Morgunblaðið - 15.03.2008, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 15.03.2008, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 19 ERLENT SILVIO Berlusconi, fyrrverandi forsætisráð- herra Ítalíu, hefur enn á ný hneykslað marga landa sína. Nú með því að segja, að vanti ungt fólk, einkum kvenfólk, peninga eða atvinnu, þá sé ráðið að giftast milljónamæringi. Kannanir benda til, að Berlusconi og fylking hans muni sigra í þingkosningunum 13.-14. apríl nk., en á kosningafundi á ríkisrásinni RAI2 spurði hann ung kona hvernig ung hjónaleysi ættu að fara að því stofna fjölskyldu án þess að hafa fasta atvinnu. Berlusconi hafði svarið á reiðum höndum: „Þú átt bara að giftast milljónamæringi. Til dæmis syni mínum, Piersilvio. Ég er viss um, að það færi vel, þú brosir svo fallega.“ Andstæðingar Berlusconis gripu þetta að sjálfsögðu á lofti og bentu á, að þetta sýndi best hve veruleikafirrtur Berlusconi væri og í litlum tengslum við lífið í landinu. Annað, sem hefur verið gagnrýnt harðlega, er, að Berlusconi hefur valið sem einn af fram- bjóðendum sínum kaupsýslumanninn og blaða- eigandann Giuseppe Ciarrapico en hann hefur hlotið dóm og dregur auk þess enga dul á að- dáun sína á fasismanum. Honum finnst sem sólin yfir Ítalíu hafi formyrkvast með falli Mussolinis og nú er svo komið, að Gianfranco Fini, banda- maður Berlusconis og fyrrverandi nýfasisti, vill ekki sjást í sama herbergi og Ciarrapico. Sjálfur hefur Fini reynt eftir bestu getu að þvo af sér sína gömlu ímynd. „Þú átt bara að giftast milljónamæringi“ Reuters Stjórnmálamaðurinn Ráðhollur og kann að leysa hvers manns vanda með sínum hætti. UPPHEFÐ fræga fólksins meðal ungmenna veldur því í auknum mæli að menntun og vinna teljast ekki nauðsynlegur þáttur í að njóta velgengni. Þetta kemur fram í könnun breska kennarasambandsins, þar sem yfir 70% kennara töldu ung- menni hafa brenglaða mynd af því hvernig góður árangur náist á lífs- leiðinni. Nám teljist ekki nauðsyn- legt því auðveldlega sé hægt að verða frægur og ríkur, t.d. með þátttöku í raunveruleikaþáttum. Formaður sambandsins segir hættu á að börnin verði síðar fyrir vonbrigðum og að sjálfsmat þeirra verði lágt þegar þau sjá að frægð- inni verði ekki auðveldlega náð. Fræga fólkið geti vissulega haft já- kvæð áhrif á ungmenni og aukið metnað þeirra, en of mörg barnanna haldi að allir geti orðið frægir. Beckhamhjónin eru samkvæmt könnuninni þau sem flestir taka sér til fyrirmyndar og hlaut knatt- spyrnumaðurinn 53% atkvæða en eiginkonan varð í öðru sæti. Íþróttafólk er vinsælast en í kjöl- farið kemur tónlistarfólk. Ofmeta frægðina BANDARÍKJASTJÓRN gagnrýndi írönsk yfirvöld fyrir framkvæmd þingkosninganna í gær, en hundr- uðum frambjóðenda úr röðum um- bótasinna var meinað að bjóða fram sökum þess að þeir væru ekki nógu hliðhollir íslömsku byltingunni. Búist er við fyrstu tölum í dag, en endanleg úrslit ættu að liggja fyrir eftir nokkra daga. Verðbólga nálg- ast 18 prósentin í Íran og í ljósi þess hvernig staðið er að kosningunum eru þær ekki taldar veita miklar vísbendingar um vinsældir Mah- mouds Ahmadinejad forseta. Embættismenn bjuggust við meiri þátttöku en í undanförnum kosningum, m.a. vegna þess að stjórnvöld hvöttu kjósendur til að flykkjast á kjörstaði og senda þar með skilaboð einingar til Vest- urlanda, nú á tímum deilna um kjarnaorkuáætlun landsins. Gagnrýna kosningar Á kjörstað Íranskur klerkur greið- ir atkvæði í kosningunum í gær. RÍKISBANKINN í Eþíópíu ákvað nýlega að selja til Suður-Afríku dá- lítið af gulli til að styrkja fjárhag rík- isins. Væntanlegir kaupendur voru þó ekkert hrifnir af sendingunni. Sökuðu þeir Eþíópíumenn um grófar móðganir, þeir hefðu sent þeim gyllt stál í staðinn fyrir gull. Líklega hefur ríkisbankinn í Eþí- ópíu tapað nokkrum milljörðum kr. á svikunum en ekki er enn ljóst hvort hann keypti forgyllta stálið beint eða hvort skipt var um í bankanum sjálf- um. Hafa margir menn verið hand- teknir vegna þessa máls, menn sem seldu bankanum „gullið“ og einnig þeir starfsmenn bankans, sem ann- ast efnafræðilegar prófanir á því gulli, sem bankinn kaupir. Er nú ver- ið að skoða allar aðrar gullbirgðir bankans. Ekki er allt gull er glóir Meistaranám við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík er fjölbreytt og krefjandi nám sem getur opnað þér dyr að margvíslegum starfstækifærum. Viðskiptadeild HR hefur á að skipa sérlega öflugum hópi kennara frá 23 löndum, sem allir búa yfir mikilli fræðilegri þekkingu og hafa fjölþætta reynslu úr atvinnulífinu. Að auki er Háskólinn í Reykjavík með samstarfssamninga við yfir 100 háskóla um allan heim sem gefur nemendum möguleika á því að víkka sjóndeildarhringinn með því að stunda hluta námsins erlendis. MEISTARANÁM Í VIÐSKIPTADEILD MSc í alþjóðaviðskiptum Námið byggir bæði á fræðilegum grunni og hagnýtri þekkingu á alþjóðaviðskiptum og fer kennsla fram á ensku. Uppbygging námsins miðar við reynslu margra bestu háskóla heims. Allir nemendur dvelja erlendis eina önn þar sem þeir starfa fyrir íslensk fyrirtæki eða stunda nám við samstarfsháskóla HR. Flestir nemendur læra annað tungumál en ensku og eru fjögur tungumál í boði: Kínverska, spænska, franska og þýska. Einnig er í boði að sérhæfa sig í alþjóðlegum markaðsfræðum. MSc í fjármálum Námið er sérsniðið að þörfum fjármálafyrirtækja og framsækinna alþjóðlegra fyrirtækja. Hægt er að velja á milli tveggja lína. Investment Management (MSIM): Ætlað þeim sem hyggjast starfa sem sérfræðingar á fjármálamarkaði, einkum við eignastýringu, markaðsviðskipti og fjárfestingar. Corporate Finance: Hentar þeim sem hafa áhuga á að starfa sem fjármálastjórar eða stjórnendur fyrirtækja. MSc í reikningshaldi og endurskoðun Námið er ætlað þeim sem vilja verða löggiltir endurskoðendur, eða hafa áhuga á að starfa sem sérfræðingar eða stjórnendur á sviði reikningshalds í fyrirtækjum. Útskrifaðir nemendur eru eftirsóttir til ýmissa stjórnunarstarfa í atvinnulífinu, einkum hjá stórfyrirtækjum í alþjóðlegri starfsemi. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 4 5 4 Tökum við umsóknum núna Kynntu þér námið á www.hr.is Námið er hægt að stunda sem fullt starf eða á minni hraða með annarri vinnu. Fyrri umsóknarfrestur er til 15. apríl, sá seinni 30 maí. Þeir sem sækja um fyrir fyrri frestinn eigi meiri möguleika. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.