Morgunblaðið - 15.03.2008, Side 22
22 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Reykjanesbær| Reykjanesbær hefur
gert samning við Gagnavörsluna ehf.
um geymslu skjalasafns bæjarins og
menningarminja á vegum safna bæj-
arins. Gagnavarslan er nýtt fyrirtæki
sem verið er að byggja upp á gamla
varnarliðssvæðinu á Vallarheiði.
Gagnavarslan hefur fengið leigt til
bráðabirgða húsnæði þar sem vara-
hlutalager flughersins var en mun
síðar byggja sérhæft hús yfir starf-
semina á Vallarheiði, að sögn Brynju
Guðmundsdóttur framkvæmda-
stjóra. Fyrirtækið mun bjóða heild-
arlausn í varðveislu skjala fyrir fyr-
irtæki og stofnanir.
Byggja upp þekkingu
Samningur Reykjanesbæjar og
Gagnavörslunnar er samstarfs- og
þróunarsamningur. Hann tekur til
skjalasafns bæjarins og muna
Byggðasafns Reykjanesbæjar og
Listasafns Reykjanesbæjar sem ekki
eru í sýningu á hverjum tíma. Þessi
skjöl og munir hafa verið í geymslum
víða um bæinn. Valgerður Guð-
mundsdóttir, framkvæmdastjóri
menningarsviðs, segir að gott sé að
koma þessu öllu á einn stað, í góðu
húsnæði, og bindur einnig vonir við
samstarf um fagleg mál. Öll vinnan
við rannsóknir, skráningu og umsjón
safnmunanna fer fram á geymslustað
og fylgja henni tveir starfsmenn
Reykjanesbæjar.
„Okkur finnst það líka spennandi
að fá þetta þekkingarfyrirtæki hing-
að,“ segir Valgerður. Reykjanesbær
hefur óskað eftir því við þjóðskjala-
vörð að skjalasafnið fái stöðu héraðs-
skjalasafns fyrir svæðið.
Skjöl og
menning-
armunir á
einn stað
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Keflavík | „Mér fannst það skrýtið
þegar fjórir voru búnir að hringja til
þess að fullvissa sig um að ég myndi
mæta á fundinn. Þeir sögðu að það
væri út af fótboltanum, ég yrði að
vera mættur til að hjálpa þeim með
eitthvað sérstakt,“ segir Þórólfur
Þorsteinsson (Dói) sem var heiðraður
fyrir störf sín í þágu knattspyrnu-
deildar Keflavíkur á aðalfundi félags-
ins á dögunum. Einar Haraldsson,
formaður félagsins, afhenti honum
svokallaðan starfsbikar.
Þórólfur hefur starfað mikið fyrir
knattspyrnuna í Keflavík, dæmdi um
tíma í yngri flokkunum og síðustu ár-
in hefur hann séð um búninga meist-
araflokks félagsins, verið svokallaður
búningastjóri.
Gat alveg eins gert gagn
Þórólfur er harmóníkuleikari og
átti að vera á æfingu þegar aðalfund-
ur Keflavíkur var haldinn. Forystu-
menn knattspyrnudeildarinnar
þurftu því að leggja nokkuð á sig til að
fá hann á fundinn en urðu jafnframt
að halda tilefninu leyndu. Þórólfur
segir að þegar heiðranirnar byrjuðu
hafi hann farið að gruna ýmislegt.
„En þetta var afskaplega skemmti-
legt,“ segir hann og sér ekki eftir því
að hafa tekið aðalfundinn fram yfir
harmóníkuna.
„Ég fór á pallana til að fylgjast með
unglingunum, frekar en að hanga yfir
sjónvarpinu á sumrin. Þeir létu mig fá
flautu til að dæma, sögðu að ég gæti
alveg eins gert eitthvert gagn fyrst ég
væri hvort sem er að hanga yfir
þessu,“ segir Þórólfur um upphaf af-
skipta sinna af knattspyrnunni. Hann
er raunar gamall knattspyrnumaður
sjálfur, lék með Leikni í sínum gamla
heimabæ, Fáskrúðsfirði. Hann
dæmdi unglingaleiki í nokkur ár og
síðustu fimm árin hefur hann séð um
búningana fyrir meistaraflokk og
snúist í kringum liðið. Í því felst að
hirða búninga leikmanna eftir leiki,
koma þeim í þvottahús og gera þá síð-
an klára fyrir næsta leik. Hann tekur
raunar fram að vinnuframlag kon-
unnar hans, Ólrikku Sveinsdóttur,
hafi ekki verið minna en hans sjálfs.
Þórólfur mætir á æfingar, fer á alla
leiki liðsins og hefur farið með því á
Evrópuleiki, hann er eins og einn úr
liðinu, eins og Einar Haraldsson sagði
þegar hann afhenti Þórólfi starfsbik-
arinn. Þórólfur situr á varamanna-
bekknum í leikjum. Hann segist
stundum hafa verið æstur á pöllunum
en róast frekar við það að dæma ung-
lingaleikina. Hann gleymir sér þó
stundum á leikjum og gerir athuga-
semdir við dómgæsluna en segir að
liðsstjórinn rói sig þá niður. „Dóm-
ararnir þekkja mig flestir og þetta er
liður í leiknum,“ segir Þórólfur.
Hann hefur unnið hjá Ofnasmiðju
Suðurnesja í 25 ár, fyrst við akstur og
nú síðustu árin við afgreiðslu.
Sögðu að ég gæti
gert eitthvert gagn
Þórólfur Þorsteinsson heiðraður á aðalfundi Keflavíkur
Starfsbikar Einar Haraldsson af-
hendir Þórólfi Þorsteinssyni starfs-
bikar Keflavíkur vegna 2007.
Í HNOTSKURN
»Stjórn Keflavíkur sæmdiHafstein Guðmundsson, fyrr-
verandi formann ÍBK, gullmerki
Keflavíkur en það er æsta heið-
ursmerki félagsins.
»Nokkrir fengu silfurmerki,þeir Ástráður Gunnarsson
knattspyrnumaður, Rúnar Arn-
arson, fyrrverandi formaður
knattspyrnudeildar, Gísli H. Jó-
hannsson og Hafsteinn Ingi-
bergsson dómarar og Ragnar
Örn Pétursson, fyrrv. formaður
ÍBK.
»Níels Hermannsson úr sund-deild og Dagbjört Ýr Gylfa-
dóttur úr bandmintondeild fengu
starfsmerki UMFÍ.
Grindavík | Bæjarstjórn Grindavík-
ur hefur samþykkt að fela bæj-
arstjóra að auglýsa eftir verkefn-
isstjóra vegna stofnunar
framhaldsskóla í bænum.
Lengi hefur verið rætt um það í
Grindavík að fá framhaldsskóla-
kennslu í einhverri mynd inn í bæj-
arfélagið. Stjórnendur bæjarins
fóru meðal annars á fund mennta-
málaráðherra fyrir hálfu öðru ári
til að viðra hugmyndir sínar. Ólafur
Örn Ólafsson bæjarstjóri segir að
Grindvíkingar hafi frekar átt á
brattann að sækja með þetta verk-
efni og ekki fengið undirtektir.
Margir skólamenn telji til dæmis að
það þurfi 700 til 1.000 nemendur til
að fjölbrautaskóli geti borið sig.
Þeir vilji hins vegar fara aðrar leið-
ir og fyrirmyndin er Menntaskóli
Borgarfjarðar í Borgarnesi. „Við
teljum að það ætti að vera fram-
kvæmanlegt að koma slíku þriggja
ára námi upp hér,“ segir Ólafur
Örn.
Hugmyndin er að ráða verkefn-
isstjóra til eins árs til að fara vel of-
an í þessi mál, kanna vilja foreldra
og taka saman rökin með og á móti
stofnun framhaldsskóla svo að bæj-
arstjórn geti tekið afstöðu til máls-
ins. „Við vitum ekki fyrir víst hvort
þetta er raunhæfur kostur fyrr en
niðurstöður slíkrar vinnu liggja
fyrir,“ segir Ólafur Örn.
Flest grindvísk ungmenni sækja
framhaldsnám í Fjölbrautaskóla
Suðurnesja í Keflavík. Nú eru um
það bil 200 krakkar á framhalds-
skólaaldri í bænum, og um 140 eru í
Fjölbrautaskólanum.
Verkefnis-
stjóri undir-
býr fram-
haldsskóla
SUÐURNES
BRÆÐURNIR Jóhann Gunnar
Malmquist og Oddur Viðar Malm-
quist á Akureyri geta hvorugur
borðað hefðbundin páskaegg. Jó-
hann Gunnar er sykursjúkur og
Oddur Viðar með mjólkuróþol, en
það kemur þó ekki í veg fyrir að þeir
gæði sér á gómsætum páskaeggjum.
„Það er hægt að kaupa sérstök egg
fyrir þá sem eru sykursjúkir og fólk
með mjólkuróþol – en strákunum
finnst þau bara ekki góð,“ segir Kar-
en Malmquist, móðir drengjanna.
Jóhann tekur sig því til árlega og
býr til eigin egg. Karen segir það í
raun sáraeinfalt. Mótin hafi hún
keypt í versluninni Pipar og salt í
Reykjavík „og hægt er nota hvaða
súkkulaði sem er, sem strákarnir
mega borða. Það fæst t.d. mjög gott
súkkulaði í Heilsuhorninu“, segir
hún. Súkkulaðið bræðir Jóhann og
setur í mót sem límd eru saman með
súkkulaðilími. Sælgæti sem strák-
arnir mega borða setja þeir svo í
eggin og spakmælin eru á sínum
stað. Og eggin eru orðin vinsæl í fjöl-
skyldunni; eftir að ættingjar fengu
að smakka lágu þeir ekki á þeirri
skoðun sinni að eggin væru af-
skaplega góð, og nú útbýr Jóhann
árlega nokkur sem hann gefur ætt-
ingjum. „Enda eru okkar eigin egg
miklu betri en önnur,“ segir hann.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Glæsileg og góð egg Jóhann Gunnar Malmquist, t.v., sem er sykursjúkur
og bróðir hans, Oddur Viðar Malmquist, sem er með mjólkuróþol.
„Okkar eigin egg
eru miklu betri“
MENNTUN og gagn-
rýnin hugsun er yfir-
skrift ráðstefnu sem
fram fer í dag til heiðurs
Guðmundi Heiðari Frí-
mannssyni, fyrsta deild-
arforseta kennaradeild-
ar Háskólans á
Akureyri. Ráðstefnan
hefst í húsakynnum
skólans við Þingvalla-
stræti kl. 13.
Kennaradeild HA,
sem verður 15 ára á
árinu, gengst fyrir ráð-
stefnunni til að þakka
Guðmundi Heiðari fyrir
14 ára störf hans sem deildarforseti.
Hann lét af því starfi sl. haust og er
nú prófessor í heimspeki við deildina.
Aðalfyrirlestur flytur Guðmundur
Heiðar en aðrir fyrirlesarar verða
Hanna Ragnarsdóttir, dósent í
mannfræði og fjölmenningarfræðum
og aðstoðarrektor í Kennaraháskóla
Íslands, Sigrún Aðalbjarnardóttir,
prófessor í uppeldis- og menntunar-
fræðum við Háskóla Íslands, og Vil-
hjálmur Árnason, prófessor í heim-
speki við Háskóla Íslands. Kristín
Aðalsteinsdóttir, deildarforseti
kennaradeildar, setur ráðstefnuna.
Guðmundur mun sjálfur fjalla um
hugarfar gagnrýninnar hugsunar en
kvaðst í gær ekki hafa hugmynd um
hvað aðrir fyrirlesarar hygðust
ræða.
„Hugarfar gagnrýninnar hugsun-
ar er í raun einhvers konar umgjörð;
ekki inntakið, ekki hvers konar færni
eða hæfni er uppistaðan í henni held-
ur hvað er í fari hvers og
eins sem stuðlar að
henni og heldur henni
gangandi. Og hvað er í
umhverfinu sem við
þurfum til þess að hvetja
til gagnrýninnar hugs-
unar.“
En líklega er ekki ein-
falt að finna svör við
þessum vangaveltum.
„Nei, það eru ekki til
nein einföld svör; ekki
frekar en ein ákveðin
uppskrift að jólaköku,“
segir Guðmundur.
En gagnrýnin hugs-
un hlýtur að vera eitt það mikilvæg-
asta í veröldinni. Eða hvað?
Guðmundur ber ekki á móti því og
segir: „Það er ýmislegt sem segir
okkur að gagnrýnin hugsun sé metin
að verðleikum, a.m.k. í okkar sam-
félagi; það kemur til að mynda fram í
aðalnámsskrám bæði grunn- og
framhaldsskóla og reyndar háskóla
líka, þar sem þetta er eitt af lykilat-
riðum sem skólar eiga að þjálfa hjá
nemendum sínum. Gagnrýnin hugs-
un er mjög mikilvæg í fræðum og vís-
indum, en líka í daglegri önn. Það er
mikilvægt að venjulegt fólk geti í nú-
tímasamfélagi metið það sem borið
er á borð fyrir það, til dæmis í fjöl-
miðlum. Að fólki átti sig á því hvaða
ályktanir er hægt að draga og líka til
að safna upplýsingum til þess að
stýra eigin lífi – að láta ekki stöðugt
stýrast af öðrum. Gagnrýnin hugsun
er mikilvægur þáttur í því: Maður
verður herra eigin lífs.“
„Maður verður
herra eigin lífs“
Ráðstefna til heiðurs Guðmundi H. Frí-
mannssyni við Háskólann á Akureyri
Guðmundur Heiðar
Frímannsson
RÍKISSAKSÓKNARI hefur fellt
niður mál sem fyrrverandi dóm-
stjóri við Héraðsdóm Norðurlands
eystra á Akureyri höfðaði gegn
manni vegna ummæla sem sá lét
falla. Dómarinn fór fram á 4 millj-
ónir króna í bætur.
Þorsteinn Hjaltason, héraðs-
dómslögmaður á Akureyri, var
skömmu fyrir jól fundinn sekur,
ásamt þremur öðrum, um að hafa
nýtt sér með ólöglegum hætti kerf-
isvillu í gjaldeyrisviðskiptakerfi
Glitnis, sem var til komin vegna
forritunarmistaka bankastarfs-
manna.
Ásgeir Pétur Ásgeirsson, þáver-
andi dómstjóri, kvað upp dóminn en
hann lét af störfum fyrir aldurs
sakir um áramót og þetta var hans
síðasta mál sem dómari.
Þorsteinn Hjaltason sagði í sam-
tali við fréttamann Stöðvar 2 þegar
hann kom úr réttarsal eftir upp-
kvaðningu dómsins að Glitnir virt-
ist hafa ægivald yfir ríkislög-
reglustjóra. Í viðtalinu, sem sýnt
var á Stöð 2 sama kvöld, spurði
fréttamaður: „Telurðu að það sem
þú kallar í raun ægivald Glitnis hafi
haft áhrif á bæði ríkislögreglu-
stjóra og dómara?“
Og Þorsteinn svaraði: „Já, já, það
er ekki nokkur einasti vafi um
það.“
Við þessi ummæli var dómarinn
ósáttur, kærði Þorstein vegna
þeirra og krafist 4 milljóna króna í
bætur.
Ríkissaksóknari segir að það,
sem kom fram við rannsóknina,
þyki ekki nægilegt eða líklegt til
sakfellis og málið sé því fellt niður.
Dómarinn hefur ákveðið að
áfrýja niðurstöðunni til Hæsta-
réttar.
Skaðabóta-
málið
fellt niður