Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 51 LEIKARINN Matthew McConaug- hey vill helst af öllu nefna ófæddan son sinn eftir uppáhaldsbjórtegund- inni sinni Budweiser. McConaughey og kærasta hans Camila Alves eiga nú von á fyrsta barni sínu og vilji svo til að barnið verði drengur er McCo- naughey að hugsa um að skíra hann Bud. McConaughey telst nú hins vegar ekki mjög frumlegur því bróð- ir leikarans, Michael McConaughey, skírði fyrsta son sinn Miller Lyte. Hins vegar virðast þau Matthew og Camila ekki vera á einu máli hvað nafngiftina varðar og samkvæmt vini þeirra hjóna mun Camila ekki taka Bud-nafnið í mál. Hafi McCo- naughey hins vegar vinninginn í bar- áttunni um nafnið mun drengurinn bætast hóp þeirra barna fræga fólksins sem bera skrítin nöfn. Má þar nefna Apple, dóttur Gwyneth Paltrow og Chris Martin, Prince Michael I og Prince Michael II syni Michaels Jackson og dóttur Dave Grohl úr Foo Fighters, Everly Bear. Bud McConaughey? Ósammála Matthew og Camila eru víst á öndverðu meiði. BAÐSTOFUNNI eftir Hugleik Dagsson hefur verið boðið á leikrita- tvíæringinn í Wiesbaden í Þýska- landi í sumar. Þar fer fram ein þekkt- asta leiklistarhátíð Evrópu, helguð nýjum leikritum. Baðstofan er þriðja leikrit Hugleiks en verkið var frum- sýnt í leikstjórn Stefáns Jónssonar í Kassanum þann 9. febrúar síðastlið- inn. Að sögn Kristrúnar Heiðu Hauksdóttur, kynningarstjóra Þjóð- leikhússins, ferðuðust aðstandendur hátíðarinnar vítt og breitt um Evr- ópu til að kynna sér leikhúslífið í hverju landi fyrir sig og má því gera ráð fyrir að á hátíðinni verði að finna allt það besta sem nú er að gerast í evrópskum leikhúslistum. Hópurinn sem stendur að sýningunni Baðstof- unni er að stórum hluta sá sami og setti upp söngleikinn Leg í Þjóðleik- húsinu, og Forðist okkur, sem var sýnt á vegum Nemendaleik- húss LHÍ og CommoNonsense í Borgarleikhús- inu. Leg hlaut tólf Grímutilnefningar á liðnu ári og var sýningum hætt fyr- ir fullu húsi nú í haust. Í Baðstofunni beinir hópurinn sjónum sínum að for- tíð okkar Íslendinga. Baðstofan til Wiesbaden Baðstofan StefánHallur Stefánsson í hlutverki sínu í Baðstofunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.