Morgunblaðið - 08.03.2008, Síða 27

Morgunblaðið - 08.03.2008, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 27 UMRÆÐAN VERÐHÆKKANIR á mat- vælum hafa verið svipaðar hér og á hin- um Norðurlöndunum á undanförnum mán- uðum. Frá 1. mars á síðasta ári til 1. jan- úar sl. hefur verð á matvælum hækkað um 5,7% hér á landi, um 7% í Danmörku, 5,8% í Finnlandi 5,4 %, í Svíþjóð og lægst í Noregi eða aðeins 1%, samkvæmt neysluverðsmælingum norrænu hagstofanna. Ástæðurnar eru fyrst og fremst hækkanir á framleiðsluverði, þróun á alþjóðamarkaði og geng- issveiflur. Hækkanir á matvælum hérlendis frá 1. mars í fyrra eru mun minni en hækkun á almennri neysluverðsvísitölu á þessu sama tímabili. Á stundum mætti ætla af um- ræðu um hækkun matarverðs hér á landi að ástæðan geti aðeins ver- ið ein, nefnilega álagning versl- unar. Bent hefur verið á að verð á matvælum hér á landi nálgast að vera hið sama og það var fyrir lækkun á virðisaukaskatti og af- námi vörugjalda 1. mars í fyrra. Þegar verðhækkanir eru settar í þetta sam- hengi er nærtækast að ætla að kaupmenn hafi stungið mismun- inum í eigin vasa. Þess vegna er mik- ilvægt að bera saman þróun framleiðslu- verðs og smásöluverðs og almennar verð- hækkanir á tímabilinu. Ef borin er saman hækkun á fram- leiðsluverði innlendra matvæla (sem er stærsti hluti þeirra mat- væla sem seld eru í smásöluversl- unum) við vísitölu neysluverðs (þ.e. verð úr smásöluverslun) á sömu vörum frá 1. mars í fyrra kemur í ljós að verð frá framleiðendum hefur hækkað um 4% og í smá- söluverslun um rúmlega 5%. Á fyrri hluta tímabilsins hækkaði framleiðsluverðið mun meira en smásöluverðið en hefur nú sveifl- ast í hina áttina eins og oft verður milli mánaða. Verðþróun þessara tveggja þátta hefur samt haldist nokkuð í hendur allt frá 1. mars, þó einhverjar breytingar hafi orðið milli mánaða. Þessar upplýsingar eru fengnar úr vísitölumælingum Hagstofu Íslands. Vísitala neysluverðs hækkaði um 7,2% frá 1. mars í fyrra til 1. febr- úar sl. Á sama tíma hækkaði mat- arverð um 5,7%. Almennar verð- hækkanir hafa því verið meiri en hækkanir á matvælum. Ástæður hækkana á matvælum Í nágrannaríkjum okkar er um- ræðan um hækkandi matarverð af öðrum toga en hér og beinast áhyggjur manna að öðru en versl- uninni. Að flestra mati má að nokkru leyti má rekja ástæðurnar til bættra lífskjara Kínverja og Indverja, að nokkru leyti til elds- neytisframleiðslu og að nokkru til viðskiptahindrana og sveiflna í uppskeru. Lítum á nokkur dæmi: – Mjólk. Aukin eftirspurn eftir mjólkurafurðum í Kína og Indlandi hefur valdið því að Evrópuríki selja mjólkurafurðir sem aldrei fyrr. Birgðir sem áður söfnuðust upp eru horfnar. Verðið hefur einnig hækkað í takt við aukna eft- irspurn. – Kjöt. Verð á kjöti hefur einnig hækkað vegna aukinnar velmeg- unar í Asíulöndum. Meðalkjöt- neysla íbúa Sjanghæ hefur t.d. aukist frá 20 kg í 50 kg á ári á síð- ustu tuttugu árum. Í þessum mán- uði er reiknað með því innan Evr- ópusambandsins að nautakjöt geti hækkað til viðbótar um 20-40% á einu bretti þegar viðskiptabann á kjöt frá Brasilíu kemur til fram- kvæmda, vegna þrýstings frá Bret- um. – Sykur hveiti og maís. Á þess- um markaði eru alþjóðlegir fjár- festar og hrávörukaupendur sem veðja á áframhaldandi hækkandi verð líkt og á við um verðhækk- anir á járni, kopar og öðrum hrá- vörum. Ástæðan fyrir þessari trú fjárfestanna er aukin neysla á þessum vörum á nýjum markaðs- svæðum og að nú er í auknum mæli farið að nota sykurreyr og korn til framleiðslu á etanól sem eldsneyti á bíla. Kornbirgðir hjá helstu framleiðendum í algeru lág- marki um þessar mundir. – Brauð og sælgæti. Verðhækk- anir á þessum vörum er bein af- leiðing af hækkun á verði á korni og sykri. Heyrst hefur að fólki sé ráðlagt að hamstra sælgæti því það muni hækka mikið á næstunni því miklar hækkanir eiga sér stað á kakói, mjólkurdufti og jurtafeiti. – Kaffi, kakó og te. Þessar vörur hækka sem aldrei fyrr. Að ein- hverju leyti eru þær raktar til hækkana vegna spákaupmennsku stórra alþjóðlegra hrávörukaup- manna og að hluta til misheppn- aðrar uppskeru. Til dæmis hefur Kenía minnkað framleiðslu sína á svörtu tei um 10% og ýmsir kaffi- framleiðendur í Suður-Ameríku hafa boðað 10% hækkun á kaffi. Álíka hækkanir á matvælaverði og á Norðurlöndunum Emil B. Karlsson fjallar um ástæður hækkandi mat- vælaverðs hérlendis og erlendis » Ástæðurnar eru fyrst og fremst hækkanir á fram- leiðsluverði, þróun á al- þjóðamarkaði og geng- issveiflur. Emil B. Karlsson Höfundur er forstöðumaður Rann- sóknaseturs verslunarinnar. Prófaðu Heimaöryggi í 2 mánuði án endurgjalds – án skuldbindinga. Hringdu núna í 570 2400 og fáðu Heimaöryggi í áskrift! www.oryggi.is T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA \ 9 08 03 50 Heimaöryggi með útkallsþjónustu öryggisvarða býðst á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Akranesi, Akureyri og í Árborg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.