég hef séð til þessa. Í henni eru frásagnir af Gyðingum sem lifuðu af helförina og uppskriftir sem koma frá þeim eða fjölskyldum þeirra. Bókin er því ekki aðeins mat- reiðslubók heldur líka eins konar sagnfræðirit eða myndskreytt ævi- saga á annað hundrað manns. Tilurð bókarinnar er sú að ung hjón, Sarah og Jonathan Caras, ákváðu að fara til Ísrael og dveljast þar um tíma. Mæður þeirra, Gisela Zerykier og Joanne Caras, brugðu sér í heimsókn til þeirra í Jerúsalem og kynntust þar Carmei Ha’ir súpu- eldhúsinu þar sem Sarah og Jonath- an unnu sem sjálfboðaliðar. Þetta er ekkert venjulegt súpueldhús heldur líkast góðum veitingastað. Þangað koma þó daglega um 500 fátækir Ísraelar, sem ekki hafa ráð á að greiða fyrir matinn en einnig aðrir gestir sem borga ríflega fyrir sig. Súpueldhúsið er skammt frá Mah- ane Yehuda útimarkaðinum, sem einhverjir hafa kannski heimsótt og aðrir eiga eftir að skoða. Sögum og uppskriftum safnað Mæðurnar vildu leggja málefninu lið og hugmyndin að Holocaust Survivor matreiðslubókinni vaknaði. Því miður lést Gisela áður er verkið hófst en Joanne hélt ótrauð áfram. Tekið var til við að safna sögum og uppskriftum frá fólki sem lifði af hel- förina, Gyðingum frá Evr- ópulöndum á borð við Þýskalandi, Póllandi, Rúmeníu, Ungverjalandi, Ítalíu, Belgíu, Hollandi. Alls bárust 129 sögur og yfir 200 uppskriftir. Allt eru þetta einfaldar hversdags- uppskriftir sem fólkið hefur haft með sér frá átthögunum í hinni stríðshrjáðu Evrópu síðari heims- styrjaldarinnar og notar enn þar sem það býr í Bandaríkjunum, Kan- ada, Suður-Ameríku, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, víða um Evrópu og Suður-Afríku, jafnvel í Asíu og auð- vitað í Ísrael. Bókin hefur vakið mikla athygli og verið tilnefnd til verðlauna Asso- ciation of Culinary Professionals. Fyrsta prentun, 5000 eintök, kom út á síðasta ári og seldist upp á átta vikum. Þar með höfðu 60.000 doll- arar safnast sem runnu til góðgerðastarfs Gyðinga í súpueld- húsinu og víðar. Önnur útgáfa er komin út og salan heldur áfram m.a. í söfnum Gyðinga víða um Bandarík- in og einnig á netinu. Rosette Faust Halpern býr í Sil- ver Springs í Maryland í Banda- ríkjunum. Hún fæddist í Rohatyn í Póllandi, borg sem skipti stöðugt um land í kjölfar valdataflsins í Evrópu. Rozin Faust, eins og hún hét þá, átti fjóra bræður og eina systur sem flest létu lífið í stríðinu, auk foreldra hennar. Það bjargaði henni lengi vel að hún talaði úkra- ínsku án hreims sem gaf til kynna að hún væri Gyðingur. Þó lenti hún að lokum í gettóinu í Rohatyn en sovéski herinn frelsaði bæinn árið 1944 og hana þar með. Aðeins rúmlega 20 Gyðingar af þeim 12.000 sem þarna bjuggu fyrir stríð lifðu helförina af. Kálböglar Rosette og Doru Faust Uppskrift Rosette, sem komin er frá Doru Faust, móður hennar, er að kálbögglum, en nokkrar kálböggla- útfærslur er að finna í Holocaust- bókinni. 1 stórt hvítkálshöfuð ½ bolli rúsínur 1 kg nautahakk 1 stór, niðurskorinn laukur 1 saxaður laukur 1 súrt epli, rifið niður ½ bolli soðin hrísgrjón 7 piparkökur, sem mýktar eru í heitu vatni 1 egg Safi úr ½ sítrónu Salt, pipar, hvítlaukur 1 lítil dós með tómötum 1 dós af tómatpuré Hitið ofninn í 170°C. Leggið hvít- kálshausinn í sjóðandi vatn þar til kálið er orðið lint. Takið kálhausinn í sundur. Blandið saman nautahakki, söxuðum lauk, hrísgrjónum eggi, salti, pipar og hvítlauk (eftir smekk). Búið til kálböggla. Saxið afganginn af hvítkálinu smátt og setjið í pott. Bætið tómatpuré, rúsínum, niður- skorum lauk, rifnu epli, piparkökum, sítrónusafa og tómötum út í. Látið suðuna koma upp. Setjið þessu næst sósuna og kálbögglana í eldfast mót og bakið í ofninum í eina og hálfa til tvær stundir. Takið lokið af mótinu síðustu 15 mínúturnar og ausið soðinu yfir bögglana nokkrum sinnum. Fjölskyldan og bókin Caras-fjölskyldan sem stendur að útgáfu uppskriftabókarinnar. Fyrir miðju er móðirin Joanne, sem byrjaði að safna uppskriftunum í samstarfi við Giselu Zerykier, móður Söru. Uppskriftir Gyðinga sem lifðu af helförina www.survivorcookbook.org http://carmeihair.org.il daglegt líf 26 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ að það væri hægt að stytta þennan biðtíma verulega með því að fjölga starfsfólki á slysadeildinni. Er það ekki tímabært? Aðbúnaðurinn á bið- stofunni gæti verið betri, alla vega þegar hinn langi biðtími er hafður í huga. Þar situr misjafnlega vel eða illa á sig komið fólk. Auð- vitað er ljóst, að þeir, sem þurfa á skjótri að- stoð að halda, fá hana. En biðin getur verið löng og erfið fyrir aðra. Er einhver sparn- aður í því fólginn að takmarka fjár- veitingar til slysadeildarinnar svo mjög, að fólk þurfi stundum að bíða klukkutímum saman? Í því er ekki fólgin góð þjónusta og öll viljum við að heilbrigðisþjónustan sé góð, ekki sízt þegar við þurfum á henni að halda sjálf. Nú stendur yfir á vegum nýs heil- brigðisráðherra allsherjar endur- skoðun á heilbrigðiskerfinu öllu. Það væri æskilegt að í þeirri endur- skoðun verði hugað að svona aug- ljósum vanköntum á þessu annars ágæta kerfi. Biðraðir heyra fortíð- inni til. Á slysadeild Land-spítala í Fossvogi er unnið frábært starf við á stundum erfiðar aðstæður. Það er nokk- ur upplifun að fylgjast með því, sem þar ger- ist, hvort sem það er innan dyra eða á bið- stofu Slysadeildar. Þeir, sem hafa tæki- færi til að fylgjast með því, sem gerist þar inn- an dyra gera sér ljóst, að álagið á starfsfólkið hlýtur að vera gífur- legt á köflum. Þeir, sem sitja á bið- stofunni tímunum sam- an sjá þar flóru samfélagsins, sem ekki er auðvelt að sjá annars staðar. Þeir sem sitja utan dyra og innan að næturlagi ekki sízt um helgar kynn- ast enn einni hlið tilverunnar á Ís- landi. Biðtíminn á slysadeildinni er að sjálfsögðu misjafn en hann getur orðið nokkrir klukkutímar. Biðtím- inn á Læknavaktinni er langur en hann er ekki jafn langur og á slysa- deildinni. Þarf þessi biðtími að vera svona langur? Er eitthvert vit í því, að svo sé? Víkverji hefur heimildir fyrir því,       víkverji skrifar | vikverji@mbl.is VÍSNAHORN Af bakstri og limru Enginn getur sagt að PéturStefánsson taki ekki þátt í heimilishaldinu: Allt er gott og engin nauð, aðeins ró og næði. Meðan konan bakar brauð, bóndinn yrkir kvæði. Jón Gissurarson sá þetta fyrir sér svona: Pétur er að borða brauð, er bragðast vel í næði. Hefur mikinn andans auð yrkir falleg kvæði. Konan vel til verka kann varla mun það saka. On’í þennan mektar mann mikið þarf að baka. og Jón bætir við um bónda nokkurn, sem var að fara í kaupstað. Rétti konan honum þá innkaupalista, en þegar hann sá listann orti hann. „Kaffi sykur hveiti rót konan oft um biður.“ Kona hans sem einnig var hagorð botnaði. „Bakar og sýður býsna fljót bóndinn rennir niður.“ Hallmundur Kristinsson yrkir limru: Skotinn í Guðrúnu skapríku var Skafti sem þrælaði í fabríku. Hann reyndi hana við að riddara sið. Þau rækta nú tómat og papríku. pebl@mbl.is • Áttu það til að verða kvíðin(n) eða dapur? • Ertu viðkvæm(ur) fyrir? • Viltu öðlast betri líðan? Sex vikna námskeið í hugrænni atferlismeðferð er að hefjast á vegum Kvíðameðferðarstöðvarinnar (KMS). Kenndar verða leiðir til að endurskoða óhjálplegt hugarfar og breyta viðbrögðum sem stuðla að vanlíðan. Einnig verður fjallað um áhrif athygli á líðan og hvernig stuðla megi að farsælum samskiptum. Umsóknarfrestur rennur út 12. mars næstkomandi og fer skráning fram á kms@kms.is eða í síma 822-0043. Frekari upplýsingar um námskeiðið má finna á www.kms.is en verð námskeiðs er 25 000 krónur M b l 9 80 37 6 Sóley D. Davíðsd. sálfræðingur Bætt líðan með hugrænni atferlismeðferð Sigurbjörg J. Ludvigsd. sálfræðingur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.