Morgunblaðið - 08.03.2008, Síða 49

Morgunblaðið - 08.03.2008, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 49 KÍNVERSK stjórnvöld hafa heitið því að herða viðbrögð sín við op- inberum stuðningi erlendra lista- manna við sjálfstæði Tíbet. Þessi ákvörðun kemur í kjölfarið á því að Björk Guðmundsdóttir tileinkaði sjálfstæðisbaráttu Tíbeta, lag sitt „Declare Independence“ á tón- leikum í Sjanghæ síðasta sunnudag. Að því er fram kemur í frétt frönsku fréttastofunnar AFP gætu slík viðbrögð haft í för með sér bann við komu listamannanna til Kína. „Við munum herða eftirlit með erlendum listamönnum svo koma megi í veg fyrir að svona hlutir ger- ist aftur,“ segir í yfirlýsingu á heimasíðu menningarmálaráðu- neytis Kína. „Við munum aldrei láta það líðast að reynt sé að stía Tíbet og Kína í sundur og munum því ekki bjóða þeim listamönnum til landsins sem hyggjast beita sér í þeim efnum. Einhverjir listamenn hafa að yfirlögðu ráði breytt list- viðburðum í pólitískar samkomum sem brýtur í bága við kínversk lög og særir þá kínversku gesti sem sækja listviðburði. Það sem Björk sagði í Sjanghæ hefur mætt mikilli gremju hjá kínverskum almenn- ingi,“ segir ennfremur í yfirlýsingu ráðuneytisins. Listamenn gagnrýna Kína Tíbet var innlimað í Kína árið 1951 og síðan hefur Kína farið fram af mikilli hörku gegn þeim sem krefjast sjálfstæðis landsins. Er- lendir listamenn á borð við Richard Gere og hljómsveitina Beastie Boys hafa lengi stutt við baráttu Tíbeta fyrir sjálfstæði og nú síðast afþakk- aði leikstjórinn Steven Spielberg boð kínverskrar stjórnvalda um að koma að Ólympíuleikunum sem fram fara í landinu síðar á þessu ári. Ástæðan var sögð vera mann- réttindabrot Kínverja en þar vegur þungt framkoma stjórnvalda gagn- vart Tíbetum. Aðspurð hvort svo gæti farið að þeim listamönnum sem styddu sjálf- stæðisbaráttu Tíbeta yrði bannað að koma til Kína í framtíðinni, sagði talskona ráðuneytistins að svo gæti farið að Björk yrði bannað að koma fram í Kína ef hún syngi aftur Tíbetum til stuðnings. „Ef Björk heldur áfram að haga sér svona í framtíðinni munum við íhuga að meina henni að koma aft- ur fram í Kína,“ sagði talskonan við AFP. Stuðningur við Tíbet ekki liðinn Reuters Björk Söngkonan gæti átt á hættu að verða meinað að koma aftur fram í Kína. Kínversk stjórnvöld fljót að bregðast við uppátæki Bjarkar ROSEN METHOD BODYWORK INTRODUCTORY WORKSHOP Reykjavik 25.4-27.4.2008 To register please: Email maija@rosen.fi Call +358505140965 For more details: www.rosen.fi Næstu sýningar Lau. 8. mars UPPSELT Aukasýn. fös. 14 mars kl. 20 SÍÐ US TU SÝ NIN GA R Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16. Sími 575 7700 • gerduberg@reykjavik.is Stefnumót við safnara III Sýnendur: Eymundur Matthíasson • Gunnar Örn Tynes • Joel Thurman • Magnús Birkir Skarphéðinsson • Pétur H. Jónsson • Sighvatur Ómar Kristinsson • Sigurlaug Gísladóttir • Sönke Holtz og hljómsveitin Hey Calypsó! • Viðar H. Gíslason • Úlfur Eldjárn Sjö landa sýn María Loftsdóttir, alþýðulistakona, sýnir vatnslitas- temmningar frá Argentínu, Bólivíu, Brasilíu, Íslandi, Japan, Perú og Skotlandi. Listakonan tekur á móti gestum um helgina! Hið breiða holt Ljósmyndasýning þar sem unglingar eiga stefnumót við afa sína eða ömmur! Sýningarstjóri: Berglind Jóna Hlynsdóttir. Vissir þú... ...að í Gerðubergi er frábær aðstaða fyrir ráðstefnur, námskeið, fundi og veislur? Salir og fundarherbergi fyrir 8 - 120 manns. Sjá nánari upplýsingar: www.gerduberg.is, s. 575 7700. GERÐUBERG www.gerduberg.is Síðustu sleðarnir á páskatilboði          Mótormax Reykjavík - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400 Mótormax Egilsstöðum - Sími 470-5080 / 470-5070 Mótormax Akureyri - Sími 460-6060 www.motormax.is Páskatilboð Mótormax á síðustu 2008 vélsleðunum er ávísun upp á 75.000 kr. í fatnaði og fylgihlutum. Þú lætur drauminn rætast núna og færð þér t.d. þennan magnaða Yamaha Nytro RTX ER 40th anniversary og við hjá Mótormax gefum kaupauka með eftir þínum óskum upp á 75.000 kr. BÓNUS NÚNA! 75.000kr. Söngtónleikar Sönglög Jórunnar Viðar í Salnum, Kópavogi sunnudaginn 9. mars kl. 16 Helga Rós Indriðadóttir, sópran Guðrún Dalía Salómonsdóttir, píanó ásamt Hallfríði Ólafsdóttur, flauta Helga Rós Guðrún Dalía

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.