Morgunblaðið - 15.03.2008, Page 6
6 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Í
fyrradag var sögð örlítil frétt
um 200 saumavélar.
Hingað komu sölumenn með
farm af ítölskum saumavélum
til að selja á verði sem ku
vera útsölu-afsláttar-ódýrasta-
sprengiverð, 18.900 krónur stykkið.
Neytendastofa hélt vöku sinni og fann
ólykt af málinu, lögreglan þusti á vett-
vang og sölufundurinn var leystur
upp.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem uppi
verður fótur og fit í kringum sauma-
vélar. Í raun má segja að saga sauma-
vélarinnar hafi frá upphafi verið lituð
hinum ólíklegustu átökum.
Ein slík átakasaga er sögð af
Frakkanum Barthelemy Thimonnier.
Nágrannar Thimonniers voru farnir að
halda hann brjálaðan þegar hann var
hættur að skeyta nokkuð um klæð-
skeraviðskiptin en lokaði sig þess í
stað inni – vikum, mánuðum og árum
saman – til að reyna að hanna nýja
saumavél. Árið 1841 var Thimonnier
svo búinn að koma á fót heilli verk-
smiðju með 80 saumavélum þar sem
saumaðir voru einkennisbúningar
franska hersins.
Á endanum fór ævintýrið hins vegar
ekki betur en svo að herskari annarra
klæðskera gerði uppreisn, réðst inn í
verksmiðjuna og eyðilagði allar
saumavélarnar. Thimonnier mátti
þakka fyrir að komast lífs af, en eins
og svo margir sem taka þátt í að upp-
hugsa eitthvað nýtt dó hann einn og
yfirgefinn í sárri fátækt árið 1857.
Einn af mínum uppáhalds sauma-
véla-uppfinningamönnum er hins veg-
ar hvorki Thimonnier né hinn frægi
Isaac Singer heldur Walter Hunt.
Hunt fann m.a. upp öryggisnæluna.
Hverjum og hverju hefur góð örygg-
isnæla ekki reddað þegar fauk í flest?
Hunt var fæddur og uppalinn í New
York og var hvort tveggja í senn, upp-
finningamaður og Hrói höttur. Nær
allt það fé sem hann fékk í hendur fyr-
ir uppfinningar sínar rann til fátækra,
jafnvel þegar hann átti vart til hnífs
og skeiðar fyrir sig og sína. Hunt lagði
til byltingarkenndar hugmyndir við
nýja hönnun saumavéla, en afréð að
lokum að hverfa frá verkefninu þar eð
hann óttaðist að það mundi hafa
hörmuleg áhrif á kaup og kjör sauma-
kvenna, sem fyrir lifðu í mikilli fátækt.
Og þá komum við nú eiginlega að
einni af mínum uppáhaldskonum í líf-
inu. Hún hét Emma Goldman og ég
þyrfti nú helst að helga henni heilan
pistil einhvern laugardaginn. Emma
Goldman fæddist í Litháen árið 1869,
ólst að mestu upp í Pétursborg en
fluttist svo 16 ára gömul til Bandaríkj-
anna í leit að betri heimi. Þar var hún
síðar úthrópuð sem „hættulegasta
kona heims“ fyrir skoðanir sínar. Hún
var anarkisti sem krafðist hluta sem
ýmsum þykja sjálfsagðir í dag, kona
með óbilandi baráttuanda og vilja til
sjálfstæðis.
Þegar Emma kom til Bandaríkjanna
byrjaði hún að vinna fyrir sér sem
saumakona. Hún vann í meira en 10
klukkutíma á dag og fékk borgaða tvo
og hálfan dal á viku. Hún krafðist
kauphækkunar fyrir saumakonurnar á
staðnum og var forsmáð fyrir vikið.
Þegar ég hugsa um það hafa reynd-
ar ýmsar af mínum fyrirmyndum í líf-
inu verið saumakonur.
Móðuramma mín úr Ísafjarðardjúpi,
Dagbjört Helga, var alltaf að gera
eitthvað í höndunum. Ég held ég eigi
nánast enga minningu af henni öðru-
vísi en að sauma út, hekla eða prjóna,
eða búa til eitthvað annað fallegt á
meðan hún gerði allt annað líka, hvort
heldur það var að sjá um heimilið,
stelast í sígarettu eða baka kleinur.
Amma kærustunnar minnar var
sannkallaður listamaður líka og allt
lék í höndunum á henni, þar á meðal
saumaskapur. Hún gerði aldrei upp-
kast heldur bað einfaldlega guð að
hjálpa sér og styrkja og klippti svo út
sniðin eftir tilfinningu. Henni brást
ekki bogalistin og á milli þess sem hún
saumaði hvern glæsikjólinn á fætur
öðrum fann hún upp nýjar uppskriftir
að kræsingum og fleiru.
Um þessa uppfinningamenn og
dugnaðarforka lesum við ekki í sögu-
bókum en þær voru þarna samt.
Föðuramma mín Lilja var líka vel
kunnug saumavélinni. Þegar aðrir
löbbuðu alla leið til Reykjavíkur sat
amma stundum eftir á aðfangadag til
að geta leikið jólalögin á orgelið fyrir
PISTILL
Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir
200 saumavélar
Álafossfólkið, en þar vann hún um
tíma sem saumakona. Ömmu dreymdi
m.a. um að verða organisti og var alla
tíð stolt af því að hafa lært hjá Páli Ís-
ólfssyni, en til þess fékk hún ung
styrk frá sókninni vestur í Dölum. Síð-
ar opnaði hún litla vefnaðarvörubúð á
Bergstaðastræti sem varð líf hennar
og yndi. Henni var „kaupmennskan í
blóð borin“ eins og hún sagði sjálf og
föt skyldu saumuð úr góðum efnum úr
Liljubúð.
En aftur að Emmu Goldman og
saumakonum heimsins. Er þrælkunin
sem kveikti svo mjög í réttlætiskennd
Emmu liðin undir lok?
Svarið við því er einfalt nei. Fyrir
ekki svo löngu síðan var því t.d. slegið
upp að saumakonum í Bangladesh,
sumar 12 ára gamlar, sem saumuðu
m.a. Disney-föt fyrir okkur Vest-
urlandabúa væri þrælað út 14-15
klukkustundir á dag, 7 daga vikunnar,
og fengju greidd 5 sent fyrir hverja
skyrtu sem svo væri seld fyrir um það
bil 18 dollara.
Við þurfum sem sagt ennþá á Emm-
um að halda í heiminum, nú sem þá.
Meira um saumakonuna Emmu ein-
hvern annan góðan laugardag.
Hljóðpistlar Morgunblaðsins,
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
les pistilinn
HLJÓÐVARP mbl.is
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
KRÓNAN féll enn í gjaldeyrisvið-
skiptum í gær og er mikil lækkun
hennar farin að hafa víðtæk áhrif.
Lækkun á gengi krónunnar getur
haft í för með sér miklar hækkanir á
höfuðstól og mánaðarlegum afborg-
unum lána heimilanna sem eru í er-
lendri mynt, þegar til skamms tíma er
litið. Það ræðst þó af myntsamsetn-
ingu hvers láns og bendir Helga
Hrönn Jónasdóttir, deildarstjóri fast-
eignalána hjá Frjálsa fjárfestingar-
bankanum, á að margir eru eingöngu
með lán í lágvaxtamyntum, þ.e. eink-
um svissneska frankanum og jap-
önsku jeni. Tæplega 18% hækkun
gengisvísitölunnar frá áramótum er
þó skýr vísbending um verulegar
hækkanir gengisbundnu lánanna og
geta sveiflurnar numið háum fjár-
hæðum frá degi til dags. Lýsandi er
dæmi sem fékkst í gær af 15 milljóna
króna láni í erlendri mynt en höfuð-
stóll þess hækkaði um 800 þúsund
krónur frá sl. miðvikudegi til fimmtu-
dags eftir mikla veikingu á gengi
krónunnar.
Myntsamsetning myntkörfulána
sem veitt hafa verið til húsnæðis-
kaupa er mjög breytileg og geta lán-
takar óskað eftir að breyta samsetn-
ingunni á lánstímanum að ákveðnum
mörkum sem miðast við veðsetning-
arhlutfall. Helga Hrönn segir mjög
mismunandi hvað fólk velti þessum
möguleikum mikið fyrir sér. Haldist
gengi erlendu gjaldmiðlanna jafnhátt
fram að næstu mánaðamótum muni
eflaust einhverjum bregða í brún þeg-
ar næsti greiðsluseðill berst.
Bankarnir þrengja mjög að lánveit-
ingum til einstaklinga og í síðustu
viku ákvað Frjálsi fjárfestingarbank-
inn að hætta að bjóða lán í erlendri
mynt vegna kostnaðar og trygginga
við erlend gjaldeyriskaup.
Erlendu lánin hafa verið
hagstæðari en verðtryggð
Ingibjörg Þórðardóttir, formaður
Félags fasteignasala, kannast ekki
við að komið hafi inn á hennar borð
dæmi um að áhvílandi skuldir íbúðar-
eigenda séu orðnar jafnháar eða jafn-
vel hærri en nemur markaðsverði
eignanna sem þær hvíla á, þó sjálf-
sagt megi alltaf reikna með að örfá
slík tilfelli geti komið upp. Hún bendir
einnig á að fasteignir hafi hækkað
mjög mikið frá þeim tíma þegar veitt
voru allt að 100% lán. ,,Fasteigna-
kaup eru ekki bara einhver fjárfest-
ing sem er undir ákveðinni mælistiku
um arðsemiskröfur. Fasteignakaup
eru til að veita fjölskyldum húsaskjól
og athvarf til langs tíma litið, óháð því
hverjar hagsveiflurnar eru frá einum
tíma til annars. Það skiptast á mögru
og feitu árin,“ segir hún.
Hún segir að eðlilega sé fólk, sem
er með gengistryggð fasteignalán,
með áhyggjur af veikingu krónunnar
upp á síðkastið, „en á móti kemur að
vextir eru mun lægri af erlendu lán-
unum. Þeir sem taka lán í erlendri
mynt verða að taka með í reikninginn
að gengissveiflur eiga sér stað. Þessi
erlendu lán eru yfirleitt til 15 til 25 ára
og þegar litið er yfir t.d. fimm til tíu
ára tímabil þá hafa þau komið hag-
stæðar út fyrir lántakendur“, segir
Ingibjörg. Höfuðstóll erlendra lána
hækkar með veikingu krónunnar en á
hitt beri að líta að vextir af þessum
lánum eru í kringum 5% á sama tíma
og verðtryggðu lánin hafi hækkað um
12-15% á árinu 2007.
Höfuðstóllinn hækkaði um
800 þúsund á tveimur dögum
Morgunblaðið/Ómar
VERÐ á matvælum hækkaði umtalsvert á und-
anförnum mánuðum að því er fram kemur í nýju
mati hagfræðings ASÍ. Skv. vísitölu neysluverðs
lækkaði verð á liðnum „matur og drykkjar-
vörur“ um 1,5% frá febrúar 2007 til febrúar á
þessu ári. „Ef áhrifin af lækkun virðisaukaskatts
hinn 1. mars 2007 eru dregin frá kemur í ljós að
matur og drykkjarvörur hefur hækkað um 6,4%
á tímabilinu. Ef áhrif af lækkun á vörugjöldum
og tollum eru einnig reiknuð frá má ætla að mat-
væli hafi hækkað um 7-8% á þessu tímabili. Þetta
eru verðhækkanir sem rekja má til breytinga á
innkaupsverði og/eða álagningar heildsala og
smásala,“ segir í mati ASÍ.
Ísland skipar sér í flokk með þeim löndum V-
Evrópu þar sem hækkanirnar hafa orðið hvað
mestar síðastliðið ár. Gengisvísitalan var nánast
sú sama í janúar 2007 og 2008, og því er ljóst að
mati ASÍ að hækkanirnar á matvöruverði verða
ekki skýrðar með veikari krónu og dýrari inn-
flutningi af þeim sökum.
ASÍ hefur verulegar áhyggjur af veikingu
krónunnar. „Ef þetta ástand er komið til að vera
getum við verið að horfa á verðlagið hækka
meira en við áttum von á,“ segir Ólafur Darri
Andrason, hagfræðingur ASÍ.
Ari Fenger, framkvæmdastjóri Nathan & Ol-
sen, sem er eitt af stærstu fyrirtækjum landsins í
innflutningi á matvörum, segir að verðhækkanir
vegna mikilla hækkana á hrávöru erlendis séu
að mestum þunga komnar fram en búast megi
við frekari hækkunum vegna gengislækkunar
krónunnar.
Matvæli hafa hækkað um 7 til 8% frá febrúar 2007