Morgunblaðið - 15.03.2008, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur
Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
„ÉG lít svo á sem þarna sé verið að
ráðskast með ákvörðunarvald sveitar-
félaganna,“ segir Birgir Sigurðsson,
sviðsstjóri skipulags- og umhverfis-
sviðs hjá Kópavogsbæ. Umhverfis-
ráðuneytið hefur synjað tillögu um
staðfestingu á svæðisskipulagi Kópa-
vogs við Vatnsendahlíð.
Í desember barst ráðuneytinu um-
sögn Skipulagsstofnunar þar sem
lagst er gegn tillögu Kópavogsbæjar
að breyting á svæðisskipulagi Kópa-
vogs varðandi Vatnsendahlíð verði
staðfest sem óveruleg.
Í nóvember sl. óskaði Kópavogs-
bær eftir afgreiðslu Skipulagsstofn-
unar á tillögu að breytingu á Svæð-
isskipulagi höfuðborgarsvæðisins í
samræmi við skipulags- og bygging-
arlög. Tillagan, sem þá hafði verið
samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs og
svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaga
höfuðborgarsvæðisins, laut að
breyttri landnotkun í Vatnsendahlíð,
vestan Elliðavatns. Breytingin felur í
sér að byggðasvæði í Vatnsendahlíð
stækkar til suðurs.
Í forsendum Skipulagsstofnunar
fyrir synjuninni segir m.a. að skipu-
lagsbreytingin geti ekki talist óveru-
leg vegna umfangs hennar og stað-
setningar nýrra byggðareita, sem að
hluta séu á verndarsvæði (fjarsvæði
vatnsverndar). Þá yrði byggðin að
hluta til innan græna trefilsins, úti-
vistarsvæðis höfuðborgarinnar.
Kópavogsbær gagnrýnir þessa rök-
semdafærslu og bendir Birgir m.a. á
að samkvæmt svæðisskipulagi vatns-
verndar sé heimilt að byggja á fjar-
svæðum vatnsverndar. Í Vatnsenda-
hverfi hafi til að mynda verið byggt á
slíku svæði.
Þá segir hann það rangt hjá Skipu-
lagsstofnun að hin fyrirhugaða byggð
sé innan græna trefilsins. Birgir segir
að þau rök hafi verið nefnd gegn til-
lögu Kópavogsbæjar að um mikla
byggð sé að ræða. Hins vegar megi
benda á ótal dæmi þar sem svæðis-
skipulagi hafi verið breytt með þeim
hætti sem sveitarstjórnir hafi óskað
og það samþykkt með umfangsmeiri
breytingum en þessari.
„Við höfum óskað eftir fundi í sam-
vinnunefnd þar sem við gerum grein
fyrir niðurstöðu ráðuneytisins, en
hann er boðaður á mánudag,“ segir
Birgir. Þá muni bæjaryfirvöld óska
eftir nánari viðræðum við ráðuneytið
og Skipulagsstofnun um niðurstöð-
una. Mikilvægt sé að málið tefjist ekki
frekar en orðið er, en fjóra mánuði
hafi tekið að fá niðurstöðu ráðuneyt-
isins.
„Ráðskast með ákvörð-
unarvald sveitarfélaga“
Umhverfisráðuneytið synjar tillögu um breytt skipulag í Vatnsendahlíð
Í HNOTSKURN
» Á svæðinu sem um ræðir eru92,5 hektarar af opnu
óbyggðu svæði.
»Til stendur að 49 hekturumþess verði breytt í byggða-
reiti fyrir blandaða byggð.
»Þá á að byggja á svæðinu 707íbúðir og gert er ráð fyrir að
heildarstærð atvinnuhúsnæðis í
Kópavogi-austur aukist um
15.000 fermetra.
SLÖKKVILIÐIÐ í Borgarnesi var kallað að sum-
arbústað í landi Mófellsstaða í Skorradal um hálfsjö í
gærkvöldi. Fjórir dælubílar og tveir tankbílar voru
sendir á staðinn og tók tæpan klukkutíma að komast
fyrir eldinn, með því að rífa bæði þak og eina hliðina.
Bústaðurinn, sem var byggður um 1970, er ónýtur eftir
brunann. Að sögn lögreglu er málið enn í rannsókn en
líklegt þykir að upptök eldsins megi rekja til raftækja.
Ljósmynd/Pétur Davíðsson
Bústaður gjörónýtur eftir bruna
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur komist
að þeirri niðurstöðu að móðir ólögráða stúlku
sé skaðabótaskyld vegna óhapps sem varð inn-
an skólans. Stúlkan sem þá var ellefu ára lok-
aði rennihurð af miklu afli á andlit kennara
síns, með þeim afleiðingum að hún þjáist af
höfuðverk, eymslum í hálsi og herðum, auk
þess sem þreyta og þrekleysi þjaka hana.
Skólinn, Mýrarhúsaskóli, var hins vegar sýkn-
aður. Lögmaður kennarans, Guðni Ásþór Har-
aldsson, segir þá niðurstöðu fráleita, og taldi
líklegra að skólinn yrði sakfelldur en móðirin.
Hurðin hafi verið hættuleg og alls ekki átt
heima í skólastofu, enda hafi Heilbrigðiseftirlit
Kjósarsvæðis gert alvarlegar athugasemdir
eftir að slysið átti sér stað. Móðirin þarf að
reiða af hendi tæpar tíu milljónir króna og eina
til viðbótar í málskostnað. Verði niðurstöðunni
ekki áfrýjað mun tryggingafélag móðurinnar
greiða bæturnar að sögn Guðna.
Atvikið gerðist þannig, að stúlkan, sem
greind hefur verið með Aspergerheilkenni,
faldi sig í geymslu sem lá inn af skólastofunni
eftir að henni sinnaðist við skólafélaga sína.
Kennarinn fór til að sækja stúlkuna, opnaði
rennihurðina, rak höfuðið inn í geymsluna og
spurði hvort hún ætlaði ekki að koma fram.
Stúlkan lokaði þá hurðinni þannig að hún skall
hægra megin á andliti kennarans sem hentist
út í vegg og lenti með höfuðið á veggnum
vinstra megin. Kennarinn hlaut töluverða
áverka og varð óvinnufær í kjölfarið.
Kennarinn lögsótti bæði skólann og foreldra
stúlkunnar vegna atviksins. Byggði hún kröfu
sína gagnvart skólanum á því að rennihurðin
hafi verið hættuleg og vísaði í matsgerð dóm-
kvadds matsmanns og athugasemdir Heil-
brigðiseftirlits Kjósarsvæðis.
Skólinn gerði úrbætur
Í bréfi eftirlitsins segir m.a.: „Að öllum lík-
indum getur hreyfiorka hurðanna verið um-
talsverð þar sem þær eru þungar og leika
hangandi í rennibraut. Áverkarnir sem verða í
þessu slysi eru til merkis um það. Áhættan
sem fylgir notkun rennihurðanna getur verið
umtalsverð ef slysin sem geta orðið eru alvar-
leg. Þá er æskilegt að grípa til aðgerða jafnvel
þótt líkur á slysi séu litlar enda getur slys
valdið alvarlegum líkamsáverkum.“ Gerðar
hafa verið úrbætur á umræddri hurð.
Fjölskipaður héraðsdómur komst að þeirri
niðurstöðu að ekki hefði verið sýnt fram á það
með óyggjandi hætti að hurðin hafi verið hald-
in vanköntum eða ekki í samræmi við gildandi
reglur um byggingu og aðbúnað í skóla-
húsnæði. „Umrædd geymsla var ekki ætluð
nemendum og áttu þeir ekkert erindi inn í
hana. Þá verður ekki séð að með því að festa
hurðina eftir slysið hafi [skólinn] viðurkennt
að hurðin væri hættuleg,“ segir í dómnum. Var
því ekki talið að skólinn bæri ábyrgð í málinu.
Dómurinn taldi hins vegar ljóst að ellefu ára
gömul stúlkan hafi þekkt muninn á réttu og
röngu. „Kom fram hjá móður hennar að fötlun
hennar hafi helst háð henni félagslega og hún
lendi oft í útistöðum. [...] Hún hafi verið þung-
lynd og líði oft illa,“ segir m.a. í dómnum og að
ekkert liggi fyrir um að stúlkan hafi ætlað sér
að skella hurðinni á kennarann heldur hafi
hvatvísi hennar ráðið för eða reiði vegna þess
að henni hafði sinnast við skólabræður sína.
„Á hinn bóginn mátti henni vera það ljóst, að
sú háttsemi hennar að loka hurðinni með afli
eins og slegið hefur verið föstu að hún gerði,
væri hættuleg og hlaut hún að gera sér grein
fyrir því hversu alvarlegar afleiðingar sú hátt-
semi gat haft í för með sér.“
Við mat á því hvort stúlkan væri skaðabóta-
skyld leit dómurinn m.a. til þess að stúlkan
hafði greinst með Aspergerheilkenni. „Í fyr-
irliggjandi bæklingi um þá fötlun segir meðal
annars að Aspergerheilkenni sé ekki sjúkdóm-
ur heldur fötlun skyld einhverfu. [...] Komi lyk-
ileinkenni Aspergerheilkennis fram á tveim
sviðum, annars vegar í félagstengslum og sam-
spili við aðra og hins vegar í sérkennilegri og
áráttukenndri hegðun og áhugamálum.“
Lögmaður móðurinnar og framkvæmda-
stjóri Heimilis og skóla sögðust bæði eiga eftir
að fara betur yfir dóminn og vildu ekki tjá sig
efnislega um niðurstöðu málsins að sinni.
Móðir þarf að greiða kennara ólögráða dóttur sinnar 10 milljónir kr. í bætur vegna óhapps í skólastofu
Átti að þekkja líklegar afleiðingar
BÆÐI fengum við ábendingar og
svo höfum við hreinlega kortlagt
svæðin,“ segir Jón Viðar Matthías-
son, slökkviliðsstjóri höfuðborgar-
svæðisins. Slökkviliðið kannar nú
kerfisbundið öryggi búsetu í iðnað-
arhverfum, fyrst í Hafnarfirði og
Garðabæ, en Kópavogur sé næstur á
listanum. Þremur íbúðum hefur ver-
ið lokað, auk þess hefur verið óskað
að 4-5 íbúðir í Garðabæ verði innsigl-
aðar flytjist íbúar ekki út á næst-
unni.
Kannað er hvort íbúar hafi mögu-
leika á tveimur flóttaleiðum, hvernig
hólfanir séu varðandi eld- og reykút-
breiðslu og hvort brunaviðvörunar-
kerfi sé til staðar. Sé þessum þáttum
ábótavant eru eigendum send bréf
þar sem óskað er eftir að látið sé af
þessari iðju, viðkomandi fái viku til
að svara. Að sögn Jóns eru íbúarnir
bæði íslenskir og erlendir og vand-
inn sé mun útbreiddari en talið var.
Ólögleg-
um íbúð-
um lokað
Kanna eldvarnir í
iðnaðarhúsnæði
GEIR H. Haarde
forsætisráðherra
kom fram í þætt-
inum World Bus-
iness Today á
fréttastöðinni
CNN í gærkvöldi.
Þar var hann m.a.
spurður að því
hvort íslensku
bankarnir gætu
staðist núverandi
hættuástand. Sagðist Geir þá hafa
fullt traust á bönkunum, undirstöður
íslensks efnahags væru traustar og
helstu stærðir í reikningum bank-
anna einnig. „En það er vel geymt
leyndarmál,“ bætti hann svo við.
Um gengisfall krónunnar sagði
Geir að hún tæki nú út leiðréttingu
eftir mjög hátt gengi að undanförnu,
en ójafnvægi í íslenska hagkerfinu
myndi vonandi leiðrétta sig á þessu
ári og verðbólga nálgast markmið
Seðlabankans á fyrri hluta næsta
árs. „Við vonum að það takist,“ sagði
Geir við fréttamann CNN.
Geir ræddi
efnahaginn
á CNN
Staða banka vel
geymt leyndarmál
Geir H.
Haarde
SPÁ um páskaveðrið hefur verið
birt á heimasíðu Veðurstofu Ís-
lands, með þeim fyrirvara að spáin
verði nákvæmari eftir því sem nær
dregur.
Þar kemur fram að á skírdag sé
útlit fyrir stífa norðanátt sem gangi
niður þegar líður á daginn. Reikna
megi með ofankomu norðanlands
fyrri hluta dags, en bjartviðri í öðr-
um landshlutum. Á föstudaginn
langa hlýni og vindur snúist í suð-
vestan- og sunnanátt – vinda- og
vætusamt vestan til, en þurrt aust-
an til og bjart með köflum. Senni-
lega frostlaust alls staðar síðdegis
nema á norðausturhorninu þar sem
hláni nokkru síðar. Á laugardaginn
er gert ráð fyrir stífri en hlýrri
suðlægri átt með votviðri sunnan-
og vestanlands, sérstaklega seinni
part dags. Á sjálfan páskadag er
svo spáð suðvestanátt með éljum
eða skúrum, en bjartviðri norðaust-
anlands.
Breytilegt
páskaveður
♦♦♦