Morgunblaðið - 08.03.2008, Side 46

Morgunblaðið - 08.03.2008, Side 46
Það sem Björk sagði hefur mætt mikilli gremju hjá almenningi … 49 » reykjavíkreykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG ákvað nú bara að reyna að losa aðeins um mig. Ég er búinn að vera að leika mikið undanfarin ár og vildi fara að ráða meira um þau verkefni sem ég fer í,“ segir Ellert A. Ingi- mundarson sem hefur sagt upp fast- ráðnum samningi sínum sem leikari við Borgarleikhúsið, eftir næstum tveggja áratuga starf við leikhúsið. „Þegar maður er fastráðinn leik- ari tilheyrir maður leikhópnum, en svo eru lausráðnir leikarar ráðnir með. Ég reikna með að starfa sem slíkur í framtíðinni,“ segir Ellert sem leggur áherslu á að ákvörðunin hafi ekkert með yfirvofandi leik- hússtjóraskipti hjá LR að gera. Ellert hefur verið fastráðinn hjá Borgarleikhúsinu lengur en margur annar, frá árinu 1991. „Ég verð bú- inn að vera fastráðinn í sautján ár núna í maí, sem er nú ansi langur tími,“ segir hann, og ljóst að fáir leikarar í leikhúsinu slái það út. Þó segir Ellert líklegt að einhverjum af eldri kynslóðinni takist það. „Ég held til dæmis að Theódór Júlíusson sé búinn að vera að minnsta kosti jafnlengi og ég, og Pétur Einarsson hefur jafnvel verið enn lengur. Mar- grét Helga Jóhannsdóttir og Hanna María Karlsdóttir hafa líka báðar verið þarna nokkuð lengi.“ Ellert gerir ráð fyrir að hér eftir muni hann leika meira fyrir utan Borgarleikhúsið, þótt hann verði með annan fótinn þar áfram. „Ég verð að gera það sem laus- ráðinn leikari. Nú er ég bara kom- inn á þennan stað sem ég var á fyrir sautján árum síðan, að reyna að harka, en munurinn er sá að nú er ég með þessa reynslu á bakinu. En hingað til hef ég þurft að taka öll þau verkefni sem leikhússtjórinn hefur sett í hendurnar á mér, sem hafa sum verið miður skemmtileg, og að því leyti er þessi breyting góð.“ Aðspurður segir Ellert alveg hugsanlegt að hann muni eitthvað sjást á fjölum Þjóðleikhússins í framtíðinni. „Það ætla ég alla vega rétt að vona,“ segir hann að lokum. Kominn aftur í harkið Morgunblaðið/Jim Smart Aftur til fortíðar „Nú er ég bara kominn á þennan stað sem ég var á fyrir sautján árum síðan, að reyna að harka,“ segir Ellert A. Ingimundarson. Ellert Ingimundarsson hættir sem fastráðinn leikari hjá LR  Fréttakonan Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir er söluhæsti höfund- urinn á bóka- markaðnum sem nú stendur yfir í Perlunni. Að sögn Forlagsins sem gefur út matreiðslubækur Jóhönnu, Í matinn er þetta helst og Seinni rétti, hafa bækurnar selst í 3.000 eintökum frá því að markaðurinn var opnaður fyrir rúmri viku í Perl- unni en þar er að finna gífurlegan fjölda titla á lægra verði en alla- jafna er boðið í bókabúðum. Mat- reiðslubækur Jóhönnu Vigdísar hlutu góðar viðtökur þegar þær komu út en bækurnar þykja ekki síst merkilegar fyrir góðar ljós- myndir sem Silja Magg og Magnús Hjörleifsson eiga heiðurinn að. Nú er bara spurning hvort Fréttablað- ið þurfi ekki að láta fara fram aðra kosningu á besta íslenska rithöf- undinum í ljósi þessara ótrúlegu vinsælda Jóhönnu. Bókamark- aðnum lýkur á morgun. Jóhanna Vigdís vinsælust í Perlunni  Fyrirsætan Yasmin Le Bon opn- aði formlega í gær nýja verslun House of Fraser í Belfast á Norður- Írlandi en House of Fraser er í eigu Baugs Group. Um er að ræða versl- unarmiðstöð á sjö hæðum við Vic- toria-torg í miðborg Belfast. Meðal verslana í húsnæðinu eru leik- fangabúðin Hamleys, sem einnig er í eigu Baugs, Sisley, Laura Mercier, All Saints, Agent Provocateur og La Perla. Yasmine Le Bon, sem er eiginkona söngvarans Simons Le Bon, hyggst einnig verða verndari styrktarsjóðsins „Action Cancer“ sem House of Fraser styrkir. Fyrirsæta opnar HoFEftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA er flensusýning, ég er bú- inn að vera að vinna þetta í ein- hverri flensu. En það er ágætt, þá verður hún svo mannleg,“ segir myndlistarmaðurinn Jón Sæmund- ur Auðarson um sýningu sem hann opnar í 101 Gallery kl. 17 í dag. Sýninguna nefnir hann „Undra- verður rafmagnaður talandi hellir“ og er það í höfuðið á laginu „Amazing Electric Talking Cave“ eftir Anton Newcombe, aðalsp- rautu hljómsveitarinnar Brian Jon- estown Massacre, en Jón Sæmund- ur vann myndband við lagið. „Við í Project of Iceland-hópnum unnum 13 myndbönd við nýju plötuna hans, My bloody underground, sem hann tók upp hér á landi í fyrra,“ segir Jón Sæmundur, en sjá má öll myndböndin á Youtube. Auk þess hannaði hópurinn útlit á DVD-útgáfu plötunnar sem kem- ur út í september undir nafninu Book Of Days. „Svo samdi hann aukalag hérna á Íslandi, og ég var viðstaddur upptökur á því. Ég ákvað að gera myndband við það lag, og út frá því myndbandi spruttu önnur verk,“ segir Jón Sæ- mundur, en sýningin sem hann opnar í dag er í raun framhald af þeirri vinnu, auk þess sem sjá má myndbandið á henni. „Mér var boð- ið að sýna þarna með ansi stuttum fyrirvara, bara einhverjum mán- uði, þannig að sýningin end- urspeglar bara allt sem er í höfð- inu á mér þessa stundina. Ég hef verið svolítið upptekinn af Tíbet og búddisma upp á síðkastið, og lagið er mjög andlegt, en samt rokkað þannig að hægt er að dansa við það. Í rauninni stendur sýningin svolítið með því lagi, án hljóðs virkaði hún ekki alveg. Þetta virk- ar allt saman, ég er þarna með myndbandsverk, ljósmyndir og málverk sem kemur fyrir í mynd- bandinu,“ útskýrir hann. Á sýningunni hefur hluta af vinnustofu Jóns Sæmundar verið komið fyrir og kennir þar ýmissa grasa. Þar má meðal annars finna tíbetska muni sem listamaðurinn hefur sankað að sér. „Þarna er til dæmis hauskúpan mín, sem ég hef líka notað í gegn- um búðina mína, í prent og á boli og þannig. Þrátt fyrir friðsældina hefur hún náð að dúkka upp í draumum þeirra sem hafa komið á vinnustofuna, og valdið þó nokkr- um heilabrotum. Hún fær sitt pláss á sýningunni líkt og starrinn sem átti stutta en listræna ævi undir dúndrandi rokktónlist á meðal málningarpensla og olíulita á vinnustofunni.“ Rafmagnaður hellir Jón Sæmundur Auðarson opnar sérstæða myndlistarsýningu í 101 Gallery í dag Morgunblaðið/Ómar Rokkaður „Ég hef verið svolítið upptekinn af Tíbet og búddisma upp á síðkastið,“ segir Jón Sæmundur sem sýnir myndbandsverk og fleira í 101 Gallery.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.